Utan vallar: Standast strákarnir okkar stóra prófið? Henry Birgir Gunnarsson skrifar 18. janúar 2022 09:00 Aron Pálmarsson landsliðsfyrirliði þarf að leiða liðið á næsta stig í kvöld. vísir/epa Þrátt fyrir gott gengi á EM getur enn allt gerst í dag. Strákarnir okkar geta farið á flugi inn í milliriðil með stig í töskunni eða flogið heim til sín. Það er stutt á milli í þessu. Það hefur verið markviss uppbygging á þessu landsliði okkar síðustu ár með tilheyrandi vaxtarverkjum. En reynslan er nú til staðar og gæðin eru það svo sannarlega. Í dag fáum við því samt svarað hvort liðið sé komið á þann stað sem við öll vonum að það sé komið á. Guðmundur ætlaði að gera Ísland að topp átta liði í heiminum á þremur árum. Sá tími er núna. Það væru því gríðarleg vonbrigði ef liðið fellur á stóra prófinu og þarf að fara heim eftir riðlakeppnina. Ef strákarnir komast áfram þá fáum við enn fleiri spurningum svarað því andstæðingar milliriðilsins eru enn sterkari en liðin í þessum riðli okkar. Þá fá strákarnir að máta sig við mörg bestu lið heims og sjá hvar þeir standa í þeim samanburði. Maður finnur að andinn og trúin í liðinu er meiri en oft áður. Strákarnir eru frábærir í handbolta og vita það manna best sjálfir. Eins og sagt var eftir leikinn gegn Hollendingum þá hefði sá leikur líklega ekki unnist fyrir þremur árum síðan. Það er hugsanlega rétt. Þó svo ýmislegt hafi brugðist í þeim leik þá var það framfaraskref að klára dæmið. Ég hef tröllatrú á þessu liði okkar og þó svo Ungverjar séu stórir, sterkir og ólseigir þá er ég ekki í vafa um að okkar lið sé betra. Við erum með betri leikmenn og frábæra liðsheild. Ef allt smellur þá vinna strákarnir leikinn. Sviðið verður ekki stærra og flottara en í Búdapest í kvöld. Þetta er hinn fullkomni staður til þess að rúlla upp stóra prófinu og sýna handboltaheiminum að Ísland sé aftur komið með alvöru lið í handbolta. EM karla í handbolta 2022 Utan vallar Tengdar fréttir Svona hefur farið hjá strákunum þegar Ísland hefur unnið tvo fyrstu leiki sína Ungverjar bíða strákana okkar í þriðja leik á morgun en þetta er langt frá því að vera í fyrsta sinn á stórmóti sem þeir mæta íslensku landsliði með fullt hús. 17. janúar 2022 16:31 Mest lesið Haukar dæmdir úr bikarnum og ÍBV fer áfram Handbolti „Önnur eins vitleysa hefur komið frá þessu félagi“ Handbolti Dagný gleymd eða afskrifuð?: Hefur ekkert heyrt í landsliðsþjálfaranum Fótbolti Metinn á rúmlega 17 milljarða fyrr á árinu en má nú fara á láni Enski boltinn „Gætu gert hrikalega góða hluti með íslenska landsliðið“ Fótbolti Guardiola allur útklóraður eftir leik Fótbolti Laumaði hauskúpu afa síns inn á úrslitaleikinn Fótbolti Segir það sárt að vera ekki velkominn hjá Liverpool Enski boltinn Umboðsmaðurinn sérstaki sem kom með fyrstu Kananna til landsins Körfubolti Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Handbolti Fleiri fréttir ÍBV (eða Haukar) í erfiðan slag í bikarnum „Önnur eins vitleysa hefur komið frá þessu félagi“ Haukar dæmdir úr bikarnum og ÍBV fer áfram Uppgjörið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga Porto lagði Val í Portúgal Haukar með mikilvægan sigur í Mosfellsbæ Ótrúlegur Óðinn í stórsigri Kadetten sem skipti þó engu Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Þjálfari FH með hljóðnema á sér: „Massa reynsla hérna í bland við massa greddu“ HK gaf leik gegn Herði: „Ekki nýtt vandamál fyrir okkur á landsbyggðinni“ Sameinast litla bróður hjá Kolstad Tímabært að breyta til Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Íslendingaliðin töpuðu bæði Ísland tapaði með minnsta mun Ekki haft tíma til að spá í EM Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Sjá meira
Það hefur verið markviss uppbygging á þessu landsliði okkar síðustu ár með tilheyrandi vaxtarverkjum. En reynslan er nú til staðar og gæðin eru það svo sannarlega. Í dag fáum við því samt svarað hvort liðið sé komið á þann stað sem við öll vonum að það sé komið á. Guðmundur ætlaði að gera Ísland að topp átta liði í heiminum á þremur árum. Sá tími er núna. Það væru því gríðarleg vonbrigði ef liðið fellur á stóra prófinu og þarf að fara heim eftir riðlakeppnina. Ef strákarnir komast áfram þá fáum við enn fleiri spurningum svarað því andstæðingar milliriðilsins eru enn sterkari en liðin í þessum riðli okkar. Þá fá strákarnir að máta sig við mörg bestu lið heims og sjá hvar þeir standa í þeim samanburði. Maður finnur að andinn og trúin í liðinu er meiri en oft áður. Strákarnir eru frábærir í handbolta og vita það manna best sjálfir. Eins og sagt var eftir leikinn gegn Hollendingum þá hefði sá leikur líklega ekki unnist fyrir þremur árum síðan. Það er hugsanlega rétt. Þó svo ýmislegt hafi brugðist í þeim leik þá var það framfaraskref að klára dæmið. Ég hef tröllatrú á þessu liði okkar og þó svo Ungverjar séu stórir, sterkir og ólseigir þá er ég ekki í vafa um að okkar lið sé betra. Við erum með betri leikmenn og frábæra liðsheild. Ef allt smellur þá vinna strákarnir leikinn. Sviðið verður ekki stærra og flottara en í Búdapest í kvöld. Þetta er hinn fullkomni staður til þess að rúlla upp stóra prófinu og sýna handboltaheiminum að Ísland sé aftur komið með alvöru lið í handbolta.
EM karla í handbolta 2022 Utan vallar Tengdar fréttir Svona hefur farið hjá strákunum þegar Ísland hefur unnið tvo fyrstu leiki sína Ungverjar bíða strákana okkar í þriðja leik á morgun en þetta er langt frá því að vera í fyrsta sinn á stórmóti sem þeir mæta íslensku landsliði með fullt hús. 17. janúar 2022 16:31 Mest lesið Haukar dæmdir úr bikarnum og ÍBV fer áfram Handbolti „Önnur eins vitleysa hefur komið frá þessu félagi“ Handbolti Dagný gleymd eða afskrifuð?: Hefur ekkert heyrt í landsliðsþjálfaranum Fótbolti Metinn á rúmlega 17 milljarða fyrr á árinu en má nú fara á láni Enski boltinn „Gætu gert hrikalega góða hluti með íslenska landsliðið“ Fótbolti Guardiola allur útklóraður eftir leik Fótbolti Laumaði hauskúpu afa síns inn á úrslitaleikinn Fótbolti Segir það sárt að vera ekki velkominn hjá Liverpool Enski boltinn Umboðsmaðurinn sérstaki sem kom með fyrstu Kananna til landsins Körfubolti Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Handbolti Fleiri fréttir ÍBV (eða Haukar) í erfiðan slag í bikarnum „Önnur eins vitleysa hefur komið frá þessu félagi“ Haukar dæmdir úr bikarnum og ÍBV fer áfram Uppgjörið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga Porto lagði Val í Portúgal Haukar með mikilvægan sigur í Mosfellsbæ Ótrúlegur Óðinn í stórsigri Kadetten sem skipti þó engu Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Þjálfari FH með hljóðnema á sér: „Massa reynsla hérna í bland við massa greddu“ HK gaf leik gegn Herði: „Ekki nýtt vandamál fyrir okkur á landsbyggðinni“ Sameinast litla bróður hjá Kolstad Tímabært að breyta til Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Íslendingaliðin töpuðu bæði Ísland tapaði með minnsta mun Ekki haft tíma til að spá í EM Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Sjá meira
Svona hefur farið hjá strákunum þegar Ísland hefur unnið tvo fyrstu leiki sína Ungverjar bíða strákana okkar í þriðja leik á morgun en þetta er langt frá því að vera í fyrsta sinn á stórmóti sem þeir mæta íslensku landsliði með fullt hús. 17. janúar 2022 16:31