Harder sökkti West Ham og María lék allan leikinn er Man Utd komst í undanúrslit Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 19. janúar 2022 22:30 Manchester United vann 1-0 útisigur á Arsenal og er komið í undanúrslit. Twitter/@ManUtdWomen Átta liða úrslit deildarbikars kvenna í knattspyrnu á Englandi fóru fram í kvöld. Dagný Brynjarsdóttir lék sjötíu mínútur er West Ham United tapaði 4-2 á heimavelli gegn Englandsmeisturum Chelsea. Dagný var í byrjunarliði West Ham sem átti við ofurefli að etja í kvöld. Pernille Harder kom Chelsea yfir um miðbik fyrri hálfleiks en Katerina Svitkova jafnaði metin fyrir lok fyrri hálfleiks og staðan jöfn 1-1 er liðin gengu til búningsherbergja í hálfleik. Í þeim síðari tóku Englands-, bikar- og deildarbikarmeistarar Chelsea öll völd á vellinum. Erin Cuthbert kom gestunum í 2-1 áður en Harder bætti við tveimur mörkum og fullkomnaði þar með þrennu sína. Þetta var hennar 50. leikur fyrir félagið og hún fagnaði því með stæl. Winning Wednesdays! #CFCW pic.twitter.com/QJtixMuGGG— Chelsea FC Women (@ChelseaFCW) January 19, 2022 Staðan var því orðin 4-1 gestunum í vil þegar hin unga Halle Houssein minnkaði muninn undir lok leiks fyrir West Ham. Lokatölur 4-2 og Chelsea getur enn varið titil sinn. Dagný var tekin af velli þegar 20 mínútur lifðu leiks. Manchester United gerði sér lítið fyrir og vann 1-0 útisigur á Arsenal í kvöld. Markið kom undir lok leiks það gerði Alessia Russo eftir undirbúning Katie Zelem. María Þórisdóttir lék allan leikinn í hjarta varnar Man United. Five wins on the spin for Marc Skinner s Reds #MUWomen pic.twitter.com/VTBJYk6Isj— Manchester United Women (@ManUtdWomen) January 19, 2022 Þá vann Manchester City 3-1 sigur á Bristol City og Tottenham Hotspur vann Liverpool 1-0. Það verða því fjögur stórlið í undanúrslitum keppninnar; Chelsea, Tottenham og Manchester-liðin tvö. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Handbolti Laumaði hauskúpu afa síns inn á úrslitaleikinn Fótbolti Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Fótbolti Metinn á rúmlega 17 milljarða fyrr á árinu en má nú fara á láni Enski boltinn „Við erum brothættir“ Fótbolti Lewandowski sá þriðji til að skora hundrað Meistaradeildarmörk Fótbolti Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar Körfubolti „Höfum sýnt að þetta er getustigið sem við getum spilað á“ Fótbolti Dagskráin í dag: Stórleikur á Anfield, Bónus deild kvenna og margt fleira Sport „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Körfubolti Fleiri fréttir Metinn á rúmlega 17 milljarða fyrr á árinu en má nú fara á láni Liverpool væri bara í þrettánda sæti án markanna hans Mo Salah Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Carragher segir Salah vera eigingjarnan Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Ed Sheeran biðst afsökunar á að hafa verið óboðinn gestur í viðtali við Amorim Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Roy Keane reiður: Hittu mig bara á bílastæðinu Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Guardiola samdi til ársins 2027 Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Amorim vill að United fái Gomes aftur Sjá meira
Dagný var í byrjunarliði West Ham sem átti við ofurefli að etja í kvöld. Pernille Harder kom Chelsea yfir um miðbik fyrri hálfleiks en Katerina Svitkova jafnaði metin fyrir lok fyrri hálfleiks og staðan jöfn 1-1 er liðin gengu til búningsherbergja í hálfleik. Í þeim síðari tóku Englands-, bikar- og deildarbikarmeistarar Chelsea öll völd á vellinum. Erin Cuthbert kom gestunum í 2-1 áður en Harder bætti við tveimur mörkum og fullkomnaði þar með þrennu sína. Þetta var hennar 50. leikur fyrir félagið og hún fagnaði því með stæl. Winning Wednesdays! #CFCW pic.twitter.com/QJtixMuGGG— Chelsea FC Women (@ChelseaFCW) January 19, 2022 Staðan var því orðin 4-1 gestunum í vil þegar hin unga Halle Houssein minnkaði muninn undir lok leiks fyrir West Ham. Lokatölur 4-2 og Chelsea getur enn varið titil sinn. Dagný var tekin af velli þegar 20 mínútur lifðu leiks. Manchester United gerði sér lítið fyrir og vann 1-0 útisigur á Arsenal í kvöld. Markið kom undir lok leiks það gerði Alessia Russo eftir undirbúning Katie Zelem. María Þórisdóttir lék allan leikinn í hjarta varnar Man United. Five wins on the spin for Marc Skinner s Reds #MUWomen pic.twitter.com/VTBJYk6Isj— Manchester United Women (@ManUtdWomen) January 19, 2022 Þá vann Manchester City 3-1 sigur á Bristol City og Tottenham Hotspur vann Liverpool 1-0. Það verða því fjögur stórlið í undanúrslitum keppninnar; Chelsea, Tottenham og Manchester-liðin tvö.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Handbolti Laumaði hauskúpu afa síns inn á úrslitaleikinn Fótbolti Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Fótbolti Metinn á rúmlega 17 milljarða fyrr á árinu en má nú fara á láni Enski boltinn „Við erum brothættir“ Fótbolti Lewandowski sá þriðji til að skora hundrað Meistaradeildarmörk Fótbolti Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar Körfubolti „Höfum sýnt að þetta er getustigið sem við getum spilað á“ Fótbolti Dagskráin í dag: Stórleikur á Anfield, Bónus deild kvenna og margt fleira Sport „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Körfubolti Fleiri fréttir Metinn á rúmlega 17 milljarða fyrr á árinu en má nú fara á láni Liverpool væri bara í þrettánda sæti án markanna hans Mo Salah Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Carragher segir Salah vera eigingjarnan Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Ed Sheeran biðst afsökunar á að hafa verið óboðinn gestur í viðtali við Amorim Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Roy Keane reiður: Hittu mig bara á bílastæðinu Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Guardiola samdi til ársins 2027 Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Amorim vill að United fái Gomes aftur Sjá meira