Sláandi niðurstöður þrátt fyrir sultarsöng atvinnurekanda Halldóra Sigr. Sveinsdóttir skrifar 20. janúar 2022 14:31 Niðurstaða nýrrar könnunar Rannsóknarstofu vinnumarkaðarins Vörðu eru sláandi varðandi versnandi kjör þeirra lægst launuðu sérstaklega einstæðra foreldra og innflytjenda. Allt að þriðjungur launafólks býr við slæma fjárhagsstöðu, tíundi hluti launafólks býr við skort á efnislegum gæðum og fjórir af hverjum tíu geta ekki mætt óvæntum útgjöldum. Einstæðir foreldrar eru í mjög slæmri stöðu eða sex af hverju tíu eiga erfitt með að ná endum saman. Álag hefur aukist vegna covid og andleg heilsa fer versnandi. Niðurstöður sem þessar eru sláandi en staðfesta stöðuna eins og stéttarfélögin skynja hana. Launafólk á lægstu laununum hefur ekki ofan í sig né á. Því miður eru það ekki ný tíðindi. Í kjarasamningunum 2015 var farið fram með sérstaka áherslu á hækkun lægstu launa sem skilaði góðum árangri og svo í framhaldi voru gerðir Lífskjarasamningar þar sem einnig var lögð áhersla á lægstu laun. Þrátt fyrir þetta er staðan sú eins og niðurstöður sýna þá er stór hópur sem nær ekki endum saman. Inn í þessum tölum er ekkert um stöðu aldraðra og öryrkja sem við vitum þó að oft á tíðum er mjög slæm. Það fer ekki fram hjá nokkrum manni á Íslandi þegar kemur að upptakti fyrir kjarasamninga áróður Samtaka atvinnulífsins og annara samtaka sem stunda atvinnurekstur hvað launakostnaður á Íslandi er „svakalega hár“. Launakostnaður er að setja allt á hliðina að þeirra mati. Hvaða laun eru að setja allt á hliðina? Eru það laun þeirra sem ná ekki endum saman? Þegar samið er um kjarasamninga á almennum markaði eru það alltaf þeir sem lægstu launin hafa sem varða leiðina og áróðurinn beinist gegn þeim hópi sem eru á taxtalaunum og þau laun eru á engan hátt lífvænleg. Það er ekki hægt annað en að vísa því til föðurhúsanna að lægstu taxtalaun hafi hækkað allt of mikið. Þessi launakostnaður taxtalaunafólks á lægstu launum er ekki að sliga þjóðfélagið og er svona málflutningur ekki boðlegur. Hvernig ætla stjórnvöld að koma að málum í komandi kjarasamningum. Húsnæðismarkaðurinn er að sliga fólk, leiguverð á almennum markaði í hæstu hæðum. Hvað varð um kröfu verkalýðshreyfingarinnar um leigubremsu, hvað ætla stjórnvöld að gera í tilfærslukerfum til handa láglaunafólki. Þetta eru stóru spurningarnar inn í komandi kjarasaminga til þess að skapa jöfnuð á Íslandi. Þegar eru komnar hækkanir á vöru og þjónustu og jafnvel búið að boða fleiri hækkanir. Við búum í samfélagi þar sem er nóg til handa öllum ef rétt er haldið á málum. Hættum að kenna láglaunafólki um að launakostnaður sé að sliga allt því það er einfaldlega ekki rétt. Höfundur er formaður Bárunnar, stéttarfélags og 3. varaforseti ASÍ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kjaramál Vinnumarkaður Mest lesið Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Kosningabaráttan er kostuð af þér Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Heilbrigðiskerfi framtíðarinnar Victor Guðmundsson Skoðun Af hverju ætti ég að standa með kennurum? Stefán Birgir Jóhannesson Skoðun Helvítis Píratarnir Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Dýrkeypt jólagjöf Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Veldu Viðreisn Katrín Sigríður J Steingrímsdóttir Skoðun Reikningskúnstir Ragnars Þórs Björn Leví Gunnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Er nóg að bara brjóta land? Þorvaldur Rúnarsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta til framtíðar: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Að kjósa taktískt Samúel Karl Ólason skrifar Skoðun Að standa vörð um þjóðina Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Jöfn tækifæri í boði Sjálfstæðisflokksins Snorri Ingimarsson skrifar Skoðun Íslendingar, ekki vera fávitar! Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Náttúran er stærsta kosningamálið Skúli Skúlason skrifar Skoðun Ásýnd spillingar Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Pólitík í pípunum Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Veldu Viðreisn Katrín Sigríður J Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Hugsi eftir íbúafund gærdagsins Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar Skoðun Framtíðin er í húfi Ásmundur Einar Daðason skrifar Skoðun Drodzy Polacy Jóhann Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Fáránleg fjármálastjórn Sigurður Oddsson skrifar Skoðun Fyrirsjáanleiki fyrir ferðaþjónustuna Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Sjávarútvegurinn - Unga fólkið er framtíðin Arnar Jónsson,Hreinn Pétursson skrifar Skoðun Hver verða lykilgildin í næsta stjórnarsáttmála? Gunnar Hersveinn skrifar Skoðun Ungt fólk í Hafnarfirði stendur með Rósu Guðbjartsdóttur Hópur ungs fólks í Hafnarfirði skrifar Skoðun Kjósum frið Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Af hverju kýs ég frjálslyndi og frelsi? Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Píratar, frumkvöðlar í íslenskum stjórnmálum Helga Völundardóttir skrifar Skoðun Lilja lofar öllu fögru Björn B Björnsson skrifar Skoðun Siðlaus einkavæðing gegn almannahagsmunum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Reikningskúnstir Ragnars Þórs Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Sögulegt tækifæri Logi Einarsson,Eydís Ásbjörnsdóttir,Sæunn Gísladóttir,Sindri S. Kristjánsson skrifar Skoðun X í C fyrir framtíð á Íslandi Lovísa Oktovía Eyvindsdóttir skrifar Skoðun Kosið um stefnu Axel Jón Ellenarson skrifar Skoðun Byggjum og náum niður vöxtum og verðbólgu Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnir síðustu ára hafa vanrækt barnamál Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Opnum fjöldahjálparstöð! Aðalheiður Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Niðurstaða nýrrar könnunar Rannsóknarstofu vinnumarkaðarins Vörðu eru sláandi varðandi versnandi kjör þeirra lægst launuðu sérstaklega einstæðra foreldra og innflytjenda. Allt að þriðjungur launafólks býr við slæma fjárhagsstöðu, tíundi hluti launafólks býr við skort á efnislegum gæðum og fjórir af hverjum tíu geta ekki mætt óvæntum útgjöldum. Einstæðir foreldrar eru í mjög slæmri stöðu eða sex af hverju tíu eiga erfitt með að ná endum saman. Álag hefur aukist vegna covid og andleg heilsa fer versnandi. Niðurstöður sem þessar eru sláandi en staðfesta stöðuna eins og stéttarfélögin skynja hana. Launafólk á lægstu laununum hefur ekki ofan í sig né á. Því miður eru það ekki ný tíðindi. Í kjarasamningunum 2015 var farið fram með sérstaka áherslu á hækkun lægstu launa sem skilaði góðum árangri og svo í framhaldi voru gerðir Lífskjarasamningar þar sem einnig var lögð áhersla á lægstu laun. Þrátt fyrir þetta er staðan sú eins og niðurstöður sýna þá er stór hópur sem nær ekki endum saman. Inn í þessum tölum er ekkert um stöðu aldraðra og öryrkja sem við vitum þó að oft á tíðum er mjög slæm. Það fer ekki fram hjá nokkrum manni á Íslandi þegar kemur að upptakti fyrir kjarasamninga áróður Samtaka atvinnulífsins og annara samtaka sem stunda atvinnurekstur hvað launakostnaður á Íslandi er „svakalega hár“. Launakostnaður er að setja allt á hliðina að þeirra mati. Hvaða laun eru að setja allt á hliðina? Eru það laun þeirra sem ná ekki endum saman? Þegar samið er um kjarasamninga á almennum markaði eru það alltaf þeir sem lægstu launin hafa sem varða leiðina og áróðurinn beinist gegn þeim hópi sem eru á taxtalaunum og þau laun eru á engan hátt lífvænleg. Það er ekki hægt annað en að vísa því til föðurhúsanna að lægstu taxtalaun hafi hækkað allt of mikið. Þessi launakostnaður taxtalaunafólks á lægstu launum er ekki að sliga þjóðfélagið og er svona málflutningur ekki boðlegur. Hvernig ætla stjórnvöld að koma að málum í komandi kjarasamningum. Húsnæðismarkaðurinn er að sliga fólk, leiguverð á almennum markaði í hæstu hæðum. Hvað varð um kröfu verkalýðshreyfingarinnar um leigubremsu, hvað ætla stjórnvöld að gera í tilfærslukerfum til handa láglaunafólki. Þetta eru stóru spurningarnar inn í komandi kjarasaminga til þess að skapa jöfnuð á Íslandi. Þegar eru komnar hækkanir á vöru og þjónustu og jafnvel búið að boða fleiri hækkanir. Við búum í samfélagi þar sem er nóg til handa öllum ef rétt er haldið á málum. Hættum að kenna láglaunafólki um að launakostnaður sé að sliga allt því það er einfaldlega ekki rétt. Höfundur er formaður Bárunnar, stéttarfélags og 3. varaforseti ASÍ.
Skoðun Ungt fólk í Hafnarfirði stendur með Rósu Guðbjartsdóttur Hópur ungs fólks í Hafnarfirði skrifar
Skoðun Siðlaus einkavæðing gegn almannahagsmunum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Sögulegt tækifæri Logi Einarsson,Eydís Ásbjörnsdóttir,Sæunn Gísladóttir,Sindri S. Kristjánsson skrifar