Guardiola: Besta frammistaða okkar á leiktíðinni Atli Arason skrifar 22. janúar 2022 22:00 Pep Guardiola, þjálfari Manchester City. Manchester City hefur unnið Arsenal, Leicester, Manchester United, Chelsea og West Ham á leiktíðinni. Þrátt fyrir það telur Guardiola að frammistaða liðsins í 1-1 jafntefli gegn Southampton í kvöld hafi verið besta frammistaða liðsins á leiktíðinni. „Þetta var án vafa langt um besta frammistaða okkar á leiktíðinni. Við vorum að spila við lið sem sem spilar ótrúlega góðan varnarleik og eru góðir í skyndisóknum. Þeir eru vel skipulagðir og við þurftum að hafa fyrir hlutunum í kvöld. Niðurstaðan, 1-1 jafntefli, er ekki gott, en frammistaðan var frábær,“ sagði Guardiola í viðtali við Sky Sports eftir leikinn við Southampton. „Það er hlutverk þjálfarans sjá um hvernig liðið hagar sér á vellinum og hvernig við spiluðum í kvöld var framúrskarandi.“ Jafnteflið í kvöld var í fyrsta skipti sem City fær ekki þrjú stig í leik í tæpa þrjá mánuði eða síðan liðið tapaði fyrir Crystal Palace, 0-2, þann 30. október. „Til dæmis spiluðum við verr gegn Arsenal en unnum þann leik. Stundum gerist það í fótbolta og sérstaklega í úrvalsdeildinni að maður spilar illa og sigrar leikinn og stundum spilaru vel og sigrar ekki. Deildin er 38 leikir og sumt færðu verðskuldað og annað ekki.“ Guardiola hefur enga trú á því að tvö töpuð stig gegn Southampton í kvöld hafi einhver stór áhrif á liðið fyrir það sem koma skal á tímabilinu. „Af hverju ættum við að missa einhverja trú á okkur? Við unnum ekki í kvöld en við spiluðum vel. Ég hef sagt það áður að við munum misstíga okkur eitthvað og missa af einhverjum stigum. Hvernig við höguðum okkur á vellinum í kvöld er ég ánægður með. Núna höfum við tvær vikur til að undirbúa okkur í næsta leik og við munum gera það. Enska úrvalsdeildin er ótrúlega erfið. Sumt fólk segir að titilbaráttan er búin og það er jákvætt fyrir okkur því titilbaráttan er mjög erfið og þetta er alls ekki búið. Titilbaráttan var ekki búinn fyrir tveimur vikum síðan og hún verður ekki búinn eftir þrjár vikur,“ svaraði Guardiola, aðspurður að því hvort þetta jafntefli hafi einhver áhrif á trú liðsins að sigra deildina. City er þrátt fyrir jafnteflið með 12 stiga forskot á Liverpool sem er í öðru sæti. Liverpool á þó tvo leiki til góða en Liverpool spilar gegn Crystal Palace á morgun. „Ég væri til í að hafa 40 stiga forskot á Liverpool og Chelsea og það væri draumur en það er ekki mögulegt í janúar. Þeir eru með frábær lið og ég bjóst ekki við því að vera með þetta forskot á þessum tímapunkti en þetta er ekki búið. Þessi lið munu sækja fullt af stigum,“ sagði Guardiola að endingu. Enski boltinn Mest lesið Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Liverpool með fullt hús stiga á meðan Real er rjúkand rúst Fótbolti „Sem betur fer fór ég enn á ný í rétt horn“ Fótbolti Aþena lagði Grindavík Körfubolti Hákon Arnar kom inn af bekknum í mikilvægum sigri Fótbolti Íslendingarnir allt í öllu í Meistaradeildinni Handbolti Haukar voru betri í dag Körfubolti Guardiola allur útklóraður eftir leik Fótbolti Dramatík á Villa Park Fótbolti „Önnur eins vitleysa hefur komið frá þessu félagi“ Handbolti Fleiri fréttir „Sem betur fer fór ég enn á ný í rétt horn“ Aþena lagði Grindavík Hákon Arnar kom inn af bekknum í mikilvægum sigri Haukar voru betri í dag Íslendingarnir allt í öllu í Meistaradeildinni Yamal Gulldrengur ársins og López Gullstúlka ársins Liverpool með fullt hús stiga á meðan Real er rjúkand rúst Dramatík á Villa Park Skrýtið en venst Uppgjörið: Haukar - Keflavík 100-83 | Þægilegur Haukasigur í stórleiknum Mascherano þjálfar Messi á Miami Elfar Árni heim í Völsung Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri „Gefur enga mynd af því sem við erum að fara að ganga í gegnum“ Amma Bellinghams fór ekki út úr húsi á meðan EM stóð Svarar Gabriel eftir að hann stal fagninu hans Guardiola allur útklóraður eftir leik ÍBV (eða Haukar) í erfiðan slag í bikarnum Coote gaf gult spjald eins og hann talaði um fyrir leik „Önnur eins vitleysa hefur komið frá þessu félagi“ „Mikilvægasti sigur í sögu íslensks körfubolta“ Haukar dæmdir úr bikarnum og ÍBV fer áfram Segir það sárt að vera ekki velkominn hjá Liverpool Aðalkeppinautar Íslands um sæti á EM skoruðu ótrúlega körfu Jóhann semur og heldur Jóhanni í teyminu Fimmtán ára og ætlar að verða fyrsta konan til að vinna Formúlu 1 Umboðsmaðurinn sérstaki sem kom með fyrstu Kananna til landsins Símtölum í hjálparlínuna fjölgaði mikið eftir dóm Conors McGregor Dagný gleymd eða afskrifuð?: Hefur ekkert heyrt í landsliðsþjálfaranum „Gætu gert hrikalega góða hluti með íslenska landsliðið“ Sjá meira
„Þetta var án vafa langt um besta frammistaða okkar á leiktíðinni. Við vorum að spila við lið sem sem spilar ótrúlega góðan varnarleik og eru góðir í skyndisóknum. Þeir eru vel skipulagðir og við þurftum að hafa fyrir hlutunum í kvöld. Niðurstaðan, 1-1 jafntefli, er ekki gott, en frammistaðan var frábær,“ sagði Guardiola í viðtali við Sky Sports eftir leikinn við Southampton. „Það er hlutverk þjálfarans sjá um hvernig liðið hagar sér á vellinum og hvernig við spiluðum í kvöld var framúrskarandi.“ Jafnteflið í kvöld var í fyrsta skipti sem City fær ekki þrjú stig í leik í tæpa þrjá mánuði eða síðan liðið tapaði fyrir Crystal Palace, 0-2, þann 30. október. „Til dæmis spiluðum við verr gegn Arsenal en unnum þann leik. Stundum gerist það í fótbolta og sérstaklega í úrvalsdeildinni að maður spilar illa og sigrar leikinn og stundum spilaru vel og sigrar ekki. Deildin er 38 leikir og sumt færðu verðskuldað og annað ekki.“ Guardiola hefur enga trú á því að tvö töpuð stig gegn Southampton í kvöld hafi einhver stór áhrif á liðið fyrir það sem koma skal á tímabilinu. „Af hverju ættum við að missa einhverja trú á okkur? Við unnum ekki í kvöld en við spiluðum vel. Ég hef sagt það áður að við munum misstíga okkur eitthvað og missa af einhverjum stigum. Hvernig við höguðum okkur á vellinum í kvöld er ég ánægður með. Núna höfum við tvær vikur til að undirbúa okkur í næsta leik og við munum gera það. Enska úrvalsdeildin er ótrúlega erfið. Sumt fólk segir að titilbaráttan er búin og það er jákvætt fyrir okkur því titilbaráttan er mjög erfið og þetta er alls ekki búið. Titilbaráttan var ekki búinn fyrir tveimur vikum síðan og hún verður ekki búinn eftir þrjár vikur,“ svaraði Guardiola, aðspurður að því hvort þetta jafntefli hafi einhver áhrif á trú liðsins að sigra deildina. City er þrátt fyrir jafnteflið með 12 stiga forskot á Liverpool sem er í öðru sæti. Liverpool á þó tvo leiki til góða en Liverpool spilar gegn Crystal Palace á morgun. „Ég væri til í að hafa 40 stiga forskot á Liverpool og Chelsea og það væri draumur en það er ekki mögulegt í janúar. Þeir eru með frábær lið og ég bjóst ekki við því að vera með þetta forskot á þessum tímapunkti en þetta er ekki búið. Þessi lið munu sækja fullt af stigum,“ sagði Guardiola að endingu.
Enski boltinn Mest lesið Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Liverpool með fullt hús stiga á meðan Real er rjúkand rúst Fótbolti „Sem betur fer fór ég enn á ný í rétt horn“ Fótbolti Aþena lagði Grindavík Körfubolti Hákon Arnar kom inn af bekknum í mikilvægum sigri Fótbolti Íslendingarnir allt í öllu í Meistaradeildinni Handbolti Haukar voru betri í dag Körfubolti Guardiola allur útklóraður eftir leik Fótbolti Dramatík á Villa Park Fótbolti „Önnur eins vitleysa hefur komið frá þessu félagi“ Handbolti Fleiri fréttir „Sem betur fer fór ég enn á ný í rétt horn“ Aþena lagði Grindavík Hákon Arnar kom inn af bekknum í mikilvægum sigri Haukar voru betri í dag Íslendingarnir allt í öllu í Meistaradeildinni Yamal Gulldrengur ársins og López Gullstúlka ársins Liverpool með fullt hús stiga á meðan Real er rjúkand rúst Dramatík á Villa Park Skrýtið en venst Uppgjörið: Haukar - Keflavík 100-83 | Þægilegur Haukasigur í stórleiknum Mascherano þjálfar Messi á Miami Elfar Árni heim í Völsung Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri „Gefur enga mynd af því sem við erum að fara að ganga í gegnum“ Amma Bellinghams fór ekki út úr húsi á meðan EM stóð Svarar Gabriel eftir að hann stal fagninu hans Guardiola allur útklóraður eftir leik ÍBV (eða Haukar) í erfiðan slag í bikarnum Coote gaf gult spjald eins og hann talaði um fyrir leik „Önnur eins vitleysa hefur komið frá þessu félagi“ „Mikilvægasti sigur í sögu íslensks körfubolta“ Haukar dæmdir úr bikarnum og ÍBV fer áfram Segir það sárt að vera ekki velkominn hjá Liverpool Aðalkeppinautar Íslands um sæti á EM skoruðu ótrúlega körfu Jóhann semur og heldur Jóhanni í teyminu Fimmtán ára og ætlar að verða fyrsta konan til að vinna Formúlu 1 Umboðsmaðurinn sérstaki sem kom með fyrstu Kananna til landsins Símtölum í hjálparlínuna fjölgaði mikið eftir dóm Conors McGregor Dagný gleymd eða afskrifuð?: Hefur ekkert heyrt í landsliðsþjálfaranum „Gætu gert hrikalega góða hluti með íslenska landsliðið“ Sjá meira