Einkunnir eftir tapið sára gegn Króötum: Hornamennirnir bestir en Viggó slakur Íþróttadeild Vísis skrifar 24. janúar 2022 17:15 Orri Freyr Þorkelsson lék einkar vel gegn Króatíu. getty/Sanjin Strukic Íslenska karlalandsliðið í handbolta tapaði með minnsta mun, 22-23, fyrir Króatíu í þriðja leik sínum í milliriðli á EM í dag. Þriðja leikinn í röð var Ísland aðeins með fjórtán leikmenn á skýrslu. Þar af voru tveir nýliðar sem komu til Búdapest í gær og helmingur hópsins hefur leikið tuttugu landsleiki eða minna. Níu leikmenn íslenska liðsins voru fjarverandi vegna kórónuveirunnar. Þrátt fyrir það var Ísland hársbreidd frá því að leggja sterkt lið Króatíu að velli. Íslenska liðið spilaði vel í fyrri hálfleik og náði þá mest fimm marka forskoti. Staðan í hálfleik var 12-10, Íslandi í vil. Króatía byrjaði seinni hálfleikinn af miklum krafti og um miðbik hans var staðan orðin 15-20, króatíska liðinu í vil. Þá kom frábær 7-1 kafli íslenska liðsins þar sem Orri Freyr Þorkelsson og Elvar Ásgeirsson glönsuðu. En Króatar skoruðu síðustu tvö mörk leiksins og tryggðu sér sigurinn. Líkt og áður þá gefur íþróttadeild Vísis og Stöðvar tvö leikmönnum og þjálfaranum einkunnir fyrir frammistöðu sína. Hornamennirnir, Orri og Sigvaldi Guðjónsson, fá hæstu einkunn íslensku leikmannanna fyrir frammistöðuna gegn Króatíu. Elvar, Viktor Gísli Hallgrímsson, Ómar Ingi Magnússon og Ýmir Örn Gíslason léku einnig vel. Viggó Kristjánsson tókst ekki að fylgja eftir stórleik sínum gegn Frakklandi og átti afar erfitt uppdráttar. Leikmenn og þjálfarar fá einkunn á bilinu 1-6 með umsögn, en neðst í fréttinni má sjá hvað hver einkunn þýðir. Einkunnir Íslands gegn Króatíu: - Byrjunarlið Íslands í leiknum - Viktor Gísli Hallgrímsson, mark - 4 (14 varin skot- 55:00 mín.) Hélt uppteknum hætti frá síðasta leik, ekki síst í fyrri hálfleik. Var heilt yfir sterkur í markinu allan leikinn en átti í vandræðum á lokakaflanum en skotin sem hann fékk á sig erfið viðureignar. Orri Freyr Þorkelsson, vinstra horn - 5 (6 mörk - 60:00 mín.) Átti frábæra innkomu og sýndi og sannaði að hann verðskuldar sæti í íslenska landsliðinu. Maður með afburðar skottækni og vonandi fáum við að sjá meira til hans með íslenska liðinu. Elvar Ásgeirsson, vinstri skytta - 4 (4 mörk - 53:17 mín.) Átti frábæran dag og hefði hann skorað úr síðasta tækifæri sínu hefði hann líklega átt nafnbótina maður leiksins skuldlaust. Frammistaða hans í þessum þremur leikjum, sem eru hans fyrstu með landsliðinu, segja einfaldlega að hann geri tilkall til að eiga fast sæti í sextán manna hópi Íslands. Viggó Kristjánsson, leikstjórnandi - 2 (0 mörk - 29:09 mín.) Afleit frammistaða. Skotvalið í leiknum í raun ekki boðlegt á þessu stigi. Náði engum takti og hlýtur að naga sig í handarbökin eftir þennan leik. Við köllum eftir betri leik gegn Svartfjallalandi á miðvikudaginn. Ómar Ingi Magnússon, hægri skytta - 4 (5 mörk - 52:18 mín.) Frábær fyrri hálfleikur þar sem þessi magnaði leikmaður gat leikið listir sínar. Í seinni hálfleik fjaraði undan Ómari enda hefur hann nánast leikið hverja einustu sókn á mótinu og kannski ekki hægt að gera þær kröfur að hann sé með liðið á herðunum og spili eins og engill leik eftir leik. Skoraði öll fimm mörkin sín í fyrri hálfleik og stýrði sjö á sex sóknarleiknum í þeim seinni vel. Sigvaldi Guðjónsson, hægra horn - 5 (5 mörk - 59:33 mín.) Var frábær í sinni stöðu eftir tvo rólega leiki í röð. Ótrúlega öruggur og ljóst að andstæðingurinn þarf að hafa áhyggjur af Sigvalda. Það hefur sést langar leiðir í síðustu leikjum að andstæðingurinn er meðvitaður um styrk Sigvalda. Elliði Snær Viðarsson, lína - 3 (1 mark - 55:54 mín.) Átti stórbrotinn leik gegn Frakklandi en gegn Króatíu fór hann í sama farið og í öllum leikjum Íslands í riðlakeppninni. Þarf að gera betur mikið betur og var alltof kærulaus í dauðafærunum. Ýmir Örn Gíslason, vörn - 4 (3 stopp - 42:08 mín.) Mikið mæddi á fyrirliðanum eins og í síðustu leikjum. Var langbesti varnarmaður íslenska liðsins í leiknum. Reyndi að drífa liðið áfram. Leikmaður sem gefst aldrei upp og margir geta lært af. - Menn sem komu inn af bekknum í leiknum - Darri Aronsson vörn - 3 (1 stopp - 8:37) Lék sinn fyrsta landsleik og fann ekki fjölina sína í vörninni. Var í bullandi vandræðum með sterka leikmenn Króatíu. En ljóst að Darri er mikið efni. Hann á hins vegar mikið eftir ólært. Teitur Örn Einarsson hægri skytta - 2 (0 mörk - 3:35 mín.) Leikmaður sem fær ekki traustið og þá er svolítið erfitt að ætlast til þess að hann blómstri. Settur inn á í erfiðri stöðu í seinni hálfleik þar sem molnaði undan íslenska liðinu. Teitur er hins vegar leikmaður sem Ísland þarf á að halda vegna skotógnar hans utan af velli. Það hefur hann sýnt með Flensburg en á það inni með landsliðinu. Björgvin Páll Gústavsson, mark - spilaði of lítið Kristján Örn Kristjánsson, hægri skytta - spilaði ekkert Magnús Óli Magnússon, vinstri skytta - spilaði ekkert Þráinn Orri Jónsson, vörn/lína - spilaði ekkert Guðmundur Guðmundsson, þjálfari - 3 Ekki öfundsverður að hlutskipti sínu með níu leikmenn fjarverandi. Var alltof lengi að bregðast við eftir ágæta frammistöðu Íslands í fyrri hálfleik. Kannski erfitt að hreyfa liðið mikið þar sem leikmenn sem kallaðir voru til leiks hafa sama og ekkert æft með liðinu. Fær mínus í kladdann að sjá ekki það sem allir sáu, að Viggó átti afleitan dag. Því miður. Útskýring á einkunnum: 6 - Heimsklassa frammistaða 5 - Frábær frammistaða 4 - Góð frammistaða 3 - Sæmileg frammistaða - skilaði sínu 2 - Ekki nógu góð frammistaða 1 - Slakur leikur EM karla í handbolta 2022 Tengdar fréttir Twitter yfir grátlegu tapi Íslands: „Króatía hefur mölvað í mér hjartað oft áður“ Íslenska landsliðið í handbolta mátti þola grátlegt eins marks tap í milliriðli Evrópumótsins í dag. Lokatölur 23-22 Króatíu í vil. 24. janúar 2022 17:00 Darri: Höfum allt að vinna og engu að tapa „Þetta var virkilega svekkjandi, sérstaklega þar sem við vorum með þetta í lokin. Virkilega leiðinlegt að missa þetta svona úr höndunum á sér,“ sagði Darri Aronsson en hann kom óvænt inn í lið Íslands sem tapaði með eins marks mun gegn Króatíu á EM í handbolta. 24. janúar 2022 16:45 Elliði: Fyrst og fremst drullusvekktur út í sjálfan mig „Það er drullusvekkjandi að við höfum farið svona með þetta sjálfir. Það stingur inn að beini,“ sagði Elliði Snær Viðarsson, svekktur og sár eftir tapið nauma gegn Króatíu á EM í handbolta í dag. 24. janúar 2022 16:50 „Raunverulega var liðið að standa sig stórkostlega, bara leiðinleg og ömurleg úrslit“ „Bara grátlegt, við fengum tækifæri til að gera út um leikinn. Vorum komnir í mjög erfiða stöðu en gerðum taktískar breytingar og komumst inn í leikinn,“ sagði Guðmundur Guðmundsson, landsliðsþjálfari Íslands, eftir grátlegt eins marks tap gegn Króatíu á EM í handbolta. 24. janúar 2022 16:30 Ómar: Ekki nógu gott og það svíður „Við hefðum getað spilað betur og þurft að gera betur á mörgum sviðum,“ sagði Ómar Ingi Magnússon, svekktur eftir tapið gegn Króatíu á EM í dag. 24. janúar 2022 16:25 Umfjöllun: Ísland - Króatía 22-23 | Hetjuleg barátta en króatíska grýlan lifir enn Ísland tapaði fyrir Króatíu, 22-23, í þriðja leik sínum í milliriðli II á Evrópumótinu í handbolta í dag. 24. janúar 2022 16:25 Mest lesið „Önnur eins vitleysa hefur komið frá þessu félagi“ Handbolti Haukar dæmdir úr bikarnum og ÍBV fer áfram Handbolti Dagný gleymd eða afskrifuð?: Hefur ekkert heyrt í landsliðsþjálfaranum Fótbolti Metinn á rúmlega 17 milljarða fyrr á árinu en má nú fara á láni Enski boltinn Guardiola allur útklóraður eftir leik Fótbolti „Gætu gert hrikalega góða hluti með íslenska landsliðið“ Fótbolti Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Laumaði hauskúpu afa síns inn á úrslitaleikinn Fótbolti Segir það sárt að vera ekki velkominn hjá Liverpool Enski boltinn Umboðsmaðurinn sérstaki sem kom með fyrstu Kananna til landsins Körfubolti Fleiri fréttir Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri ÍBV (eða Haukar) í erfiðan slag í bikarnum „Önnur eins vitleysa hefur komið frá þessu félagi“ Haukar dæmdir úr bikarnum og ÍBV fer áfram Uppgjörið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga Porto lagði Val í Portúgal Haukar með mikilvægan sigur í Mosfellsbæ Ótrúlegur Óðinn í stórsigri Kadetten sem skipti þó engu Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Þjálfari FH með hljóðnema á sér: „Massa reynsla hérna í bland við massa greddu“ HK gaf leik gegn Herði: „Ekki nýtt vandamál fyrir okkur á landsbyggðinni“ Sameinast litla bróður hjá Kolstad Tímabært að breyta til Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Íslendingaliðin töpuðu bæði Ísland tapaði með minnsta mun Ekki haft tíma til að spá í EM Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM Sjá meira
Þriðja leikinn í röð var Ísland aðeins með fjórtán leikmenn á skýrslu. Þar af voru tveir nýliðar sem komu til Búdapest í gær og helmingur hópsins hefur leikið tuttugu landsleiki eða minna. Níu leikmenn íslenska liðsins voru fjarverandi vegna kórónuveirunnar. Þrátt fyrir það var Ísland hársbreidd frá því að leggja sterkt lið Króatíu að velli. Íslenska liðið spilaði vel í fyrri hálfleik og náði þá mest fimm marka forskoti. Staðan í hálfleik var 12-10, Íslandi í vil. Króatía byrjaði seinni hálfleikinn af miklum krafti og um miðbik hans var staðan orðin 15-20, króatíska liðinu í vil. Þá kom frábær 7-1 kafli íslenska liðsins þar sem Orri Freyr Þorkelsson og Elvar Ásgeirsson glönsuðu. En Króatar skoruðu síðustu tvö mörk leiksins og tryggðu sér sigurinn. Líkt og áður þá gefur íþróttadeild Vísis og Stöðvar tvö leikmönnum og þjálfaranum einkunnir fyrir frammistöðu sína. Hornamennirnir, Orri og Sigvaldi Guðjónsson, fá hæstu einkunn íslensku leikmannanna fyrir frammistöðuna gegn Króatíu. Elvar, Viktor Gísli Hallgrímsson, Ómar Ingi Magnússon og Ýmir Örn Gíslason léku einnig vel. Viggó Kristjánsson tókst ekki að fylgja eftir stórleik sínum gegn Frakklandi og átti afar erfitt uppdráttar. Leikmenn og þjálfarar fá einkunn á bilinu 1-6 með umsögn, en neðst í fréttinni má sjá hvað hver einkunn þýðir. Einkunnir Íslands gegn Króatíu: - Byrjunarlið Íslands í leiknum - Viktor Gísli Hallgrímsson, mark - 4 (14 varin skot- 55:00 mín.) Hélt uppteknum hætti frá síðasta leik, ekki síst í fyrri hálfleik. Var heilt yfir sterkur í markinu allan leikinn en átti í vandræðum á lokakaflanum en skotin sem hann fékk á sig erfið viðureignar. Orri Freyr Þorkelsson, vinstra horn - 5 (6 mörk - 60:00 mín.) Átti frábæra innkomu og sýndi og sannaði að hann verðskuldar sæti í íslenska landsliðinu. Maður með afburðar skottækni og vonandi fáum við að sjá meira til hans með íslenska liðinu. Elvar Ásgeirsson, vinstri skytta - 4 (4 mörk - 53:17 mín.) Átti frábæran dag og hefði hann skorað úr síðasta tækifæri sínu hefði hann líklega átt nafnbótina maður leiksins skuldlaust. Frammistaða hans í þessum þremur leikjum, sem eru hans fyrstu með landsliðinu, segja einfaldlega að hann geri tilkall til að eiga fast sæti í sextán manna hópi Íslands. Viggó Kristjánsson, leikstjórnandi - 2 (0 mörk - 29:09 mín.) Afleit frammistaða. Skotvalið í leiknum í raun ekki boðlegt á þessu stigi. Náði engum takti og hlýtur að naga sig í handarbökin eftir þennan leik. Við köllum eftir betri leik gegn Svartfjallalandi á miðvikudaginn. Ómar Ingi Magnússon, hægri skytta - 4 (5 mörk - 52:18 mín.) Frábær fyrri hálfleikur þar sem þessi magnaði leikmaður gat leikið listir sínar. Í seinni hálfleik fjaraði undan Ómari enda hefur hann nánast leikið hverja einustu sókn á mótinu og kannski ekki hægt að gera þær kröfur að hann sé með liðið á herðunum og spili eins og engill leik eftir leik. Skoraði öll fimm mörkin sín í fyrri hálfleik og stýrði sjö á sex sóknarleiknum í þeim seinni vel. Sigvaldi Guðjónsson, hægra horn - 5 (5 mörk - 59:33 mín.) Var frábær í sinni stöðu eftir tvo rólega leiki í röð. Ótrúlega öruggur og ljóst að andstæðingurinn þarf að hafa áhyggjur af Sigvalda. Það hefur sést langar leiðir í síðustu leikjum að andstæðingurinn er meðvitaður um styrk Sigvalda. Elliði Snær Viðarsson, lína - 3 (1 mark - 55:54 mín.) Átti stórbrotinn leik gegn Frakklandi en gegn Króatíu fór hann í sama farið og í öllum leikjum Íslands í riðlakeppninni. Þarf að gera betur mikið betur og var alltof kærulaus í dauðafærunum. Ýmir Örn Gíslason, vörn - 4 (3 stopp - 42:08 mín.) Mikið mæddi á fyrirliðanum eins og í síðustu leikjum. Var langbesti varnarmaður íslenska liðsins í leiknum. Reyndi að drífa liðið áfram. Leikmaður sem gefst aldrei upp og margir geta lært af. - Menn sem komu inn af bekknum í leiknum - Darri Aronsson vörn - 3 (1 stopp - 8:37) Lék sinn fyrsta landsleik og fann ekki fjölina sína í vörninni. Var í bullandi vandræðum með sterka leikmenn Króatíu. En ljóst að Darri er mikið efni. Hann á hins vegar mikið eftir ólært. Teitur Örn Einarsson hægri skytta - 2 (0 mörk - 3:35 mín.) Leikmaður sem fær ekki traustið og þá er svolítið erfitt að ætlast til þess að hann blómstri. Settur inn á í erfiðri stöðu í seinni hálfleik þar sem molnaði undan íslenska liðinu. Teitur er hins vegar leikmaður sem Ísland þarf á að halda vegna skotógnar hans utan af velli. Það hefur hann sýnt með Flensburg en á það inni með landsliðinu. Björgvin Páll Gústavsson, mark - spilaði of lítið Kristján Örn Kristjánsson, hægri skytta - spilaði ekkert Magnús Óli Magnússon, vinstri skytta - spilaði ekkert Þráinn Orri Jónsson, vörn/lína - spilaði ekkert Guðmundur Guðmundsson, þjálfari - 3 Ekki öfundsverður að hlutskipti sínu með níu leikmenn fjarverandi. Var alltof lengi að bregðast við eftir ágæta frammistöðu Íslands í fyrri hálfleik. Kannski erfitt að hreyfa liðið mikið þar sem leikmenn sem kallaðir voru til leiks hafa sama og ekkert æft með liðinu. Fær mínus í kladdann að sjá ekki það sem allir sáu, að Viggó átti afleitan dag. Því miður. Útskýring á einkunnum: 6 - Heimsklassa frammistaða 5 - Frábær frammistaða 4 - Góð frammistaða 3 - Sæmileg frammistaða - skilaði sínu 2 - Ekki nógu góð frammistaða 1 - Slakur leikur
Útskýring á einkunnum: 6 - Heimsklassa frammistaða 5 - Frábær frammistaða 4 - Góð frammistaða 3 - Sæmileg frammistaða - skilaði sínu 2 - Ekki nógu góð frammistaða 1 - Slakur leikur
EM karla í handbolta 2022 Tengdar fréttir Twitter yfir grátlegu tapi Íslands: „Króatía hefur mölvað í mér hjartað oft áður“ Íslenska landsliðið í handbolta mátti þola grátlegt eins marks tap í milliriðli Evrópumótsins í dag. Lokatölur 23-22 Króatíu í vil. 24. janúar 2022 17:00 Darri: Höfum allt að vinna og engu að tapa „Þetta var virkilega svekkjandi, sérstaklega þar sem við vorum með þetta í lokin. Virkilega leiðinlegt að missa þetta svona úr höndunum á sér,“ sagði Darri Aronsson en hann kom óvænt inn í lið Íslands sem tapaði með eins marks mun gegn Króatíu á EM í handbolta. 24. janúar 2022 16:45 Elliði: Fyrst og fremst drullusvekktur út í sjálfan mig „Það er drullusvekkjandi að við höfum farið svona með þetta sjálfir. Það stingur inn að beini,“ sagði Elliði Snær Viðarsson, svekktur og sár eftir tapið nauma gegn Króatíu á EM í handbolta í dag. 24. janúar 2022 16:50 „Raunverulega var liðið að standa sig stórkostlega, bara leiðinleg og ömurleg úrslit“ „Bara grátlegt, við fengum tækifæri til að gera út um leikinn. Vorum komnir í mjög erfiða stöðu en gerðum taktískar breytingar og komumst inn í leikinn,“ sagði Guðmundur Guðmundsson, landsliðsþjálfari Íslands, eftir grátlegt eins marks tap gegn Króatíu á EM í handbolta. 24. janúar 2022 16:30 Ómar: Ekki nógu gott og það svíður „Við hefðum getað spilað betur og þurft að gera betur á mörgum sviðum,“ sagði Ómar Ingi Magnússon, svekktur eftir tapið gegn Króatíu á EM í dag. 24. janúar 2022 16:25 Umfjöllun: Ísland - Króatía 22-23 | Hetjuleg barátta en króatíska grýlan lifir enn Ísland tapaði fyrir Króatíu, 22-23, í þriðja leik sínum í milliriðli II á Evrópumótinu í handbolta í dag. 24. janúar 2022 16:25 Mest lesið „Önnur eins vitleysa hefur komið frá þessu félagi“ Handbolti Haukar dæmdir úr bikarnum og ÍBV fer áfram Handbolti Dagný gleymd eða afskrifuð?: Hefur ekkert heyrt í landsliðsþjálfaranum Fótbolti Metinn á rúmlega 17 milljarða fyrr á árinu en má nú fara á láni Enski boltinn Guardiola allur útklóraður eftir leik Fótbolti „Gætu gert hrikalega góða hluti með íslenska landsliðið“ Fótbolti Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Laumaði hauskúpu afa síns inn á úrslitaleikinn Fótbolti Segir það sárt að vera ekki velkominn hjá Liverpool Enski boltinn Umboðsmaðurinn sérstaki sem kom með fyrstu Kananna til landsins Körfubolti Fleiri fréttir Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri ÍBV (eða Haukar) í erfiðan slag í bikarnum „Önnur eins vitleysa hefur komið frá þessu félagi“ Haukar dæmdir úr bikarnum og ÍBV fer áfram Uppgjörið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga Porto lagði Val í Portúgal Haukar með mikilvægan sigur í Mosfellsbæ Ótrúlegur Óðinn í stórsigri Kadetten sem skipti þó engu Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Þjálfari FH með hljóðnema á sér: „Massa reynsla hérna í bland við massa greddu“ HK gaf leik gegn Herði: „Ekki nýtt vandamál fyrir okkur á landsbyggðinni“ Sameinast litla bróður hjá Kolstad Tímabært að breyta til Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Íslendingaliðin töpuðu bæði Ísland tapaði með minnsta mun Ekki haft tíma til að spá í EM Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM Sjá meira
Twitter yfir grátlegu tapi Íslands: „Króatía hefur mölvað í mér hjartað oft áður“ Íslenska landsliðið í handbolta mátti þola grátlegt eins marks tap í milliriðli Evrópumótsins í dag. Lokatölur 23-22 Króatíu í vil. 24. janúar 2022 17:00
Darri: Höfum allt að vinna og engu að tapa „Þetta var virkilega svekkjandi, sérstaklega þar sem við vorum með þetta í lokin. Virkilega leiðinlegt að missa þetta svona úr höndunum á sér,“ sagði Darri Aronsson en hann kom óvænt inn í lið Íslands sem tapaði með eins marks mun gegn Króatíu á EM í handbolta. 24. janúar 2022 16:45
Elliði: Fyrst og fremst drullusvekktur út í sjálfan mig „Það er drullusvekkjandi að við höfum farið svona með þetta sjálfir. Það stingur inn að beini,“ sagði Elliði Snær Viðarsson, svekktur og sár eftir tapið nauma gegn Króatíu á EM í handbolta í dag. 24. janúar 2022 16:50
„Raunverulega var liðið að standa sig stórkostlega, bara leiðinleg og ömurleg úrslit“ „Bara grátlegt, við fengum tækifæri til að gera út um leikinn. Vorum komnir í mjög erfiða stöðu en gerðum taktískar breytingar og komumst inn í leikinn,“ sagði Guðmundur Guðmundsson, landsliðsþjálfari Íslands, eftir grátlegt eins marks tap gegn Króatíu á EM í handbolta. 24. janúar 2022 16:30
Ómar: Ekki nógu gott og það svíður „Við hefðum getað spilað betur og þurft að gera betur á mörgum sviðum,“ sagði Ómar Ingi Magnússon, svekktur eftir tapið gegn Króatíu á EM í dag. 24. janúar 2022 16:25
Umfjöllun: Ísland - Króatía 22-23 | Hetjuleg barátta en króatíska grýlan lifir enn Ísland tapaði fyrir Króatíu, 22-23, í þriðja leik sínum í milliriðli II á Evrópumótinu í handbolta í dag. 24. janúar 2022 16:25