„Ég skal segja þér fréttir úr líkhúsinu“ Bergþóra Bergsdóttir skrifar 25. janúar 2022 13:01 Þetta er harkaleg fyrirsögn pistils míns en engu að síður fannst mér enn harkalegra að heyra tæplega fertugan vin minn segja þetta við mig á sínum tíma þegar ég spurði hann um daginn og veginn. Hann var þá frekar nýlega fluttur á hjúkrunarheimili, réttara sagt elliheimili, gegn vilja sínum. Já, tæplega fertugur maður og faðir að auki þurfti að flytja inn á elliheimili þar sem hann þurfti aðstoð við athafnir daglegs lífs. Sveitarfélagið hvar hann bjó neitaði honum um nægjanlega aðstoð heim þó þeim bæri í raun skylda til þess samkvæmt lögum. Hann sagðist vera kominn á endastöð. Jú, rétt út af fyrir sig. Elliheimili eru yfirleitt endastöð eldra fólks sem er komið að lífslokum en það er eitthvað virkilega rangt við það að fertugur maður, sem gera má ráð fyrir að eigi áratugi framundan, skuli hugsa á þessum nótum. Ég fylltist svo mikilli sorg yfir örlögum vinar míns og annarra í hans stöðu að orð hans sitja enn grafin i huga mér mörgum, mörgum árum síðar. Ég hef reynt að koma auga á eitthvað jákvætt við að ungt hreyfihamlað fólk sé vistað á elliheimilum á móti vilja sínum, þegar lög og reglugerðir bjóða upp á val, til að skilja afstöðu þeirra er ráða og stjórna fjárreiðum og heilbrigðismálum ríkis og sveitarfélaga en kem alveg að tómum kofanum hjá mér. Ég kem hins vegar auga á ótal margt neikvætt en það er ekki nóg að ég sjái það. Það þarf vitundarvakningu. Vitið þið til dæmis að ungur einstaklingur missir nær öll réttindi til lífs og sálar við flutning á elliheimili: Fær ekki heilbrigðisþjónustu að eigin vali og þörfum. Ekki er alltaf mögulegt að fá hjálpartæki við hæfi, sérstaklega þegar um dýrari tæki er að ræða, þar sem heimilið þarf að kosta tækin og viðhald þeirra. Allar tekjur einstaklingsins renna til elliheimilisins, nema hvað honum eru úthlutaðir rúmlega 70 þúsund kr. á mánuði í vasapeninga. Af vasapeningum þarf að greiða öll persónuleg útgjöld, s.s. fyrir snyrtingu og afþreyingu. Margir eiga að auki áfram sitt annað heimili með fjölskyldu sinni. Ekki er heimilt að sækja sér sjúkraþjálfun utan heimilis sem öllum fötluðum er þó nauðsynleg ef ekki á að fara illa. Hér er verið að skapa vandamál til framtíðar og sjúkdómsvæða fólk sem ekki er veikt. Endurhæfing og þjálfun fatlaðra er allt annars eðlis en aldraðra. Gera má ráð fyrir að iðjuþjálfun, sem yfirleitt fer fram í hópi, sé ekki sniðin að þörfum og áhugasviði þeirra yngri. Mikil hætta er á félagslegri einangrun. Vinir og ættingjar veigra sér við að heimsækja unga fólkið á elliheimilin. Sérstaklega er erfitt fyrir (ung) börn að heimsækja foreldri sitt á elliheimili. Yngra fólk og eldra, jafnvel heilabilað, á enga samleið félagslega á elliheimilum. Ekki er heimilt að sækja dagvistun utan heimilis til að fá félagsskap og sérhæfða þjálfun. Fólk hefur mun minni sjálfsákvörðunarrétt. Ekki er hægt að koma eða fara að vild eða ákveða sjálfur matar-, sturtu-, fótaferðar eða háttatíma sem dæmi. Matarmenning, afþreying og umhverfi er miðað að þeim eldri. Sækja þarf um til sveitarfélags, hvar viðkomandi bjó seinast, til að fá liðveislu utan heimilisins, t.d. þegar einstaklingur vill dvelja á heimili sínu eða með fjölskyldu sinni og vinum. Óvíst er hvort heimild fáist eða í hve marga klukkutíma. Hvort einstaklingnum standi áfram til boða Ferðaþjónustafatlaðra er einnig háð velvilja sveitarfélags. Finnst ykkur eðlilegt að ungt fatlað fólk sé vistað inni á elliheimilum til áratuga? Nú eru 144 í þeirri stöðu. Endilega deilið þessum pistli sem víðast og hefjum umræðuna. Við hljótum að geta komið stjórnvöldum inn í nútímann. Það þarf ekki fleiri elliheimili heldur fleiri búsetukjarna og íbúðir með stuðningi heim fyrir unga fólkið. Út af elliheimilum og inn í búsetuúrræði við hæfi fyrir þá yngri og út með eldri borgara af göngum og dýrum plássum LSH og inn á elliheimilin. Þá una allir glaðir við sitt. Elliheimilin vilja gjarnan losna undan þjónustu við hina ungu, sem þau segja á engan hátt eiga samleið með þeim eldri sem heimilunum er ætlað að þjóna, og LSH á í miklum fráflæðisvanda sem hægt er að leysa með tilflutningi hópa til síns heima. Stjórnvöld! Hugsið út fyrir rammann og veljið lausnina sem liggur í augum uppi! Takk þeim er lásu. Aðra grein mína um svipað efni má sjá hér. Höfundur er með MS-sjúkdóminn. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilbrigðismál Mannréttindi Hjúkrunarheimili Mest lesið Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Helvítis Píratarnir Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Heilbrigðiskerfi framtíðarinnar Victor Guðmundsson Skoðun Af hverju ætti ég að standa með kennurum? Stefán Birgir Jóhannesson Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Dýrkeypt jólagjöf Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Sálfræðiþjónusta: Ég var heppinn að pabbi hafi greinst með krabbamein Davíð Brynjar Sigurjónsson Skoðun Ísland - land tækifæranna Ragnhildur Jónsdóttir Skoðun Kosningabaráttan er kostuð af þér Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Skoðun Skoðun Kosið um stefnu Axel Jón Ellenarson skrifar Skoðun Byggjum og náum niður vöxtum og verðbólgu Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnir síðustu ára hafa vanrækt barnamál Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Opnum fjöldahjálparstöð! Aðalheiður Jónsdóttir skrifar Skoðun Öflug garðyrkja – lykill að matvælaöryggi og grænni framtíð Guðrún Hafsteinsdóttir,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Vinnum gullið, stór áfangi inn í bjarta framtíð íþrótta á Íslandi Vésteinn Hafsteinsson skrifar Skoðun HSU réttir upp hönd í aðdraganda Alþingiskosninga Díana Óskarsdóttir skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Umhverfisvernd og syndaflóð Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Nei þeir mega það ekki! Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Höldum rónni og höldum áfram Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Raunveruleiki vændis Drífa Snædal skrifar Skoðun Tryggjum breytingar í málefnum eldri borgara Alma D. Möller skrifar Skoðun Af hverju ætti ég að standa með kennurum? Stefán Birgir Jóhannesson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn stendur með landsbyggðinni Hildur Sólveig Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ísland - land tækifæranna Ragnhildur Jónsdóttir skrifar Skoðun Fimm forgangsatriði í málefnum fatlaðs fólks Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Dýrkeypt jólagjöf Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Íslenska, hvað? Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Óður til kennara María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Frelsið er yndislegt Gabríel Ingimarsson skrifar Skoðun Sálfræðiþjónusta: Ég var heppinn að pabbi hafi greinst með krabbamein Davíð Brynjar Sigurjónsson skrifar Skoðun Réttlætismál fyrir eldri borgara Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Kosningabaráttan er kostuð af þér Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Að kjósa annað en Framsókn er að kjósa kyrrstöðu eða afturför í heilbrigðismálum Jóhann F. K. Arinbjarnarson skrifar Skoðun Lækkum álögur á fólk og fyrirtæki á landsbyggðinni Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Tæknitröll í heilbrigðiskerfið Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Valdeflandi endurhæfing Hugarafls styrkt í sessi Auður Axelsdóttir skrifar Skoðun Ert þú að velja milli Samfylkingar og Viðreisnar? Sigurrós Elddís Huldudóttir skrifar Skoðun Kjósum breytingar – Kjósum Pírata Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Þreyttur á vók? Símon Vestarr skrifar Sjá meira
Þetta er harkaleg fyrirsögn pistils míns en engu að síður fannst mér enn harkalegra að heyra tæplega fertugan vin minn segja þetta við mig á sínum tíma þegar ég spurði hann um daginn og veginn. Hann var þá frekar nýlega fluttur á hjúkrunarheimili, réttara sagt elliheimili, gegn vilja sínum. Já, tæplega fertugur maður og faðir að auki þurfti að flytja inn á elliheimili þar sem hann þurfti aðstoð við athafnir daglegs lífs. Sveitarfélagið hvar hann bjó neitaði honum um nægjanlega aðstoð heim þó þeim bæri í raun skylda til þess samkvæmt lögum. Hann sagðist vera kominn á endastöð. Jú, rétt út af fyrir sig. Elliheimili eru yfirleitt endastöð eldra fólks sem er komið að lífslokum en það er eitthvað virkilega rangt við það að fertugur maður, sem gera má ráð fyrir að eigi áratugi framundan, skuli hugsa á þessum nótum. Ég fylltist svo mikilli sorg yfir örlögum vinar míns og annarra í hans stöðu að orð hans sitja enn grafin i huga mér mörgum, mörgum árum síðar. Ég hef reynt að koma auga á eitthvað jákvætt við að ungt hreyfihamlað fólk sé vistað á elliheimilum á móti vilja sínum, þegar lög og reglugerðir bjóða upp á val, til að skilja afstöðu þeirra er ráða og stjórna fjárreiðum og heilbrigðismálum ríkis og sveitarfélaga en kem alveg að tómum kofanum hjá mér. Ég kem hins vegar auga á ótal margt neikvætt en það er ekki nóg að ég sjái það. Það þarf vitundarvakningu. Vitið þið til dæmis að ungur einstaklingur missir nær öll réttindi til lífs og sálar við flutning á elliheimili: Fær ekki heilbrigðisþjónustu að eigin vali og þörfum. Ekki er alltaf mögulegt að fá hjálpartæki við hæfi, sérstaklega þegar um dýrari tæki er að ræða, þar sem heimilið þarf að kosta tækin og viðhald þeirra. Allar tekjur einstaklingsins renna til elliheimilisins, nema hvað honum eru úthlutaðir rúmlega 70 þúsund kr. á mánuði í vasapeninga. Af vasapeningum þarf að greiða öll persónuleg útgjöld, s.s. fyrir snyrtingu og afþreyingu. Margir eiga að auki áfram sitt annað heimili með fjölskyldu sinni. Ekki er heimilt að sækja sér sjúkraþjálfun utan heimilis sem öllum fötluðum er þó nauðsynleg ef ekki á að fara illa. Hér er verið að skapa vandamál til framtíðar og sjúkdómsvæða fólk sem ekki er veikt. Endurhæfing og þjálfun fatlaðra er allt annars eðlis en aldraðra. Gera má ráð fyrir að iðjuþjálfun, sem yfirleitt fer fram í hópi, sé ekki sniðin að þörfum og áhugasviði þeirra yngri. Mikil hætta er á félagslegri einangrun. Vinir og ættingjar veigra sér við að heimsækja unga fólkið á elliheimilin. Sérstaklega er erfitt fyrir (ung) börn að heimsækja foreldri sitt á elliheimili. Yngra fólk og eldra, jafnvel heilabilað, á enga samleið félagslega á elliheimilum. Ekki er heimilt að sækja dagvistun utan heimilis til að fá félagsskap og sérhæfða þjálfun. Fólk hefur mun minni sjálfsákvörðunarrétt. Ekki er hægt að koma eða fara að vild eða ákveða sjálfur matar-, sturtu-, fótaferðar eða háttatíma sem dæmi. Matarmenning, afþreying og umhverfi er miðað að þeim eldri. Sækja þarf um til sveitarfélags, hvar viðkomandi bjó seinast, til að fá liðveislu utan heimilisins, t.d. þegar einstaklingur vill dvelja á heimili sínu eða með fjölskyldu sinni og vinum. Óvíst er hvort heimild fáist eða í hve marga klukkutíma. Hvort einstaklingnum standi áfram til boða Ferðaþjónustafatlaðra er einnig háð velvilja sveitarfélags. Finnst ykkur eðlilegt að ungt fatlað fólk sé vistað inni á elliheimilum til áratuga? Nú eru 144 í þeirri stöðu. Endilega deilið þessum pistli sem víðast og hefjum umræðuna. Við hljótum að geta komið stjórnvöldum inn í nútímann. Það þarf ekki fleiri elliheimili heldur fleiri búsetukjarna og íbúðir með stuðningi heim fyrir unga fólkið. Út af elliheimilum og inn í búsetuúrræði við hæfi fyrir þá yngri og út með eldri borgara af göngum og dýrum plássum LSH og inn á elliheimilin. Þá una allir glaðir við sitt. Elliheimilin vilja gjarnan losna undan þjónustu við hina ungu, sem þau segja á engan hátt eiga samleið með þeim eldri sem heimilunum er ætlað að þjóna, og LSH á í miklum fráflæðisvanda sem hægt er að leysa með tilflutningi hópa til síns heima. Stjórnvöld! Hugsið út fyrir rammann og veljið lausnina sem liggur í augum uppi! Takk þeim er lásu. Aðra grein mína um svipað efni má sjá hér. Höfundur er með MS-sjúkdóminn.
Sálfræðiþjónusta: Ég var heppinn að pabbi hafi greinst með krabbamein Davíð Brynjar Sigurjónsson Skoðun
Skoðun Öflug garðyrkja – lykill að matvælaöryggi og grænni framtíð Guðrún Hafsteinsdóttir,Vilhjálmur Árnason skrifar
Skoðun Vinnum gullið, stór áfangi inn í bjarta framtíð íþrótta á Íslandi Vésteinn Hafsteinsson skrifar
Skoðun Sálfræðiþjónusta: Ég var heppinn að pabbi hafi greinst með krabbamein Davíð Brynjar Sigurjónsson skrifar
Skoðun Að kjósa annað en Framsókn er að kjósa kyrrstöðu eða afturför í heilbrigðismálum Jóhann F. K. Arinbjarnarson skrifar
Sálfræðiþjónusta: Ég var heppinn að pabbi hafi greinst með krabbamein Davíð Brynjar Sigurjónsson Skoðun