Yrði nær hjarta Mo Salah en þeir titlar sem hann hefur unnið með Liverpool Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 26. janúar 2022 13:31 Mohamed Salah hefur verið frábær með Liverpool á leiktíðinni en hann þarf að gera mikið ætli Egyptar að vinna Afríkukeppnina í ár. EPA-EFE/FACUNDO ARRIZABALAGA Mohamed Salah og félagar í egypska landsliðinu mæta Fílabeinsströndinni í sextán liða úrslitum Afríkukeppninnar í dag. Salah ræddi það á blaðamannafundi fyrir leikinn hvað það myndi skipta hann miklu máli að vinna titil með landsliðinu. Mohamed Salah hefur unnið bæði ensku úrvalsdeildina og Meistaradeildina með Liverpool en þeir titlar myndu ekki standast samanburðinn við það að vinna titil með Egyptalandi. „Auðvitað vil ég vinna eitthvað með landsliðinu. Þetta er landið mitt og það sem ég elska mest,“ sagði Mohamed Salah á blaðamannafundi fyrir leikinn. „Það yrði allt öðruvísi að vinna þennan titil og þessi titill yrði næst hjarta mínu,“ sagði Salah eins og sjá má hér fyrir neðan. Mohamed Salah has said that if he wins AFCON with Egypt, it will be the trophy that is closest to his heart ahead of their round of 16 game against Ivory Coast. pic.twitter.com/MuYfgHMWcJ— Sky Sports News (@SkySportsNews) January 26, 2022 Hann vann Meistaradeildina 2019 og ensku úrvalsdeildina árið eftir. Salah hefur verið magnaður með Liverpool á þessu tímabili en hann er með 23 mörk og 9 stoðsendingar í 26 leikjum í deild og Meistaradeild það sem af er leiktíðarinnar. „Við vorum nálægt því að vinna hann og gáfum þá allt okkar en höfðum ekki heppnina með okkur,“ sagði Salah sem tapaði í úrslitaleik Afríkukeppninnar á móti Kamerún árið 2017. Hann hefur skorað eitt mark í fyrstu þremur leikjum Egyptalands í keppninni en liðið hefur aðeins skorað tvö mörk samanlagt í þeim. Salah skorað tvö mörk í fjórum leikjum í síðustu Afríkukeppni árið 2019 en þá tapaði Egyptaland 1-0 á móti Suður-Afríku í sextán liða úrslitunum. „Nú erum við komnir hingað til að berjast um nýjan titil og við verðum að gefa allt okkar til að vinna hann. Ég er viss um að hinir leikmennirnir eru sama sinnis og ég. Við verðum bara að einbeita okkur að leiknum á morgun og sjá hvað það skilar okkur,“ sagði Salah. Enski boltinn Mest lesið Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Handbolti Laumaði hauskúpu afa síns inn á úrslitaleikinn Fótbolti Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Fótbolti Metinn á rúmlega 17 milljarða fyrr á árinu en má nú fara á láni Enski boltinn „Við erum brothættir“ Fótbolti Lewandowski sá þriðji til að skora hundrað Meistaradeildarmörk Fótbolti Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar Körfubolti „Höfum sýnt að þetta er getustigið sem við getum spilað á“ Fótbolti Dagskráin í dag: Stórleikur á Anfield, Bónus deild kvenna og margt fleira Sport „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Körfubolti Fleiri fréttir Metinn á rúmlega 17 milljarða fyrr á árinu en má nú fara á láni Liverpool væri bara í þrettánda sæti án markanna hans Mo Salah Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Carragher segir Salah vera eigingjarnan Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Ed Sheeran biðst afsökunar á að hafa verið óboðinn gestur í viðtali við Amorim Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Roy Keane reiður: Hittu mig bara á bílastæðinu Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Guardiola samdi til ársins 2027 Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Amorim vill að United fái Gomes aftur Sjá meira
Mohamed Salah hefur unnið bæði ensku úrvalsdeildina og Meistaradeildina með Liverpool en þeir titlar myndu ekki standast samanburðinn við það að vinna titil með Egyptalandi. „Auðvitað vil ég vinna eitthvað með landsliðinu. Þetta er landið mitt og það sem ég elska mest,“ sagði Mohamed Salah á blaðamannafundi fyrir leikinn. „Það yrði allt öðruvísi að vinna þennan titil og þessi titill yrði næst hjarta mínu,“ sagði Salah eins og sjá má hér fyrir neðan. Mohamed Salah has said that if he wins AFCON with Egypt, it will be the trophy that is closest to his heart ahead of their round of 16 game against Ivory Coast. pic.twitter.com/MuYfgHMWcJ— Sky Sports News (@SkySportsNews) January 26, 2022 Hann vann Meistaradeildina 2019 og ensku úrvalsdeildina árið eftir. Salah hefur verið magnaður með Liverpool á þessu tímabili en hann er með 23 mörk og 9 stoðsendingar í 26 leikjum í deild og Meistaradeild það sem af er leiktíðarinnar. „Við vorum nálægt því að vinna hann og gáfum þá allt okkar en höfðum ekki heppnina með okkur,“ sagði Salah sem tapaði í úrslitaleik Afríkukeppninnar á móti Kamerún árið 2017. Hann hefur skorað eitt mark í fyrstu þremur leikjum Egyptalands í keppninni en liðið hefur aðeins skorað tvö mörk samanlagt í þeim. Salah skorað tvö mörk í fjórum leikjum í síðustu Afríkukeppni árið 2019 en þá tapaði Egyptaland 1-0 á móti Suður-Afríku í sextán liða úrslitunum. „Nú erum við komnir hingað til að berjast um nýjan titil og við verðum að gefa allt okkar til að vinna hann. Ég er viss um að hinir leikmennirnir eru sama sinnis og ég. Við verðum bara að einbeita okkur að leiknum á morgun og sjá hvað það skilar okkur,“ sagði Salah.
Enski boltinn Mest lesið Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Handbolti Laumaði hauskúpu afa síns inn á úrslitaleikinn Fótbolti Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Fótbolti Metinn á rúmlega 17 milljarða fyrr á árinu en má nú fara á láni Enski boltinn „Við erum brothættir“ Fótbolti Lewandowski sá þriðji til að skora hundrað Meistaradeildarmörk Fótbolti Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar Körfubolti „Höfum sýnt að þetta er getustigið sem við getum spilað á“ Fótbolti Dagskráin í dag: Stórleikur á Anfield, Bónus deild kvenna og margt fleira Sport „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Körfubolti Fleiri fréttir Metinn á rúmlega 17 milljarða fyrr á árinu en má nú fara á láni Liverpool væri bara í þrettánda sæti án markanna hans Mo Salah Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Carragher segir Salah vera eigingjarnan Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Ed Sheeran biðst afsökunar á að hafa verið óboðinn gestur í viðtali við Amorim Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Roy Keane reiður: Hittu mig bara á bílastæðinu Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Guardiola samdi til ársins 2027 Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Amorim vill að United fái Gomes aftur Sjá meira