Langþráð hjarðónæmi geti náðst eftir um tvo mánuði Eiður Þór Árnason skrifar 26. janúar 2022 11:49 Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir. Vísir/Vilhelm „Spurningin sem á öllum brennur þessa stundina er hvenær getum við búist við að faraldrinum muni ljúka eða að minnsta kosti hvenær fer að draga verulega úr honum. Þessu er auðvitað ekki hægt að svara með neinni vissu en þó er hægt að segja að með þessum útbreiddu smitum í samfélaginu sem við erum nú að sjá þá styttist í að við förum að sjá fyrir endann á honum.“ Þetta sagði Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir á upplýsingafundi almannavarna og landlæknis í dag en á morgun eru tvö ár liðin frá því óvissustig almannavarna var virkjað vegna heimsfaraldurs kórónuveiru. 1.539 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær en nokkur aukning hefur verið í tilfellum síðustu daga. Ríkisstjórnin hyggst kynna afléttingaráætlun á föstudag en sóttvarnalæknir telur sem fyrr mikilvægt að ekki verði farið of hratt í afléttingar og þær gerðar í skrefum til að draga úr hættu á bakslagi. Að sögn sóttvarnalæknis eru alvarleg veikindi hér á landi af völdum Covid-19 nú mun fátíðari með tilkomu ómíkron afbrigðisins og um 0,2 prósent greindra lendi nú á spítala. Þó sé það áskorun hversu útbreiddar sýkingar séu hjá öðrum inniliggjandi sjúklingum og miklar fjarvistir starfsfólks vegna Covid-19. 38 eru nú á sjúkrahúsi með Covid-19, en voru fjörutíu í gær. 37 sjúklingar eru á Landspítalanum en einn á Akureyri.Vísir/Vilhelm Vísbendingar um að tvöfalt fleiri hafi fengið veiruna Bráðabirgðaniðurstöður úr rannsókn Íslenskrar erfðagreiningar og sóttvarnalæknis á mótefnastöðu landsmanna gegn kórónuveirunni sýna að hið minnsta tuttugu prósent einstaklinga yngri en fjörutíu ára hafi líklega verið búnir að sýkjast um síðustu áramót. Á sama tíma höfðu um þrjátíu þúsund manns eða um níu prósent landsmanna greinst með PCR-prófi og þannig gætu rúmlega tvöfalt fleiri smitast af veirunni en hafa greinst. „Ef þessar forsendur eru notaðar og reiknað með að um áttatíu prósent landsmanna þurfi að smitast til að ná hjarðónæmi má búast við að það geti tekið en um einn og hálfan mánuð og upp í tvo mánuði að ná því marki ef fjöldi daglegra smita verður svipaður og verið hefur,“ sagði Þórólfur. Klippa: 196. upplýsingafundur almannavarna Þó þurfi að taka þessum útreikningum með fyrirvara en þeir bendi til að líklega sé ekki langt í land þar til faraldrinum fari að slota. Sóttvarnalæknir segir að fólk þurfi einnig að vera undir það búið að eitthvað óvænt komi upp á borð við ný afbrigði veirunnar sem geti breytt þessum áætlunum. „Ég tel hins vegar að við eigum að vera vongóð um að betri tíð sé innan seilingar og því er mikilvægt að við höldum vel á spilunum hvað varðar afléttingar og þær aðgerðir sem við erum nú að nota í baráttunni við faraldurinn þannig að eitthvert bakslag komi ekki upp á síðustu metrunum. Stefnum því hægt og örugglega að afléttingu þeirra takmarkana sem nú eru við lýði og pössum okkur á því að láta ekki útbreidd og alvarleg veikindi í samfélaginu skemma þann árangur sem við öll viljum sjá.“ Fréttin hefur verið uppfærð. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira
Þetta sagði Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir á upplýsingafundi almannavarna og landlæknis í dag en á morgun eru tvö ár liðin frá því óvissustig almannavarna var virkjað vegna heimsfaraldurs kórónuveiru. 1.539 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær en nokkur aukning hefur verið í tilfellum síðustu daga. Ríkisstjórnin hyggst kynna afléttingaráætlun á föstudag en sóttvarnalæknir telur sem fyrr mikilvægt að ekki verði farið of hratt í afléttingar og þær gerðar í skrefum til að draga úr hættu á bakslagi. Að sögn sóttvarnalæknis eru alvarleg veikindi hér á landi af völdum Covid-19 nú mun fátíðari með tilkomu ómíkron afbrigðisins og um 0,2 prósent greindra lendi nú á spítala. Þó sé það áskorun hversu útbreiddar sýkingar séu hjá öðrum inniliggjandi sjúklingum og miklar fjarvistir starfsfólks vegna Covid-19. 38 eru nú á sjúkrahúsi með Covid-19, en voru fjörutíu í gær. 37 sjúklingar eru á Landspítalanum en einn á Akureyri.Vísir/Vilhelm Vísbendingar um að tvöfalt fleiri hafi fengið veiruna Bráðabirgðaniðurstöður úr rannsókn Íslenskrar erfðagreiningar og sóttvarnalæknis á mótefnastöðu landsmanna gegn kórónuveirunni sýna að hið minnsta tuttugu prósent einstaklinga yngri en fjörutíu ára hafi líklega verið búnir að sýkjast um síðustu áramót. Á sama tíma höfðu um þrjátíu þúsund manns eða um níu prósent landsmanna greinst með PCR-prófi og þannig gætu rúmlega tvöfalt fleiri smitast af veirunni en hafa greinst. „Ef þessar forsendur eru notaðar og reiknað með að um áttatíu prósent landsmanna þurfi að smitast til að ná hjarðónæmi má búast við að það geti tekið en um einn og hálfan mánuð og upp í tvo mánuði að ná því marki ef fjöldi daglegra smita verður svipaður og verið hefur,“ sagði Þórólfur. Klippa: 196. upplýsingafundur almannavarna Þó þurfi að taka þessum útreikningum með fyrirvara en þeir bendi til að líklega sé ekki langt í land þar til faraldrinum fari að slota. Sóttvarnalæknir segir að fólk þurfi einnig að vera undir það búið að eitthvað óvænt komi upp á borð við ný afbrigði veirunnar sem geti breytt þessum áætlunum. „Ég tel hins vegar að við eigum að vera vongóð um að betri tíð sé innan seilingar og því er mikilvægt að við höldum vel á spilunum hvað varðar afléttingar og þær aðgerðir sem við erum nú að nota í baráttunni við faraldurinn þannig að eitthvert bakslag komi ekki upp á síðustu metrunum. Stefnum því hægt og örugglega að afléttingu þeirra takmarkana sem nú eru við lýði og pössum okkur á því að láta ekki útbreidd og alvarleg veikindi í samfélaginu skemma þann árangur sem við öll viljum sjá.“ Fréttin hefur verið uppfærð.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira