Við bendum á það sem er okkur fyrir bestu Embla María Möller Atladóttir og Brynjar Bragi Einarsson skrifa 26. janúar 2022 17:00 Bentu á það sem er þér fyrir bestu. Andlega heilsa er þér fyrir bestu. Skólamál eru í stöðugri þróun og er ákvörðun Skóla- og frístundaráðs Reykjavíkurborgar um að gera sund að valfagi partur af þeirri þróun. Tillaga Elísabetar Láru Gunnarsdóttur og ungmennaráðs Vesturbæjar, Miðborgar og Hlíða endurspeglar skoðun margra unglinga í allri borginni. Hennar tillaga var vel úthugsuð og vel uppsett. Hún veit hvað hún syngur. Það þekkja flestir unglingar tilfinninguna að þurfa að fara í skólasund og hjá mörgum er það versti partur skólavikunnar. Skólasundi getur fylgt mikill kvíði enda er líkaminn stöðugt að breytast á unglingsárunum. Auk þess að vera kvíðavaldandi finnst okkur það óþarfi að nemendur sem hafa staðist öll hæfniviðmið haldi áfram að mæta í sund án þess að uppskera nýja hæfni eða þekkingu. Það getur mögulega haft þau áhrif að þeir nemendur hætti alveg að mæta í sund með tilheyrandi fjarvistum. Það má vera ósammála tillögunni en þá verður að bera fyrir sig skotheld rök sem eru raunverulega þín megin í rökræðunum. Algengustu rök sem við höfum heyrt eru þau að þetta sé skref aftur á bak og þetta muni skerða sundkunnáttu þjóðarinnar. Það er einfaldlega ekki rétt enda á þessi tillaga aðeins við um þau sem hafa uppfyllt skilyrði sem uppfylla þarf við útskrift. Auk þess gæti þetta jafnvel aukið sundkunnáttu þar sem margir nemendur geta ekki beðið eftir því að losna úr skólasundi og gæti þetta þess vegna verið hvatning til að standa sig betur í sundinu. Þórður Pétursson ásamt fleirum birti pistil á Vísi sem bar nafnið „Sund er hreyfing” og er þar vísað í það að með því að leyfa nemendum sem uppfyllt hafa hæfniviðmið að sleppa sundi í 9. og 10. bekk minnki hreyfingu nemenda. Þau rök eru einfaldlega röng þar sem skýrt kemur fram í breytingatillögu Samfylkingar, Pírata, Viðreisnar og Vinstri grænna sem samþykkt var á 222. fundi skóla- og frístundaráðs að „Þeim nemendum sem ljúka hæfniviðmiðum skólasunds í 9. bekk verði boðið upp á að dýpka þekkingu sína og færni í öðrum greinum skólaíþrótta og jafnframt tryggt að nemendur fái þann tíma til hreyfingar sem viðmiðunarstundaskrá aðalnámskrár segir til um.” Hérna er deginum ljósara að með þessu er ekki verið að taka tíma af hreyfingu nemenda heldur aðeins að gefa þeim tækifæri til að dýpka færni og þekkingu í öðrum greinum skólaíþrótta og það að tryggt verði að nemendur fái þann tíma til hreyfingar sem settur er í aðalnámskrá. Hafþór B. Guðmundsson nefnir í opnu bréfi sínu til skóla- og frístundaráðs sem birt var á Vísi hvort Reykjavíkurborg taki einungis vel í tillöguna til þess að spara pening í aksturskostnaði skóla til og frá laugum. Þetta finnst okkur hreint út sagt vanvirðing bæði gagnvart tillögunni sjálfri og þeim nemendum sem upplifa skólasund sem kvíðavaldandi þátt í sinni skólagöngu. Þarna er verið að gefa í skyn að Reykjavíkurborg breyti ekki til nema það skili fjárhagslegu hagræði og að peningar séu forsenda þess að tillagan sé samþykkt, ekki það að hún bæti skólaupplifun unglinga í skólum borgarinnar Síðan tillagan var samþykkt höfum við ekki séð annað en góð viðbrögð ungs fólks bæði innan veggja skólanna og á samfélagsmiðlum. Þar má helst nefna Twitter og þar hefur fólk sagst vilja að þetta hefði verið svona þegar þau voru í grunnskóla. Við teljum það gefa góða innsýn í tilfinningu stórs hóps nemenda gagnvart skólasundi. Við viljum ítreka að við erum ekki að segja að afnema ætti sund eftir 8. bekk fyrir alla nemendur heldur aðeins fyrir þá sem staðist hafa hæfniviðmið. Höfundar sitja í Reykjavíkurráði ungmenna og hafa bæði setið sem áheyrnafulltrúar í skóla- og frístundaráði. Höfundar eru fædd árið 2005 og 2006. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla - og menntamál Grunnskólar Sund Reykjavík Sundlaugar Mest lesið Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir Skoðun Halldór 30.11.2024 Halldór Heiðarleiki er ófrávíkjanleg krafa Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Þarf Ábyrg framtíð 14,1% til að komast í kappræður Heimildarinnar? Jóhannes Loftsson Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Skoðun Skoðun Snúum samfélagi af rangri leið Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Heiðarleiki er ófrávíkjanleg krafa Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar Skoðun Samvinna er leiðin til hagsældar Lilja Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Skrópað á Alþingi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Um sáttameðferð sýslumanns Elísabet Lorange,Jenný Kristín Valberg skrifar Skoðun Það er komið að þér Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Í dag kýs ég Sjálfstæðisflokkinn Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Við þurfum Grím á þing Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Heimssýn úr músarholu – Gengur það? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno skrifar Skoðun Bað- og búningsklefar okkar kvenna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Stórkostleg tímaskekkja Sigrún Perla Gísladóttir skrifar Skoðun Vinstri græn - þrátt fyrir þverpólitíska ríkisstjórn Aðalbjörg Ísafold Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Hjarta og sál Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun ESB andstæðingar blekkja Íslendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn: Fyrir budduna þína og framtíðina Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Að mynda ríkisstjórn - skipulagt val til vinstri Hlynur Már Ragnheiðarson skrifar Sjá meira
Bentu á það sem er þér fyrir bestu. Andlega heilsa er þér fyrir bestu. Skólamál eru í stöðugri þróun og er ákvörðun Skóla- og frístundaráðs Reykjavíkurborgar um að gera sund að valfagi partur af þeirri þróun. Tillaga Elísabetar Láru Gunnarsdóttur og ungmennaráðs Vesturbæjar, Miðborgar og Hlíða endurspeglar skoðun margra unglinga í allri borginni. Hennar tillaga var vel úthugsuð og vel uppsett. Hún veit hvað hún syngur. Það þekkja flestir unglingar tilfinninguna að þurfa að fara í skólasund og hjá mörgum er það versti partur skólavikunnar. Skólasundi getur fylgt mikill kvíði enda er líkaminn stöðugt að breytast á unglingsárunum. Auk þess að vera kvíðavaldandi finnst okkur það óþarfi að nemendur sem hafa staðist öll hæfniviðmið haldi áfram að mæta í sund án þess að uppskera nýja hæfni eða þekkingu. Það getur mögulega haft þau áhrif að þeir nemendur hætti alveg að mæta í sund með tilheyrandi fjarvistum. Það má vera ósammála tillögunni en þá verður að bera fyrir sig skotheld rök sem eru raunverulega þín megin í rökræðunum. Algengustu rök sem við höfum heyrt eru þau að þetta sé skref aftur á bak og þetta muni skerða sundkunnáttu þjóðarinnar. Það er einfaldlega ekki rétt enda á þessi tillaga aðeins við um þau sem hafa uppfyllt skilyrði sem uppfylla þarf við útskrift. Auk þess gæti þetta jafnvel aukið sundkunnáttu þar sem margir nemendur geta ekki beðið eftir því að losna úr skólasundi og gæti þetta þess vegna verið hvatning til að standa sig betur í sundinu. Þórður Pétursson ásamt fleirum birti pistil á Vísi sem bar nafnið „Sund er hreyfing” og er þar vísað í það að með því að leyfa nemendum sem uppfyllt hafa hæfniviðmið að sleppa sundi í 9. og 10. bekk minnki hreyfingu nemenda. Þau rök eru einfaldlega röng þar sem skýrt kemur fram í breytingatillögu Samfylkingar, Pírata, Viðreisnar og Vinstri grænna sem samþykkt var á 222. fundi skóla- og frístundaráðs að „Þeim nemendum sem ljúka hæfniviðmiðum skólasunds í 9. bekk verði boðið upp á að dýpka þekkingu sína og færni í öðrum greinum skólaíþrótta og jafnframt tryggt að nemendur fái þann tíma til hreyfingar sem viðmiðunarstundaskrá aðalnámskrár segir til um.” Hérna er deginum ljósara að með þessu er ekki verið að taka tíma af hreyfingu nemenda heldur aðeins að gefa þeim tækifæri til að dýpka færni og þekkingu í öðrum greinum skólaíþrótta og það að tryggt verði að nemendur fái þann tíma til hreyfingar sem settur er í aðalnámskrá. Hafþór B. Guðmundsson nefnir í opnu bréfi sínu til skóla- og frístundaráðs sem birt var á Vísi hvort Reykjavíkurborg taki einungis vel í tillöguna til þess að spara pening í aksturskostnaði skóla til og frá laugum. Þetta finnst okkur hreint út sagt vanvirðing bæði gagnvart tillögunni sjálfri og þeim nemendum sem upplifa skólasund sem kvíðavaldandi þátt í sinni skólagöngu. Þarna er verið að gefa í skyn að Reykjavíkurborg breyti ekki til nema það skili fjárhagslegu hagræði og að peningar séu forsenda þess að tillagan sé samþykkt, ekki það að hún bæti skólaupplifun unglinga í skólum borgarinnar Síðan tillagan var samþykkt höfum við ekki séð annað en góð viðbrögð ungs fólks bæði innan veggja skólanna og á samfélagsmiðlum. Þar má helst nefna Twitter og þar hefur fólk sagst vilja að þetta hefði verið svona þegar þau voru í grunnskóla. Við teljum það gefa góða innsýn í tilfinningu stórs hóps nemenda gagnvart skólasundi. Við viljum ítreka að við erum ekki að segja að afnema ætti sund eftir 8. bekk fyrir alla nemendur heldur aðeins fyrir þá sem staðist hafa hæfniviðmið. Höfundar sitja í Reykjavíkurráði ungmenna og hafa bæði setið sem áheyrnafulltrúar í skóla- og frístundaráði. Höfundar eru fædd árið 2005 og 2006.
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar
Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun