Segjast ætla að bregðast fljótt við höfnuninni Samúel Karl Ólason skrifar 27. janúar 2022 15:01 Hermaður á víglínunni í austurhluta Úkraínu. EPA/STANISLAV KOZLIUK Það að kröfum Rússa hafi verið hafnað gefur ekki mikið tilefni til jákvæðni en viðræður koma þó enn til greina, að sögn Dmitry Peskovs, talsmanns Vladimírs Pútín, forseta Rússlands. Hann sagði blaðamönnum í dag að Vesturveldin hefðu ekki tekið tillit til áhyggna Rússa. Þetta sagði Peskov við blaðamenn í dag. Sergey Lavrov, utanríkisráðherra, sló á svipaða strengi og sagði að svör Bandaríkjanna og Atlantshafsbandalagsins við kröfum Rússa gefi tilefni til aukinna viðræðna um önnur málefni. Hann ítrekaði hins vegar að svarið væri alls ekki jákvætt þegar kæmi að meginkröfum Rússa, samkvæmt frétt AP fréttaveitunnar. Sergei Lavrov (fyrir miðju), utanríkisráðherra, gengur hér um ganga þinghúss Rússlands.AP/Utanríkisráðuneyti Rússlands Í stuttu máli sagt þá krefjast Rússar þess að Úkraínu verði meinaður aðgangur að Atlantshafsbandalaginu í framtíðinni og að NATO hörfi frá Austur-Evrópu. Það á við ríki eins og Pólland, Eystrasaltsríkin, Rúmeníu og Búlgaríu, gömul leppríki Sovétríkjanna. Rússar hafa flutt tugi þúsunda hermanna að landamærum Úkraínu á undanförnum vikum og hafa gefið til kynna að hernaðaraðgerðir komi til greina verði kröfur þeirra ekki samþykktar. Sjá einnig: Rússar ræða að senda vopn til Úkraínu Forsvarsmenn NATO hafa frá upphafi sagt að ekki sé hægt að samþykkja þessar kröfur Rússa. Þær fari gegn grunngildum NATO um að hvert ríki eigi rétt á að sækja um aðild. Þá segja þeir mögulegt að eiga viðræður um dreifingu hermanna meðal aðildarríkja. Í svari Bandaríkjanna og NATO við kröfum Rússa segir að Úkraína sé sjálfstæð þjóð og henni yrði ekki sagt fyrir verkum. Ríkið gæti sótt um aðild að bandalögum eins og NATO ef vilji væri fyrir því. Sjá einnig: Hafna kröfu Rússa um að Úkraínu verði meinuð aðild að NATO Boltinn er nú hjá Pútín er beðið eftir hvað hann ákveður að gera næst. Pútín hefur lesið skjalið en þeir Lavrov og Peskov segja að haldinn verði fundur þar sem farið verður nánar yfir svarið og að næstu skref Rússa verði fljótt ljós. Hinni miklu hernaðaruppbyggingu og heræfingum Rússa hefur verið mætt af auknum viðbúnaði innan NATO og með vopnasendingum til Úkraínu. Segir ekkert tilefni til að ræða við Úkraínumenn Dmitry Medvedev, fyrrverandi forseti og forsætisráðherra Rússlands og núverandi varaformaður þjóðaröryggisráðs Rússlands, sagði í dag að Úkraína væri tól sem NATO og Bandaríkin notuðu til að halda aftur af Rússlandi og þrýsta á ríkið. Hann sagði að Rússar ættu ekki að eiga viðræður við ríkisstjórn Úkraínu, því hún væri óvinveitt Rússlandi. Réttara væri að bíða eftir nýrri ríkisstjórn sem myndi vinna að bættum samskiptum við Rússland. Dmitry Medvedev varaformaður þjóðaröryggisráðs Rússlands.AP/Yekaterina Shtukina Yfirvöld Bretlands héldu því nýverið fram að Rússar hefðu verið að skoða leiðir til að mynda nýja ríkisstjórn, sem væri hliðholl Rússlandi í Úkraínu. Það hafa ráðamenn í Rússlandi sagt rangt. Sjá einnig: Hernaðaruppbygging Rússa heldur áfram Rússneskir fjölmiðlar, sem eru í eigu ríkisins, fjalla margir hverjir í dag um það að Úkraínumenn ætli sér að gera árásir á aðskilnaðarsinna í austurhluta Úkraínu og jafnvel með efnavopnum. Segja Úkraínumenn ætla sér að ráðast á aðskilnaðarsinna Skömmu eftir innrás Rússa á Krímskaga árið 2014 gerðu aðskilnaðarsinnar í Donetsk og Luhansk í austurhluta Úkraínu vart um sig og lögðu undir sig hluta landsins. Rússar hafa stutt við bakið á þeim og meðal annars með því að senda hermenn og vopn til þeirra. Fyrr í mánuðinum sögðust Bandaríkjamenn hafa komist á snoðir um að Rússar hefðu sent sérsveit hermanna til svæðisins þar sem þeir áttu mögulega að falsa tilefni til inngrips Rússa, til dæmis með sprengiárás sem beindist að aðskilnaðarsinnum. Sjá einnig: Segja Rússa undirbúa fölsun tilefnis til árásar Í frétt Moscow Times er farið yfir hvað ríkismiðlar Rússlands hafa sagt um Úkraínudeiluna í dag og í gær. Einhverjir hafa fjallað um það að Rússar þurfi að styðja við bakið á aðskilnaðarsinnum í Úkraínu. Komosomolskaya Pravda skrifaði til að mynda að Donetsk væri umkringt og nýtt stríð væri þegar byrjað í Donbass. RIA Novosti og Rambler fréttaveiturnar hafa báðar birt fréttir um meint ráðabrugg Úkraínumanna til að ráðast á Donbass með efnavopnum og stjórnandi vinsæls útvarpsþáttar ræddi í morgun leiki við leiðtoga aðskilnaðarsinna í Donetsk sem kvartaði yfir því að NATO væri að „dæla vopnum í Úkraínu“. Rússland Úkraína Hernaður Bandaríkin NATO Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Fleiri fréttir Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Sjá meira
Þetta sagði Peskov við blaðamenn í dag. Sergey Lavrov, utanríkisráðherra, sló á svipaða strengi og sagði að svör Bandaríkjanna og Atlantshafsbandalagsins við kröfum Rússa gefi tilefni til aukinna viðræðna um önnur málefni. Hann ítrekaði hins vegar að svarið væri alls ekki jákvætt þegar kæmi að meginkröfum Rússa, samkvæmt frétt AP fréttaveitunnar. Sergei Lavrov (fyrir miðju), utanríkisráðherra, gengur hér um ganga þinghúss Rússlands.AP/Utanríkisráðuneyti Rússlands Í stuttu máli sagt þá krefjast Rússar þess að Úkraínu verði meinaður aðgangur að Atlantshafsbandalaginu í framtíðinni og að NATO hörfi frá Austur-Evrópu. Það á við ríki eins og Pólland, Eystrasaltsríkin, Rúmeníu og Búlgaríu, gömul leppríki Sovétríkjanna. Rússar hafa flutt tugi þúsunda hermanna að landamærum Úkraínu á undanförnum vikum og hafa gefið til kynna að hernaðaraðgerðir komi til greina verði kröfur þeirra ekki samþykktar. Sjá einnig: Rússar ræða að senda vopn til Úkraínu Forsvarsmenn NATO hafa frá upphafi sagt að ekki sé hægt að samþykkja þessar kröfur Rússa. Þær fari gegn grunngildum NATO um að hvert ríki eigi rétt á að sækja um aðild. Þá segja þeir mögulegt að eiga viðræður um dreifingu hermanna meðal aðildarríkja. Í svari Bandaríkjanna og NATO við kröfum Rússa segir að Úkraína sé sjálfstæð þjóð og henni yrði ekki sagt fyrir verkum. Ríkið gæti sótt um aðild að bandalögum eins og NATO ef vilji væri fyrir því. Sjá einnig: Hafna kröfu Rússa um að Úkraínu verði meinuð aðild að NATO Boltinn er nú hjá Pútín er beðið eftir hvað hann ákveður að gera næst. Pútín hefur lesið skjalið en þeir Lavrov og Peskov segja að haldinn verði fundur þar sem farið verður nánar yfir svarið og að næstu skref Rússa verði fljótt ljós. Hinni miklu hernaðaruppbyggingu og heræfingum Rússa hefur verið mætt af auknum viðbúnaði innan NATO og með vopnasendingum til Úkraínu. Segir ekkert tilefni til að ræða við Úkraínumenn Dmitry Medvedev, fyrrverandi forseti og forsætisráðherra Rússlands og núverandi varaformaður þjóðaröryggisráðs Rússlands, sagði í dag að Úkraína væri tól sem NATO og Bandaríkin notuðu til að halda aftur af Rússlandi og þrýsta á ríkið. Hann sagði að Rússar ættu ekki að eiga viðræður við ríkisstjórn Úkraínu, því hún væri óvinveitt Rússlandi. Réttara væri að bíða eftir nýrri ríkisstjórn sem myndi vinna að bættum samskiptum við Rússland. Dmitry Medvedev varaformaður þjóðaröryggisráðs Rússlands.AP/Yekaterina Shtukina Yfirvöld Bretlands héldu því nýverið fram að Rússar hefðu verið að skoða leiðir til að mynda nýja ríkisstjórn, sem væri hliðholl Rússlandi í Úkraínu. Það hafa ráðamenn í Rússlandi sagt rangt. Sjá einnig: Hernaðaruppbygging Rússa heldur áfram Rússneskir fjölmiðlar, sem eru í eigu ríkisins, fjalla margir hverjir í dag um það að Úkraínumenn ætli sér að gera árásir á aðskilnaðarsinna í austurhluta Úkraínu og jafnvel með efnavopnum. Segja Úkraínumenn ætla sér að ráðast á aðskilnaðarsinna Skömmu eftir innrás Rússa á Krímskaga árið 2014 gerðu aðskilnaðarsinnar í Donetsk og Luhansk í austurhluta Úkraínu vart um sig og lögðu undir sig hluta landsins. Rússar hafa stutt við bakið á þeim og meðal annars með því að senda hermenn og vopn til þeirra. Fyrr í mánuðinum sögðust Bandaríkjamenn hafa komist á snoðir um að Rússar hefðu sent sérsveit hermanna til svæðisins þar sem þeir áttu mögulega að falsa tilefni til inngrips Rússa, til dæmis með sprengiárás sem beindist að aðskilnaðarsinnum. Sjá einnig: Segja Rússa undirbúa fölsun tilefnis til árásar Í frétt Moscow Times er farið yfir hvað ríkismiðlar Rússlands hafa sagt um Úkraínudeiluna í dag og í gær. Einhverjir hafa fjallað um það að Rússar þurfi að styðja við bakið á aðskilnaðarsinnum í Úkraínu. Komosomolskaya Pravda skrifaði til að mynda að Donetsk væri umkringt og nýtt stríð væri þegar byrjað í Donbass. RIA Novosti og Rambler fréttaveiturnar hafa báðar birt fréttir um meint ráðabrugg Úkraínumanna til að ráðast á Donbass með efnavopnum og stjórnandi vinsæls útvarpsþáttar ræddi í morgun leiki við leiðtoga aðskilnaðarsinna í Donetsk sem kvartaði yfir því að NATO væri að „dæla vopnum í Úkraínu“.
Rússland Úkraína Hernaður Bandaríkin NATO Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Fleiri fréttir Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Sjá meira