Söfnuðu ríflega 1,3 milljónum raddsýna Eiður Þór Árnason skrifar 27. janúar 2022 16:16 Börkur Vígþórsson, skólastjóri Smárskóla, nemendurnir Emilía Guðný Magnúsdóttir og Lúkas-Matei Danko, auk Elizu Reid forsetafrúr. Myndin var tekin þegar keppnin var ræst þetta árið í Smáraskóla en hann vann keppnina í fyrra. Aðsend Ríflega 1,3 milljónir raddsýna söfnuðust í Lestrarkeppni grunnskólanna sem lauk í gær. Um er að ræða tvöföldun milli ára en alls tóku 118 skólar þátt og lögðu 5.652 manns sínum skóla lið í keppninni. Keppt var um fjölda setninga sem skólar lásu inn í Samróm en því verkefni er ætlað að safna upptökum af lestri sem notaðar eru til að kenna tölvum og tækjum að skilja íslensku. Fram kemur í tilkynningu að mikil spenna hafi myndast á lokasprettinum og var síðasti dagur keppninnar sá langstærsti til þessa. Þá lásu keppendur inn 487.936 setningar. Salaskóli, Smáraskóli og Höfðaskóli fremst í sínum flokki Salaskóli sigraði í flokki A, flokki stærri skóla, og lásu 703 keppendur 107.075 setningar. Smáraskóli bar sigur úr í býtum í flokki B, sem inniheldur skóla af miðstærð, og las jafnframt mest allra í keppninni eða 236.470 setningar. 914 einstaklingar tóku þátt fyrir hönd skólans. Hörð keppni var í flokki C, flokki smærri skóla, en þar sigraði Höfðaskóli með 153.288 setningar lesnar af 353 keppendum. Sandgerðisskóli las hlutfallslega flestar setningar Jafnframt eru veitt þrenn aukaverðlaun fyrir framúrskarandi árangur með tilliti til fjölda setninga sem hver skóli las, þvert á flokka. Sandgerðisskóli náði framúrskarandi árangri en þar lásu 593 einstaklingar 208.535 setningar. Öxarfjarðarskóli og Gerðaskóli fá einnig verðlaun fyrir framúrskarandi árangur. Í Öxarfjarðarskóla lásu 285 keppendur 147.189 setningar og fyrir Gerðaskóla tóku 406 einstaklingar þátt og lásu 89.336 setningar. Áfram er hægt að lesa inn í gagnagrunn Samróms á vef verkefnisins og leggja þannig sitt af mörkum fyrir framtíð íslenskunnar. Grunnskólar Íslenska á tækniöld Skóla - og menntamál Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Fleiri fréttir Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Sjá meira
Keppt var um fjölda setninga sem skólar lásu inn í Samróm en því verkefni er ætlað að safna upptökum af lestri sem notaðar eru til að kenna tölvum og tækjum að skilja íslensku. Fram kemur í tilkynningu að mikil spenna hafi myndast á lokasprettinum og var síðasti dagur keppninnar sá langstærsti til þessa. Þá lásu keppendur inn 487.936 setningar. Salaskóli, Smáraskóli og Höfðaskóli fremst í sínum flokki Salaskóli sigraði í flokki A, flokki stærri skóla, og lásu 703 keppendur 107.075 setningar. Smáraskóli bar sigur úr í býtum í flokki B, sem inniheldur skóla af miðstærð, og las jafnframt mest allra í keppninni eða 236.470 setningar. 914 einstaklingar tóku þátt fyrir hönd skólans. Hörð keppni var í flokki C, flokki smærri skóla, en þar sigraði Höfðaskóli með 153.288 setningar lesnar af 353 keppendum. Sandgerðisskóli las hlutfallslega flestar setningar Jafnframt eru veitt þrenn aukaverðlaun fyrir framúrskarandi árangur með tilliti til fjölda setninga sem hver skóli las, þvert á flokka. Sandgerðisskóli náði framúrskarandi árangri en þar lásu 593 einstaklingar 208.535 setningar. Öxarfjarðarskóli og Gerðaskóli fá einnig verðlaun fyrir framúrskarandi árangur. Í Öxarfjarðarskóla lásu 285 keppendur 147.189 setningar og fyrir Gerðaskóla tóku 406 einstaklingar þátt og lásu 89.336 setningar. Áfram er hægt að lesa inn í gagnagrunn Samróms á vef verkefnisins og leggja þannig sitt af mörkum fyrir framtíð íslenskunnar.
Grunnskólar Íslenska á tækniöld Skóla - og menntamál Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Fleiri fréttir Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Sjá meira