Von á norðanáhlaupi og gular viðvaranir taka gildi í kvöld Atli Ísleifsson skrifar 28. janúar 2022 06:56 Gular viðvaranir vegna hríðar taka gildi fyrir norðanvert landið undir kvöld. Veðurstofan Skammt vestan við Vestfirði er nú 984 millibara lægð sem veldur því að á landinu er suðvestan átta til fimmtán metrar á sekúndu og víða él. Þegar líður á daginn mun lægðin fara austur með norðurströndinni og því er von á skammvinnu norðanáhlaupi síðdegis og í kvöld. Gular viðvaranir taka gildi víða á landinu í síðar í dag. Í hugleiðingum veðurfræðings segir að reikna megi með norðan og norðvestan fimmtán til 23 metrar á sekúndu og snjókomu og því munu viðvaranir vegna hríðar taka gildi fyrir norðanvert landið undir kvöld. „Í nótt og í fyrramálið má síðan búast við norðvestan storm á Austfjörðum og á Suðausturlandi með tilheyrandi vindaviðvörunum en á sama tíma dregur úr vindi í öðrum landshlutum. Á morgun er svo von á suðvestan 5-13 m/s og él en þá léttir að sama skapi til norðaustan- og austanlands. Hiti verður yfirleitt í kringum frostmark í dag og á morgun, en þó verður heldur kaldara meðan norðanáttin verður ríkjandi á landinu,“ segir á vef Veðurstofunnar. Gular viðvaranir: Vestfirðir. Norðan hvassviðri eða stormur og hríð. 28. jan. kl. 17:00 – 22:00 Strandir og Norðurland vestra. Norðan og norðvestan hvassviðri eða stormur og hríð. 28. jan. kl. 17:00 – 23:00. Norðurland eystra. Vestan og norðvestan hvassviðri eða stormur og hríð. 28. jan. kl. 17:00 – 29. jan. kl. 05:00. Austurland að Glettingi. Vestan og norðvestan hvassviðri eða stormur og hríð. 28. jan. kl. 20:00 – 29 jan. kl. 06:00 Austfirðir. Vestan stormur eða rok. 28. jan. kl. 21:00 – 29. jan. kl. 09:00 Suðausturland. Norðvestan stormur eða rok. 28. jan. kl. 21:00 – 29. jan. kl. 10:00 Spákort fyrir klukkan 17 í dag.Veðurstofan Veðurhorfur á landinu næstu daga Á laugardag: Suðvestlæg eða breytileg átt 5-13 m/s og bjart að mestu, en norðvestanstormur og él austantil um morguninn. Þykknar upp með éljum vestanlands eftir hádegi, en léttir til og dregur hratt úr vindi austanlands. Frost 0 til 8 stig. Á sunnudag: Suðvestlæg átt, 5-13 m/s og él, en bjart með köflum norðaustanlands. Frost 2 til 10 stig. Vaxandi vestanátt vestantil um kvöldið. Á mánudag: Vestlæg átt, víða dálítil él og kalt í veðri. Vaxandi suðaustanátt með snjókomu seinnipartinn. Á þriðjudag: Norðanátt með éljum og kólnandi veðri. Á miðvikudag og fimmtudag: Norðlæg átt og snjókoma norðantil en bjartviðri sunnan heiða. Frost um allt land. Veður Mest lesið „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Innlent Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Erlent Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Innlent Fleiri fréttir Kaldri norðlægri átt beint til landsins Gul viðvörun á Vestfjörðum Yfirgnæfandi líkur á óveðri á kjördag og líklegt að vegir teppist Skúrir eða slyddu en þurrt austantil Hiti að sex stigum Norðanátt og éljalofti beint til landsins Áfram kalt og bætir í vind á morgun Áfram kalt á landinu en bjartviðri sunnan heiða Áfram köld og norðlæg átt Heimskautaflofti beint til landsins í sífellu Stinningskaldi og él fram í miðja viku og svo kólni frekar Viðvaranirnar sumar orðnar appelsínugular Allhvöss suðvestanátt og hlýtt en illviðri á morgun Suðvestan hvassviðri norðan- og austantil Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Suðvestan stormur, rigning og gular viðvaranir Rosalegur hiti á Akureyri seint um kvöld í nóvember Gular viðvaranir vegna hvassviðris eða storms Allt að tuttugu stiga hiti Næsta lægð væntanleg á morgun Víðast hvar rólegt en viðvörun á Vesturlandi Bætir smám saman í vind Á enn eftir að hvessa meira á Norðausturlandi Ofsaveður í kortunum norðvestantil og viðvaranir í gildi Varað við ofsaveðri á Vestfjörðum og Norðurlandi Lægir en næsta lægð nálgast úr suðri Ekki lægri meðalhiti frá árinu 1997 Víða hvasst og gul viðvörun vegna vinds á Snæfellsnesi Spá stormi á Snæfellsnesi á morgun Dregur smám saman úr vindi og úrkomu Sjá meira
Í hugleiðingum veðurfræðings segir að reikna megi með norðan og norðvestan fimmtán til 23 metrar á sekúndu og snjókomu og því munu viðvaranir vegna hríðar taka gildi fyrir norðanvert landið undir kvöld. „Í nótt og í fyrramálið má síðan búast við norðvestan storm á Austfjörðum og á Suðausturlandi með tilheyrandi vindaviðvörunum en á sama tíma dregur úr vindi í öðrum landshlutum. Á morgun er svo von á suðvestan 5-13 m/s og él en þá léttir að sama skapi til norðaustan- og austanlands. Hiti verður yfirleitt í kringum frostmark í dag og á morgun, en þó verður heldur kaldara meðan norðanáttin verður ríkjandi á landinu,“ segir á vef Veðurstofunnar. Gular viðvaranir: Vestfirðir. Norðan hvassviðri eða stormur og hríð. 28. jan. kl. 17:00 – 22:00 Strandir og Norðurland vestra. Norðan og norðvestan hvassviðri eða stormur og hríð. 28. jan. kl. 17:00 – 23:00. Norðurland eystra. Vestan og norðvestan hvassviðri eða stormur og hríð. 28. jan. kl. 17:00 – 29. jan. kl. 05:00. Austurland að Glettingi. Vestan og norðvestan hvassviðri eða stormur og hríð. 28. jan. kl. 20:00 – 29 jan. kl. 06:00 Austfirðir. Vestan stormur eða rok. 28. jan. kl. 21:00 – 29. jan. kl. 09:00 Suðausturland. Norðvestan stormur eða rok. 28. jan. kl. 21:00 – 29. jan. kl. 10:00 Spákort fyrir klukkan 17 í dag.Veðurstofan Veðurhorfur á landinu næstu daga Á laugardag: Suðvestlæg eða breytileg átt 5-13 m/s og bjart að mestu, en norðvestanstormur og él austantil um morguninn. Þykknar upp með éljum vestanlands eftir hádegi, en léttir til og dregur hratt úr vindi austanlands. Frost 0 til 8 stig. Á sunnudag: Suðvestlæg átt, 5-13 m/s og él, en bjart með köflum norðaustanlands. Frost 2 til 10 stig. Vaxandi vestanátt vestantil um kvöldið. Á mánudag: Vestlæg átt, víða dálítil él og kalt í veðri. Vaxandi suðaustanátt með snjókomu seinnipartinn. Á þriðjudag: Norðanátt með éljum og kólnandi veðri. Á miðvikudag og fimmtudag: Norðlæg átt og snjókoma norðantil en bjartviðri sunnan heiða. Frost um allt land.
Veður Mest lesið „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Innlent Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Erlent Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Innlent Fleiri fréttir Kaldri norðlægri átt beint til landsins Gul viðvörun á Vestfjörðum Yfirgnæfandi líkur á óveðri á kjördag og líklegt að vegir teppist Skúrir eða slyddu en þurrt austantil Hiti að sex stigum Norðanátt og éljalofti beint til landsins Áfram kalt og bætir í vind á morgun Áfram kalt á landinu en bjartviðri sunnan heiða Áfram köld og norðlæg átt Heimskautaflofti beint til landsins í sífellu Stinningskaldi og él fram í miðja viku og svo kólni frekar Viðvaranirnar sumar orðnar appelsínugular Allhvöss suðvestanátt og hlýtt en illviðri á morgun Suðvestan hvassviðri norðan- og austantil Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Suðvestan stormur, rigning og gular viðvaranir Rosalegur hiti á Akureyri seint um kvöld í nóvember Gular viðvaranir vegna hvassviðris eða storms Allt að tuttugu stiga hiti Næsta lægð væntanleg á morgun Víðast hvar rólegt en viðvörun á Vesturlandi Bætir smám saman í vind Á enn eftir að hvessa meira á Norðausturlandi Ofsaveður í kortunum norðvestantil og viðvaranir í gildi Varað við ofsaveðri á Vestfjörðum og Norðurlandi Lægir en næsta lægð nálgast úr suðri Ekki lægri meðalhiti frá árinu 1997 Víða hvasst og gul viðvörun vegna vinds á Snæfellsnesi Spá stormi á Snæfellsnesi á morgun Dregur smám saman úr vindi og úrkomu Sjá meira