Ekki lægri meðalhiti frá árinu 1997 Lovísa Arnardóttir skrifar 5. nóvember 2024 08:39 Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur ræddi við Bjarka um veðrið næstu daga í Kvöldfréttum. Vísir Einar Sveinbjörnsson, veðurfræðingur hjá Bliku, segir meðalhita á landinu ekki hafa verið minni frá árinu 1997. Það verði líklega hlýtt fram á miðjan mánuð en þá gæti veðrið breyst. Meðalhiti síðustu 12 mánaða er 4,4°C í Reykjavík. Meðalhiti síðustu tólf mánaða er frekar lágur og nær því sem hann var fyrir aldamót að sögn Einars Sveinbjörnssonar veðurfræðings en hann fór yfir veðrið á árinu, síðustu daga og fram undan í Bítinu á Bylgjunni. Nánar hér á vef hans Blika.is. Hiti síðustu daga sé góður til að hífa upp meðaltalið en ekki óvenjulegur á þessum árstíma. Um 10 stiga hiti er í Reykjavík í dag og fór hiti upp í 15 stig á einhverjum veðurstöðvum fyrir norðan í nótt. Einar segir að miðað við tíðarfar síðustu 20 ár skeri þetta ár í augu. Það verði samt að hafa í huga að sveiflur í íslensku verðri séu algengar. Hann segir síðustu mánuði hafa veið tíðar norðanáttir og meiri útbreiðsla pólsjó fyrir norðan. Sjávarhiti hafi beint áhrif á lofthita. „Við vorum kannski að horfa á það fyrir nokkrum vikum að loftið væri upprunnið frá Austur-Grænlandi en nú er það upprunnið frá Marokkó,“ segir Einar. Loftið ferðist yfir Portúgal og svo yfir Atlantshafið. Hlýtt veður viðvarandi Einar segir að miðað við langtímaspá sé útlit fyrir áframhaldandi hæðarsvæði yfir Bretlandseyjum. Þessi hæð beini lofti til okkar úr suðri og í spám megi sjá að þetta verði viðvarandi fram á miðjan mánuð. Það verði ekki endilega svona heitt allan tímann en ólíklegt sé til dæmis að það fari að snjóa mikið. Hann segir að síðustu daga hafi svo verið miklar umræður meðal veðurfræðinga að um miðjan mánuð skapist aðstæður til að snúa þessu við. Það hrökkvi aftur í norðanátt. Það sé erfitt að spá svo langt en það verði áhugavert að fylgjast með þróuninni. Einar segir að þegar hann byrjaði fyrir 20 til 30 árum hafi menn ekki þorað að spá lengra fram en tvo til þrjá daga. Frá þeim tíma hafi orðið alger bylting í veðurspám. „Við erum komin ansi langt með að ná þokkalegri nákvæmni að jafnaði fyrir svona fimm til sjö daga spár,“ segir Einar en að hann leiki sér oft að því að spá lengra fram í tímann. Stundum sé mikil spágeta en aðra mikill óróleiki og óvissa. „Þegar hækkandi eða lækkandi sól er að umbreyta öllum veðurkerfunum,“ segir Einar og að þá sé erfiðast að spá til lengri tíma. Þriðjungslíkur á vondu veðri á kjördag Hvað varðar veður á kjördag í lok mánaðarins segir Einar að það séu þriðjungslíkur á því að ekkert verði að veðrinu en að veðrið hafi oft, síðustu 20 ára, verið slæmt á þessum degi eða dagana í kring. Einar ræddi einnig veðurofsa og þurrka erlendis. Sem dæmi hafi verið þurrkar í Suður-Ameríku lengi sem séu tengdir við loftslagsbreytingar. Það hafi áhrif á framboð raforku og Amazon-skóginn sjálfan. Rigningarnar á Spáni hafi verið skelfilegar og komið mönnum í opna skjöldu. Margir hafi ekki getað flúið veðrið en um 200 fórust í hamfaraflóðum í Valencia á Spáni í síðustu viku. Kosningapróf - Kjóstu rétt Taka prófið Veður Spánn Alþingiskosningar 2024 Bítið Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Vextir og kosningar í Sprengisandi Innlent Fleiri fréttir Áfram kalt og bætir í vind á morgun Áfram kalt á landinu en bjartviðri sunnan heiða Áfram köld og norðlæg átt Heimskautaflofti beint til landsins í sífellu Stinningskaldi og él fram í miðja viku og svo kólni frekar Viðvaranirnar sumar orðnar appelsínugular Allhvöss suðvestanátt og hlýtt en illviðri á morgun Suðvestan hvassviðri norðan- og austantil Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Suðvestan stormur, rigning og gular viðvaranir Rosalegur hiti á Akureyri seint um kvöld í nóvember Gular viðvaranir vegna hvassviðris eða storms Allt að tuttugu stiga hiti Næsta lægð væntanleg á morgun Víðast hvar rólegt en viðvörun á Vesturlandi Bætir smám saman í vind Á enn eftir að hvessa meira á Norðausturlandi Ofsaveður í kortunum norðvestantil og viðvaranir í gildi Varað við ofsaveðri á Vestfjörðum og Norðurlandi Lægir en næsta lægð nálgast úr suðri Ekki lægri meðalhiti frá árinu 1997 Víða hvasst og gul viðvörun vegna vinds á Snæfellsnesi Spá stormi á Snæfellsnesi á morgun Dregur smám saman úr vindi og úrkomu Rigning eða súld um mest allt land Búist við austlægri átt Fimmtán stiga frost á Grímsstöðum á Fjöllum í nótt Élja- og snjókomubakkar sækja að úr vestri og norðri Vestan- og suðvestanátt með skúrum eða éljum Lægð nálgast úr suðvestri Sjá meira
Meðalhiti síðustu tólf mánaða er frekar lágur og nær því sem hann var fyrir aldamót að sögn Einars Sveinbjörnssonar veðurfræðings en hann fór yfir veðrið á árinu, síðustu daga og fram undan í Bítinu á Bylgjunni. Nánar hér á vef hans Blika.is. Hiti síðustu daga sé góður til að hífa upp meðaltalið en ekki óvenjulegur á þessum árstíma. Um 10 stiga hiti er í Reykjavík í dag og fór hiti upp í 15 stig á einhverjum veðurstöðvum fyrir norðan í nótt. Einar segir að miðað við tíðarfar síðustu 20 ár skeri þetta ár í augu. Það verði samt að hafa í huga að sveiflur í íslensku verðri séu algengar. Hann segir síðustu mánuði hafa veið tíðar norðanáttir og meiri útbreiðsla pólsjó fyrir norðan. Sjávarhiti hafi beint áhrif á lofthita. „Við vorum kannski að horfa á það fyrir nokkrum vikum að loftið væri upprunnið frá Austur-Grænlandi en nú er það upprunnið frá Marokkó,“ segir Einar. Loftið ferðist yfir Portúgal og svo yfir Atlantshafið. Hlýtt veður viðvarandi Einar segir að miðað við langtímaspá sé útlit fyrir áframhaldandi hæðarsvæði yfir Bretlandseyjum. Þessi hæð beini lofti til okkar úr suðri og í spám megi sjá að þetta verði viðvarandi fram á miðjan mánuð. Það verði ekki endilega svona heitt allan tímann en ólíklegt sé til dæmis að það fari að snjóa mikið. Hann segir að síðustu daga hafi svo verið miklar umræður meðal veðurfræðinga að um miðjan mánuð skapist aðstæður til að snúa þessu við. Það hrökkvi aftur í norðanátt. Það sé erfitt að spá svo langt en það verði áhugavert að fylgjast með þróuninni. Einar segir að þegar hann byrjaði fyrir 20 til 30 árum hafi menn ekki þorað að spá lengra fram en tvo til þrjá daga. Frá þeim tíma hafi orðið alger bylting í veðurspám. „Við erum komin ansi langt með að ná þokkalegri nákvæmni að jafnaði fyrir svona fimm til sjö daga spár,“ segir Einar en að hann leiki sér oft að því að spá lengra fram í tímann. Stundum sé mikil spágeta en aðra mikill óróleiki og óvissa. „Þegar hækkandi eða lækkandi sól er að umbreyta öllum veðurkerfunum,“ segir Einar og að þá sé erfiðast að spá til lengri tíma. Þriðjungslíkur á vondu veðri á kjördag Hvað varðar veður á kjördag í lok mánaðarins segir Einar að það séu þriðjungslíkur á því að ekkert verði að veðrinu en að veðrið hafi oft, síðustu 20 ára, verið slæmt á þessum degi eða dagana í kring. Einar ræddi einnig veðurofsa og þurrka erlendis. Sem dæmi hafi verið þurrkar í Suður-Ameríku lengi sem séu tengdir við loftslagsbreytingar. Það hafi áhrif á framboð raforku og Amazon-skóginn sjálfan. Rigningarnar á Spáni hafi verið skelfilegar og komið mönnum í opna skjöldu. Margir hafi ekki getað flúið veðrið en um 200 fórust í hamfaraflóðum í Valencia á Spáni í síðustu viku.
Kosningapróf - Kjóstu rétt Taka prófið Veður Spánn Alþingiskosningar 2024 Bítið Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Vextir og kosningar í Sprengisandi Innlent Fleiri fréttir Áfram kalt og bætir í vind á morgun Áfram kalt á landinu en bjartviðri sunnan heiða Áfram köld og norðlæg átt Heimskautaflofti beint til landsins í sífellu Stinningskaldi og él fram í miðja viku og svo kólni frekar Viðvaranirnar sumar orðnar appelsínugular Allhvöss suðvestanátt og hlýtt en illviðri á morgun Suðvestan hvassviðri norðan- og austantil Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Suðvestan stormur, rigning og gular viðvaranir Rosalegur hiti á Akureyri seint um kvöld í nóvember Gular viðvaranir vegna hvassviðris eða storms Allt að tuttugu stiga hiti Næsta lægð væntanleg á morgun Víðast hvar rólegt en viðvörun á Vesturlandi Bætir smám saman í vind Á enn eftir að hvessa meira á Norðausturlandi Ofsaveður í kortunum norðvestantil og viðvaranir í gildi Varað við ofsaveðri á Vestfjörðum og Norðurlandi Lægir en næsta lægð nálgast úr suðri Ekki lægri meðalhiti frá árinu 1997 Víða hvasst og gul viðvörun vegna vinds á Snæfellsnesi Spá stormi á Snæfellsnesi á morgun Dregur smám saman úr vindi og úrkomu Rigning eða súld um mest allt land Búist við austlægri átt Fimmtán stiga frost á Grímsstöðum á Fjöllum í nótt Élja- og snjókomubakkar sækja að úr vestri og norðri Vestan- og suðvestanátt með skúrum eða éljum Lægð nálgast úr suðvestri Sjá meira