„Þetta er spennandi og stórt verkefni“ Smári Jökull Jónsson skrifar 29. janúar 2022 12:07 Þóra Kristín Ásgeirsdóttir Þóra Kristín Ásgeirsdóttir hefur verið orðuð við formannsstöðu SÁÁ eftir afsögn Einars Hermannssonar í vikunni. Hún staðfestir að aðilar innan samtakanna hafi komið að máli við sig varðandi formannsstöðuna. Einar Hermannsson sagði af sér sem formaður SÁÁ í vikunni eftir að sagt var frá því að hann hefði svarað auglýsingu á netinu fyrir nokkrum árum þar sem í boði hafi verið kynlíf gegn greiðslu. Þetta er annað stóra málið sem kemur upp hjá samtökunum á síðustu vikum en um miðjan janúar var greint frá því að eftirlitsdeild Sjúkratrygginga Íslands hefði krafið SÁÁ um tæpar 175 milljóna endurgreiðslu vegna tilhæfulausra reikninga. Það mál er nú til rannsóknar. Gustað hefur um SÁÁ á undanförnum vikum.Vísir/Vilhelm Þóra Kristín Ásgeirsdóttir, sem nú starfar sem upplýsingafulltrúi Íslenskrar erfðagreiningar, staðfestir í samtali við fréttastofu að hún hafi fengið hvatningu til þess að bjóða sig fram. Hún á sæti í aðalstjórn SÁÁ. „Fólk innan samtakanna sem er áhugasamt um þessi mál hefur talað við mig. Ég er bara að hugsa mitt mál og ætla að taka mér minn tíma. Þetta er spennandi og stórt verkefni,“ sagði Þóra Kristín. Hún sagði að ekki væri búið að boða til aðalfundar samtakanna og að formaður væri kosinn þar. „Ef til þess kemur mun ég bjóða mig fram á aðalfundi og leggja það í dóm félagsmanna hvort þeir vilji mig í þetta embætti,“ sagði Þóra og bætti við að mögulega þyrfti að gera ákveðnar breytingar innan samtakanna. „Mögulega myndi ég gera breytingar. Ég myndi væntanlega ekki starfa þarna innanhúss heldur þætti mér eðlilegra að ráða framkvæmdastjóra sem myndi starfa undir formanni og stjórn samtakanna að þeim breytingum sem þurfa að fara í hönd.“ Ólga innan SÁÁ Félagasamtök Mál Einars Hermannssonar Fíkn Tengdar fréttir Fordæma hegðun Einars og boða formannskjör Framkvæmdastjórn SÁÁ fordæmir Einar Hermannsonar vegna vændiskaupa hans sem greint hefur verið frá í fjölmiðlum. Nýtt formannskjör fer fram á föstudaginn. 25. janúar 2022 21:38 Afsögn formanns SÁÁ: Svaraði auglýsingu um kynlíf gegn greiðslu Einar Hermannsson hefur sagt af sér sem formaður SÁÁ. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá honum til fjölmiðla. Hann segir ástæðuna þá að hann hafi svarað auglýsingu á netinu fyrir einhverjum árum þar sem í boði hafi verið kynlíf gegn greiðslu. Það mál hafi ratað aftur upp á yfirborðið. 24. janúar 2022 16:57 Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Fleiri fréttir Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ Sjá meira
Einar Hermannsson sagði af sér sem formaður SÁÁ í vikunni eftir að sagt var frá því að hann hefði svarað auglýsingu á netinu fyrir nokkrum árum þar sem í boði hafi verið kynlíf gegn greiðslu. Þetta er annað stóra málið sem kemur upp hjá samtökunum á síðustu vikum en um miðjan janúar var greint frá því að eftirlitsdeild Sjúkratrygginga Íslands hefði krafið SÁÁ um tæpar 175 milljóna endurgreiðslu vegna tilhæfulausra reikninga. Það mál er nú til rannsóknar. Gustað hefur um SÁÁ á undanförnum vikum.Vísir/Vilhelm Þóra Kristín Ásgeirsdóttir, sem nú starfar sem upplýsingafulltrúi Íslenskrar erfðagreiningar, staðfestir í samtali við fréttastofu að hún hafi fengið hvatningu til þess að bjóða sig fram. Hún á sæti í aðalstjórn SÁÁ. „Fólk innan samtakanna sem er áhugasamt um þessi mál hefur talað við mig. Ég er bara að hugsa mitt mál og ætla að taka mér minn tíma. Þetta er spennandi og stórt verkefni,“ sagði Þóra Kristín. Hún sagði að ekki væri búið að boða til aðalfundar samtakanna og að formaður væri kosinn þar. „Ef til þess kemur mun ég bjóða mig fram á aðalfundi og leggja það í dóm félagsmanna hvort þeir vilji mig í þetta embætti,“ sagði Þóra og bætti við að mögulega þyrfti að gera ákveðnar breytingar innan samtakanna. „Mögulega myndi ég gera breytingar. Ég myndi væntanlega ekki starfa þarna innanhúss heldur þætti mér eðlilegra að ráða framkvæmdastjóra sem myndi starfa undir formanni og stjórn samtakanna að þeim breytingum sem þurfa að fara í hönd.“
Ólga innan SÁÁ Félagasamtök Mál Einars Hermannssonar Fíkn Tengdar fréttir Fordæma hegðun Einars og boða formannskjör Framkvæmdastjórn SÁÁ fordæmir Einar Hermannsonar vegna vændiskaupa hans sem greint hefur verið frá í fjölmiðlum. Nýtt formannskjör fer fram á föstudaginn. 25. janúar 2022 21:38 Afsögn formanns SÁÁ: Svaraði auglýsingu um kynlíf gegn greiðslu Einar Hermannsson hefur sagt af sér sem formaður SÁÁ. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá honum til fjölmiðla. Hann segir ástæðuna þá að hann hafi svarað auglýsingu á netinu fyrir einhverjum árum þar sem í boði hafi verið kynlíf gegn greiðslu. Það mál hafi ratað aftur upp á yfirborðið. 24. janúar 2022 16:57 Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Fleiri fréttir Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ Sjá meira
Fordæma hegðun Einars og boða formannskjör Framkvæmdastjórn SÁÁ fordæmir Einar Hermannsonar vegna vændiskaupa hans sem greint hefur verið frá í fjölmiðlum. Nýtt formannskjör fer fram á föstudaginn. 25. janúar 2022 21:38
Afsögn formanns SÁÁ: Svaraði auglýsingu um kynlíf gegn greiðslu Einar Hermannsson hefur sagt af sér sem formaður SÁÁ. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá honum til fjölmiðla. Hann segir ástæðuna þá að hann hafi svarað auglýsingu á netinu fyrir einhverjum árum þar sem í boði hafi verið kynlíf gegn greiðslu. Það mál hafi ratað aftur upp á yfirborðið. 24. janúar 2022 16:57