Sætir harðri gagnrýni samflokksmanna en er hólpinn um sinn Hólmfríður Gísladóttir skrifar 1. febrúar 2022 11:17 Johnson virðist ætla að sitja sem fastast en gagnrýnendur hans innan Íhaldsflokksins eru sagðir upplifa sig eins og „froska í heitu vatni“. epa/Jessica Taylor „Niðurstaðan var afdráttarlaus en ekki persónuleg, gagnrýnin hnitmiðuðu en almenn,“ segir Laura Kuenssberg, pólitískur ritstjóri BBC um svokallaða Gray-skýrslu, sem birt var í gær. Um er að ræða bráðabirgðaniðurstöður rannsóknar Sue Gray á samkvæmum í Downing-stræti, sem áttu sér stað á meðan strangar sóttvarnareglur voru í gildi. Forsætisráðherrann, Boris Johnson, þykir hafa sloppið nokkuð vel frá málinu, að minnsta kosti í bili, en enn eru ekki öll kurl komin til grafar. Líkt og Kuenssberg bendir á voru niðurstöðurnar almenns eðlis, að partýstandið hefði verið óréttlætanlegt og að leiðtogar hefðu brugðist. Rannsókn Gray náði til sextán samkoma en lögregluyfirvöld hafa tólf þeirra til rannsóknar og fóru þess á leit við Gray að hún ritskoðaði skýrslu sína þar til þeirra rannsókn væri lokið. Því er fátt um smáatriði í skýrslunni og engin nöfn nefnd. Skildu ekki reglurnar eða töldu þær ekki eiga við um sig Skýrsla Gray var birt í gær. Johnson vakti mikla reiði þegar hann neitaði í þinginu að lofa því að lokaútgáfa hennar yrði sömuleiðis gerð opinber þegar rannsókn lögreglu væri lokið en neyddist til að bakka með það þegar leið á daginn. Viðbrögðin í þinginu voru hörð; stjórnmálskýrendur voru flestir á því að Johnson væri nú á skilorði þar til niðurstöður lögreglu lægju fyrir en samflokksmenn forsætisráðherra voru hins vegar ómykrir í máli þegar skýrslan var rædd. Meðal þeirra var Theresa May, fyrrverandi forsætisráðherra, sem sagði skýrsluna sýna að ráðamenn í Downing-stræti hefðu ekki farið að þeim reglum sem þeir hefðu skikkað hinn almenna borgara til að fara eftir. Stjórnarandstaðan sótti hart að Johnson og Keir Starmer, formaður Verkamannaflokksins, sakaði hann um að sóa tíma í að bjarga eigin skinni í stað þess að einbeita sér að því að bæta hag almennings.epa/Jessica Taylor „Annað hvort hafði hæstvirtur vinur minn og aðrir í kringum hann ekki lesið reglurnar eða ekki skilið hvað í þeim fólst; eða héldu þeir að þær ættu ekki við í Downing-stræti 10? Hvort var það?“ spurði May. Andrew Mitchell, fyrrverandi ráðherra, sagðist hafa glatað trúnni á Johnson. „Þegar hann bauð mér vinsamlega að hitta sig fyrir tíu dögum sagði ég honum að ég teldi að hann ætti að íhuga það vel hvað væri best fyrir landið okkar og Íhaldsflokkinn og nú verð ég að segja að hann nýtur ekki lengur stuðnings míns,“ saðgi Mitchell. Annar Íhaldsmaður, Aaron Bell, lýsti því hvaða áhrif sóttvarnareglurnar hefðu haft á útför ömmu sinnar. „Ég faðmaði ekki systkini mín. Ég faðmaði ekki foreldra mína. Ég hélt líkræðuna og fór ekki einu sinni heim til hennar eftir á til að þiggja tebolla. Ég ók heim í þrjá tíma frá Kent til Staffordskíri. Heldur forsætisráðherrann að ég sé bjáni?“ Lögregla rannsakar 300 myndir og fjölda skjala Johnson sagðist harma ef hann eða aðrir í Downing-stræti hefðu sýnt dómgreindarbrest en hann hefur enn ekki svarað spurningum um nákvæmlega hvaða samkvæmi hann sótti. Eitt þeirra var haldið á heimili forsætisráðherra og er til rannsóknar hjá lögreglu. Skyndileg ákvörðun lögreglunnar, sem hefur hingað til veigrað sér frá því að rannsaka meint sóttvarnabrot embættismanna, að rannsaka viðburðina tólf hefur veitt Johnson nokkuð svigrúm til að bjarga sér en á sama tíma aðeins lengt í ólinni. Í aðdraganda útgáfu Gray-skýrslunnar hafði hópur Íhaldsmanna talað sig saman um að leggja fram vantrauststillögu á hendur forsætisráðherranum en þess var beðið að niðurstaða lægi fyrir. Nú, þegar ljóst er að bráðabirgðaútgáfan dugir ekki til að fella Johnson, er spurningin sú hvort viðleitni þingmannanna er farin út um þúfur. Mikið mun velta á því hver niðurstöðum lögreglurannsóknarinnar. Lögregla hefur sagst hafa 300 myndir og fjölda skjala til skoðunar. Breskir miðlar segja enn mikla reiði krauma í garð forsætisráðherra en á sama tíma sé ljóst að hann eigi sér stuðningsmenn sem hyggist standa við bakið á honum sama hvað verður. Partur af vandamálinu er að það þykir ekki liggja ljóst fyrir hver gæti mögulega tekið við af Johnson. Til að knýja fram atkvæðagreiðslu um vantraust þurfa 54 þingmenn Íhaldsflokksins að skila inn vantrauststillögu á hendur forsætisráðherranum. Einhverjir hafa gert það nú þegar en fjöldinn er jafnan ekki gefinn upp fyrr en hann er kominn í 54. Bretland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Veita fullvissu um að skýrslan verði birt í heild sinni Talsmenn Boris Johnson, forsætisráðherra Breta, hafa nú fullvissað þingmenn Íhaldsflokksins um að skýrsla Sue Gray, sem rannsakaði partýstand á ríkisstjórninni og starfsmönnum Downingstrætis 10 á tímum kórónuveirunnar, verði birt í heild sinni að lokinni lögreglurannsókn. 1. febrúar 2022 07:05 Segir „erfitt að réttlæta“ samkvæmin og að leiðtogar hafi brugðist Sue Gray, sem hefur haldið utan um rannsókn á tíðum samkvæmum að Downingstræti tíu, þar sem heimili og skrifstofa Borisar Johnson, forsætisráðherra Bretlands, er til húsa, segir erfitt að réttlæta samkvæmin. Það sé sérstaklega erfitt í ljósi þeirra sóttvarnarreglna og samkomutakmarkana sem voru þá í gildi. 31. janúar 2022 14:58 Bráðabirgðaútgáfa Gray-skýrslunnar komin á borð Johnson Forsætisráðherra hefur fengið afhent afrit af bráðabirgðaniðurstöðum Sue Gray um partýhald í Downing-stræti þegar sóttvarnaaðgerðir stóðu yfir á Bretlandseyjum. Ráðherrann mun flytja yfirlýsingu um skýrsluna í þinginu seinna í dag. 31. janúar 2022 12:38 Enn bætist á vandræði Borisar Vandræði Borisar Johnson, forsætisráðherra Bretlands, virðast engan enda ætla að taka. Ný-opinberaðir tölvupóstar sína að hann heimilaði brottflutning gæludýra frá Afganistan í fyrra persónulega, sem forsætisráðherrann hafði áður sagt að væri „þvættingur“. 26. janúar 2022 15:11 Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Fleiri fréttir Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Sjá meira
Um er að ræða bráðabirgðaniðurstöður rannsóknar Sue Gray á samkvæmum í Downing-stræti, sem áttu sér stað á meðan strangar sóttvarnareglur voru í gildi. Forsætisráðherrann, Boris Johnson, þykir hafa sloppið nokkuð vel frá málinu, að minnsta kosti í bili, en enn eru ekki öll kurl komin til grafar. Líkt og Kuenssberg bendir á voru niðurstöðurnar almenns eðlis, að partýstandið hefði verið óréttlætanlegt og að leiðtogar hefðu brugðist. Rannsókn Gray náði til sextán samkoma en lögregluyfirvöld hafa tólf þeirra til rannsóknar og fóru þess á leit við Gray að hún ritskoðaði skýrslu sína þar til þeirra rannsókn væri lokið. Því er fátt um smáatriði í skýrslunni og engin nöfn nefnd. Skildu ekki reglurnar eða töldu þær ekki eiga við um sig Skýrsla Gray var birt í gær. Johnson vakti mikla reiði þegar hann neitaði í þinginu að lofa því að lokaútgáfa hennar yrði sömuleiðis gerð opinber þegar rannsókn lögreglu væri lokið en neyddist til að bakka með það þegar leið á daginn. Viðbrögðin í þinginu voru hörð; stjórnmálskýrendur voru flestir á því að Johnson væri nú á skilorði þar til niðurstöður lögreglu lægju fyrir en samflokksmenn forsætisráðherra voru hins vegar ómykrir í máli þegar skýrslan var rædd. Meðal þeirra var Theresa May, fyrrverandi forsætisráðherra, sem sagði skýrsluna sýna að ráðamenn í Downing-stræti hefðu ekki farið að þeim reglum sem þeir hefðu skikkað hinn almenna borgara til að fara eftir. Stjórnarandstaðan sótti hart að Johnson og Keir Starmer, formaður Verkamannaflokksins, sakaði hann um að sóa tíma í að bjarga eigin skinni í stað þess að einbeita sér að því að bæta hag almennings.epa/Jessica Taylor „Annað hvort hafði hæstvirtur vinur minn og aðrir í kringum hann ekki lesið reglurnar eða ekki skilið hvað í þeim fólst; eða héldu þeir að þær ættu ekki við í Downing-stræti 10? Hvort var það?“ spurði May. Andrew Mitchell, fyrrverandi ráðherra, sagðist hafa glatað trúnni á Johnson. „Þegar hann bauð mér vinsamlega að hitta sig fyrir tíu dögum sagði ég honum að ég teldi að hann ætti að íhuga það vel hvað væri best fyrir landið okkar og Íhaldsflokkinn og nú verð ég að segja að hann nýtur ekki lengur stuðnings míns,“ saðgi Mitchell. Annar Íhaldsmaður, Aaron Bell, lýsti því hvaða áhrif sóttvarnareglurnar hefðu haft á útför ömmu sinnar. „Ég faðmaði ekki systkini mín. Ég faðmaði ekki foreldra mína. Ég hélt líkræðuna og fór ekki einu sinni heim til hennar eftir á til að þiggja tebolla. Ég ók heim í þrjá tíma frá Kent til Staffordskíri. Heldur forsætisráðherrann að ég sé bjáni?“ Lögregla rannsakar 300 myndir og fjölda skjala Johnson sagðist harma ef hann eða aðrir í Downing-stræti hefðu sýnt dómgreindarbrest en hann hefur enn ekki svarað spurningum um nákvæmlega hvaða samkvæmi hann sótti. Eitt þeirra var haldið á heimili forsætisráðherra og er til rannsóknar hjá lögreglu. Skyndileg ákvörðun lögreglunnar, sem hefur hingað til veigrað sér frá því að rannsaka meint sóttvarnabrot embættismanna, að rannsaka viðburðina tólf hefur veitt Johnson nokkuð svigrúm til að bjarga sér en á sama tíma aðeins lengt í ólinni. Í aðdraganda útgáfu Gray-skýrslunnar hafði hópur Íhaldsmanna talað sig saman um að leggja fram vantrauststillögu á hendur forsætisráðherranum en þess var beðið að niðurstaða lægi fyrir. Nú, þegar ljóst er að bráðabirgðaútgáfan dugir ekki til að fella Johnson, er spurningin sú hvort viðleitni þingmannanna er farin út um þúfur. Mikið mun velta á því hver niðurstöðum lögreglurannsóknarinnar. Lögregla hefur sagst hafa 300 myndir og fjölda skjala til skoðunar. Breskir miðlar segja enn mikla reiði krauma í garð forsætisráðherra en á sama tíma sé ljóst að hann eigi sér stuðningsmenn sem hyggist standa við bakið á honum sama hvað verður. Partur af vandamálinu er að það þykir ekki liggja ljóst fyrir hver gæti mögulega tekið við af Johnson. Til að knýja fram atkvæðagreiðslu um vantraust þurfa 54 þingmenn Íhaldsflokksins að skila inn vantrauststillögu á hendur forsætisráðherranum. Einhverjir hafa gert það nú þegar en fjöldinn er jafnan ekki gefinn upp fyrr en hann er kominn í 54.
Bretland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Veita fullvissu um að skýrslan verði birt í heild sinni Talsmenn Boris Johnson, forsætisráðherra Breta, hafa nú fullvissað þingmenn Íhaldsflokksins um að skýrsla Sue Gray, sem rannsakaði partýstand á ríkisstjórninni og starfsmönnum Downingstrætis 10 á tímum kórónuveirunnar, verði birt í heild sinni að lokinni lögreglurannsókn. 1. febrúar 2022 07:05 Segir „erfitt að réttlæta“ samkvæmin og að leiðtogar hafi brugðist Sue Gray, sem hefur haldið utan um rannsókn á tíðum samkvæmum að Downingstræti tíu, þar sem heimili og skrifstofa Borisar Johnson, forsætisráðherra Bretlands, er til húsa, segir erfitt að réttlæta samkvæmin. Það sé sérstaklega erfitt í ljósi þeirra sóttvarnarreglna og samkomutakmarkana sem voru þá í gildi. 31. janúar 2022 14:58 Bráðabirgðaútgáfa Gray-skýrslunnar komin á borð Johnson Forsætisráðherra hefur fengið afhent afrit af bráðabirgðaniðurstöðum Sue Gray um partýhald í Downing-stræti þegar sóttvarnaaðgerðir stóðu yfir á Bretlandseyjum. Ráðherrann mun flytja yfirlýsingu um skýrsluna í þinginu seinna í dag. 31. janúar 2022 12:38 Enn bætist á vandræði Borisar Vandræði Borisar Johnson, forsætisráðherra Bretlands, virðast engan enda ætla að taka. Ný-opinberaðir tölvupóstar sína að hann heimilaði brottflutning gæludýra frá Afganistan í fyrra persónulega, sem forsætisráðherrann hafði áður sagt að væri „þvættingur“. 26. janúar 2022 15:11 Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Fleiri fréttir Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Sjá meira
Veita fullvissu um að skýrslan verði birt í heild sinni Talsmenn Boris Johnson, forsætisráðherra Breta, hafa nú fullvissað þingmenn Íhaldsflokksins um að skýrsla Sue Gray, sem rannsakaði partýstand á ríkisstjórninni og starfsmönnum Downingstrætis 10 á tímum kórónuveirunnar, verði birt í heild sinni að lokinni lögreglurannsókn. 1. febrúar 2022 07:05
Segir „erfitt að réttlæta“ samkvæmin og að leiðtogar hafi brugðist Sue Gray, sem hefur haldið utan um rannsókn á tíðum samkvæmum að Downingstræti tíu, þar sem heimili og skrifstofa Borisar Johnson, forsætisráðherra Bretlands, er til húsa, segir erfitt að réttlæta samkvæmin. Það sé sérstaklega erfitt í ljósi þeirra sóttvarnarreglna og samkomutakmarkana sem voru þá í gildi. 31. janúar 2022 14:58
Bráðabirgðaútgáfa Gray-skýrslunnar komin á borð Johnson Forsætisráðherra hefur fengið afhent afrit af bráðabirgðaniðurstöðum Sue Gray um partýhald í Downing-stræti þegar sóttvarnaaðgerðir stóðu yfir á Bretlandseyjum. Ráðherrann mun flytja yfirlýsingu um skýrsluna í þinginu seinna í dag. 31. janúar 2022 12:38
Enn bætist á vandræði Borisar Vandræði Borisar Johnson, forsætisráðherra Bretlands, virðast engan enda ætla að taka. Ný-opinberaðir tölvupóstar sína að hann heimilaði brottflutning gæludýra frá Afganistan í fyrra persónulega, sem forsætisráðherrann hafði áður sagt að væri „þvættingur“. 26. janúar 2022 15:11