Danir felldu grímuna á miðnætti þegar öllum takmörkunum var aflétt Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 1. febrúar 2022 21:00 Katrín Ósk Ásgeirsdóttir. instagram Danir köstuðu af sér grímunum á miðnætti þegar öllum samkomutakmörkum var aflétt þar í landi. Bareigandi sagðist spenntur að fá að taka á móti fólki á ný og segir Íslendingur að háskólanemar ætli að djamma fram á nótt. Sóttvarnalæknir vill ekki fara sömu leið og Danir. Svona var stemningin á börum Danmerkur á miðnætti þegar öllum samkomutamkörkunum var aflétt. Danir hafa kvatt grímuskylduna, kórónupassann og skertan opnunartíma skemmtistaða. Ástæðan er einföld: Covid-19 er ekki lengur skilgreindur sem sjúkdómur sem ógnar dönsku samfélagi. Íslendingur sem búsettur er í Árósum segir að það hafi verið mikil spenna í loftinu þegar klukkan sló tólf á miðnætti. „Danir eru miklir djammarar þannig það var sárt fyrir þá að missa bæinn,“ sagði Katrín Ósk Ásgeirsdóttir, íbúi í Árósum. Starfsmenn kráa spenntir „Þetta er spennandi og yndislegt. Við hlökkum fyrst og fremst til þess að bjóða gesti okkar velkomna á ný,“ sagði Nicholas Hjortshøj, rekstraraðili. „Það var nú bara í gær á miðnætti sem var mjög mikið líf í bænum og manni leið eins og það væri föstudagur en það var mánudagur sem var mjög athyglisvert,“ sagði Katrín Ósk. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.Vísir/Vilhelm Þórólfur vill aflétta í skrefum Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir segir Dani á undan okkur í faraldrinum. Honum hugnast ekki að fara sömu leið og þeir og vill aflétta í skrefum. „Við erum komnir af stað í afléttingarferli og ég held að allir ættu að vera glaðir með það en ekki svona gramir yfir því að við séum ekki að gera eins og einhverjir aðrir,“ sagði Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir. Háskólanemar fagna Rúmlega 45 þúsund greindust smitaðir af kórónuveirunni í Danmörku í gær og er metfjöldi smita sleginn dag eftir dag. Katrín segir marga smeyka um framhaldið, sérstaklega eldra fólk - en almennt skynjar hún ánægju með ákvörðun stjórnvalda hjá þeim yngri og ætla háskólanemar að fagna í kvöld. „Það er svaka partí í kvöld, á þriðjudegi eins og Dönum sæmir, þá er háskólinn í Árósum að standa fyrir opunarpartí eins og þeir kalla það,“ sagði Katrín Ósk. Sjálf hlakkar Katrín til þess að hitta samnemendur með öðrum hætti en á Zoom. „Ég hugsa að ég kíki nú í partí í skólanum og fæ að sjá samnemendur mína í öðru ljósi.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Danmörk Samkomubann á Íslandi Íslendingar erlendis Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira
Svona var stemningin á börum Danmerkur á miðnætti þegar öllum samkomutamkörkunum var aflétt. Danir hafa kvatt grímuskylduna, kórónupassann og skertan opnunartíma skemmtistaða. Ástæðan er einföld: Covid-19 er ekki lengur skilgreindur sem sjúkdómur sem ógnar dönsku samfélagi. Íslendingur sem búsettur er í Árósum segir að það hafi verið mikil spenna í loftinu þegar klukkan sló tólf á miðnætti. „Danir eru miklir djammarar þannig það var sárt fyrir þá að missa bæinn,“ sagði Katrín Ósk Ásgeirsdóttir, íbúi í Árósum. Starfsmenn kráa spenntir „Þetta er spennandi og yndislegt. Við hlökkum fyrst og fremst til þess að bjóða gesti okkar velkomna á ný,“ sagði Nicholas Hjortshøj, rekstraraðili. „Það var nú bara í gær á miðnætti sem var mjög mikið líf í bænum og manni leið eins og það væri föstudagur en það var mánudagur sem var mjög athyglisvert,“ sagði Katrín Ósk. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.Vísir/Vilhelm Þórólfur vill aflétta í skrefum Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir segir Dani á undan okkur í faraldrinum. Honum hugnast ekki að fara sömu leið og þeir og vill aflétta í skrefum. „Við erum komnir af stað í afléttingarferli og ég held að allir ættu að vera glaðir með það en ekki svona gramir yfir því að við séum ekki að gera eins og einhverjir aðrir,“ sagði Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir. Háskólanemar fagna Rúmlega 45 þúsund greindust smitaðir af kórónuveirunni í Danmörku í gær og er metfjöldi smita sleginn dag eftir dag. Katrín segir marga smeyka um framhaldið, sérstaklega eldra fólk - en almennt skynjar hún ánægju með ákvörðun stjórnvalda hjá þeim yngri og ætla háskólanemar að fagna í kvöld. „Það er svaka partí í kvöld, á þriðjudegi eins og Dönum sæmir, þá er háskólinn í Árósum að standa fyrir opunarpartí eins og þeir kalla það,“ sagði Katrín Ósk. Sjálf hlakkar Katrín til þess að hitta samnemendur með öðrum hætti en á Zoom. „Ég hugsa að ég kíki nú í partí í skólanum og fæ að sjá samnemendur mína í öðru ljósi.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Danmörk Samkomubann á Íslandi Íslendingar erlendis Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira