Vilhelm Þorsteinsson fljótur að slá aflamet systurskipsins Kristján Már Unnarsson skrifar 1. febrúar 2022 20:57 Vilhelm Þorsteinsson EA við bryggju í Fuglafirði í Færeyjum í gær. Samherji Heimsmet Barkar NK, skips Síldarvinnslunnar, í loðnuafla stóð ekki lengi. Vilhelm Þorsteinsson EA, skip Samherja, er búinn að slá metið en hann landaði 3.448 tonnum í Fuglafirði í Færeyjum í gær. Það reyndist 39 tonnum meira en þau 3.409 tonn sem Börkur landaði á Seyðisfirði um helgina. Börkur NK að leggjast að bryggju á Seyðisfirði síðastliðinn föstudag með loðnufarminn stóra.SVN/Ómar Bogason Vilhelm sigldi með aflann til Færeyja þar sem bræðslurnar á Íslandi hafa ekki undan í mokveiðinni þessa dagana en loðnan veiddist á miðunum austur af Langanesi. „Þessi systurskip eru þau burðarmestu í flotanum, metin falla með öðrum orðum hratt á þessari stærstu loðnuvertíð um langt árabil. Og þetta er ekki aðeins Íslandsmet í lönduðum loðnuafla, einnig heimsmet,“ segir í frétt á heimasíðu Samherja. Frá Fuglafirði í gær. Þegar löndun lauk reyndust 3.448 tonn hafa komið upp úr lestum Vilhelms Þorsteinssonar.Samherji Fram kemur að það hafi tekið rúmlega tuttugu klukkustundir að dæla úr Vilhelm Þorsteinssyni í Fuglafirði. Haft er eftir Guðmundi Þ. Jónssyni skipstjóra að Færeyingarnir hafi verið afskaplega ánægðir með gæði aflans og fituinnihald. „Við leystum landfestar í Fuglafirði á sjöunda tímanum í morgun og nú er bara að sigla á miðin,“ segir Guðmundur skipstjóri. Guðmundur Þ. Jónsson og Birkir Hreinsson eru skipstjórar á Vilhelm Þorsteinssyni.Samherji Börkur heldur þó stöðu sinni sem aflahæsta skipið á loðnuvertíðinni til þessa, með samtals 18.799 tonn, samkvæmt tölum Fiskistofu í dag. Í öðru sæti er Venus NS með 15.417 tonn og Heimaey VE er í þriðja sæti með 15.316 tonn. Fjögur skip koma þar á eftir; Víkingur AK, Jón Kjartansson SU, Aðasteinn Jónsson SU og Beitir NK, með afla á bilinu 14.300 til 14.500 tonn. Heildarveiði íslensku loðnuskipanna á vertíðinni er komin í 253 þúsund tonn, sem eru 38 prósent af 662 þúsund tonna kvóta Íslendinga. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Loðnuveiðar Sjávarútvegur Færeyjar Akureyri Fjarðabyggð Múlaþing Tengdar fréttir Mokveiði loðnuskipa og Börkur landaði stærsta farmi sögunnar Mikill kraftur hefur færst í loðnuveiðarnar og hefur mokveiðst á miðunum undanfarna daga. Þannig landaði Börkur NK 3.400 tonna metfarmi á Seyðisfirði um helgina, sem er mesti fiskafli skips í einni veiðiferð í sögu fiskveiða við Ísland. 31. janúar 2022 21:21 Líklega mesta loðnuveiði sögunnar Börkur NK sem gerir út frá Seyðisfirði landaði 3.211 tonnum af loðnu í fiskimjölsverkmiðju Síldarvinnslunnar á Seyðisfirði í gær. Verksmiðjustjóri segir þetta stærsta loðnufarm sem hann hafi heyrt um. 14. janúar 2022 15:28 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Fleiri fréttir Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Sjá meira
Börkur NK að leggjast að bryggju á Seyðisfirði síðastliðinn föstudag með loðnufarminn stóra.SVN/Ómar Bogason Vilhelm sigldi með aflann til Færeyja þar sem bræðslurnar á Íslandi hafa ekki undan í mokveiðinni þessa dagana en loðnan veiddist á miðunum austur af Langanesi. „Þessi systurskip eru þau burðarmestu í flotanum, metin falla með öðrum orðum hratt á þessari stærstu loðnuvertíð um langt árabil. Og þetta er ekki aðeins Íslandsmet í lönduðum loðnuafla, einnig heimsmet,“ segir í frétt á heimasíðu Samherja. Frá Fuglafirði í gær. Þegar löndun lauk reyndust 3.448 tonn hafa komið upp úr lestum Vilhelms Þorsteinssonar.Samherji Fram kemur að það hafi tekið rúmlega tuttugu klukkustundir að dæla úr Vilhelm Þorsteinssyni í Fuglafirði. Haft er eftir Guðmundi Þ. Jónssyni skipstjóra að Færeyingarnir hafi verið afskaplega ánægðir með gæði aflans og fituinnihald. „Við leystum landfestar í Fuglafirði á sjöunda tímanum í morgun og nú er bara að sigla á miðin,“ segir Guðmundur skipstjóri. Guðmundur Þ. Jónsson og Birkir Hreinsson eru skipstjórar á Vilhelm Þorsteinssyni.Samherji Börkur heldur þó stöðu sinni sem aflahæsta skipið á loðnuvertíðinni til þessa, með samtals 18.799 tonn, samkvæmt tölum Fiskistofu í dag. Í öðru sæti er Venus NS með 15.417 tonn og Heimaey VE er í þriðja sæti með 15.316 tonn. Fjögur skip koma þar á eftir; Víkingur AK, Jón Kjartansson SU, Aðasteinn Jónsson SU og Beitir NK, með afla á bilinu 14.300 til 14.500 tonn. Heildarveiði íslensku loðnuskipanna á vertíðinni er komin í 253 þúsund tonn, sem eru 38 prósent af 662 þúsund tonna kvóta Íslendinga. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Loðnuveiðar Sjávarútvegur Færeyjar Akureyri Fjarðabyggð Múlaþing Tengdar fréttir Mokveiði loðnuskipa og Börkur landaði stærsta farmi sögunnar Mikill kraftur hefur færst í loðnuveiðarnar og hefur mokveiðst á miðunum undanfarna daga. Þannig landaði Börkur NK 3.400 tonna metfarmi á Seyðisfirði um helgina, sem er mesti fiskafli skips í einni veiðiferð í sögu fiskveiða við Ísland. 31. janúar 2022 21:21 Líklega mesta loðnuveiði sögunnar Börkur NK sem gerir út frá Seyðisfirði landaði 3.211 tonnum af loðnu í fiskimjölsverkmiðju Síldarvinnslunnar á Seyðisfirði í gær. Verksmiðjustjóri segir þetta stærsta loðnufarm sem hann hafi heyrt um. 14. janúar 2022 15:28 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Fleiri fréttir Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Sjá meira
Mokveiði loðnuskipa og Börkur landaði stærsta farmi sögunnar Mikill kraftur hefur færst í loðnuveiðarnar og hefur mokveiðst á miðunum undanfarna daga. Þannig landaði Börkur NK 3.400 tonna metfarmi á Seyðisfirði um helgina, sem er mesti fiskafli skips í einni veiðiferð í sögu fiskveiða við Ísland. 31. janúar 2022 21:21
Líklega mesta loðnuveiði sögunnar Börkur NK sem gerir út frá Seyðisfirði landaði 3.211 tonnum af loðnu í fiskimjölsverkmiðju Síldarvinnslunnar á Seyðisfirði í gær. Verksmiðjustjóri segir þetta stærsta loðnufarm sem hann hafi heyrt um. 14. janúar 2022 15:28