Gary Trent yngri skilar stórstjörnutölum í hverjum leik í NBA-deildinni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 2. febrúar 2022 07:30 Gary Trent Jr. er að spila frábærlega með liði Toronto Raptors þessa daganna. AP/Lynne Sladky Skotbakvörðurinn Gary Trent Jr. er ekki frægasta nafnið í NBA-deildinni í körfubolta en það gæti breyst fljótt með sama áframhaldi. Strákurinn átti enn einn stórleikinn með Toronto Raptors í nótt. Gary Trent Jr. skoraði 33 stig og Pascal Siakam var með 16 stig og 14 fráköst þegar Toronto vann 110-106 sigur á Miami Heat. Þetta var fimmti þrjátíu stiga leikur Trent í röð en með því jafnaði hann félagsmet Toronto Raptors. 33 points, 6 threes for Gary Trent Jr. 2-point game on NBA League Pass with under 4:00 to play: https://t.co/oz9UCQxdQa pic.twitter.com/hpDDjSsHcE— NBA (@NBA) February 2, 2022 Toronto liðið hefur nú unnið þrjá leiki í röð en þetta var líka annar sigur liðsins á Miami á stuttum tíma eftir sigur á Heat í þríframlengdum leik um helgina. Fred VanVleet skoraði 21 stig fyrir Toronto en Bam Adebayo var með 32 stig og 11 fráköst hjá Miami og Jimmy Butler bætti við 16 stigum og 12 stoðsendingum í þessu þriðja tapi Heat liðsins í röð. „Hann er fullur sjálfstrausts og það er mjög erfitt að verjast honum þessa dagana,“ sagði Nick Nurse, þjálfari Toronto um skotbakvörðinn. Trent hitti úr 6 af 10 þriggja stiga skotum sínum í leiknum. Trent yngri er aðeins 23 ára gamall og kom til Toronto Raptors á sínum tíma í leikmannaskiptum við Portland Trail Blazers. Hann fann sig strax vel hjá Toronto en hefur tekið næsta skref í vetur. „Ég held að við séum fyrst að sjá hver hann er á þessu tímabili. Við sjáum meira af persónuleika hans. Hann talar meira, er að stíga fram sem leiðtogi og kemur með þetta keppnisskap sitt á báðum endum vallarins,“ sagði Fred VanVleet um Trent. DEVIN BOOKER IS IN THE ZONE.He's got 35.Get to TNT now! pic.twitter.com/4kLEremcXZ— NBA (@NBA) February 2, 2022 Devin Booker og Chris Paul voru báðir frábærir þegar Phoenix Suns vann 121-111 sigur á Brooklyn Nets en besta lið deildarinnar vann þarna sinn ellefta sigurleik í röð. Booker skoraði 35 stig og Paul bætti við 20 stigum og 14 stoðsendingum. Mikal Bridges var síðan með 27 stig. 12 dimes for Paul.25 points for Bridges.@Suns up 9 midway through the 4Q on TNT pic.twitter.com/cO48te4QBl— NBA (@NBA) February 2, 2022 Kyrie Irving og James Harden voru í aðalhlutverki hjá Brooklyn liðinu en komu ekki í veg fyrir fimmta tapleikinn í röð. Harden hafði missti af síðustu tveimur leikjum en var með 22 stig og 10 stoðsendingar. Irving, sem gat spilað af því að Nets var á útivelli, skoraði 26 stig . Kevin Durant er enn frá vegna meiðsla og það gengur mjög illa hjá Nets að spila þeim öllum þremur saman. 27, 12 and 9 for Giannis.10-2 @Bucks run.6 minutes left TNT pic.twitter.com/waa6i2RIun— NBA (@NBA) February 2, 2022 Giannis Antetokounmpo var með þrefalda tvennu þegar Milwaukee Bucks vann 112-98 sigur á Washington Wizards en hann var með 33 stig, 15 fráköst og 11 stoðsendingar en meistararnir rifu sig upp eftir stóran skell á móti Denver í leiknum á undan. What a hustle sequence to set up Jordan Poole's go-ahead three!@warriors 122@spurs 12017 seconds left, SAS ball: https://t.co/ksZ27WgfCO pic.twitter.com/TXu6ETxHBd— NBA (@NBA) February 2, 2022 Golden State Warriors þurfti ekki stjörnurnar þegar liðið vann 124-120 útisigur á San Antonio Spurs. Þetta var sjöundi sigurleikur liðsins í röð og það þrátt fyrir að stjörnuleikmennirnir Stephen Curry, Klay Thompson, Draymond Green og Andrew Wiggins hafi allir verið fjarverandi. Jordan Poole skoraði 31 stig þar á meðal þriggja stiga körfuna undir lokin sem Golden State yfir þegar 17,9 sekúndur voru eftir. Damion Lee skoraði 21 stig og Moses Moody var með 20 stig en Dejounte Murray var í aðalhlutverki hjá Spurs með 27 stig, 9 fráköst og 9 stoðsendingar. Úrslitin í NBA-deildinni í nótt: San Antonio Spurs - Golden State Warriors 120-124 Toronto Raptors - Miami Heat 110-106 Phoenix Suns - Brooklyn Nets 121-111 Chicago Bulls - Orlando Magic 126-115 Minnesota Timberwolves - Denver Nuggets 130-115 Detroit Pistons - New Orleans Pelicans 101-111 Milwaukee Bucks - Washington Wizards 112-98 NBA Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Tímabært að breyta til Handbolti Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Sport Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Fótbolti Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Fleiri fréttir Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Gerði betur en Curry, jafnaði NBA met og hermdi eftir Jordan „Þurftu að þora að vera til“ Þjálfaraskipti hjá ÍR og Fjölni í körfunni Stjörnukonur flottar á Hlíðarenda og Þórskonur fögnuðu áfram fyrir norðan Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 90-89 | Spennutryllir Áhrifavaldur til liðs við nýliðana í Vesturbænum Sjá meira
Gary Trent Jr. skoraði 33 stig og Pascal Siakam var með 16 stig og 14 fráköst þegar Toronto vann 110-106 sigur á Miami Heat. Þetta var fimmti þrjátíu stiga leikur Trent í röð en með því jafnaði hann félagsmet Toronto Raptors. 33 points, 6 threes for Gary Trent Jr. 2-point game on NBA League Pass with under 4:00 to play: https://t.co/oz9UCQxdQa pic.twitter.com/hpDDjSsHcE— NBA (@NBA) February 2, 2022 Toronto liðið hefur nú unnið þrjá leiki í röð en þetta var líka annar sigur liðsins á Miami á stuttum tíma eftir sigur á Heat í þríframlengdum leik um helgina. Fred VanVleet skoraði 21 stig fyrir Toronto en Bam Adebayo var með 32 stig og 11 fráköst hjá Miami og Jimmy Butler bætti við 16 stigum og 12 stoðsendingum í þessu þriðja tapi Heat liðsins í röð. „Hann er fullur sjálfstrausts og það er mjög erfitt að verjast honum þessa dagana,“ sagði Nick Nurse, þjálfari Toronto um skotbakvörðinn. Trent hitti úr 6 af 10 þriggja stiga skotum sínum í leiknum. Trent yngri er aðeins 23 ára gamall og kom til Toronto Raptors á sínum tíma í leikmannaskiptum við Portland Trail Blazers. Hann fann sig strax vel hjá Toronto en hefur tekið næsta skref í vetur. „Ég held að við séum fyrst að sjá hver hann er á þessu tímabili. Við sjáum meira af persónuleika hans. Hann talar meira, er að stíga fram sem leiðtogi og kemur með þetta keppnisskap sitt á báðum endum vallarins,“ sagði Fred VanVleet um Trent. DEVIN BOOKER IS IN THE ZONE.He's got 35.Get to TNT now! pic.twitter.com/4kLEremcXZ— NBA (@NBA) February 2, 2022 Devin Booker og Chris Paul voru báðir frábærir þegar Phoenix Suns vann 121-111 sigur á Brooklyn Nets en besta lið deildarinnar vann þarna sinn ellefta sigurleik í röð. Booker skoraði 35 stig og Paul bætti við 20 stigum og 14 stoðsendingum. Mikal Bridges var síðan með 27 stig. 12 dimes for Paul.25 points for Bridges.@Suns up 9 midway through the 4Q on TNT pic.twitter.com/cO48te4QBl— NBA (@NBA) February 2, 2022 Kyrie Irving og James Harden voru í aðalhlutverki hjá Brooklyn liðinu en komu ekki í veg fyrir fimmta tapleikinn í röð. Harden hafði missti af síðustu tveimur leikjum en var með 22 stig og 10 stoðsendingar. Irving, sem gat spilað af því að Nets var á útivelli, skoraði 26 stig . Kevin Durant er enn frá vegna meiðsla og það gengur mjög illa hjá Nets að spila þeim öllum þremur saman. 27, 12 and 9 for Giannis.10-2 @Bucks run.6 minutes left TNT pic.twitter.com/waa6i2RIun— NBA (@NBA) February 2, 2022 Giannis Antetokounmpo var með þrefalda tvennu þegar Milwaukee Bucks vann 112-98 sigur á Washington Wizards en hann var með 33 stig, 15 fráköst og 11 stoðsendingar en meistararnir rifu sig upp eftir stóran skell á móti Denver í leiknum á undan. What a hustle sequence to set up Jordan Poole's go-ahead three!@warriors 122@spurs 12017 seconds left, SAS ball: https://t.co/ksZ27WgfCO pic.twitter.com/TXu6ETxHBd— NBA (@NBA) February 2, 2022 Golden State Warriors þurfti ekki stjörnurnar þegar liðið vann 124-120 útisigur á San Antonio Spurs. Þetta var sjöundi sigurleikur liðsins í röð og það þrátt fyrir að stjörnuleikmennirnir Stephen Curry, Klay Thompson, Draymond Green og Andrew Wiggins hafi allir verið fjarverandi. Jordan Poole skoraði 31 stig þar á meðal þriggja stiga körfuna undir lokin sem Golden State yfir þegar 17,9 sekúndur voru eftir. Damion Lee skoraði 21 stig og Moses Moody var með 20 stig en Dejounte Murray var í aðalhlutverki hjá Spurs með 27 stig, 9 fráköst og 9 stoðsendingar. Úrslitin í NBA-deildinni í nótt: San Antonio Spurs - Golden State Warriors 120-124 Toronto Raptors - Miami Heat 110-106 Phoenix Suns - Brooklyn Nets 121-111 Chicago Bulls - Orlando Magic 126-115 Minnesota Timberwolves - Denver Nuggets 130-115 Detroit Pistons - New Orleans Pelicans 101-111 Milwaukee Bucks - Washington Wizards 112-98
Úrslitin í NBA-deildinni í nótt: San Antonio Spurs - Golden State Warriors 120-124 Toronto Raptors - Miami Heat 110-106 Phoenix Suns - Brooklyn Nets 121-111 Chicago Bulls - Orlando Magic 126-115 Minnesota Timberwolves - Denver Nuggets 130-115 Detroit Pistons - New Orleans Pelicans 101-111 Milwaukee Bucks - Washington Wizards 112-98
NBA Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Tímabært að breyta til Handbolti Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Sport Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Fótbolti Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Fleiri fréttir Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Gerði betur en Curry, jafnaði NBA met og hermdi eftir Jordan „Þurftu að þora að vera til“ Þjálfaraskipti hjá ÍR og Fjölni í körfunni Stjörnukonur flottar á Hlíðarenda og Þórskonur fögnuðu áfram fyrir norðan Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 90-89 | Spennutryllir Áhrifavaldur til liðs við nýliðana í Vesturbænum Sjá meira