Öfgar Þórarinn Hjartarson skrifar 2. febrúar 2022 14:00 Alla jafna tengjum við öfgahópa við slæma hluti. Öfgahópar telja sig hafa fundið hinn óvéfengjanlega sannleik. Efasemdir eru álitnar sem bakslag, óþæginlegar uppákomur og þversagnir eru kveðnar í kútinn. Í bók sinni The Captive Mind ræðir Czesław Miłosz um slíkar aðstæður. Miłosz notar orðið Ketman til þess að lýsa þankagangi þeirra sem lifa við stjórn öfgaafla. Hugtakið er keimlíkt tvíhugsun (e. Double-think) Orwells en ekki að öllu leyti. Ketman lýsir Miłosz sem nýjum trúarbrögðum en samtímis bjargráði sem iðkað er til þess eins að halda lífi. Ógnarstjórn öfgaaflanna þarf ekki að halda uppi með stanslausu eftirliti með þegnum ríkisins heldur sjá þegnarnir sjálfir að stóru leyti um eftirlitið. Czeslaw Miloscz talar um að öfgafólk á tímum Stalíns hafi ekki nauðsynlega verið vont fólk heldur réttlætti það óafsakanlega hegðun með vísan til þess fyrirheitnalands sem myndi rísa í kjölfarið. Það fyrirheitnaland tókst aldrei að mynda. Almenn umræða og efasemdir voru kveðnar niður með vísan til þess að þeir sem setja spurningamerki við áætlanir og aðgerðir öfgafólksins séu mótfallnir markmiðinu. Tvíræðni flókinna málefna er fyrir borð borin og þess krafist að litið sé á öfgarnar sem réttu leiðina fram á við. Sá sem efast um þá sýn er umsvifalaust tekinn úr umferð. Fræðimenn innan akademískra stofnanna höfðu áhyggjur af eigin stöðu og blésu í lúður öfgafólksins til þess að halda í störf sín. Í besta falli þögðu þeir. Öfgahópar eru ekki alltaf trúarlegs eðlis, en forystufólk slíkra hópa líkist trúarleiðtogum. Það er í senn hetjur og fórnarlömb. Til að sannfæra fólk um réttmæti afstöðu sinnar nota leiðtogarnir torskiljanleg hugtök sem svör við hverskyns spurningum. Torskiljanleg hugtök koma öfgahópum vel á marga vegu. Þeir lenda oft í vandræðum með framboð af óvinum en ráða fram úr því með því að sannfæra fólk um að þeir séu illskan upp máluð. Hverskyns mistök sem andstæðingurinn hefur gert eru notuð sem vitnisburður og staðfesting á þeirri sýn. Óvinurinn verðskuldar ekki að svara fyrir sig því samkvæmt öfgahópnum hefur hann ekkert haldbært að segja. Hann er og verður illur samkvæmt skilgreiningu. Öfgahópar eru mein. Í umræðum má heyra að öfgahópar ýti samfélaginu í rétta átt. Það er ekki rétt. Undanfarna áratugi hefur staða ýmissa hópa og samfélagið í heild tekið stór skref fram á við á mörgum sviðum. Þann árangur er ekki hægt að eigna öfgafólki sem telur sig hafa fundið hinn heilaga sannleik, kæfir niður umræðu og heldur samborgurum sínum í siðferðislegri sjálfheldu með sinni ógnarstjórn. Baráttufólk síðustu áratuga fyrir hvers kyns réttindum nýtti sér umræðuvettvanginn til þess að benda á tvískinnung og óréttlæti. Slíkt skortir í dag. Höfundur er þáttastjórnandi hlaðvarpsins Ein Pæling. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þórarinn Hjartarson Mest lesið Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Heilbrigðiskerfi framtíðarinnar Victor Guðmundsson Skoðun Helvítis Píratarnir Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Af hverju ætti ég að standa með kennurum? Stefán Birgir Jóhannesson Skoðun Kosningabaráttan er kostuð af þér Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Dýrkeypt jólagjöf Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Sálfræðiþjónusta: Ég var heppinn að pabbi hafi greinst með krabbamein Davíð Brynjar Sigurjónsson Skoðun Ísland - land tækifæranna Ragnhildur Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Drodzy Polacy Jóhann Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Fáránleg fjármálastjórn Sigurður Oddsson skrifar Skoðun Fyrirsjáanleiki fyrir ferðaþjónustuna Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Sjávarútvegurinn - Unga fólkið er framtíðin Arnar Jónsson,Hreinn Pétursson skrifar Skoðun Hver verða lykilgildin í næsta stjórnarsáttmála? Gunnar Hersveinn skrifar Skoðun Ungt fólk í Hafnarfirði stendur með Rósu Guðbjartsdóttur Hópur ungs fólks í Hafnarfirði skrifar Skoðun Kjósum frið Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Af hverju kýs ég frjálslyndi og frelsi? Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Píratar, frumkvöðlar í íslenskum stjórnmálum Helga Völundardóttir skrifar Skoðun Lilja lofar öllu fögru Björn B Björnsson skrifar Skoðun Siðlaus einkavæðing gegn almannahagsmunum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Reikningskúnstir Ragnars Þórs Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Sögulegt tækifæri Logi Einarsson,Eydís Ásbjörnsdóttir,Sæunn Gísladóttir,Sindri S. Kristjánsson skrifar Skoðun X í C fyrir framtíð á Íslandi Lovísa Oktovía Eyvindsdóttir skrifar Skoðun Kosið um stefnu Axel Jón Ellenarson skrifar Skoðun Byggjum og náum niður vöxtum og verðbólgu Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnir síðustu ára hafa vanrækt barnamál Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Opnum fjöldahjálparstöð! Aðalheiður Jónsdóttir skrifar Skoðun Öflug garðyrkja – lykill að matvælaöryggi og grænni framtíð Guðrún Hafsteinsdóttir,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Vinnum gullið, stór áfangi inn í bjarta framtíð íþrótta á Íslandi Vésteinn Hafsteinsson skrifar Skoðun HSU réttir upp hönd í aðdraganda Alþingiskosninga Díana Óskarsdóttir skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Umhverfisvernd og syndaflóð Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Nei þeir mega það ekki! Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Höldum rónni og höldum áfram Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Raunveruleiki vændis Drífa Snædal skrifar Skoðun Tryggjum breytingar í málefnum eldri borgara Alma D. Möller skrifar Skoðun Af hverju ætti ég að standa með kennurum? Stefán Birgir Jóhannesson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn stendur með landsbyggðinni Hildur Sólveig Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ísland - land tækifæranna Ragnhildur Jónsdóttir skrifar Skoðun Fimm forgangsatriði í málefnum fatlaðs fólks Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Sjá meira
Alla jafna tengjum við öfgahópa við slæma hluti. Öfgahópar telja sig hafa fundið hinn óvéfengjanlega sannleik. Efasemdir eru álitnar sem bakslag, óþæginlegar uppákomur og þversagnir eru kveðnar í kútinn. Í bók sinni The Captive Mind ræðir Czesław Miłosz um slíkar aðstæður. Miłosz notar orðið Ketman til þess að lýsa þankagangi þeirra sem lifa við stjórn öfgaafla. Hugtakið er keimlíkt tvíhugsun (e. Double-think) Orwells en ekki að öllu leyti. Ketman lýsir Miłosz sem nýjum trúarbrögðum en samtímis bjargráði sem iðkað er til þess eins að halda lífi. Ógnarstjórn öfgaaflanna þarf ekki að halda uppi með stanslausu eftirliti með þegnum ríkisins heldur sjá þegnarnir sjálfir að stóru leyti um eftirlitið. Czeslaw Miloscz talar um að öfgafólk á tímum Stalíns hafi ekki nauðsynlega verið vont fólk heldur réttlætti það óafsakanlega hegðun með vísan til þess fyrirheitnalands sem myndi rísa í kjölfarið. Það fyrirheitnaland tókst aldrei að mynda. Almenn umræða og efasemdir voru kveðnar niður með vísan til þess að þeir sem setja spurningamerki við áætlanir og aðgerðir öfgafólksins séu mótfallnir markmiðinu. Tvíræðni flókinna málefna er fyrir borð borin og þess krafist að litið sé á öfgarnar sem réttu leiðina fram á við. Sá sem efast um þá sýn er umsvifalaust tekinn úr umferð. Fræðimenn innan akademískra stofnanna höfðu áhyggjur af eigin stöðu og blésu í lúður öfgafólksins til þess að halda í störf sín. Í besta falli þögðu þeir. Öfgahópar eru ekki alltaf trúarlegs eðlis, en forystufólk slíkra hópa líkist trúarleiðtogum. Það er í senn hetjur og fórnarlömb. Til að sannfæra fólk um réttmæti afstöðu sinnar nota leiðtogarnir torskiljanleg hugtök sem svör við hverskyns spurningum. Torskiljanleg hugtök koma öfgahópum vel á marga vegu. Þeir lenda oft í vandræðum með framboð af óvinum en ráða fram úr því með því að sannfæra fólk um að þeir séu illskan upp máluð. Hverskyns mistök sem andstæðingurinn hefur gert eru notuð sem vitnisburður og staðfesting á þeirri sýn. Óvinurinn verðskuldar ekki að svara fyrir sig því samkvæmt öfgahópnum hefur hann ekkert haldbært að segja. Hann er og verður illur samkvæmt skilgreiningu. Öfgahópar eru mein. Í umræðum má heyra að öfgahópar ýti samfélaginu í rétta átt. Það er ekki rétt. Undanfarna áratugi hefur staða ýmissa hópa og samfélagið í heild tekið stór skref fram á við á mörgum sviðum. Þann árangur er ekki hægt að eigna öfgafólki sem telur sig hafa fundið hinn heilaga sannleik, kæfir niður umræðu og heldur samborgurum sínum í siðferðislegri sjálfheldu með sinni ógnarstjórn. Baráttufólk síðustu áratuga fyrir hvers kyns réttindum nýtti sér umræðuvettvanginn til þess að benda á tvískinnung og óréttlæti. Slíkt skortir í dag. Höfundur er þáttastjórnandi hlaðvarpsins Ein Pæling.
Sálfræðiþjónusta: Ég var heppinn að pabbi hafi greinst með krabbamein Davíð Brynjar Sigurjónsson Skoðun
Skoðun Ungt fólk í Hafnarfirði stendur með Rósu Guðbjartsdóttur Hópur ungs fólks í Hafnarfirði skrifar
Skoðun Siðlaus einkavæðing gegn almannahagsmunum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Sögulegt tækifæri Logi Einarsson,Eydís Ásbjörnsdóttir,Sæunn Gísladóttir,Sindri S. Kristjánsson skrifar
Skoðun Öflug garðyrkja – lykill að matvælaöryggi og grænni framtíð Guðrún Hafsteinsdóttir,Vilhjálmur Árnason skrifar
Skoðun Vinnum gullið, stór áfangi inn í bjarta framtíð íþrótta á Íslandi Vésteinn Hafsteinsson skrifar
Sálfræðiþjónusta: Ég var heppinn að pabbi hafi greinst með krabbamein Davíð Brynjar Sigurjónsson Skoðun