Sérsamböndin ekki fengið krónu vegna Covid og Hannes krefur stjórnvöld um svör á morgun Sindri Sverrisson skrifar 3. febrúar 2022 10:00 Hannes S. Jónsson, formaður körfuknattleikssambandsins, kallar eftir frekari stuðningi frá ríkinu vegna þess kostnaðar og tekjufalls sem kórónuveirufaraldurinn hefur haft fyrir sérsambönd ÍSÍ sem meðal annars halda úti landsliðum Íslands. Getty/Mike Kireev Hannes S. Jónsson, formaður KKÍ, segir mikil vonbrigði að stjórnvöld hafi enn ekki varið krónu aukalega til stuðnings við sérsambönd ÍSÍ vegna afleiðinga sem kórónuveirufaraldurinn hafi haft. Hannes, sem gagnrýnir einnig framlag ríkisins til Afrekssjóðs ÍSÍ í nýjustu úthlutun, vonast og hreinlega krefst góðra frétta á morgun í kjölfar ríkisstjórnarfunds varðandi stuðning við sérsamböndin og íþróttafélög í landinu: „Vonbrigðin eru þau að við höfum ekki fengið meira fjármagn frá ríkisvaldinu í Covid-styrki vegna sóttvarna sem við höfum þurft að ganga í gegnum. Þessi kostnaður nemur tugum milljóna fyrir hvert og eitt sérsamband og enn hafa sérsamböndin ekki fengið krónu frá ríkisvaldinu í þetta. Við höfum kallað eftir því í meira en eitt ár og ég ætla rétt að vona að á ríkisstjórnarfundi [á morgun] muni ríkisstjórnin tilkynna um góðan fjárhagslegan stuðning til sérsambanda og íþróttafélaganna í landinu. Ríkisstjórnin hefur eiginlega ekki mikið meiri tíma en fram á föstudag til að gefa til kynna til íþróttahreyfingarinnar hvað við erum að fara að fá,“ sagði Hannes í viðtali við Svövu Kristínu Gretarsdóttur í Sportpakkanum á Stöð 2. Klippa: Hannes Jónsson ekki sáttur við upphæðina Hannes ræddi einnig um nýjustu úthlutun Afrekssjóðs ÍSÍ sem var sú hæsta frá upphafi eða 543 milljónir króna. Þar af er framlag ríkisins 392 milljónir, sem er 8 milljónum minna en þegar það var mest árið 2020. Aðrar tekjur Afrekssjóðs koma í gegnum Íslenska Getspá. Körfuknattleikssamband Íslands fékk þriðju hæstu upphæðina eða 50,5 milljónir króna en mest fékk HSÍ eða 86,6 milljónir. Vill að afrekssjóður útdeili einum milljarði „Að sjálfsögðu vill maður alltaf meira,“ sagði Hannes og benti á að áætluð fjárþörf sérsambanda ÍSÍ vegna afreksstarfs nemi 2,8 milljörðum króna: „Af því er ríkið að koma með 400 milljónir. Þetta sýnir bara það sem við höfum verið að tala um á undanförnum árum. Við þurfum mun meiri pening. Ríkið þarf að stíga inn. Hvort sem það eru stjórnmálamenn eða almenningur í landinu þá er það þannig að þegar vel gengur þá vilja allir eigna sér það. Við sjáum það vel á því sem var í gangi núna í janúar hjá handboltalandsliðinu. Það stigu allir upp og fögnuðu. Við þurfum þennan pening, meira fjármagn, og höfum sagt í nokkur ár að stefnan sé að afrekssjóður fari í einn milljarð og við hefðum viljað vera komin upp í 6-700 milljónir núna,“ sagði Hannes. Körfubolti Mest lesið Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Handbolti Laumaði hauskúpu afa síns inn á úrslitaleikinn Fótbolti Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Fótbolti Metinn á rúmlega 17 milljarða fyrr á árinu en má nú fara á láni Enski boltinn „Við erum brothættir“ Fótbolti Lewandowski sá þriðji til að skora hundrað Meistaradeildarmörk Fótbolti Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar Körfubolti „Höfum sýnt að þetta er getustigið sem við getum spilað á“ Fótbolti Dagskráin í dag: Stórleikur á Anfield, Bónus deild kvenna og margt fleira Sport „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Körfubolti Fleiri fréttir Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Uppgjörið: Njarðvík - Valur 77-67 | Grænar unnið fimm í röð Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Stærstu sigrar íslenska körfuboltalandsliðsins í gegnum tíðina Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Kristinn: Við vorum geggjaðir Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Sjá meira
Hannes, sem gagnrýnir einnig framlag ríkisins til Afrekssjóðs ÍSÍ í nýjustu úthlutun, vonast og hreinlega krefst góðra frétta á morgun í kjölfar ríkisstjórnarfunds varðandi stuðning við sérsamböndin og íþróttafélög í landinu: „Vonbrigðin eru þau að við höfum ekki fengið meira fjármagn frá ríkisvaldinu í Covid-styrki vegna sóttvarna sem við höfum þurft að ganga í gegnum. Þessi kostnaður nemur tugum milljóna fyrir hvert og eitt sérsamband og enn hafa sérsamböndin ekki fengið krónu frá ríkisvaldinu í þetta. Við höfum kallað eftir því í meira en eitt ár og ég ætla rétt að vona að á ríkisstjórnarfundi [á morgun] muni ríkisstjórnin tilkynna um góðan fjárhagslegan stuðning til sérsambanda og íþróttafélaganna í landinu. Ríkisstjórnin hefur eiginlega ekki mikið meiri tíma en fram á föstudag til að gefa til kynna til íþróttahreyfingarinnar hvað við erum að fara að fá,“ sagði Hannes í viðtali við Svövu Kristínu Gretarsdóttur í Sportpakkanum á Stöð 2. Klippa: Hannes Jónsson ekki sáttur við upphæðina Hannes ræddi einnig um nýjustu úthlutun Afrekssjóðs ÍSÍ sem var sú hæsta frá upphafi eða 543 milljónir króna. Þar af er framlag ríkisins 392 milljónir, sem er 8 milljónum minna en þegar það var mest árið 2020. Aðrar tekjur Afrekssjóðs koma í gegnum Íslenska Getspá. Körfuknattleikssamband Íslands fékk þriðju hæstu upphæðina eða 50,5 milljónir króna en mest fékk HSÍ eða 86,6 milljónir. Vill að afrekssjóður útdeili einum milljarði „Að sjálfsögðu vill maður alltaf meira,“ sagði Hannes og benti á að áætluð fjárþörf sérsambanda ÍSÍ vegna afreksstarfs nemi 2,8 milljörðum króna: „Af því er ríkið að koma með 400 milljónir. Þetta sýnir bara það sem við höfum verið að tala um á undanförnum árum. Við þurfum mun meiri pening. Ríkið þarf að stíga inn. Hvort sem það eru stjórnmálamenn eða almenningur í landinu þá er það þannig að þegar vel gengur þá vilja allir eigna sér það. Við sjáum það vel á því sem var í gangi núna í janúar hjá handboltalandsliðinu. Það stigu allir upp og fögnuðu. Við þurfum þennan pening, meira fjármagn, og höfum sagt í nokkur ár að stefnan sé að afrekssjóður fari í einn milljarð og við hefðum viljað vera komin upp í 6-700 milljónir núna,“ sagði Hannes.
Körfubolti Mest lesið Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Handbolti Laumaði hauskúpu afa síns inn á úrslitaleikinn Fótbolti Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Fótbolti Metinn á rúmlega 17 milljarða fyrr á árinu en má nú fara á láni Enski boltinn „Við erum brothættir“ Fótbolti Lewandowski sá þriðji til að skora hundrað Meistaradeildarmörk Fótbolti Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar Körfubolti „Höfum sýnt að þetta er getustigið sem við getum spilað á“ Fótbolti Dagskráin í dag: Stórleikur á Anfield, Bónus deild kvenna og margt fleira Sport „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Körfubolti Fleiri fréttir Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Uppgjörið: Njarðvík - Valur 77-67 | Grænar unnið fimm í röð Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Stærstu sigrar íslenska körfuboltalandsliðsins í gegnum tíðina Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Kristinn: Við vorum geggjaðir Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Sjá meira