Hangir á bláþræði að landsleikir fari fram hérlendis í ár Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 4. febrúar 2022 08:00 Íslenska handboltalandsliðið spilar mikilvægan heimaleik í umspili HM í apríl. Kolektiff Images/Getty Images Hannes Jónsson, formaður körfuknattleikssambands Íslands, KKÍ, segir að það hangi á bláþræði að landsliðin í körfubolta og handbolta fái að leika heimaleiki sína í undankeppnum heimsmeistaramótanna á heimavelli í vor og sumar. „Hendur okkar eru pínu bundnar. Við megum ekki segja allt sem við vitum, það er nú bara þannig,“ sagði Hannes í samtali við Stöð 2. „Það væri bara gott ef ráðherra íþróttamála myndi bara opna á það hvernig hann sér þetta fyrir sér á næstu mánuðum. En það er alveg á kristaltæru að þetta hangir á bláþræði að landsleikir muni fara fram hérna á þessu ári, hvort sem að það er í handbolta eða körfubolta.“ Hannes segir að karlalandsliðið í körfubolta hafi fengið undanþágu fyrir einum leik á þessu ári, en að tíminn til aðgerða sé naumur. Hannes S. Jónsson, formaður KKÍ.S2 Sport „Ef ég tek okkur í körfuboltanum sem dæmi - vegna þess að Laugardalshöllin verður ekki tilbúin fyrr en í fyrsta lagi í lok ágúst - við fengum undanþágu til að spila karlalandsleikina okkar við Ítalíu 24. febrúar í Ólafssal. Sem þýðir að við fengum þessa einu undanþágu með loforði sem við fengum frá ríkisstjórninni að það yrði skýrt fyrir mánaðarmótin mars apríl hvað myndi gerast hér í þjóðarleikvangamálum.“ „Þannig að við höfum í rauninni ekki meiri tíma en það. Annars munu landsleikir okkar sem eiga að vera í hér í júní og júlí ekki fara fram á Íslandi. Þeir þurfa þá að fara fram erlendis.“ Þrátt fyrir að staða þjóðarleikvangs á Íslandi fyrir inniíþróttir sé slæm segist Hannes þó vera bjartsýnn á að núverandi ríkisstjórn muni gera eitthvað í þessum málum. „Það er ákveðin vinna í gangi og ég treysti ríkisstjórninni í þá vinnu sem hún er að vinna núna, en það þarf að vera eitthvað skýrt á næstu tveim mánuðum hver staðan er. Það getur ekki beðið lengur. Hvorki við né önnur sérsambönd getum beðið lengur og ég held að við sem þjóð eigum það bara skilið að fara að fá að vita hvað þeir ætla að fara að gera.“ „Ekki gefa okkur alltaf bara vonir um að þetta sé að fara að koma, þetta sér kannski að koma eða þetta sé þarna. Ég ætla að trúa því að góðar fréttir muni berast á vormánuðum um þjóðarleikvang fyrir inniíþróttir.“ Innslagið í heild sinni má sjá í spilaranum hér fyrir neðan. Klippa: Hangir á bláþræði að landsleikir fari fram hérlendis í ár Íslenski körfuboltinn Íslenski handboltinn Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Handbolti Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Handbolti Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti Í beinni: Ipswich - Man. Utd. | Fyrsti leikurinn hjá Amorim Enski boltinn Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Handbolti Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Formúla 1 Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sport Fleiri fréttir LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Gerði betur en Curry, jafnaði NBA met og hermdi eftir Jordan „Þurftu að þora að vera til“ Þjálfaraskipti hjá ÍR og Fjölni í körfunni Stjörnukonur flottar á Hlíðarenda og Þórskonur fögnuðu áfram fyrir norðan Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 90-89 | Spennutryllir Áhrifavaldur til liðs við nýliðana í Vesturbænum Celtics stöðvaði fimmtán leikja sigurgöngu Cavs Sjá meira
„Hendur okkar eru pínu bundnar. Við megum ekki segja allt sem við vitum, það er nú bara þannig,“ sagði Hannes í samtali við Stöð 2. „Það væri bara gott ef ráðherra íþróttamála myndi bara opna á það hvernig hann sér þetta fyrir sér á næstu mánuðum. En það er alveg á kristaltæru að þetta hangir á bláþræði að landsleikir muni fara fram hérna á þessu ári, hvort sem að það er í handbolta eða körfubolta.“ Hannes segir að karlalandsliðið í körfubolta hafi fengið undanþágu fyrir einum leik á þessu ári, en að tíminn til aðgerða sé naumur. Hannes S. Jónsson, formaður KKÍ.S2 Sport „Ef ég tek okkur í körfuboltanum sem dæmi - vegna þess að Laugardalshöllin verður ekki tilbúin fyrr en í fyrsta lagi í lok ágúst - við fengum undanþágu til að spila karlalandsleikina okkar við Ítalíu 24. febrúar í Ólafssal. Sem þýðir að við fengum þessa einu undanþágu með loforði sem við fengum frá ríkisstjórninni að það yrði skýrt fyrir mánaðarmótin mars apríl hvað myndi gerast hér í þjóðarleikvangamálum.“ „Þannig að við höfum í rauninni ekki meiri tíma en það. Annars munu landsleikir okkar sem eiga að vera í hér í júní og júlí ekki fara fram á Íslandi. Þeir þurfa þá að fara fram erlendis.“ Þrátt fyrir að staða þjóðarleikvangs á Íslandi fyrir inniíþróttir sé slæm segist Hannes þó vera bjartsýnn á að núverandi ríkisstjórn muni gera eitthvað í þessum málum. „Það er ákveðin vinna í gangi og ég treysti ríkisstjórninni í þá vinnu sem hún er að vinna núna, en það þarf að vera eitthvað skýrt á næstu tveim mánuðum hver staðan er. Það getur ekki beðið lengur. Hvorki við né önnur sérsambönd getum beðið lengur og ég held að við sem þjóð eigum það bara skilið að fara að fá að vita hvað þeir ætla að fara að gera.“ „Ekki gefa okkur alltaf bara vonir um að þetta sé að fara að koma, þetta sér kannski að koma eða þetta sé þarna. Ég ætla að trúa því að góðar fréttir muni berast á vormánuðum um þjóðarleikvang fyrir inniíþróttir.“ Innslagið í heild sinni má sjá í spilaranum hér fyrir neðan. Klippa: Hangir á bláþræði að landsleikir fari fram hérlendis í ár
Íslenski körfuboltinn Íslenski handboltinn Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Handbolti Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Handbolti Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti Í beinni: Ipswich - Man. Utd. | Fyrsti leikurinn hjá Amorim Enski boltinn Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Handbolti Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Formúla 1 Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sport Fleiri fréttir LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Gerði betur en Curry, jafnaði NBA met og hermdi eftir Jordan „Þurftu að þora að vera til“ Þjálfaraskipti hjá ÍR og Fjölni í körfunni Stjörnukonur flottar á Hlíðarenda og Þórskonur fögnuðu áfram fyrir norðan Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 90-89 | Spennutryllir Áhrifavaldur til liðs við nýliðana í Vesturbænum Celtics stöðvaði fimmtán leikja sigurgöngu Cavs Sjá meira