Manchester United úr leik eftir vítaspyrnukeppni Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 4. febrúar 2022 23:00 Anthony Elanga klikkaði á áttundu spyrnu Manchester United í kvöld. Alex Livesey/Getty Images Manchester United er úr leik í FA-bikarnum eftir tap gegn B-deildarliði Middlesbrough í vítaspyrnukeppni í kvöld. Staðan að venjulegum leiktíma og framlengingu lokinni var 1-1, en Middlesbrough hafði betur í vítaspyrnukeppninni sem fór alla leið í bráðabana. Manchester United er úr leik í FA-bikarnum eftir tap gegn B-deildarliði Middlesbrough í vítaspyrnukeppni í kvöld. Staðan að venjulegum leiktíma og framlengingu lokinni var 1-1, en Middlesbrough hafði betur í vítaspyrnukeppninni sem fór alla leið í bráðabana. Heimamenn í Manchester United sýndu mikla yfirburði í upphafi leiks og ætluðu sér greinilega að reyna að gera út um leikinn snemma. Jadon Sancho átti skot í slá strax á annarri mínútu eftir klaufagang í öftustu línu gestanna, en inn vildi boltinn ekki. Cristiano Ronaldo fékk svo tækifæri til að koma heimamönnum yfir af vítapunktinum eftir tuttugu mínútna leik, en spyrna hans sigldi fram hjá markinu. Fyrsta mark leiksins leit þó dagsins ljós fimm mínútum síðar þegar Jadon Sancho kláraði vel fram hjá Joe Lumley í marki gestanna eftir stoðsendingu frá Bruno Fernandes. Þrátt fyrir þunga pressu United það sem eftir lifði fyrri hálfleiks tókst þeim ekki að bæta við forystu sína og því var staðan 1-0 þegar gengið var til búningsherbergja. Heimamenn sóttu án afláts í síðari hálfleik líkt og þeim fyrri, en eins og fyrir hlé gekk illa að koma boltanum í netið. Það var því líklega eins og að fá blauta tusku í andlitið þegar Matt Crooks jafnaði fyrir gestina á 64. mínútu eftir stoðsendingu frá varamanninum Duncan Watmore. Watmore fékk reyndar boltann augljóslega í höndina áður en hann kom honum á Crooks, en þrátt fyrir það fékk markið að standa, heimamönnum til lítillar skemmtunar. Heimamenn reyndu hvað þeir gátu til þess að finna sigurmarkið og besta færið fengu þeir til þess á 72. mínútu. Markvörður Middlebrough, Joe Lumley, átti þá afleita sendingu úr teignum beint á Bruno Fernandes sem hafði allt heimsins pláss einn á móti markmanni. Fernandes setti boltann þó í stöngina og gestirnir sluppu með skrekkinn enn eina ferðina. Staðan var því enn 1-1 að loknum venjulegum leiktíma og því þurfti að grípa til framlengingar. Þrátt fyrir stanslausa sókn heimamanna í framlengingunni tókst þeim ekki að skora og var vítaspyrnukeppni það eina í stöðunni til að skera úr um sigurvegara. Paddy McNair var fyrstur á punktinn fyrir gestina og hann setti boltann af öryggi fram hjá Dean Henderson. Juan Mata svaraði í sömu mynt fyri United og staðan 1-1 í vítaspyrnukeppninni. Bæði lið skoruðu úr næstu þremur spyrnum og því var komið að lokaumferðinni. Souleymane Bamba skoraði af miklu öryggi og setti pressuna yfir á Bruno Fernandes. Portúgalinn er ekki þekktur fyrir að klikka á vítum og hann jafnaði fyrir heimamenn og því var komið að bráðabana. Duncan Watmore skoraði fyrir Middlebrough og Scott McTominay jafnaði. Bæði lið skoruðu úr sjöundu spyrnum sínum og Lee Peltier skoraði úr áttundu spyrnu Middlesbrough. Anthony Elanga var áttunda vítaskytta Manchester United á punktinn, en spyrna hans fór himinhátt yfir þverslána og gestirnir frá Middlesbrough fögnuðu sigri. Það verður því Middlesbrough sem verður í pottinum þegar dregið verður í 16-liða úrslit FA-bikarsins. Enska bikarkeppnin, FA Cup, er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. FA Cup er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Enski boltinn Mest lesið Metinn á rúmlega 17 milljarða fyrr á árinu en má nú fara á láni Enski boltinn Laumaði hauskúpu afa síns inn á úrslitaleikinn Fótbolti Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Handbolti „Gætu gert hrikalega góða hluti með íslenska landsliðið“ Fótbolti Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Fótbolti „Við erum brothættir“ Fótbolti Slot mætti með Salah brandara á blaðamannafundinn Sport Dagskráin í dag: Stórleikur á Anfield, Bónus deild kvenna og margt fleira Sport „Höfum sýnt að þetta er getustigið sem við getum spilað á“ Fótbolti Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar Körfubolti Fleiri fréttir Metinn á rúmlega 17 milljarða fyrr á árinu en má nú fara á láni Liverpool væri bara í þrettánda sæti án markanna hans Mo Salah Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Carragher segir Salah vera eigingjarnan Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Ed Sheeran biðst afsökunar á að hafa verið óboðinn gestur í viðtali við Amorim Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Roy Keane reiður: Hittu mig bara á bílastæðinu Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Guardiola samdi til ársins 2027 Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Amorim vill að United fái Gomes aftur Sjá meira
Manchester United er úr leik í FA-bikarnum eftir tap gegn B-deildarliði Middlesbrough í vítaspyrnukeppni í kvöld. Staðan að venjulegum leiktíma og framlengingu lokinni var 1-1, en Middlesbrough hafði betur í vítaspyrnukeppninni sem fór alla leið í bráðabana. Heimamenn í Manchester United sýndu mikla yfirburði í upphafi leiks og ætluðu sér greinilega að reyna að gera út um leikinn snemma. Jadon Sancho átti skot í slá strax á annarri mínútu eftir klaufagang í öftustu línu gestanna, en inn vildi boltinn ekki. Cristiano Ronaldo fékk svo tækifæri til að koma heimamönnum yfir af vítapunktinum eftir tuttugu mínútna leik, en spyrna hans sigldi fram hjá markinu. Fyrsta mark leiksins leit þó dagsins ljós fimm mínútum síðar þegar Jadon Sancho kláraði vel fram hjá Joe Lumley í marki gestanna eftir stoðsendingu frá Bruno Fernandes. Þrátt fyrir þunga pressu United það sem eftir lifði fyrri hálfleiks tókst þeim ekki að bæta við forystu sína og því var staðan 1-0 þegar gengið var til búningsherbergja. Heimamenn sóttu án afláts í síðari hálfleik líkt og þeim fyrri, en eins og fyrir hlé gekk illa að koma boltanum í netið. Það var því líklega eins og að fá blauta tusku í andlitið þegar Matt Crooks jafnaði fyrir gestina á 64. mínútu eftir stoðsendingu frá varamanninum Duncan Watmore. Watmore fékk reyndar boltann augljóslega í höndina áður en hann kom honum á Crooks, en þrátt fyrir það fékk markið að standa, heimamönnum til lítillar skemmtunar. Heimamenn reyndu hvað þeir gátu til þess að finna sigurmarkið og besta færið fengu þeir til þess á 72. mínútu. Markvörður Middlebrough, Joe Lumley, átti þá afleita sendingu úr teignum beint á Bruno Fernandes sem hafði allt heimsins pláss einn á móti markmanni. Fernandes setti boltann þó í stöngina og gestirnir sluppu með skrekkinn enn eina ferðina. Staðan var því enn 1-1 að loknum venjulegum leiktíma og því þurfti að grípa til framlengingar. Þrátt fyrir stanslausa sókn heimamanna í framlengingunni tókst þeim ekki að skora og var vítaspyrnukeppni það eina í stöðunni til að skera úr um sigurvegara. Paddy McNair var fyrstur á punktinn fyrir gestina og hann setti boltann af öryggi fram hjá Dean Henderson. Juan Mata svaraði í sömu mynt fyri United og staðan 1-1 í vítaspyrnukeppninni. Bæði lið skoruðu úr næstu þremur spyrnum og því var komið að lokaumferðinni. Souleymane Bamba skoraði af miklu öryggi og setti pressuna yfir á Bruno Fernandes. Portúgalinn er ekki þekktur fyrir að klikka á vítum og hann jafnaði fyrir heimamenn og því var komið að bráðabana. Duncan Watmore skoraði fyrir Middlebrough og Scott McTominay jafnaði. Bæði lið skoruðu úr sjöundu spyrnum sínum og Lee Peltier skoraði úr áttundu spyrnu Middlesbrough. Anthony Elanga var áttunda vítaskytta Manchester United á punktinn, en spyrna hans fór himinhátt yfir þverslána og gestirnir frá Middlesbrough fögnuðu sigri. Það verður því Middlesbrough sem verður í pottinum þegar dregið verður í 16-liða úrslit FA-bikarsins. Enska bikarkeppnin, FA Cup, er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. FA Cup er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Enska bikarkeppnin, FA Cup, er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. FA Cup er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Enski boltinn Mest lesið Metinn á rúmlega 17 milljarða fyrr á árinu en má nú fara á láni Enski boltinn Laumaði hauskúpu afa síns inn á úrslitaleikinn Fótbolti Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Handbolti „Gætu gert hrikalega góða hluti með íslenska landsliðið“ Fótbolti Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Fótbolti „Við erum brothættir“ Fótbolti Slot mætti með Salah brandara á blaðamannafundinn Sport Dagskráin í dag: Stórleikur á Anfield, Bónus deild kvenna og margt fleira Sport „Höfum sýnt að þetta er getustigið sem við getum spilað á“ Fótbolti Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar Körfubolti Fleiri fréttir Metinn á rúmlega 17 milljarða fyrr á árinu en má nú fara á láni Liverpool væri bara í þrettánda sæti án markanna hans Mo Salah Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Carragher segir Salah vera eigingjarnan Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Ed Sheeran biðst afsökunar á að hafa verið óboðinn gestur í viðtali við Amorim Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Roy Keane reiður: Hittu mig bara á bílastæðinu Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Guardiola samdi til ársins 2027 Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Amorim vill að United fái Gomes aftur Sjá meira