Óvíst hvort hægt verði að leita á morgun vegna veðurs Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 4. febrúar 2022 16:49 Gul veðurviðvörun er fyrir allt landið frá miðnætti á sunnudagskvöld. Veðurstofa Íslands Enn er mikill þungi í leitinni að flugvélinni TF-ABB sem hvarf um hádegisbil í gær. Leitin beinist nú að mestu að sunnanverðu Þingvallavatni, þar sem leitað hefur verið bæði í vatninu og í kring um það. Davíð Már Bjarnason, upplýsingafulltrúi Landsbjargar, segir í samtali við fréttastofu að planið sé núna að leita á meðan bjart er og aðstæður til. Fundað verður um stöðu mála í kvöld. Óvíst er hvort hægt verði að leita á morgun vegna versnandi veðurs en Davíð segir mikilvægt að nota þennan glugga á meðan er bjart og gott veður til að leita af sem mestum þunga. Þangað til annað verði ákveðið verði leitað án afláts. „Mér heyrist að það verði ekkert leitarveður á morgun og svo er von á gulum veðurviðvörunum á aðfaranótt mánudags,“ segir Davíð. Hann segir leitaraðstæður þó sæmilegar sem stendur. Nokkuð hvasst hafi verið í morgun en síðan hafi lægt, þó sé enn mjög kalt í veðri. Víða sé þá snjór sem geri erfiðara fyrir þar sem flugvélin, sem leitað er að, er hvít. Fram kemur á vef Veðurstofunnar að gul viðvörun fyrir allt landið taki gildi á aðfaranótt mánudags og gildi til klukkan 12 á mánudag. „Þetta er sérlega djúp og áköf lægð sem nálgast landið úr suðvestri. Líkur eru á að áhrif veðursins verði umtalsverð.“ Veðurstofan segir viðvörunina „bara“ gula en liturinn sé notaður til að vara við veðri lengra fram í tímann en þrjá til fimm daga. Í skýringartextanum fyrir gula viðvörun segir á vef Veðurstofunnar: „Gul viðvörun getur einnig gefið til kynna að litlar eða miðlungs líkur séu á mjög áhrifamiklu veðri 3-5 daga fram í tímann.“ Þetta á einmitt við veðrið sem er í vændum. Þegar nær dregur og líkurnar á því spáin gangi eftir aukast hækkar viðvörunarstigið upp á appelsínugult. Þetta er útskýrt í því sem Veðurstofan kallar „Áhrifafylkið“. Þar sé horft á „líkur“ og „áhrif“. „Viðvörunarlitur ákvarðast þannig af mati sérfræðinga á áhrifum væntanlegs veðurs og líkum á því að spáin gangi eftir.“ Veður Björgunarsveitir Flugslys við Þingvallavatn Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Fleiri fréttir Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Sjá meira
Davíð Már Bjarnason, upplýsingafulltrúi Landsbjargar, segir í samtali við fréttastofu að planið sé núna að leita á meðan bjart er og aðstæður til. Fundað verður um stöðu mála í kvöld. Óvíst er hvort hægt verði að leita á morgun vegna versnandi veðurs en Davíð segir mikilvægt að nota þennan glugga á meðan er bjart og gott veður til að leita af sem mestum þunga. Þangað til annað verði ákveðið verði leitað án afláts. „Mér heyrist að það verði ekkert leitarveður á morgun og svo er von á gulum veðurviðvörunum á aðfaranótt mánudags,“ segir Davíð. Hann segir leitaraðstæður þó sæmilegar sem stendur. Nokkuð hvasst hafi verið í morgun en síðan hafi lægt, þó sé enn mjög kalt í veðri. Víða sé þá snjór sem geri erfiðara fyrir þar sem flugvélin, sem leitað er að, er hvít. Fram kemur á vef Veðurstofunnar að gul viðvörun fyrir allt landið taki gildi á aðfaranótt mánudags og gildi til klukkan 12 á mánudag. „Þetta er sérlega djúp og áköf lægð sem nálgast landið úr suðvestri. Líkur eru á að áhrif veðursins verði umtalsverð.“ Veðurstofan segir viðvörunina „bara“ gula en liturinn sé notaður til að vara við veðri lengra fram í tímann en þrjá til fimm daga. Í skýringartextanum fyrir gula viðvörun segir á vef Veðurstofunnar: „Gul viðvörun getur einnig gefið til kynna að litlar eða miðlungs líkur séu á mjög áhrifamiklu veðri 3-5 daga fram í tímann.“ Þetta á einmitt við veðrið sem er í vændum. Þegar nær dregur og líkurnar á því spáin gangi eftir aukast hækkar viðvörunarstigið upp á appelsínugult. Þetta er útskýrt í því sem Veðurstofan kallar „Áhrifafylkið“. Þar sé horft á „líkur“ og „áhrif“. „Viðvörunarlitur ákvarðast þannig af mati sérfræðinga á áhrifum væntanlegs veðurs og líkum á því að spáin gangi eftir.“
Veður Björgunarsveitir Flugslys við Þingvallavatn Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Fleiri fréttir Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Sjá meira