Ljósmyndasýningu ætlað að hvetja konur í leghálsskimun Árni Sæberg skrifar 5. febrúar 2022 16:59 Ágúst Ingi Ágústsson, yfirlæknir Samhæfingarstöðvar krabbameinsskimana, opnaði sýninguna í dag. Samhæfingarmiðstöð krabbameinsskimana Ljósmyndasýningin Er komið að skimun hjá þér? var opnuð í Kringlunni í dag. Sýningin er hluti af hvatningarátaki Samhæfingarstöðvar krabbameinsskimana og Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins um mikilvægi skimana fyrir leghálskrabbameini. Tólf konur úr íslensku samfélagi leggja átakinu lið og deila persónulegum sögum af leghálsskimun. Eftir að leghálskimanir voru fluttar frá Krabbameinsfélaginu til heilsugæslunnar í ársbyrjun 2021 fór að bera á vandkvæðum. Biðtími lengdist þar sem sýni voru send til Danmerkur til greiningar. Nú hefur fyrirkomulaginu hins vegar verið breytt og mun Landspítali annast greiningu sýna. Í dag er biðtími eftir niðurstöðu rannsóknanna allt að 40 dagar, en í mörgum tilfellum líða þó aðeins ein til tvær vikur. Þetta er sami biðtími og konur gátu reiknað með hjá Krabbameinsfélaginu. Að því er segir í tilkynningu frá Samhæfingarstöð krabbameinsskimana. Mikilvægt að fleiri mæti í skimun Að sögn Ágústs Inga Ágústssonar, yfirlæknis Samhæfingarstöðvar krabbameinsskimana, er nú mikilvægt að hvetja konur til að mæta í skimun, en þátttaka kvenna í skimun fyrir leghálskrabbameini hefur farið minnkandi síðustu ár. „„Við erum komin á allt annan og betri stað í dag en fyrir ári síðan, enda höfum við lagt mikla vinnu í að koma þessari mikilvægu þjónustu í það horf sem hún á að vera í. Við munum að sjálfsögðu halda ótrauð áfram að bæta þjónustuna, bæði hvað varðar upplýsingar um skimunina og þá þjónustu sem veitt er. Nú er stóra verkefnið hins vegar að fá konur til að mæta í skimun og þess vegna blásum við til sóknar í þeim efnum,“ segir Ágúst. Til þess að vekja athygli á málinu hefur verið blásið til ljósmyndasýningar í Kringlunni sem stendur út febrúarmánuð. Í hópi kvenna sem styðja átakið með þátttöku sinni í ljósmyndasýningunni eru Eliza Reid, forsetafrú, Brynhildur Guðjónsdóttir, Borgarleikhússtjóri, Þuríður Sigurðardóttir, söngkona og Ebba Katrín Finnsdóttir, leikkona. Heilbrigðismál Skimun fyrir krabbameini Ljósmyndun Kringlan Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Fleiri fréttir Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Sjá meira
Eftir að leghálskimanir voru fluttar frá Krabbameinsfélaginu til heilsugæslunnar í ársbyrjun 2021 fór að bera á vandkvæðum. Biðtími lengdist þar sem sýni voru send til Danmerkur til greiningar. Nú hefur fyrirkomulaginu hins vegar verið breytt og mun Landspítali annast greiningu sýna. Í dag er biðtími eftir niðurstöðu rannsóknanna allt að 40 dagar, en í mörgum tilfellum líða þó aðeins ein til tvær vikur. Þetta er sami biðtími og konur gátu reiknað með hjá Krabbameinsfélaginu. Að því er segir í tilkynningu frá Samhæfingarstöð krabbameinsskimana. Mikilvægt að fleiri mæti í skimun Að sögn Ágústs Inga Ágústssonar, yfirlæknis Samhæfingarstöðvar krabbameinsskimana, er nú mikilvægt að hvetja konur til að mæta í skimun, en þátttaka kvenna í skimun fyrir leghálskrabbameini hefur farið minnkandi síðustu ár. „„Við erum komin á allt annan og betri stað í dag en fyrir ári síðan, enda höfum við lagt mikla vinnu í að koma þessari mikilvægu þjónustu í það horf sem hún á að vera í. Við munum að sjálfsögðu halda ótrauð áfram að bæta þjónustuna, bæði hvað varðar upplýsingar um skimunina og þá þjónustu sem veitt er. Nú er stóra verkefnið hins vegar að fá konur til að mæta í skimun og þess vegna blásum við til sóknar í þeim efnum,“ segir Ágúst. Til þess að vekja athygli á málinu hefur verið blásið til ljósmyndasýningar í Kringlunni sem stendur út febrúarmánuð. Í hópi kvenna sem styðja átakið með þátttöku sinni í ljósmyndasýningunni eru Eliza Reid, forsetafrú, Brynhildur Guðjónsdóttir, Borgarleikhússtjóri, Þuríður Sigurðardóttir, söngkona og Ebba Katrín Finnsdóttir, leikkona.
Heilbrigðismál Skimun fyrir krabbameini Ljósmyndun Kringlan Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Fleiri fréttir Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Sjá meira