Tottenham í 16-liða úrslit eftir öruggan sigur gegn Brighton Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 5. febrúar 2022 21:53 Tottenham Hotspur verður í pottinum þegar dregið verður í 16-liða úrslit FA-bikarsins á morgun. Paul Harding/Getty Images Tottenham Hotspur vann nokkuð öruggan 3-1 sigur er liðið tók á móti Brighton í seinasta leik dagsins í fjórðu umferð FA-bikarsins í kvöld. Gestirnir í Brighton reyndu mikið að spila út úr vörninni í upphafi leiks og komu sér óþarflega oft í vandræði. Það varð þeim að falli á 13. mínútu leiksins þegar Tottenham vann boltann á hættulegum stað, Pierre-Emile Hojbjerg kom boltanum á Harry Kane og sá síðarnefndi setti boltann út við stöng með góðu skoti fyrir utan teig. Heimamenn komust svo í 2-0 tæpum tíu mínútum síðar þegar Emerson Royal átti fínan sprett upp að endalínu og fyrirgjöf hans fór af tá Solly March og þaðan í netið. Tottenham fór því inn í hálfleikshléið með tveggja marka forystu, en Yves Bissouma minnkaði muninn fyrir gestina á 63. mínútu með góðu skoti sem hafði viðkomu í Hojbjerg á leiðinni í netið. Heimamenn í Tottenham voru þó ekki lengi að endurheimta tveggja marka forystu sína, en aðeins þremur mínútum síðar var Heung-Min Son við það að sleppa í gegn áður en Adam Webster náði að pota í boltann. Harry Kane var þá fyrstur til að átta sig og ýtti boltanum yfir línuna í autt markið. Þetta reyndist seinasta mark leiksins og Tottenham fagnaði 3-1 sigri. Lundúnaliðið verður því í pottinum þegar dregið verður í 16-liða úrslit FA-bikarsins á morgun, en Brighton situr eftir með sárt ennið. Enska bikarkeppnin, FA Cup, er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. FA Cup er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Enski boltinn Mest lesið Metinn á rúmlega 17 milljarða fyrr á árinu en má nú fara á láni Enski boltinn Laumaði hauskúpu afa síns inn á úrslitaleikinn Fótbolti Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Handbolti Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Fótbolti „Við erum brothættir“ Fótbolti Dagskráin í dag: Stórleikur á Anfield, Bónus deild kvenna og margt fleira Sport Slot mætti með Salah brandara á blaðamannafundinn Sport Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar Körfubolti Lewandowski sá þriðji til að skora hundrað Meistaradeildarmörk Fótbolti „Höfum sýnt að þetta er getustigið sem við getum spilað á“ Fótbolti Fleiri fréttir Metinn á rúmlega 17 milljarða fyrr á árinu en má nú fara á láni Liverpool væri bara í þrettánda sæti án markanna hans Mo Salah Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Carragher segir Salah vera eigingjarnan Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Ed Sheeran biðst afsökunar á að hafa verið óboðinn gestur í viðtali við Amorim Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Roy Keane reiður: Hittu mig bara á bílastæðinu Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Guardiola samdi til ársins 2027 Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Amorim vill að United fái Gomes aftur Sjá meira
Gestirnir í Brighton reyndu mikið að spila út úr vörninni í upphafi leiks og komu sér óþarflega oft í vandræði. Það varð þeim að falli á 13. mínútu leiksins þegar Tottenham vann boltann á hættulegum stað, Pierre-Emile Hojbjerg kom boltanum á Harry Kane og sá síðarnefndi setti boltann út við stöng með góðu skoti fyrir utan teig. Heimamenn komust svo í 2-0 tæpum tíu mínútum síðar þegar Emerson Royal átti fínan sprett upp að endalínu og fyrirgjöf hans fór af tá Solly March og þaðan í netið. Tottenham fór því inn í hálfleikshléið með tveggja marka forystu, en Yves Bissouma minnkaði muninn fyrir gestina á 63. mínútu með góðu skoti sem hafði viðkomu í Hojbjerg á leiðinni í netið. Heimamenn í Tottenham voru þó ekki lengi að endurheimta tveggja marka forystu sína, en aðeins þremur mínútum síðar var Heung-Min Son við það að sleppa í gegn áður en Adam Webster náði að pota í boltann. Harry Kane var þá fyrstur til að átta sig og ýtti boltanum yfir línuna í autt markið. Þetta reyndist seinasta mark leiksins og Tottenham fagnaði 3-1 sigri. Lundúnaliðið verður því í pottinum þegar dregið verður í 16-liða úrslit FA-bikarsins á morgun, en Brighton situr eftir með sárt ennið. Enska bikarkeppnin, FA Cup, er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. FA Cup er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Enska bikarkeppnin, FA Cup, er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. FA Cup er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Enski boltinn Mest lesið Metinn á rúmlega 17 milljarða fyrr á árinu en má nú fara á láni Enski boltinn Laumaði hauskúpu afa síns inn á úrslitaleikinn Fótbolti Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Handbolti Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Fótbolti „Við erum brothættir“ Fótbolti Dagskráin í dag: Stórleikur á Anfield, Bónus deild kvenna og margt fleira Sport Slot mætti með Salah brandara á blaðamannafundinn Sport Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar Körfubolti Lewandowski sá þriðji til að skora hundrað Meistaradeildarmörk Fótbolti „Höfum sýnt að þetta er getustigið sem við getum spilað á“ Fótbolti Fleiri fréttir Metinn á rúmlega 17 milljarða fyrr á árinu en má nú fara á láni Liverpool væri bara í þrettánda sæti án markanna hans Mo Salah Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Carragher segir Salah vera eigingjarnan Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Ed Sheeran biðst afsökunar á að hafa verið óboðinn gestur í viðtali við Amorim Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Roy Keane reiður: Hittu mig bara á bílastæðinu Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Guardiola samdi til ársins 2027 Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Amorim vill að United fái Gomes aftur Sjá meira