Ráðherrar fortíðarinnar? Sara Dögg Svanhildardóttir skrifar 9. febrúar 2022 13:30 Ég hjó eftir því að bæði innviðaráðherra og fjármálaráðherra eru sammála um að sveitarfélögin eigi bara alls ekki að hafa orð á því að tveir stærstu málaflokkarnir sem þeim ber að sinna vaxi svo hratt að það fjármagn sem var ætlað í þá fyrir áratugum síðan dugi ekki lengur. Það eigi bara alls ekki að ræða kostnaðarskiptingu ríkis og sveitarfélaga þegar lagðar eru meiri skyldur á sveitarfélögin um að veita betri þjónustu. Rekstur grunnskóla færðist yfir til sveitarfélaga árið 1996 til sælla minninga og þjónusta við fatlað fólk árið 2011. Við erum flest sammála um að þar sem sveitarfélögin eru næst fólkinu, þá liggi beinast við að þjónustan sé veitt í nærsamfélaginu, til þess að tryggja betri þjónustu. Næst fólkinu sjálfu. Kerfi í þágu manneskjunnar Þessir málaflokkar hafa þróast mikið frá yfirfærslu til sveitarfélaganna í afar breyttu samfélagi fjölmenningar. Við erum ekki lengur einsleit þjóð og krafan á þjónustu hefur breyst. Með því þarf að endurskoða hvað það kostar að halda uppi samfélagi nútímans í stað fortíðar. Að auki hefur aldrei verið sátt um mat ríkisins á kostnaði við þjónustu við fatlað fólk. Við sem samfélag viljum tryggja velsæld allra. Við ætlum okkur að vera fjölskylduvænt samfélag þar sem hlúð er sérstaklega að börnum og ungmennum, þeim veittur sá stuðningur sem þarf á hverjum tíma. Við tölum fyrir snemmtækri íhlutun í skólakerfinu og viljum framúrskarandi menntun allt frá leikskólaaldri. Við höfum ákveðið sem þjóð að framfylgja samningi Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks og tryggja þannig fötluðu fólki tækifæri til sjálfstæðs lífs. Það er stór og mikilvæg ákvörðun sem hefur mikilvægar breytingar í för með sér sem er gríðarlega mikilvægt að allir átti sig á. Líka ráðherrar. Samfélag virðingar og réttlætis Við höfum ákveðið að fara frá því að ætla fötluðu fólki að tilheyra stofnunum þar sem þeirra persónulegu þarfir, þrár og væntingar hafa orðið undir. Um slíkt fyrirkomulag eigum við ljótar skýrslur. Yfir í að tryggja mannréttindi þeirra, virða réttinn til sjálfstæðis og tryggja fötluðu fólki þátttöku í samfélaginu. Það þýðir einfaldlega að bæta þarf þjónustu sem verður einstaklingsmiðaðri og í takt við væntingar fólks til lífsins til jafns á við aðra. Því er það afar sérstakt að sjá ráðherra tala um að það þýði ekkert að koma mörgum áratugum seinna og vilja samtal um breytingar á tekjustofnum sveitarfélaganna. En einmitt á þessum áratugum höfum við tekið risa stórar ákvarðanir til að bæta grunnskóla og þjónustu við fatlaða. Stórar ákvarðanir sem kosta fé, til þess að geta staðið við þær skuldbindingar sem ríkið hefur sett okkur sem þjóð og mun gera áfram. Þessi sýn ráðherranna tveggja er ekki beint til þess fallin að styðja við mikilvægi nýrra farsældarlaga sem ráðherra í þeirra eigin ríkisstjórn lagði til og eiga að taka gildi um þessar mundir. Laga sem mun leggja mikinn kostnað á herðar sveitarfélaga. Þar á nú heldur betur að taka til hendinni og bæta þjónustu og það á ábyrgð sveitarfélaganna. Nema hvað! Höfundur er bæjarfulltrúi Viðreisnar í Garðabæ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sara Dögg Svanhildardóttir Skoðun: Kosningar 2022 Sveitarstjórnarmál Mest lesið Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Helvítis Píratarnir Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Heilbrigðiskerfi framtíðarinnar Victor Guðmundsson Skoðun Af hverju ætti ég að standa með kennurum? Stefán Birgir Jóhannesson Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Kosningabaráttan er kostuð af þér Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Dýrkeypt jólagjöf Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Sálfræðiþjónusta: Ég var heppinn að pabbi hafi greinst með krabbamein Davíð Brynjar Sigurjónsson Skoðun Ísland - land tækifæranna Ragnhildur Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Fyrirsjáanleiki fyrir ferðaþjónustuna Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Sjávarútvegurinn - Unga fólkið er framtíðin Arnar Jónsson,Hreinn Pétursson skrifar Skoðun Hver verða lykilgildin í næsta stjórnarsáttmála? Gunnar Hersveinn skrifar Skoðun Ungt fólk í Hafnarfirði stendur með Rósu Guðbjartsdóttur Hópur ungs fólks í Hafnarfirði skrifar Skoðun Kjósum frið Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Af hverju kýs ég frjálslyndi og frelsi? Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Píratar, frumkvöðlar í íslenskum stjórnmálum Helga Völundardóttir skrifar Skoðun Lilja lofar öllu fögru Björn B Björnsson skrifar Skoðun Siðlaus einkavæðing gegn almannahagsmunum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Reikningskúnstir Ragnars Þórs Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Sögulegt tækifæri Logi Einarsson,Eydís Ásbjörnsdóttir,Sæunn Gísladóttir,Sindri S. Kristjánsson skrifar Skoðun X í C fyrir framtíð á Íslandi Lovísa Oktovía Eyvindsdóttir skrifar Skoðun Kosið um stefnu Axel Jón Ellenarson skrifar Skoðun Byggjum og náum niður vöxtum og verðbólgu Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnir síðustu ára hafa vanrækt barnamál Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Opnum fjöldahjálparstöð! Aðalheiður Jónsdóttir skrifar Skoðun Öflug garðyrkja – lykill að matvælaöryggi og grænni framtíð Guðrún Hafsteinsdóttir,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Vinnum gullið, stór áfangi inn í bjarta framtíð íþrótta á Íslandi Vésteinn Hafsteinsson skrifar Skoðun HSU réttir upp hönd í aðdraganda Alþingiskosninga Díana Óskarsdóttir skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Umhverfisvernd og syndaflóð Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Nei þeir mega það ekki! Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Höldum rónni og höldum áfram Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Raunveruleiki vændis Drífa Snædal skrifar Skoðun Tryggjum breytingar í málefnum eldri borgara Alma D. Möller skrifar Skoðun Af hverju ætti ég að standa með kennurum? Stefán Birgir Jóhannesson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn stendur með landsbyggðinni Hildur Sólveig Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ísland - land tækifæranna Ragnhildur Jónsdóttir skrifar Skoðun Fimm forgangsatriði í málefnum fatlaðs fólks Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Dýrkeypt jólagjöf Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Íslenska, hvað? Gauti Kristmannsson skrifar Sjá meira
Ég hjó eftir því að bæði innviðaráðherra og fjármálaráðherra eru sammála um að sveitarfélögin eigi bara alls ekki að hafa orð á því að tveir stærstu málaflokkarnir sem þeim ber að sinna vaxi svo hratt að það fjármagn sem var ætlað í þá fyrir áratugum síðan dugi ekki lengur. Það eigi bara alls ekki að ræða kostnaðarskiptingu ríkis og sveitarfélaga þegar lagðar eru meiri skyldur á sveitarfélögin um að veita betri þjónustu. Rekstur grunnskóla færðist yfir til sveitarfélaga árið 1996 til sælla minninga og þjónusta við fatlað fólk árið 2011. Við erum flest sammála um að þar sem sveitarfélögin eru næst fólkinu, þá liggi beinast við að þjónustan sé veitt í nærsamfélaginu, til þess að tryggja betri þjónustu. Næst fólkinu sjálfu. Kerfi í þágu manneskjunnar Þessir málaflokkar hafa þróast mikið frá yfirfærslu til sveitarfélaganna í afar breyttu samfélagi fjölmenningar. Við erum ekki lengur einsleit þjóð og krafan á þjónustu hefur breyst. Með því þarf að endurskoða hvað það kostar að halda uppi samfélagi nútímans í stað fortíðar. Að auki hefur aldrei verið sátt um mat ríkisins á kostnaði við þjónustu við fatlað fólk. Við sem samfélag viljum tryggja velsæld allra. Við ætlum okkur að vera fjölskylduvænt samfélag þar sem hlúð er sérstaklega að börnum og ungmennum, þeim veittur sá stuðningur sem þarf á hverjum tíma. Við tölum fyrir snemmtækri íhlutun í skólakerfinu og viljum framúrskarandi menntun allt frá leikskólaaldri. Við höfum ákveðið sem þjóð að framfylgja samningi Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks og tryggja þannig fötluðu fólki tækifæri til sjálfstæðs lífs. Það er stór og mikilvæg ákvörðun sem hefur mikilvægar breytingar í för með sér sem er gríðarlega mikilvægt að allir átti sig á. Líka ráðherrar. Samfélag virðingar og réttlætis Við höfum ákveðið að fara frá því að ætla fötluðu fólki að tilheyra stofnunum þar sem þeirra persónulegu þarfir, þrár og væntingar hafa orðið undir. Um slíkt fyrirkomulag eigum við ljótar skýrslur. Yfir í að tryggja mannréttindi þeirra, virða réttinn til sjálfstæðis og tryggja fötluðu fólki þátttöku í samfélaginu. Það þýðir einfaldlega að bæta þarf þjónustu sem verður einstaklingsmiðaðri og í takt við væntingar fólks til lífsins til jafns á við aðra. Því er það afar sérstakt að sjá ráðherra tala um að það þýði ekkert að koma mörgum áratugum seinna og vilja samtal um breytingar á tekjustofnum sveitarfélaganna. En einmitt á þessum áratugum höfum við tekið risa stórar ákvarðanir til að bæta grunnskóla og þjónustu við fatlaða. Stórar ákvarðanir sem kosta fé, til þess að geta staðið við þær skuldbindingar sem ríkið hefur sett okkur sem þjóð og mun gera áfram. Þessi sýn ráðherranna tveggja er ekki beint til þess fallin að styðja við mikilvægi nýrra farsældarlaga sem ráðherra í þeirra eigin ríkisstjórn lagði til og eiga að taka gildi um þessar mundir. Laga sem mun leggja mikinn kostnað á herðar sveitarfélaga. Þar á nú heldur betur að taka til hendinni og bæta þjónustu og það á ábyrgð sveitarfélaganna. Nema hvað! Höfundur er bæjarfulltrúi Viðreisnar í Garðabæ.
Sálfræðiþjónusta: Ég var heppinn að pabbi hafi greinst með krabbamein Davíð Brynjar Sigurjónsson Skoðun
Skoðun Ungt fólk í Hafnarfirði stendur með Rósu Guðbjartsdóttur Hópur ungs fólks í Hafnarfirði skrifar
Skoðun Siðlaus einkavæðing gegn almannahagsmunum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Sögulegt tækifæri Logi Einarsson,Eydís Ásbjörnsdóttir,Sæunn Gísladóttir,Sindri S. Kristjánsson skrifar
Skoðun Öflug garðyrkja – lykill að matvælaöryggi og grænni framtíð Guðrún Hafsteinsdóttir,Vilhjálmur Árnason skrifar
Skoðun Vinnum gullið, stór áfangi inn í bjarta framtíð íþrótta á Íslandi Vésteinn Hafsteinsson skrifar
Sálfræðiþjónusta: Ég var heppinn að pabbi hafi greinst með krabbamein Davíð Brynjar Sigurjónsson Skoðun