Hætt við að bið eftir niðurstöðum lengist enn frekar vegna álags Fanndís Birna Logadóttir skrifar 10. febrúar 2022 15:00 Ógreind sýni hrannast upp vegna mikils álags á veirufræðideild Landspítala. Mynd/Landspítalinn/Þorkell Sóttvarnalæknir leggur til að hraðprófum verði beitt í auknum mæli í stað PCR-prófa í ljósi þess hve löng bið getur verið eftir niðurstöðum. Biðtíminn getur nú verið allt að þrír sólarhringar. Yfirlæknir sýkla og veirufræðideildar Landspítala segir deildina ekki ráða við álagið um þessar mundir og óttast að biðtími muni lengjast hratt verði ekkert gert. Töluverð bið er nú eftir niðurstöðum úr PCR-sýnatökum en dæmi eru um að fólk þurfi að bíða í meira en tvo sólarhringa eftir niðurstöðum. Guðrún Svanborg Hauksdóttir, yfirlæknir sýkla og veirufræðideildar Landspítalans, segir að biðtíminn eftir niðurstöðu hafi undanfarið verið að lengjast hægt og bítandi vegna mikils álags. Deildin ræður við að greina um fimm þúsund sýni á sólarhring en undanfarna daga hafa borist um eða yfir sjö þúsund sýni á sólarhring. Til að deildin gæti ráðið við fleiri sýni þyrfti að fá fleiri tæki og ráða talsvert fleiri starfsmenn. Að sögn Guðrúnar hefur í nokkurn tíma ekki tekist að vinna samdægurs þau sýni sem berast og í morgun átti til að mynda enn eftir að greina um sex til sjö þúsund sýni frá deginum áður. Þá var einnig enn verið að greina sýni frá 8. febrúar. „Nú má gera ráð fyrir því að biðtíminn sé tveir sólarhringar, eða jafnvel meira, en berist áfram jafn mörg sýni og undanfarið er því miður hætt við því að biðtíminn lengist hratt með hverjum deginum sem líður,“ segir Guðrún í skriflegu svari við fyrirspurn fréttastofu. Hraðpróf verði notuð í auknum mæli Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir sagði í samtali við fréttastofu í morgun að nauðsynlegt væri að bregðast við. „Það er mjög óþægilegt fyrir fólk að bíða svona lengi en við erum hugsanlega að breyta sýnatökunum, setja ákveðið þak á sýnatökur og nota þá frekar hraðgreiningarpróf,“ sagði Þórólfur og vísaði til þess að fólk yrði sent í hraðpróf þegar að ákveðinn fjöldi PCR sýna hefur verið tekinn á einum degi. Undanfarna tvo daga hefur fjöldi jákvæðra sýna farið yfir tvö þúsund á sólarhring og er fólk látið vita að allt að 48 klukkustundir, og jafnvel meira, geti liðið þar til fólk fær svar vegna mikils álags. Íslensk erfðagreining hafði aðstoðað við að greina sýni fyrr á árinu en hefur nú hætt því. „Við þurfum að bregðast einhvern veginn við og það er hugsanlegt að við þurfum að nýta meira hraðgreiningarpróf en áður til að greina fólk,“ sagði Þórólfur. Afléttingar geti einnig hjálpað til Að því er kemur fram í tilkynningu á covid.is hefur breytingunni nú verið hrint í framkvæmd en á Suðurlandsbraut verður í boði að fara í hraðpróf þegar hámarks PCR sýnafjölda fyrir daginn er náð. Ef hraðpróf reynist jákvætt er áfram skylda að staðfesta það með PCR en hins vegar má telja daga í einangrun frá jákvæðu hraðprófi. Fólk er beðið um að halda sig til hlés eftir PCR próf en einangrun verður talin frá sýnatökudegi þó niðurstaða berist síðar. Þórólfur telur einnig mögulegt að afléttingar sem tilkynntar verða á morgun muni létta á sýnatökum. Guðrún segir að allt sem yrði til þess að fækka sýnum yrði til hjálpar en aðspurð um hvort nauðsyn væri á aðkomu Íslenskrar erfðagreiningar á ný segir hún það í höndum sóttvarnalæknis en ekki spítalans. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir 2.167 greindust innanlands 2.167 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær og fjórtán á landamærum. 10. febrúar 2022 10:56 Aldrei fleiri greinst með COVID-19 fyrir norðan Metfjöldi smita blasir nú við á Norðurlandi eystra en í gær greindust 375 með COVID-19. Gríðarlegt álag hefur verið á greiningardeild og sýnatökufólki sem nálgast hámarksafkastagetu. 9. febrúar 2022 12:17 Stórt skref í afléttingum kynnt á föstudag Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra reiknar með að stórt skref verði stigið í afléttingum sóttvarnaraðgerða á föstudaginn. 8. febrúar 2022 12:14 Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Fleiri fréttir Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Sjá meira
Töluverð bið er nú eftir niðurstöðum úr PCR-sýnatökum en dæmi eru um að fólk þurfi að bíða í meira en tvo sólarhringa eftir niðurstöðum. Guðrún Svanborg Hauksdóttir, yfirlæknir sýkla og veirufræðideildar Landspítalans, segir að biðtíminn eftir niðurstöðu hafi undanfarið verið að lengjast hægt og bítandi vegna mikils álags. Deildin ræður við að greina um fimm þúsund sýni á sólarhring en undanfarna daga hafa borist um eða yfir sjö þúsund sýni á sólarhring. Til að deildin gæti ráðið við fleiri sýni þyrfti að fá fleiri tæki og ráða talsvert fleiri starfsmenn. Að sögn Guðrúnar hefur í nokkurn tíma ekki tekist að vinna samdægurs þau sýni sem berast og í morgun átti til að mynda enn eftir að greina um sex til sjö þúsund sýni frá deginum áður. Þá var einnig enn verið að greina sýni frá 8. febrúar. „Nú má gera ráð fyrir því að biðtíminn sé tveir sólarhringar, eða jafnvel meira, en berist áfram jafn mörg sýni og undanfarið er því miður hætt við því að biðtíminn lengist hratt með hverjum deginum sem líður,“ segir Guðrún í skriflegu svari við fyrirspurn fréttastofu. Hraðpróf verði notuð í auknum mæli Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir sagði í samtali við fréttastofu í morgun að nauðsynlegt væri að bregðast við. „Það er mjög óþægilegt fyrir fólk að bíða svona lengi en við erum hugsanlega að breyta sýnatökunum, setja ákveðið þak á sýnatökur og nota þá frekar hraðgreiningarpróf,“ sagði Þórólfur og vísaði til þess að fólk yrði sent í hraðpróf þegar að ákveðinn fjöldi PCR sýna hefur verið tekinn á einum degi. Undanfarna tvo daga hefur fjöldi jákvæðra sýna farið yfir tvö þúsund á sólarhring og er fólk látið vita að allt að 48 klukkustundir, og jafnvel meira, geti liðið þar til fólk fær svar vegna mikils álags. Íslensk erfðagreining hafði aðstoðað við að greina sýni fyrr á árinu en hefur nú hætt því. „Við þurfum að bregðast einhvern veginn við og það er hugsanlegt að við þurfum að nýta meira hraðgreiningarpróf en áður til að greina fólk,“ sagði Þórólfur. Afléttingar geti einnig hjálpað til Að því er kemur fram í tilkynningu á covid.is hefur breytingunni nú verið hrint í framkvæmd en á Suðurlandsbraut verður í boði að fara í hraðpróf þegar hámarks PCR sýnafjölda fyrir daginn er náð. Ef hraðpróf reynist jákvætt er áfram skylda að staðfesta það með PCR en hins vegar má telja daga í einangrun frá jákvæðu hraðprófi. Fólk er beðið um að halda sig til hlés eftir PCR próf en einangrun verður talin frá sýnatökudegi þó niðurstaða berist síðar. Þórólfur telur einnig mögulegt að afléttingar sem tilkynntar verða á morgun muni létta á sýnatökum. Guðrún segir að allt sem yrði til þess að fækka sýnum yrði til hjálpar en aðspurð um hvort nauðsyn væri á aðkomu Íslenskrar erfðagreiningar á ný segir hún það í höndum sóttvarnalæknis en ekki spítalans.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir 2.167 greindust innanlands 2.167 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær og fjórtán á landamærum. 10. febrúar 2022 10:56 Aldrei fleiri greinst með COVID-19 fyrir norðan Metfjöldi smita blasir nú við á Norðurlandi eystra en í gær greindust 375 með COVID-19. Gríðarlegt álag hefur verið á greiningardeild og sýnatökufólki sem nálgast hámarksafkastagetu. 9. febrúar 2022 12:17 Stórt skref í afléttingum kynnt á föstudag Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra reiknar með að stórt skref verði stigið í afléttingum sóttvarnaraðgerða á föstudaginn. 8. febrúar 2022 12:14 Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Fleiri fréttir Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Sjá meira
2.167 greindust innanlands 2.167 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær og fjórtán á landamærum. 10. febrúar 2022 10:56
Aldrei fleiri greinst með COVID-19 fyrir norðan Metfjöldi smita blasir nú við á Norðurlandi eystra en í gær greindust 375 með COVID-19. Gríðarlegt álag hefur verið á greiningardeild og sýnatökufólki sem nálgast hámarksafkastagetu. 9. febrúar 2022 12:17
Stórt skref í afléttingum kynnt á föstudag Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra reiknar með að stórt skref verði stigið í afléttingum sóttvarnaraðgerða á föstudaginn. 8. febrúar 2022 12:14