Vann Ólympíugull í sömu grein og faðir sinn Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. febrúar 2022 16:00 Johannes Strolz fagnar hér með Ólympíugullið sitt. AP/Luca Bruno Johannes Strolz tókst að endurtaka afrek föður síns 34 árum síðan þegar hann keppti á Vetrarólympíuleikunum í Peking. Þeir eru nú sögulegir feðgar. Hinn 29 ára gamli Strolz kom fljótastur allra í mark í tvíkeppni alpagreinanna og fékk Ólympíugull um hálsinn að launum. Í tvíkeppninni keppa menn bruni og í svigi. Sá sem nær besta árangri samanlagt stendur uppi sem sigurvegari. Þetta er fyrsta Ólympíugull Strolz á ferlinum en ekki það fyrsta í fjölskyldunni. View this post on Instagram A post shared by The Olympic Games (@olympics) Faðir hans. Hubert Strolz, vann einnig tvíkeppnina á Ólympíuleikunum í Calgary árið 1988 eða fyrir 34 árum síðan. Hann var þá á undan landa sínum Bernhard Gstrein og Svisslendingnum Paul Accola. Strolz var mun fljótari í bruninu og vann þótt að hann hafi verið á eftir hinum tveimur í sviginu. Sonurinn tryggði sér aftur á móti sigurinn með því að ná betri árangri í sviginu. Norðmaðurinn Aleksander Aamodt Kilde, sem varð efstur í brunhlutanum náði bara sjötta besta tímanum í svginu og varð að sætta sig við silfrið. James Crawford frá Kanada fékk brons. Hubert Strolz tryggði sér gullverðlaun sín 27. febrúar 1988. Þá voru enn rúm fjögur ár í að að sonur hans fæddist því Johannes kom ekki í heiminn fyrr en í september 1992. Historical moment where Johannes Strolz claims in alpine combined 34 years after his father. Becoming first father-son to claim gold in the same discipline #fisalpine #beijing2022 #olympics pic.twitter.com/xPOylP7V9m— FIS Alpine (@fisalpine) February 10, 2022 Hubert var 26 ára gamall þegar hann vann gullið í Calgary en hann tók einnig silfurverðlaun í stórsviginu á leikunum. Þeir feðgar eru þeir fyrstu sem ná því að vinna gullverðlaun í Alpagreinum á Ólympíuleikum. Pabbinn rekur skíðaskóla í heimabæ sínum Warth í Austurríki og það má búast við því að strákurinn hafi notið góðs af því. Skíðaíþróttir Vetrarólympíuleikar 2022 í Peking Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Handbolti Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti Í beinni: Southampton - Liverpool | Rauði herinn marserar áfram Enski boltinn Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sport Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Formúla 1 Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Handbolti Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Hefur Ben Simmons náð botninum? Körfubolti Fleiri fréttir Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Í beinni: Southampton - Liverpool | Rauði herinn marserar áfram Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Hófí Dóra lauk gráðu í líftækni og vann svo fyrsta mót í Finnlandi Björgvin aftur í Breiðholtið ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð „Hefurðu enga sómakennd?“ Hefur Ben Simmons náð botninum? Dagskráin í dag: Bland í poka úr ýmsum áttum Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Russell á ráspól í fyrramálið Andy Murray þjálfar erkióvininn Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Sjá meira
Hinn 29 ára gamli Strolz kom fljótastur allra í mark í tvíkeppni alpagreinanna og fékk Ólympíugull um hálsinn að launum. Í tvíkeppninni keppa menn bruni og í svigi. Sá sem nær besta árangri samanlagt stendur uppi sem sigurvegari. Þetta er fyrsta Ólympíugull Strolz á ferlinum en ekki það fyrsta í fjölskyldunni. View this post on Instagram A post shared by The Olympic Games (@olympics) Faðir hans. Hubert Strolz, vann einnig tvíkeppnina á Ólympíuleikunum í Calgary árið 1988 eða fyrir 34 árum síðan. Hann var þá á undan landa sínum Bernhard Gstrein og Svisslendingnum Paul Accola. Strolz var mun fljótari í bruninu og vann þótt að hann hafi verið á eftir hinum tveimur í sviginu. Sonurinn tryggði sér aftur á móti sigurinn með því að ná betri árangri í sviginu. Norðmaðurinn Aleksander Aamodt Kilde, sem varð efstur í brunhlutanum náði bara sjötta besta tímanum í svginu og varð að sætta sig við silfrið. James Crawford frá Kanada fékk brons. Hubert Strolz tryggði sér gullverðlaun sín 27. febrúar 1988. Þá voru enn rúm fjögur ár í að að sonur hans fæddist því Johannes kom ekki í heiminn fyrr en í september 1992. Historical moment where Johannes Strolz claims in alpine combined 34 years after his father. Becoming first father-son to claim gold in the same discipline #fisalpine #beijing2022 #olympics pic.twitter.com/xPOylP7V9m— FIS Alpine (@fisalpine) February 10, 2022 Hubert var 26 ára gamall þegar hann vann gullið í Calgary en hann tók einnig silfurverðlaun í stórsviginu á leikunum. Þeir feðgar eru þeir fyrstu sem ná því að vinna gullverðlaun í Alpagreinum á Ólympíuleikum. Pabbinn rekur skíðaskóla í heimabæ sínum Warth í Austurríki og það má búast við því að strákurinn hafi notið góðs af því.
Skíðaíþróttir Vetrarólympíuleikar 2022 í Peking Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Handbolti Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti Í beinni: Southampton - Liverpool | Rauði herinn marserar áfram Enski boltinn Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sport Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Formúla 1 Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Handbolti Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Hefur Ben Simmons náð botninum? Körfubolti Fleiri fréttir Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Í beinni: Southampton - Liverpool | Rauði herinn marserar áfram Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Hófí Dóra lauk gráðu í líftækni og vann svo fyrsta mót í Finnlandi Björgvin aftur í Breiðholtið ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð „Hefurðu enga sómakennd?“ Hefur Ben Simmons náð botninum? Dagskráin í dag: Bland í poka úr ýmsum áttum Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Russell á ráspól í fyrramálið Andy Murray þjálfar erkióvininn Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Sjá meira