Býst áfram við þungum róðri á Landspítalanum Vésteinn Örn Pétursson og Fanndís Birna Logadóttir skrifa 11. febrúar 2022 22:45 Guðlaug Rakel Guðjónsdóttir, er starfandi forstjóri Landspítalans. Vísir/Vilhelm Starfandi forstjóri Landspítalans segir helsta vandann sem spítalinn stendur nú frammi fyrir vera einangrun starfsfólks. Smit á spítalanum séu nokkuð dreifð og því sé áskorun að einangra sjúklinga og verja þá fyrir smiti. „Staðan á spítalanum er bara svipuð, það eru álíka margir sjúklingar inniliggjandi og í gær, 34 minnir mig. En starfsfólki með Covid, sem fer í einangrun, fer fjölgandi síðan í gær,“ sagði Guðlaug Rakel Guðjónsdóttir, starfandi forstjóri Landspítalans, í beinni útsendingu í Kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. „Við erum alltaf að skoða þetta á hverjum degi, hvernig staðan er og hvort það sé ástæða til þess að hækka viðbúnaðarstig spítalans. Eins og staðan er núna er þess ekki þörf. En það sem er okkar helst glíma er í raun og veru fjöldi starfsmanna sem eru í einangrun,“ sagði Guðlaug Rakel. Nú séu um 27 prósent starfsmanna spítalans þegar búnir að fá Covid. Hún segist vona að einangrun starfsmanna fari því að verða minna vandamál, en telur ekki að komið sé að því enn. Hún á von á því að róðurinn á spítalanum verði áfram þungur. „Já, ég á nú von á því, vegna þess að smit innan spítalans er töluvert dreift. Við erum með þetta á níu ólíkum deildum innan spítalans. Það er ákveðið púsluspil að koma því saman og einangra sjúklinga, og vernda aðra sjúklinga fyrir smiti.“ Líkt og fjallað hefur verið um í dag hafa reglur um sóttkví verið afnumdar. Á miðnætti í kvöld taka þá gildi rýmkaðar sóttvarnatakmarkanir sem fela meðal í sér að 200 mega koma saman og leyfilegur opnunartími veitinga- og skemmtistaða lengist um klukkustund. Landspítalinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Tengdar fréttir Hægt að aflétta öllu fyrir mánaðamót komi ekkert óvænt upp Komi ekkert óvænt upp ætti að vera hægt að stefna að afléttingu allra samkomutakmarkana vegna kórónuveirunnar fyrir næstu mánaðamót. Frá 14. janúar hafa tæplega 37 þúsund greinst með Covid-19 en 44 lagst inn á sjúkrahús vegna Covid-19. 11. febrúar 2022 13:48 Tvö hundruð mega koma saman og sóttkví afnumin Slakað verður á sóttvarnaraðgerðum á miðnætti eins og búist var við. Tvö hundruð mega koma saman. Reglur um sóttkví verða afnumdar. 11. febrúar 2022 11:20 Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Fleiri fréttir Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Sjá meira
„Staðan á spítalanum er bara svipuð, það eru álíka margir sjúklingar inniliggjandi og í gær, 34 minnir mig. En starfsfólki með Covid, sem fer í einangrun, fer fjölgandi síðan í gær,“ sagði Guðlaug Rakel Guðjónsdóttir, starfandi forstjóri Landspítalans, í beinni útsendingu í Kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. „Við erum alltaf að skoða þetta á hverjum degi, hvernig staðan er og hvort það sé ástæða til þess að hækka viðbúnaðarstig spítalans. Eins og staðan er núna er þess ekki þörf. En það sem er okkar helst glíma er í raun og veru fjöldi starfsmanna sem eru í einangrun,“ sagði Guðlaug Rakel. Nú séu um 27 prósent starfsmanna spítalans þegar búnir að fá Covid. Hún segist vona að einangrun starfsmanna fari því að verða minna vandamál, en telur ekki að komið sé að því enn. Hún á von á því að róðurinn á spítalanum verði áfram þungur. „Já, ég á nú von á því, vegna þess að smit innan spítalans er töluvert dreift. Við erum með þetta á níu ólíkum deildum innan spítalans. Það er ákveðið púsluspil að koma því saman og einangra sjúklinga, og vernda aðra sjúklinga fyrir smiti.“ Líkt og fjallað hefur verið um í dag hafa reglur um sóttkví verið afnumdar. Á miðnætti í kvöld taka þá gildi rýmkaðar sóttvarnatakmarkanir sem fela meðal í sér að 200 mega koma saman og leyfilegur opnunartími veitinga- og skemmtistaða lengist um klukkustund.
Landspítalinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Tengdar fréttir Hægt að aflétta öllu fyrir mánaðamót komi ekkert óvænt upp Komi ekkert óvænt upp ætti að vera hægt að stefna að afléttingu allra samkomutakmarkana vegna kórónuveirunnar fyrir næstu mánaðamót. Frá 14. janúar hafa tæplega 37 þúsund greinst með Covid-19 en 44 lagst inn á sjúkrahús vegna Covid-19. 11. febrúar 2022 13:48 Tvö hundruð mega koma saman og sóttkví afnumin Slakað verður á sóttvarnaraðgerðum á miðnætti eins og búist var við. Tvö hundruð mega koma saman. Reglur um sóttkví verða afnumdar. 11. febrúar 2022 11:20 Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Fleiri fréttir Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Sjá meira
Hægt að aflétta öllu fyrir mánaðamót komi ekkert óvænt upp Komi ekkert óvænt upp ætti að vera hægt að stefna að afléttingu allra samkomutakmarkana vegna kórónuveirunnar fyrir næstu mánaðamót. Frá 14. janúar hafa tæplega 37 þúsund greinst með Covid-19 en 44 lagst inn á sjúkrahús vegna Covid-19. 11. febrúar 2022 13:48
Tvö hundruð mega koma saman og sóttkví afnumin Slakað verður á sóttvarnaraðgerðum á miðnætti eins og búist var við. Tvö hundruð mega koma saman. Reglur um sóttkví verða afnumdar. 11. febrúar 2022 11:20