„Viljum halda leyndinni eins lengi og mögulegt er“ Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar 14. febrúar 2022 16:30 Enginn veit hverjir eru á bak við tónlistar refinn Nappa. Þó tilkynntu þeir blaðamanni að um sé að ræða hóp íslenskra tónlistarmanna sem koma annars fram undir venjulegu nafni. Aðsend Tónlistaratriðið Nappi var kynnt inn í liðnum „íslenskt og áhugavert“ á íslenska listanum á FM957 síðasta laugardag en mikil leynd hvílir yfir þessu verkefni. Blaðamaður hafði samband við Nappa í gegnum Instagram og fékk að heyra nánar frá þessu dularfulla verkefni en þar kom meðal annars fram að reyndir tónlistarmenn séu á bak við Nappa. Tónlistin alltaf aðal málið „Nappi er tónlistarverkefni sem hófst fyrir nokkru síðan og samanstendur af einstaklingum sem eiga það sameiginlegt að hafa verið viðloðnir tónlist meira og minna allt sitt líf. Ákveðið var í upphafi að nota listamannsnafn fyrir verkefnið til að fjarlægja einstaklingana sjálfa frá því og til þess leyfa tónlistinni að vera aðal málið, alltaf. Við viljum halda leyndinni eins lengi og mögulegt er.“ Undir áhrifum TikTok Fyrsta lag sem Nappi sendir frá sér heitir Ég svíf og er að finna inn á streymisveitunni Spotify. „Hugmyndin að laginu kviknaði eitt kvöldið í stúdíóinu og morguninn eftir var lagið tilbúið. Við höfum verið að fylgjast mikið með hvað er að gerast í tónlist á TikTok og reyna að greina hvaða stefnur og straumar ná þar í gegn en landslagið þar er virkilega áhugavert. Út frá því kom hljóðheimurinn í laginu og viðlagið er algjört TikTok viðlag ef svo mætti segja. Aðalpersónunni í textanum þykir betra að „svífa í burtu“ en að takast á við öll vandamálin sín, tilfinning sem mörg okkar þekkja örugglega óþarflega vel.“ „Nappi ekki nappa“ Meðlimir Nappa segjast vera að vinna að nýju efni eins og stendur. „En tíminn getur verið af skornum skammti þar sem meðlimir hafa í mörg horn að líta og eru meðfram verkefninu að búa til og flytja sína eigin tónlist undir sínum eigin nöfnum. Þetta lag er aðeins byrjunin þannig fylgist vel með Nappa í framtíðinni,“ segja þeir að lokum ásamt því að gefa til kynna að nafnið sæki innblástur í Dóru landkönnuð sem segir reglulega „Nappi ekki nappa!“ Íslenski listinn Tónlist Tengdar fréttir Júlí Heiðar situr á toppi íslenska listans Söngvarinn Júlí Heiðar skipar fyrsta sæti íslenska listans í dag með lagið Ástin Heldur Vöku. 12. febrúar 2022 16:01 Mest lesið Steldu stílnum af Áslaugu Örnu Tíska og hönnun Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Lífið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Lífið Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Lífið Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Bíó og sjónvarp Húðrútína Birtu Abiba Lífið Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Lífið Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Lífið Live in a fishbowl: Dr. Gunni alltaf á leiðinni til að drepa þig Tónlist Frægar í fantaformi Lífið Fleiri fréttir Live in a fishbowl: Dr. Gunni alltaf á leiðinni til að drepa þig „Látið jólaljós ykkar skína skært“ Auður einhleypur og skýtur á yfirvöld vegna Yazans Fyrstur kemur, fyrstur fær: Magnúsi Eiríkssyni fagnað og þjóðinni boðið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Daði Freyr tekur stefnuna til Íslands eftir áratug úti Fred again í sal en ekki á sviði: „Orðrómur sem við höfðum enga stjórn á“ „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977 Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira
Blaðamaður hafði samband við Nappa í gegnum Instagram og fékk að heyra nánar frá þessu dularfulla verkefni en þar kom meðal annars fram að reyndir tónlistarmenn séu á bak við Nappa. Tónlistin alltaf aðal málið „Nappi er tónlistarverkefni sem hófst fyrir nokkru síðan og samanstendur af einstaklingum sem eiga það sameiginlegt að hafa verið viðloðnir tónlist meira og minna allt sitt líf. Ákveðið var í upphafi að nota listamannsnafn fyrir verkefnið til að fjarlægja einstaklingana sjálfa frá því og til þess leyfa tónlistinni að vera aðal málið, alltaf. Við viljum halda leyndinni eins lengi og mögulegt er.“ Undir áhrifum TikTok Fyrsta lag sem Nappi sendir frá sér heitir Ég svíf og er að finna inn á streymisveitunni Spotify. „Hugmyndin að laginu kviknaði eitt kvöldið í stúdíóinu og morguninn eftir var lagið tilbúið. Við höfum verið að fylgjast mikið með hvað er að gerast í tónlist á TikTok og reyna að greina hvaða stefnur og straumar ná þar í gegn en landslagið þar er virkilega áhugavert. Út frá því kom hljóðheimurinn í laginu og viðlagið er algjört TikTok viðlag ef svo mætti segja. Aðalpersónunni í textanum þykir betra að „svífa í burtu“ en að takast á við öll vandamálin sín, tilfinning sem mörg okkar þekkja örugglega óþarflega vel.“ „Nappi ekki nappa“ Meðlimir Nappa segjast vera að vinna að nýju efni eins og stendur. „En tíminn getur verið af skornum skammti þar sem meðlimir hafa í mörg horn að líta og eru meðfram verkefninu að búa til og flytja sína eigin tónlist undir sínum eigin nöfnum. Þetta lag er aðeins byrjunin þannig fylgist vel með Nappa í framtíðinni,“ segja þeir að lokum ásamt því að gefa til kynna að nafnið sæki innblástur í Dóru landkönnuð sem segir reglulega „Nappi ekki nappa!“
Íslenski listinn Tónlist Tengdar fréttir Júlí Heiðar situr á toppi íslenska listans Söngvarinn Júlí Heiðar skipar fyrsta sæti íslenska listans í dag með lagið Ástin Heldur Vöku. 12. febrúar 2022 16:01 Mest lesið Steldu stílnum af Áslaugu Örnu Tíska og hönnun Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Lífið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Lífið Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Lífið Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Bíó og sjónvarp Húðrútína Birtu Abiba Lífið Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Lífið Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Lífið Live in a fishbowl: Dr. Gunni alltaf á leiðinni til að drepa þig Tónlist Frægar í fantaformi Lífið Fleiri fréttir Live in a fishbowl: Dr. Gunni alltaf á leiðinni til að drepa þig „Látið jólaljós ykkar skína skært“ Auður einhleypur og skýtur á yfirvöld vegna Yazans Fyrstur kemur, fyrstur fær: Magnúsi Eiríkssyni fagnað og þjóðinni boðið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Daði Freyr tekur stefnuna til Íslands eftir áratug úti Fred again í sal en ekki á sviði: „Orðrómur sem við höfðum enga stjórn á“ „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977 Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira
Júlí Heiðar situr á toppi íslenska listans Söngvarinn Júlí Heiðar skipar fyrsta sæti íslenska listans í dag með lagið Ástin Heldur Vöku. 12. febrúar 2022 16:01