Birgitta Rún vill fimmta sætið hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjanesbæ Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 14. febrúar 2022 08:28 Birgitta Rún Birgisdóttir sækist eftir fimmta sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Reykjanesbæ. Aðsend Birgitta Rún Birgisdóttir býður sig fram í 5. sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins fyrir sveitarstjórnarkosningarnar í Reykjanesbæ í vor. Þetta kemur fra í tilkynningu frá Birgittu en prófkjörið fer fram þann 26. febrúar næstkomandi. Birgitta hefur setið í íþrótta- og tómstundaráði Reykjanesbæjar að undanförnu og verið vramaður í lýðheilsuráði auk þess að vera virk í starfi Sjálfstæðisflokksins í sveitarfélaginu. Hún segir að í starfinu hafi kviknað hjá henni brennandi áhugi á að vinna að góðum málefnum fyrir nærsamfélagið hennar. Birgitta er 37 ára gömul og uppalin í Reykjanesbæ. Hún er með B.Sc. gráðu í geislafræði og stundar nú mastersnám í forystu og stjórnun við viðskiptadeild Háskólans á Bifröst. Hún segist hafa sérstakan áhuga á að hafa jákvæð áhrif á leik- og grunnskólastarf og tómstundarstarf í sveitarfélaginu. „Undanfarin ár hef ég starfað við íþróttaþjálfun í Sporthúsinu í Reykjanesbæ. Ég hef meðal annars leikið stórt hlutverk í þjálfun í Superform og í spinning. Þá hef ég að auki sinnt hlaupa- og fjarþjálfun. Samhliða þessum störfum hef ég sótt mér menntun og námskeið á sviði einkaþjálfunar og næringar,“ skrifar Birgitta í tilkynningunni og segir lýðheilsu, hreyfingu og vellíðan íbúa brenna henni á hjarta. Hún telji sig hafa mikið fram að færa í þágu heilsu og vellíðunar íbúa bæjarins. „Ég hef mikinn áhuga á að láta til mín taka í öðrum málefnum fjölskyldna á svæðinu. Ég hef menntun og reynslu úr heilbrigðisgeiranum og sem móðir skil ég vel nauðsyn þess að hafa öfluga heilbrigðisþjónustu,sem veitt er á breiðum grunni, hér í heimabyggð. Ég vil leggja lóð mín á vogarskálarnar með því að taka þátt í að þrýsta á stjórnvöld að gera mun betur í þessum málaflokki.“ Reykjanesbær Sjálfstæðisflokkurinn Sveitarstjórnarkosningar 2022 Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira
Þetta kemur fra í tilkynningu frá Birgittu en prófkjörið fer fram þann 26. febrúar næstkomandi. Birgitta hefur setið í íþrótta- og tómstundaráði Reykjanesbæjar að undanförnu og verið vramaður í lýðheilsuráði auk þess að vera virk í starfi Sjálfstæðisflokksins í sveitarfélaginu. Hún segir að í starfinu hafi kviknað hjá henni brennandi áhugi á að vinna að góðum málefnum fyrir nærsamfélagið hennar. Birgitta er 37 ára gömul og uppalin í Reykjanesbæ. Hún er með B.Sc. gráðu í geislafræði og stundar nú mastersnám í forystu og stjórnun við viðskiptadeild Háskólans á Bifröst. Hún segist hafa sérstakan áhuga á að hafa jákvæð áhrif á leik- og grunnskólastarf og tómstundarstarf í sveitarfélaginu. „Undanfarin ár hef ég starfað við íþróttaþjálfun í Sporthúsinu í Reykjanesbæ. Ég hef meðal annars leikið stórt hlutverk í þjálfun í Superform og í spinning. Þá hef ég að auki sinnt hlaupa- og fjarþjálfun. Samhliða þessum störfum hef ég sótt mér menntun og námskeið á sviði einkaþjálfunar og næringar,“ skrifar Birgitta í tilkynningunni og segir lýðheilsu, hreyfingu og vellíðan íbúa brenna henni á hjarta. Hún telji sig hafa mikið fram að færa í þágu heilsu og vellíðunar íbúa bæjarins. „Ég hef mikinn áhuga á að láta til mín taka í öðrum málefnum fjölskyldna á svæðinu. Ég hef menntun og reynslu úr heilbrigðisgeiranum og sem móðir skil ég vel nauðsyn þess að hafa öfluga heilbrigðisþjónustu,sem veitt er á breiðum grunni, hér í heimabyggð. Ég vil leggja lóð mín á vogarskálarnar með því að taka þátt í að þrýsta á stjórnvöld að gera mun betur í þessum málaflokki.“
Reykjanesbær Sjálfstæðisflokkurinn Sveitarstjórnarkosningar 2022 Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira