Segir innbrotið um jólin hafa valdið fjölskyldunni mikilli skelfingu Sindri Sverrisson skrifar 15. febrúar 2022 15:31 Joao Cancelo og Daniela héldu upp á afmæli hinnar ungu Aliciu um jólin. INSTAGRAM/@danielalexmachado Portúgalinn Joao Cancelo er enn með áverka á andliti, og eiginkona hans og ung dóttir eru einnig að vinna úr því mikla áfalli þegar fjórir menn brutust inn á heimili þeirra þegar fjölskyldan var öll heima. Cancelo hefur farið á kostum með Manchester City í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í vetur, og verður með City gegn Sporting Lissabon í heimalandi sínu í kvöld, í Meistaradeild Evrópu. Lífið utan vallar hefur hins vegar ekki verið auðvelt en Cancelo svaraði í gær spurningum um innbrotið á heimili fjölskyldunnar um síðustu jól. „Þetta var skelfilegt. Þetta gerði fjölskyldu mína algjörlega skelfingu lostna,“ sagði Cancelo. „Þær verðskulduðu ekki að þurfa að ganga í gegnum þetta. Svona er lífið. Þetta getur gerst,“ sagði Cancelo. Cancelo, sem er 27 ára gamall, reyndi að stöðva innbrotsþjófana, sem hann kallaði raggeitur á samfélagsmiðlum, en hlaut í staðinn áverka í andliti. Þjófarnir stálu öllum skartgripum á heimilinu. Sterkari eftir fyrri áföll „Það mikilvægasta er fjölskyldan mín og sem betur fer er í lagi með hana,“ skrifaði Cancelo á Instagram eftir innbrotið. „Eftir þær hindranir sem ég hef þurft að komast yfir í lífinu þá er þetta bara ein til viðbótar. Fastur fyrir og sterkur, eins og alltaf,“ skrifaði Cancelo. Hann var 18 ára gamall þegar móðir hans, Filomena, lést í bílslysi. Cancelo og bróðir hans, Pedro, voru einnig í bílnum en hlutu aðeins minni háttar áverka. Cancelo hefur síðan oft tileinkað árangur sinn Filomenu. Cancelo kom til City frá Juventus árið 2019 og varð Englandsmeistari í fyrra auk þess að komast í úrslitaleik Meistaradeildarinnar. Hann stefnir á að hjálpa liðinu að vinna Meistaradeildina í fyrsta sinn en til þess þarf liðið að byrja á að slá Sporting Lissabon út og hefst fyrri leikur liðanna kl. 20 á Stöð 2 Sport 2. Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Enski boltinn Mest lesið Metinn á rúmlega 17 milljarða fyrr á árinu en má nú fara á láni Enski boltinn Laumaði hauskúpu afa síns inn á úrslitaleikinn Fótbolti Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Handbolti Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Fótbolti „Við erum brothættir“ Fótbolti Dagskráin í dag: Stórleikur á Anfield, Bónus deild kvenna og margt fleira Sport Slot mætti með Salah brandara á blaðamannafundinn Sport Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar Körfubolti Lewandowski sá þriðji til að skora hundrað Meistaradeildarmörk Fótbolti „Höfum sýnt að þetta er getustigið sem við getum spilað á“ Fótbolti Fleiri fréttir Metinn á rúmlega 17 milljarða fyrr á árinu en má nú fara á láni Liverpool væri bara í þrettánda sæti án markanna hans Mo Salah Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Carragher segir Salah vera eigingjarnan Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Ed Sheeran biðst afsökunar á að hafa verið óboðinn gestur í viðtali við Amorim Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Roy Keane reiður: Hittu mig bara á bílastæðinu Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Guardiola samdi til ársins 2027 Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Amorim vill að United fái Gomes aftur Sjá meira
Cancelo hefur farið á kostum með Manchester City í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í vetur, og verður með City gegn Sporting Lissabon í heimalandi sínu í kvöld, í Meistaradeild Evrópu. Lífið utan vallar hefur hins vegar ekki verið auðvelt en Cancelo svaraði í gær spurningum um innbrotið á heimili fjölskyldunnar um síðustu jól. „Þetta var skelfilegt. Þetta gerði fjölskyldu mína algjörlega skelfingu lostna,“ sagði Cancelo. „Þær verðskulduðu ekki að þurfa að ganga í gegnum þetta. Svona er lífið. Þetta getur gerst,“ sagði Cancelo. Cancelo, sem er 27 ára gamall, reyndi að stöðva innbrotsþjófana, sem hann kallaði raggeitur á samfélagsmiðlum, en hlaut í staðinn áverka í andliti. Þjófarnir stálu öllum skartgripum á heimilinu. Sterkari eftir fyrri áföll „Það mikilvægasta er fjölskyldan mín og sem betur fer er í lagi með hana,“ skrifaði Cancelo á Instagram eftir innbrotið. „Eftir þær hindranir sem ég hef þurft að komast yfir í lífinu þá er þetta bara ein til viðbótar. Fastur fyrir og sterkur, eins og alltaf,“ skrifaði Cancelo. Hann var 18 ára gamall þegar móðir hans, Filomena, lést í bílslysi. Cancelo og bróðir hans, Pedro, voru einnig í bílnum en hlutu aðeins minni háttar áverka. Cancelo hefur síðan oft tileinkað árangur sinn Filomenu. Cancelo kom til City frá Juventus árið 2019 og varð Englandsmeistari í fyrra auk þess að komast í úrslitaleik Meistaradeildarinnar. Hann stefnir á að hjálpa liðinu að vinna Meistaradeildina í fyrsta sinn en til þess þarf liðið að byrja á að slá Sporting Lissabon út og hefst fyrri leikur liðanna kl. 20 á Stöð 2 Sport 2. Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Enski boltinn Mest lesið Metinn á rúmlega 17 milljarða fyrr á árinu en má nú fara á láni Enski boltinn Laumaði hauskúpu afa síns inn á úrslitaleikinn Fótbolti Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Handbolti Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Fótbolti „Við erum brothættir“ Fótbolti Dagskráin í dag: Stórleikur á Anfield, Bónus deild kvenna og margt fleira Sport Slot mætti með Salah brandara á blaðamannafundinn Sport Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar Körfubolti Lewandowski sá þriðji til að skora hundrað Meistaradeildarmörk Fótbolti „Höfum sýnt að þetta er getustigið sem við getum spilað á“ Fótbolti Fleiri fréttir Metinn á rúmlega 17 milljarða fyrr á árinu en má nú fara á láni Liverpool væri bara í þrettánda sæti án markanna hans Mo Salah Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Carragher segir Salah vera eigingjarnan Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Ed Sheeran biðst afsökunar á að hafa verið óboðinn gestur í viðtali við Amorim Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Roy Keane reiður: Hittu mig bara á bílastæðinu Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Guardiola samdi til ársins 2027 Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Amorim vill að United fái Gomes aftur Sjá meira