Full flugvél Icelandair lent á Kúbu í tilefni stórafmælis Guðjóns í OZ Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir og Kolbeinn Tumi Daðason skrifa 15. febrúar 2022 22:38 Það má reikna með að einn eða tveir kokteilar verði sötraðir í ferðinni. Romm gæti komið við sögu. Getty Guðjón Már Guðjónsson, eigandi og framkvæmdastjóri tæknifyrirtækisins OZ, fagnar fimmtugsafmæli sínu á morgun. Guðjón Már verður að heiman á sjálfan afmælisdaginn en þó í góðra vina hópi í afmælisferð á Kúbu. Flugvél Icelandair fór í loftið frá Keflavíkurflugvelli í morgun og mikill ferðahugur í fólki. Hluti gestanna birti myndir af sér á leiðinni utan í morgun. Má meðal annars nefna Patrek Jaime, Bassa Maraj og Binna Glee úr Æði sem telja má líklegt að eigi að skemmta gestum í ferðinni. Þar voru sömuleiðis Þorsteinn Friðriksson, kenndur við Plain Vanilla, og unnusta hans Rós Kristjánsdóttir svo einhverjir séu nefndir. Patrekur Jaime úr Æði mættur um borð í flugvél Icelandair. Flugvélin millilenti í Halifax í Kanada í dag en hélt svo áfram för til Kúbu.@patrekurjaime Samkvæmt heimildum fréttastofu var flugvél Icelandair tekin á leigu fyrir afmælisferðina og gestum gefinn kostur á að kaupa sig inn í ferðina í glæsilegan pakka. Innifalið var flug, gisting á glæsilegu hóteli þar sem allt er innifalið og skemmtanahald en þess utan mun fólk hafa frjálsan tíma til að upplifa eyjuna. Guðjón vildi lítið ræða skemmtiferðina í tilefni af tímamótunum þegar fréttastofa hafði samband við hann í gær. Rós Kristjánsdóttir spennt fyrir fluginu til Kúbu.@thorsteinnf Flugvélin er sem fyrr segir á vegum Icelandair. Ásdís Ýr Pétursdóttir, upplýsingafulltrúi Icelandair, segir að um sé að ræða ein af fjölmörgum ferðum í leiguflugi sem skipulögð séu á vegum Loftleiða Icelandic, dótturfélags Icelandair, fyrir hópa og fyrirtæki. Áhöfnin sé mönnuð starfsfólki Icelandair. Flugvélin tekur um 180 manns í sæti og er þéttsetin samkvæmt upplýsingum Vísis. Ekki er aðeins um vini, ættingja og kunningja Guðjóns að ræða heldur er einnig nokkuð um að vinir vina skelltu sér með enda ekki á hverjum degi sem gefst færi á að heimsækja Kúbu. Flogið verður heim að fimm dögum liðnum og verður fróðlegt að fylgjast með tæplega tvö hundruð Íslendingum mála Kúbu rauða næstu dagana. Flugvélin lenti á Kúbu um tíuleytið í kvöld en flogið verður aftur heim á leið á sunnudaginn. Tímamót Icelandair Íslendingar erlendis Mest lesið Einstakur garður í Mosfellsbænum Lífið Steldu stílnum af Áslaugu Örnu Tíska og hönnun Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Lífið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Lífið Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Lífið Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Lífið Húðrútína Birtu Abiba Lífið Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Bíó og sjónvarp Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Lífið Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Lífið Fleiri fréttir Hélt að hann væri George Clooney Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Einstakur garður í Mosfellsbænum Leggja undir sig spinningshjólin og upphífingarstangirnar á tónleikunum Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Húðrútína Birtu Abiba Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Inga Sæland vill komast í fjármálaráðuneytið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Arnaldur tilnefndur til Íslensku bókmenntaverðlaunanna Hefndi sín með því að missa meydóminn Spurt var um fyrirbæri sem Tommi á Búllunni framkvæmdi fyrst hér á landi Kappleikar: „Ég er í alvörunni að reyna mitt besta“ Pantaði viskí og kókaín skömmu fyrir andlátið Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Umbreyttist í Guðna Ágústsson og Ólaf Ragnar „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Kynbomba og reynsluboltar í Melodifestivalen Söfnunarþáttur UNICEF í beinni útsendingu á þremur stöðvum í einu Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lyftu barninu upp eins og hann væri Simbi Lára og lyfjaprinsinn opinbera kynið Tilfinningar þvælast fyrir tiltektinni Frægar í fantaformi Ofurpar úr tennisheiminum á Íslandi Gervigreindin stýrði ferðinni Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Sjá meira
Flugvél Icelandair fór í loftið frá Keflavíkurflugvelli í morgun og mikill ferðahugur í fólki. Hluti gestanna birti myndir af sér á leiðinni utan í morgun. Má meðal annars nefna Patrek Jaime, Bassa Maraj og Binna Glee úr Æði sem telja má líklegt að eigi að skemmta gestum í ferðinni. Þar voru sömuleiðis Þorsteinn Friðriksson, kenndur við Plain Vanilla, og unnusta hans Rós Kristjánsdóttir svo einhverjir séu nefndir. Patrekur Jaime úr Æði mættur um borð í flugvél Icelandair. Flugvélin millilenti í Halifax í Kanada í dag en hélt svo áfram för til Kúbu.@patrekurjaime Samkvæmt heimildum fréttastofu var flugvél Icelandair tekin á leigu fyrir afmælisferðina og gestum gefinn kostur á að kaupa sig inn í ferðina í glæsilegan pakka. Innifalið var flug, gisting á glæsilegu hóteli þar sem allt er innifalið og skemmtanahald en þess utan mun fólk hafa frjálsan tíma til að upplifa eyjuna. Guðjón vildi lítið ræða skemmtiferðina í tilefni af tímamótunum þegar fréttastofa hafði samband við hann í gær. Rós Kristjánsdóttir spennt fyrir fluginu til Kúbu.@thorsteinnf Flugvélin er sem fyrr segir á vegum Icelandair. Ásdís Ýr Pétursdóttir, upplýsingafulltrúi Icelandair, segir að um sé að ræða ein af fjölmörgum ferðum í leiguflugi sem skipulögð séu á vegum Loftleiða Icelandic, dótturfélags Icelandair, fyrir hópa og fyrirtæki. Áhöfnin sé mönnuð starfsfólki Icelandair. Flugvélin tekur um 180 manns í sæti og er þéttsetin samkvæmt upplýsingum Vísis. Ekki er aðeins um vini, ættingja og kunningja Guðjóns að ræða heldur er einnig nokkuð um að vinir vina skelltu sér með enda ekki á hverjum degi sem gefst færi á að heimsækja Kúbu. Flogið verður heim að fimm dögum liðnum og verður fróðlegt að fylgjast með tæplega tvö hundruð Íslendingum mála Kúbu rauða næstu dagana. Flugvélin lenti á Kúbu um tíuleytið í kvöld en flogið verður aftur heim á leið á sunnudaginn.
Tímamót Icelandair Íslendingar erlendis Mest lesið Einstakur garður í Mosfellsbænum Lífið Steldu stílnum af Áslaugu Örnu Tíska og hönnun Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Lífið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Lífið Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Lífið Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Lífið Húðrútína Birtu Abiba Lífið Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Bíó og sjónvarp Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Lífið Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Lífið Fleiri fréttir Hélt að hann væri George Clooney Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Einstakur garður í Mosfellsbænum Leggja undir sig spinningshjólin og upphífingarstangirnar á tónleikunum Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Húðrútína Birtu Abiba Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Inga Sæland vill komast í fjármálaráðuneytið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Arnaldur tilnefndur til Íslensku bókmenntaverðlaunanna Hefndi sín með því að missa meydóminn Spurt var um fyrirbæri sem Tommi á Búllunni framkvæmdi fyrst hér á landi Kappleikar: „Ég er í alvörunni að reyna mitt besta“ Pantaði viskí og kókaín skömmu fyrir andlátið Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Umbreyttist í Guðna Ágústsson og Ólaf Ragnar „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Kynbomba og reynsluboltar í Melodifestivalen Söfnunarþáttur UNICEF í beinni útsendingu á þremur stöðvum í einu Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lyftu barninu upp eins og hann væri Simbi Lára og lyfjaprinsinn opinbera kynið Tilfinningar þvælast fyrir tiltektinni Frægar í fantaformi Ofurpar úr tennisheiminum á Íslandi Gervigreindin stýrði ferðinni Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Sjá meira