Forseti LaLiga: Mbappe og Haaland fara til Real Madrid í sumar Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. febrúar 2022 13:01 Kylian Mbappe fagnar sigurmarki sínu á móti Real Madrid í Meistaradeildinni í vikunni. AP/Thibault Camus Javier Tebas, forseti spænsku deildarinnar, er með munninn fyrir neðan nefið og hann hefur nú komið með stóra yfirlýsingu varðandi framtíð franska framherjans Kylian Mbappe. Tebas segir að það sé öruggt að Mbappe fari til Real Madrid í sumar. Samningur Mbappe og Paris Saint Germain rennur út í sumar og hann hefur lengi verið orðaður við Real Madrid. Javier Tebas: "El Madrid se hará con Haaland y Mbappé mientras la Juventus y el Barça se arruinan" https://t.co/OCyvsXo6N8— El Primer Palo (@eselprimerpalo) February 17, 2022 Á dögunum láku út upplýsingar um svakalegan samning Mbappe og Real Madrid en hann sjálfur hefur alltaf sagt að hann ákveði sig ekki fyrr en í sumar. Tebas var ekki alveg hættur í yfirlýsingunum því hann sagði líka að Kylian Mbappe yrði ekki eini stjörnuleikmaðurinn sem Real Madrid fær til sín í sumar. „Madrid mun fá Mbappe og [Erling] Haaland í sumar þar sem að hin liðin [Barcelona og Juventus] eru nánast á hausnum. Koma Mbappe eru frábærar fréttir fyrir LaLiga enda það besta sem gæti komið fyrir deildina,“ sagði Javier Tebas. Tebas suelta la bomba: "El Real Madrid se va a hacer con Mbappé y Haaland"https://t.co/CHOV4BThZ1#RealMadrid #Mbappé #PSG pic.twitter.com/SICmUoKCfV— Defensacentral.com (@defcentral) February 16, 2022 Tebas dró reyndar aðeins í land seinna í viðtalinu varðandi þessar yfirlýsingar og sagðist ekki vera með þetta staðfest. „Ég hef engar upplýsingar um Mbappe en ég hef ég séð ófá dæmi um leikmenn sem hafa átt sex mánuði eftir af samningi sínum og hafa ekki endursamið við liðið, heldur farið í annað félag,“ sagði Tebas. PSG hafnaði tvö hundruð milljóna tilboði Real Madrid í Mbappe síðasta sumar. Fjölskylda Mbappe hefur verið í viðræðum um stutta framlenginginu á samningi hans en enginn samningur er í höfn. Hinn 23 ára framherji sýndi snilli sína í Meistaradeildinni í vikunni þegar einstaklingsframtak hans skilaði honum sigurmarkinu í fyrri leik PSG og Real Madrid í sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar. Spænski boltinn Franski boltinn Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Atli og Eiður í KR Fótbolti Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Sport Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Fótbolti Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Fótbolti Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn Fleiri fréttir Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Framarar sótt fjóra bita í næstu deild „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Sjá meira
Tebas segir að það sé öruggt að Mbappe fari til Real Madrid í sumar. Samningur Mbappe og Paris Saint Germain rennur út í sumar og hann hefur lengi verið orðaður við Real Madrid. Javier Tebas: "El Madrid se hará con Haaland y Mbappé mientras la Juventus y el Barça se arruinan" https://t.co/OCyvsXo6N8— El Primer Palo (@eselprimerpalo) February 17, 2022 Á dögunum láku út upplýsingar um svakalegan samning Mbappe og Real Madrid en hann sjálfur hefur alltaf sagt að hann ákveði sig ekki fyrr en í sumar. Tebas var ekki alveg hættur í yfirlýsingunum því hann sagði líka að Kylian Mbappe yrði ekki eini stjörnuleikmaðurinn sem Real Madrid fær til sín í sumar. „Madrid mun fá Mbappe og [Erling] Haaland í sumar þar sem að hin liðin [Barcelona og Juventus] eru nánast á hausnum. Koma Mbappe eru frábærar fréttir fyrir LaLiga enda það besta sem gæti komið fyrir deildina,“ sagði Javier Tebas. Tebas suelta la bomba: "El Real Madrid se va a hacer con Mbappé y Haaland"https://t.co/CHOV4BThZ1#RealMadrid #Mbappé #PSG pic.twitter.com/SICmUoKCfV— Defensacentral.com (@defcentral) February 16, 2022 Tebas dró reyndar aðeins í land seinna í viðtalinu varðandi þessar yfirlýsingar og sagðist ekki vera með þetta staðfest. „Ég hef engar upplýsingar um Mbappe en ég hef ég séð ófá dæmi um leikmenn sem hafa átt sex mánuði eftir af samningi sínum og hafa ekki endursamið við liðið, heldur farið í annað félag,“ sagði Tebas. PSG hafnaði tvö hundruð milljóna tilboði Real Madrid í Mbappe síðasta sumar. Fjölskylda Mbappe hefur verið í viðræðum um stutta framlenginginu á samningi hans en enginn samningur er í höfn. Hinn 23 ára framherji sýndi snilli sína í Meistaradeildinni í vikunni þegar einstaklingsframtak hans skilaði honum sigurmarkinu í fyrri leik PSG og Real Madrid í sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar.
Spænski boltinn Franski boltinn Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Atli og Eiður í KR Fótbolti Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Sport Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Fótbolti Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Fótbolti Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn Fleiri fréttir Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Framarar sótt fjóra bita í næstu deild „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Sjá meira