Betri en Fasteignaskatturinn Davíð Stefán Reynisson skrifar 21. febrúar 2022 08:30 Það hefur ekki farið framhjá neinum að fasteignaverð í Reykjavík hefur hækkað gífurlega síðustu ár og mánuði. Ungt fólk hefur setið á hakanum því kaupmáttur launa hefur ekki hækkað í sama mæli. Flestir eru sammála að þessi staða sé vandamál en þeim kemur ekki saman um hvernig er best að taka á vandanum. Vilja sumir meina að lækka þurfi útlánsvexti bankanna en aðrir vilja meina að þetta sé bara spurning um að byggja meira. Sjálfur fagna ég áætlunum flokkana í Borginni um að byggja meira, hvort sem það er miðsvæðis eða í úthverfunum, enda er bersýnilegur framboðsskortur á húsnæði. Ég tel þessar áætlanir hins vegar ekki taka á meginrót vandans—spákaupmennsku. Spákaupmennska hefur verið og mun halda áfram að vera meginástæða þess að fasteignamarkaðurinn er óaðgengilegur fyrstu kaupendum. Svo lengi sem hægt er að nota land sem fjárfestingartól mun það alltaf endurspeglast í verði þess. Því vil ég tala fyrir lausn sem gerir spákaupmennsku með fasteignir að verri kost fyrir fjárfesta og hvetur núverandi lóðareigendur til að byggja meira og þéttar. Sú lausn felst í að skipta út fasteignaskattinum fyrir lóðamatsskatt. Lóðamatsskattur tekur allt eða hluta af virði óbætts lands sem skattstofn. Þar sem „óbætt land“ er sá hluti fasteignamats sem tekur ekki tillit til bygginga, skólplagna, trjáa og þess háttar. Það er oftar en ekki aukin eftirspurn eftir staðsetningu—ekki baðherbergjum eða bílskúrum, sem leiðir til þess að fasteignaverð hækkar ár frá ári. Þessar aðstæður skapa hvata fyrir fólk til að kaupa fasteignir sem fjárfestingartól en ekki bara sem húsnæði. Húsnæði er nauðsynlegt en það er ekki hagkvæmt til lengdar að nota takmarkaða auðlind líkt og land á þennan veg. Við getum alltaf gefið út ný hlutabréf en við getum ekki framleitt endalaust pláss. Með því að skattleggja óbætt land geta braskarar ekki lengur grætt á síhækkandi eftirspurn eftir þessari takmörkuðu auðlind. Fasteignaskatturinn, sem er næststærsta tekjulind sveitarfélaganna og nemur 0,5% af fasteignamati íbúðaeigna, gerir ekki nægilega mikið til að minnka hvatann til að nota fasteignir sem fjárfestingartól. Þvert á móti, fólk tapar á að byggja við lóðirnar sínar, því skattbyrðinn eykst þegar fasteignamatið er hærra. Þetta leiðir til þess að framboð af húsnæði nær aldrei að mæta eftirspurn og fasteignaverð helst hátt. Lóðamatsskatturinn hefur þveröfug áhrif. Í stað þess að refsa fólki fyrir að byggja við lóðirnar sínar, þá hvetur hann til þess. Þar sem skatturinn tekur bara tillit til virði óbættra lóða, þá borga lóðareigendur sem byggja meira, hlutfallslega minni skatt en þeir sem láta lóðirnar sínar ósnertar. Lóðamatsskatturinn leiðir til þess að þau sem hafa hve mest not af tiltekinni eign hverju sinni, séu þau sem eiga hana. Hugmyndin um lóðamatsskatt kom fyrst fram í lok 19. aldar þegar blaðamaður í New York sá fyrir sér skatt sem gæti komið í stað allra annara. Síðan þá hefur hugmyndin verið í sérstöku dálæti hjá mörgum hagfræðingum þar sem lóðamatsskattinum fylgir fræðilega séð ekkert allratap. Það er vegna þess að framboð lands er bundið lögmálum náttúrunar og því er ekki hægt að minnka eða auka framboð þess ef það reynist dýrara að eiga það. Samanborið við fasteignaskattinn er því hægt að rukka meira án þess að missa hagkvæmni. Fast framboð lands tryggir líka að leigusalar geta ekki skeytt skattinum á leigjendur, þar sem þeir yrðu ósamkeppnishæfir á leigumarkaði. Það fer bráðum að líða að sveitarstjórnarkosningum. Mikið af flottu og framtakssömu fólki er í framboði og tala fyrir alls konar hugmyndum. Ég biðla til þess, óhað því hvar það stendur á pólítíska litrófinu, að endurskoða fasteignaskattinn. Það er til betri kostur. Höfundur er námsmaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fasteignamarkaður Skattar og tollar Sveitarstjórnarkosningar 2022 Skoðun: Kosningar 2022 Mest lesið Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Helvítis Píratarnir Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Heilbrigðiskerfi framtíðarinnar Victor Guðmundsson Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Af hverju ætti ég að standa með kennurum? Stefán Birgir Jóhannesson Skoðun Dýrkeypt jólagjöf Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Sálfræðiþjónusta: Ég var heppinn að pabbi hafi greinst með krabbamein Davíð Brynjar Sigurjónsson Skoðun Ísland - land tækifæranna Ragnhildur Jónsdóttir Skoðun Kosningabaráttan er kostuð af þér Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Skoðun Skoðun Kosið um stefnu Axel Jón Ellenarson skrifar Skoðun Byggjum og náum niður vöxtum og verðbólgu Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnir síðustu ára hafa vanrækt barnamál Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Opnum fjöldahjálparstöð! Aðalheiður Jónsdóttir skrifar Skoðun Öflug garðyrkja – lykill að matvælaöryggi og grænni framtíð Guðrún Hafsteinsdóttir,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Vinnum gullið, stór áfangi inn í bjarta framtíð íþrótta á Íslandi Vésteinn Hafsteinsson skrifar Skoðun HSU réttir upp hönd í aðdraganda Alþingiskosninga Díana Óskarsdóttir skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Umhverfisvernd og syndaflóð Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Nei þeir mega það ekki! Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Höldum rónni og höldum áfram Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Raunveruleiki vændis Drífa Snædal skrifar Skoðun Tryggjum breytingar í málefnum eldri borgara Alma D. Möller skrifar Skoðun Af hverju ætti ég að standa með kennurum? Stefán Birgir Jóhannesson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn stendur með landsbyggðinni Hildur Sólveig Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ísland - land tækifæranna Ragnhildur Jónsdóttir skrifar Skoðun Fimm forgangsatriði í málefnum fatlaðs fólks Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Dýrkeypt jólagjöf Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Íslenska, hvað? Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Óður til kennara María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Frelsið er yndislegt Gabríel Ingimarsson skrifar Skoðun Sálfræðiþjónusta: Ég var heppinn að pabbi hafi greinst með krabbamein Davíð Brynjar Sigurjónsson skrifar Skoðun Réttlætismál fyrir eldri borgara Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Kosningabaráttan er kostuð af þér Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Að kjósa annað en Framsókn er að kjósa kyrrstöðu eða afturför í heilbrigðismálum Jóhann F. K. Arinbjarnarson skrifar Skoðun Lækkum álögur á fólk og fyrirtæki á landsbyggðinni Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Tæknitröll í heilbrigðiskerfið Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Valdeflandi endurhæfing Hugarafls styrkt í sessi Auður Axelsdóttir skrifar Skoðun Ert þú að velja milli Samfylkingar og Viðreisnar? Sigurrós Elddís Huldudóttir skrifar Skoðun Kjósum breytingar – Kjósum Pírata Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Þreyttur á vók? Símon Vestarr skrifar Sjá meira
Það hefur ekki farið framhjá neinum að fasteignaverð í Reykjavík hefur hækkað gífurlega síðustu ár og mánuði. Ungt fólk hefur setið á hakanum því kaupmáttur launa hefur ekki hækkað í sama mæli. Flestir eru sammála að þessi staða sé vandamál en þeim kemur ekki saman um hvernig er best að taka á vandanum. Vilja sumir meina að lækka þurfi útlánsvexti bankanna en aðrir vilja meina að þetta sé bara spurning um að byggja meira. Sjálfur fagna ég áætlunum flokkana í Borginni um að byggja meira, hvort sem það er miðsvæðis eða í úthverfunum, enda er bersýnilegur framboðsskortur á húsnæði. Ég tel þessar áætlanir hins vegar ekki taka á meginrót vandans—spákaupmennsku. Spákaupmennska hefur verið og mun halda áfram að vera meginástæða þess að fasteignamarkaðurinn er óaðgengilegur fyrstu kaupendum. Svo lengi sem hægt er að nota land sem fjárfestingartól mun það alltaf endurspeglast í verði þess. Því vil ég tala fyrir lausn sem gerir spákaupmennsku með fasteignir að verri kost fyrir fjárfesta og hvetur núverandi lóðareigendur til að byggja meira og þéttar. Sú lausn felst í að skipta út fasteignaskattinum fyrir lóðamatsskatt. Lóðamatsskattur tekur allt eða hluta af virði óbætts lands sem skattstofn. Þar sem „óbætt land“ er sá hluti fasteignamats sem tekur ekki tillit til bygginga, skólplagna, trjáa og þess háttar. Það er oftar en ekki aukin eftirspurn eftir staðsetningu—ekki baðherbergjum eða bílskúrum, sem leiðir til þess að fasteignaverð hækkar ár frá ári. Þessar aðstæður skapa hvata fyrir fólk til að kaupa fasteignir sem fjárfestingartól en ekki bara sem húsnæði. Húsnæði er nauðsynlegt en það er ekki hagkvæmt til lengdar að nota takmarkaða auðlind líkt og land á þennan veg. Við getum alltaf gefið út ný hlutabréf en við getum ekki framleitt endalaust pláss. Með því að skattleggja óbætt land geta braskarar ekki lengur grætt á síhækkandi eftirspurn eftir þessari takmörkuðu auðlind. Fasteignaskatturinn, sem er næststærsta tekjulind sveitarfélaganna og nemur 0,5% af fasteignamati íbúðaeigna, gerir ekki nægilega mikið til að minnka hvatann til að nota fasteignir sem fjárfestingartól. Þvert á móti, fólk tapar á að byggja við lóðirnar sínar, því skattbyrðinn eykst þegar fasteignamatið er hærra. Þetta leiðir til þess að framboð af húsnæði nær aldrei að mæta eftirspurn og fasteignaverð helst hátt. Lóðamatsskatturinn hefur þveröfug áhrif. Í stað þess að refsa fólki fyrir að byggja við lóðirnar sínar, þá hvetur hann til þess. Þar sem skatturinn tekur bara tillit til virði óbættra lóða, þá borga lóðareigendur sem byggja meira, hlutfallslega minni skatt en þeir sem láta lóðirnar sínar ósnertar. Lóðamatsskatturinn leiðir til þess að þau sem hafa hve mest not af tiltekinni eign hverju sinni, séu þau sem eiga hana. Hugmyndin um lóðamatsskatt kom fyrst fram í lok 19. aldar þegar blaðamaður í New York sá fyrir sér skatt sem gæti komið í stað allra annara. Síðan þá hefur hugmyndin verið í sérstöku dálæti hjá mörgum hagfræðingum þar sem lóðamatsskattinum fylgir fræðilega séð ekkert allratap. Það er vegna þess að framboð lands er bundið lögmálum náttúrunar og því er ekki hægt að minnka eða auka framboð þess ef það reynist dýrara að eiga það. Samanborið við fasteignaskattinn er því hægt að rukka meira án þess að missa hagkvæmni. Fast framboð lands tryggir líka að leigusalar geta ekki skeytt skattinum á leigjendur, þar sem þeir yrðu ósamkeppnishæfir á leigumarkaði. Það fer bráðum að líða að sveitarstjórnarkosningum. Mikið af flottu og framtakssömu fólki er í framboði og tala fyrir alls konar hugmyndum. Ég biðla til þess, óhað því hvar það stendur á pólítíska litrófinu, að endurskoða fasteignaskattinn. Það er til betri kostur. Höfundur er námsmaður.
Sálfræðiþjónusta: Ég var heppinn að pabbi hafi greinst með krabbamein Davíð Brynjar Sigurjónsson Skoðun
Skoðun Öflug garðyrkja – lykill að matvælaöryggi og grænni framtíð Guðrún Hafsteinsdóttir,Vilhjálmur Árnason skrifar
Skoðun Vinnum gullið, stór áfangi inn í bjarta framtíð íþrótta á Íslandi Vésteinn Hafsteinsson skrifar
Skoðun Sálfræðiþjónusta: Ég var heppinn að pabbi hafi greinst með krabbamein Davíð Brynjar Sigurjónsson skrifar
Skoðun Að kjósa annað en Framsókn er að kjósa kyrrstöðu eða afturför í heilbrigðismálum Jóhann F. K. Arinbjarnarson skrifar
Sálfræðiþjónusta: Ég var heppinn að pabbi hafi greinst með krabbamein Davíð Brynjar Sigurjónsson Skoðun