„Hún var ekki valin“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 21. febrúar 2022 15:54 Karen Knútsdóttir er ein fárra sem hafa leikið hundrað landsleiki fyrir kvennalandsliðið í handbolta. vísir/bára Arnar Pétursson segir að Karen Knútsdóttir, leikmaður Fram, hafi einfaldlega ekki verið valin í íslenska landsliðið í handbolta sem mætir Tyrklandi í tveimur leikjum í undankeppni EM í byrjun næsta mánaðar. Arnar tilkynnti nítján manna æfingahóp sinn fyrir leikina tvo sem fara fram 2. og 6. mars. Sextán leikmenn eru í hóp á leikdegi. „Það er sem betur fer alltaf erfitt að velja leikmenn í þessi verkefni. Maður þarf að velta ýmsu fyrir sér,“ sagði Arnar við Vísi í dag. Íslenska liðið kemur saman á föstudaginn, æfir á laugardaginn og flýgur svo út til Tyrklands eldsnemma á sunnudaginn. „Það er verið að spila í deild og bikar á fimmtudagskvöldið og föstudagurinn fer bara í fundi og endurheimt. Við æfum tvisvar á laugardaginn og förum svo út til Istanbúl á sunnudaginn. Svo tökum við innanlandsflug til Kastamonu á mánudaginn,“ sagði Arnar. Fyrri leikurinn gegn Tyrklandi fer fram á miðvikudaginn og seinni leikurinn á Ásvöllum sunnudaginn 6. mars. Nota Söndru og Rut áfram á miðjunni Athygli vekur að Karen Knútsdóttir er ekki í hópnum. Hún er bæði einn leikja- og markahæsti leikmaður í sögu íslenska landsliðsins og var fyrirliði þess um tíma. „Hún var ekki valin,“ sagði Arnar aðspurður hvort Karen sé meidd eða hafi ekki gefið kost á sér í landsliðið. „Í síðustu tveimur verkefnum höfum við notað bæði Söndru [Erlingsdóttir] og Rut [Jónsdóttur] á miðjunni og þær hafa staðið sig mjög vel. Við spilum áfram á því.“ Framtíðarleikmenn Tveir ungir leikmenn sem hafa ekki áður leikið keppnisleik með landsliðinu, Jóhanna Margrét Sigurðardóttir (HK) og Rakel Sara Elvarsdóttir (KA/Þór), eru í æfingahópnum. Jóhanna Margrét Sigurðardóttir (númer 19) lék sína fyrstu landsleiki gegn Tékkum síðasta haust.vísir/Hulda Margrét „Rakel Sara hefur staðið sig gríðarlega vel undanfarin tvö tímabil og er framtíðarleikmaður. Sama með Jóhönnu. Hún er ung, hávaxin og sterk skytta sem ég bind miklar vonir við. Við kipptum henni inn núna, komum henni aðeins nær því sem við erum að gera og hjálpum henni að taka næstu skref í þessum bolta,“ sagði Arnar. Ragnheiður Júlíusdóttir, leikmaður Fram, gaf ekki kost á sér að þessu sinni vegna persónulegra ástæðna og því opnaðist pláss fyrir Jóhönnu. Förum ekkert fram úr okkur Ísland er í 3. sæti riðils 6 í undankeppni EM 2022. Íslendingar steinlágu fyrir Svíum, 30-17, í fyrsta leik sínum en unnu svo góðan sigur á Serbum, 23-21. Hann gerir hlutina ansi áhugaverða upp á framhaldið að gera en tvö efstu liðin komast á EM. Arnar er samt með báða fætur kyrfilega á jörðinni. Íslendingar fagna sigrinum á Serbum síðasta haust.vísir/Jónína „Ég er bara á sama stað og ég var áður en við fórum af stað í þessum riðli. Við náðum vissulega mjög góðum úrslitum gegn Serbum og spiluðum mjög vel þar. Við förum samt ekkert fram úr okkur. Við einbeitum okkur áfram að því að bæta okkar leik, bæði í vörn og sókn. Það er langt síðan Ísland komst á stórmót kvenna. Okkur langar þangað en gerum okkur grein fyrir því að það gæti þurft nokkur skref. Við tökum þau vonandi í réttri röð og hægt og örugglega fram á við,“ sagði Arnar. Eiga lið í Meistaradeildinni Þótt Tyrkir hafi tapað báðum leikjum sínum í riðlinum segir Arnar þá ekki vera neina aukvisa. „Þetta er verðugt verkefni og þær eru með gott lið. Það eru kannski ekki margir sem vita það að tyrkneskur kvennahandbolti hefur verið í mikilli framför og þær eiga til að mynda lið í Meistaradeild Evrópu [Kastamonu Bld. GSK] sem spilar við bestu lið í heimi nánast í hverri viku. Það er gæðastimpill,“ sagði Arnar. „Þetta verður erfitt og við þurfum að eiga okkar bestu leiki ef við ætlum að halda áfram að bæta okkur og ná góðum úrslitum.“ Mest lesið Haukar dæmdir úr bikarnum og ÍBV fer áfram Handbolti „Önnur eins vitleysa hefur komið frá þessu félagi“ Handbolti Dagný gleymd eða afskrifuð?: Hefur ekkert heyrt í landsliðsþjálfaranum Fótbolti Metinn á rúmlega 17 milljarða fyrr á árinu en má nú fara á láni Enski boltinn „Gætu gert hrikalega góða hluti með íslenska landsliðið“ Fótbolti Laumaði hauskúpu afa síns inn á úrslitaleikinn Fótbolti Umboðsmaðurinn sérstaki sem kom með fyrstu Kananna til landsins Körfubolti Segir það sárt að vera ekki velkominn hjá Liverpool Enski boltinn Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Handbolti Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Fótbolti Fleiri fréttir ÍBV (eða Haukar) í erfiðan slag í bikarnum „Önnur eins vitleysa hefur komið frá þessu félagi“ Haukar dæmdir úr bikarnum og ÍBV fer áfram Uppgjörið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga Porto lagði Val í Portúgal Haukar með mikilvægan sigur í Mosfellsbæ Ótrúlegur Óðinn í stórsigri Kadetten sem skipti þó engu Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Þjálfari FH með hljóðnema á sér: „Massa reynsla hérna í bland við massa greddu“ HK gaf leik gegn Herði: „Ekki nýtt vandamál fyrir okkur á landsbyggðinni“ Sameinast litla bróður hjá Kolstad Tímabært að breyta til Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Íslendingaliðin töpuðu bæði Ísland tapaði með minnsta mun Ekki haft tíma til að spá í EM Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Sjá meira
Arnar tilkynnti nítján manna æfingahóp sinn fyrir leikina tvo sem fara fram 2. og 6. mars. Sextán leikmenn eru í hóp á leikdegi. „Það er sem betur fer alltaf erfitt að velja leikmenn í þessi verkefni. Maður þarf að velta ýmsu fyrir sér,“ sagði Arnar við Vísi í dag. Íslenska liðið kemur saman á föstudaginn, æfir á laugardaginn og flýgur svo út til Tyrklands eldsnemma á sunnudaginn. „Það er verið að spila í deild og bikar á fimmtudagskvöldið og föstudagurinn fer bara í fundi og endurheimt. Við æfum tvisvar á laugardaginn og förum svo út til Istanbúl á sunnudaginn. Svo tökum við innanlandsflug til Kastamonu á mánudaginn,“ sagði Arnar. Fyrri leikurinn gegn Tyrklandi fer fram á miðvikudaginn og seinni leikurinn á Ásvöllum sunnudaginn 6. mars. Nota Söndru og Rut áfram á miðjunni Athygli vekur að Karen Knútsdóttir er ekki í hópnum. Hún er bæði einn leikja- og markahæsti leikmaður í sögu íslenska landsliðsins og var fyrirliði þess um tíma. „Hún var ekki valin,“ sagði Arnar aðspurður hvort Karen sé meidd eða hafi ekki gefið kost á sér í landsliðið. „Í síðustu tveimur verkefnum höfum við notað bæði Söndru [Erlingsdóttir] og Rut [Jónsdóttur] á miðjunni og þær hafa staðið sig mjög vel. Við spilum áfram á því.“ Framtíðarleikmenn Tveir ungir leikmenn sem hafa ekki áður leikið keppnisleik með landsliðinu, Jóhanna Margrét Sigurðardóttir (HK) og Rakel Sara Elvarsdóttir (KA/Þór), eru í æfingahópnum. Jóhanna Margrét Sigurðardóttir (númer 19) lék sína fyrstu landsleiki gegn Tékkum síðasta haust.vísir/Hulda Margrét „Rakel Sara hefur staðið sig gríðarlega vel undanfarin tvö tímabil og er framtíðarleikmaður. Sama með Jóhönnu. Hún er ung, hávaxin og sterk skytta sem ég bind miklar vonir við. Við kipptum henni inn núna, komum henni aðeins nær því sem við erum að gera og hjálpum henni að taka næstu skref í þessum bolta,“ sagði Arnar. Ragnheiður Júlíusdóttir, leikmaður Fram, gaf ekki kost á sér að þessu sinni vegna persónulegra ástæðna og því opnaðist pláss fyrir Jóhönnu. Förum ekkert fram úr okkur Ísland er í 3. sæti riðils 6 í undankeppni EM 2022. Íslendingar steinlágu fyrir Svíum, 30-17, í fyrsta leik sínum en unnu svo góðan sigur á Serbum, 23-21. Hann gerir hlutina ansi áhugaverða upp á framhaldið að gera en tvö efstu liðin komast á EM. Arnar er samt með báða fætur kyrfilega á jörðinni. Íslendingar fagna sigrinum á Serbum síðasta haust.vísir/Jónína „Ég er bara á sama stað og ég var áður en við fórum af stað í þessum riðli. Við náðum vissulega mjög góðum úrslitum gegn Serbum og spiluðum mjög vel þar. Við förum samt ekkert fram úr okkur. Við einbeitum okkur áfram að því að bæta okkar leik, bæði í vörn og sókn. Það er langt síðan Ísland komst á stórmót kvenna. Okkur langar þangað en gerum okkur grein fyrir því að það gæti þurft nokkur skref. Við tökum þau vonandi í réttri röð og hægt og örugglega fram á við,“ sagði Arnar. Eiga lið í Meistaradeildinni Þótt Tyrkir hafi tapað báðum leikjum sínum í riðlinum segir Arnar þá ekki vera neina aukvisa. „Þetta er verðugt verkefni og þær eru með gott lið. Það eru kannski ekki margir sem vita það að tyrkneskur kvennahandbolti hefur verið í mikilli framför og þær eiga til að mynda lið í Meistaradeild Evrópu [Kastamonu Bld. GSK] sem spilar við bestu lið í heimi nánast í hverri viku. Það er gæðastimpill,“ sagði Arnar. „Þetta verður erfitt og við þurfum að eiga okkar bestu leiki ef við ætlum að halda áfram að bæta okkur og ná góðum úrslitum.“
Mest lesið Haukar dæmdir úr bikarnum og ÍBV fer áfram Handbolti „Önnur eins vitleysa hefur komið frá þessu félagi“ Handbolti Dagný gleymd eða afskrifuð?: Hefur ekkert heyrt í landsliðsþjálfaranum Fótbolti Metinn á rúmlega 17 milljarða fyrr á árinu en má nú fara á láni Enski boltinn „Gætu gert hrikalega góða hluti með íslenska landsliðið“ Fótbolti Laumaði hauskúpu afa síns inn á úrslitaleikinn Fótbolti Umboðsmaðurinn sérstaki sem kom með fyrstu Kananna til landsins Körfubolti Segir það sárt að vera ekki velkominn hjá Liverpool Enski boltinn Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Handbolti Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Fótbolti Fleiri fréttir ÍBV (eða Haukar) í erfiðan slag í bikarnum „Önnur eins vitleysa hefur komið frá þessu félagi“ Haukar dæmdir úr bikarnum og ÍBV fer áfram Uppgjörið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga Porto lagði Val í Portúgal Haukar með mikilvægan sigur í Mosfellsbæ Ótrúlegur Óðinn í stórsigri Kadetten sem skipti þó engu Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Þjálfari FH með hljóðnema á sér: „Massa reynsla hérna í bland við massa greddu“ HK gaf leik gegn Herði: „Ekki nýtt vandamál fyrir okkur á landsbyggðinni“ Sameinast litla bróður hjá Kolstad Tímabært að breyta til Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Íslendingaliðin töpuðu bæði Ísland tapaði með minnsta mun Ekki haft tíma til að spá í EM Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Sjá meira