Íþrótta- og tómstundabörn Aron Leví Beck skrifar 22. febrúar 2022 09:00 Það er ekki sjálfgefið að börnin okkar falli í hópinn, eigi vini eða hafi áhuga á því sama og meirihlutinn. Sjálfur þekki ég það af eigin reynslu sem barn með ADHD að erfitt var að finna íþrótt eða tómstund sem mér líkaði við. Ég prófaði alls konar: Dans, fótbolta og þar fram eftir götunum. Júdó var íþrótt sem mig langaði til að prófa því ég átti stóran frænda sem æfði og stundaði ég þá dásamlegu íþrótt af og til í þó nokkurn tíma. Það var samt eitthvað við það að keppa sem gaf mér hnút í magann og reyndi ég eftir bestu getu að komast hjá því þó ég hafi látið mig hafa það annað slagið. Ég var ekki sterkur félagslega en átti nokkuð auðvelt með að eignast vini en erfiðara var fyrir mig að halda í þá. Ég upplifði mig svolítið á skjön við umheiminn. Þegar ég var 10 ára byrjaði ég að æfa íshokkí. Hluti af strákunum í skólanum mínum voru að æfa og ég sló til. Íshokkí var íþrótt sem ég vissi lítið sem ekkert um, fyrir mér voru fótbolti, handbolti og körfubolti sennilega einu hópíþróttirnar sem ég vissi að væru stundaðar á íslandi. Þetta var árið 2000 þegar nýbúið var að byggja yfir skautasvellið í Laugardal. Sumir félaga minna höfðu einmitt byrjað að æfa þegar aðeins var útisvell í boði á Íslandi. Fljótlega komst ég að því að íshokkí er mjög stór íþrótt á Norðurlöndum, Kanada, Austur-Evrópu og víðar, aldrei hafði mér dottið það í hug. Fljótlega eftir að ég byrjaði að æfa ákvað ég að fara í mark, sú ákvörðun breytti öllu. Sem ADHD-strákur átti ég erfitt með að fylgjast með þegar æfingar voru útskýrðar fyrir okkur og það var ekkert sem drap stemninguna hraðar enn að þurfa að bíða í röð eftir að fá að gera æfingarnar, markmannsstaðan leysti þessi vandamál fyrir mér. Markmiðið var skýrt, ég átti að verja pökkinn og ég var í markinu alla æfinguna. Svo er líka bannað að skammast út í markmenn ef illa gengur. Annað en í júdóinu fannst mér ekki eins hvimleitt að keppa í íshokkí því það er hópíþrótt og mikilvægt er að hlúa að öllum í liðinu, taka ábyrgð á sínum leik en sem liðsheild taka ábyrgð á útkomu leiksins. Ég æfði íshokki í 10 ár og byrjaði aftur á fullorðinsárum og æfi enn. Fyrir mér hefur íshokkí alltaf verið einn af stóru hlutunum í lífinu mínu, þá á ég ekki við íþróttina sem áhugamál í ljósi þess að ég hef aldrei nennt að fylgjast með neinni íþrótt, ekki einu sinni íshokkí í sjónvarpi eða á netinu. Ég hef heyrt að það sé skemmtilegt áhorfendasport engu að síður. Þetta gaf mér ótrúlega útrás, styrkti mig félagslega, lærði að vinna með öðrum og eignaðist vini sem ég hef þekkt síðan ég var lítill strákur. Þetta gaf mér sjálfstraust, aga og kenndi mér að virða alla, ekki síst andstæðinga. Það skipti ekki máli hvað gekk á í lífi mínu, á svellinu gleymdi ég öllu. Það er svo ótrulega mikilvægt að sveitarfélög bjóði upp á fjölbreytt íþrótta- og tómstundastarf fyrir börn og unglinga. Við verðum að hafa hlutina aðgengilega, ekki bara fyrir börn og unglinga af íslenskum uppruna heldur líka fyrir krakka sem hafa flutt hingað frá öðrum löndum. Ég held að við getum flest verið sammála um það að íþrótta- og tómstundarstarf sé af hinu góða svo lengi sem vel er haldið utan um það. Það á að vera hægt að æfa þó barnið þitt ætli ekki að gera íþróttina eða tómstundina að ævistarfi í framtíðinni. Það á að vera hægt að æfa þó barnið tali ekki tungumálið, sé með fötlun að einhverju tagi, skilgreinir sig ekki sem karl eða konu eða laðast að sama kyni. Íþróttir og menning eiga að vera fyrir okkur öll og það er okkar að gera umhverfið þannig. Höfundur er varaborgarfulltrúi og íshokkímarkmaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2022 Reykjavík Íþróttir barna Borgarstjórn Samfylkingin Sveitarstjórnarkosningar 2022 Aron Leví Beck Mest lesið Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Helvítis Píratarnir Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Heilbrigðiskerfi framtíðarinnar Victor Guðmundsson Skoðun Af hverju ætti ég að standa með kennurum? Stefán Birgir Jóhannesson Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Kosningabaráttan er kostuð af þér Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Dýrkeypt jólagjöf Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Sálfræðiþjónusta: Ég var heppinn að pabbi hafi greinst með krabbamein Davíð Brynjar Sigurjónsson Skoðun Ísland - land tækifæranna Ragnhildur Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Fyrirsjáanleiki fyrir ferðaþjónustuna Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Sjávarútvegurinn - Unga fólkið er framtíðin Arnar Jónsson,Hreinn Pétursson skrifar Skoðun Hver verða lykilgildin í næsta stjórnarsáttmála? Gunnar Hersveinn skrifar Skoðun Ungt fólk í Hafnarfirði stendur með Rósu Guðbjartsdóttur Hópur ungs fólks í Hafnarfirði skrifar Skoðun Kjósum frið Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Af hverju kýs ég frjálslyndi og frelsi? Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Píratar, frumkvöðlar í íslenskum stjórnmálum Helga Völundardóttir skrifar Skoðun Lilja lofar öllu fögru Björn B Björnsson skrifar Skoðun Siðlaus einkavæðing gegn almannahagsmunum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Reikningskúnstir Ragnars Þórs Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Sögulegt tækifæri Logi Einarsson,Eydís Ásbjörnsdóttir,Sæunn Gísladóttir,Sindri S. Kristjánsson skrifar Skoðun X í C fyrir framtíð á Íslandi Lovísa Oktovía Eyvindsdóttir skrifar Skoðun Kosið um stefnu Axel Jón Ellenarson skrifar Skoðun Byggjum og náum niður vöxtum og verðbólgu Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnir síðustu ára hafa vanrækt barnamál Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Opnum fjöldahjálparstöð! Aðalheiður Jónsdóttir skrifar Skoðun Öflug garðyrkja – lykill að matvælaöryggi og grænni framtíð Guðrún Hafsteinsdóttir,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Vinnum gullið, stór áfangi inn í bjarta framtíð íþrótta á Íslandi Vésteinn Hafsteinsson skrifar Skoðun HSU réttir upp hönd í aðdraganda Alþingiskosninga Díana Óskarsdóttir skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Umhverfisvernd og syndaflóð Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Nei þeir mega það ekki! Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Höldum rónni og höldum áfram Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Raunveruleiki vændis Drífa Snædal skrifar Skoðun Tryggjum breytingar í málefnum eldri borgara Alma D. Möller skrifar Skoðun Af hverju ætti ég að standa með kennurum? Stefán Birgir Jóhannesson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn stendur með landsbyggðinni Hildur Sólveig Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ísland - land tækifæranna Ragnhildur Jónsdóttir skrifar Skoðun Fimm forgangsatriði í málefnum fatlaðs fólks Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Dýrkeypt jólagjöf Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Íslenska, hvað? Gauti Kristmannsson skrifar Sjá meira
Það er ekki sjálfgefið að börnin okkar falli í hópinn, eigi vini eða hafi áhuga á því sama og meirihlutinn. Sjálfur þekki ég það af eigin reynslu sem barn með ADHD að erfitt var að finna íþrótt eða tómstund sem mér líkaði við. Ég prófaði alls konar: Dans, fótbolta og þar fram eftir götunum. Júdó var íþrótt sem mig langaði til að prófa því ég átti stóran frænda sem æfði og stundaði ég þá dásamlegu íþrótt af og til í þó nokkurn tíma. Það var samt eitthvað við það að keppa sem gaf mér hnút í magann og reyndi ég eftir bestu getu að komast hjá því þó ég hafi látið mig hafa það annað slagið. Ég var ekki sterkur félagslega en átti nokkuð auðvelt með að eignast vini en erfiðara var fyrir mig að halda í þá. Ég upplifði mig svolítið á skjön við umheiminn. Þegar ég var 10 ára byrjaði ég að æfa íshokkí. Hluti af strákunum í skólanum mínum voru að æfa og ég sló til. Íshokkí var íþrótt sem ég vissi lítið sem ekkert um, fyrir mér voru fótbolti, handbolti og körfubolti sennilega einu hópíþróttirnar sem ég vissi að væru stundaðar á íslandi. Þetta var árið 2000 þegar nýbúið var að byggja yfir skautasvellið í Laugardal. Sumir félaga minna höfðu einmitt byrjað að æfa þegar aðeins var útisvell í boði á Íslandi. Fljótlega komst ég að því að íshokkí er mjög stór íþrótt á Norðurlöndum, Kanada, Austur-Evrópu og víðar, aldrei hafði mér dottið það í hug. Fljótlega eftir að ég byrjaði að æfa ákvað ég að fara í mark, sú ákvörðun breytti öllu. Sem ADHD-strákur átti ég erfitt með að fylgjast með þegar æfingar voru útskýrðar fyrir okkur og það var ekkert sem drap stemninguna hraðar enn að þurfa að bíða í röð eftir að fá að gera æfingarnar, markmannsstaðan leysti þessi vandamál fyrir mér. Markmiðið var skýrt, ég átti að verja pökkinn og ég var í markinu alla æfinguna. Svo er líka bannað að skammast út í markmenn ef illa gengur. Annað en í júdóinu fannst mér ekki eins hvimleitt að keppa í íshokkí því það er hópíþrótt og mikilvægt er að hlúa að öllum í liðinu, taka ábyrgð á sínum leik en sem liðsheild taka ábyrgð á útkomu leiksins. Ég æfði íshokki í 10 ár og byrjaði aftur á fullorðinsárum og æfi enn. Fyrir mér hefur íshokkí alltaf verið einn af stóru hlutunum í lífinu mínu, þá á ég ekki við íþróttina sem áhugamál í ljósi þess að ég hef aldrei nennt að fylgjast með neinni íþrótt, ekki einu sinni íshokkí í sjónvarpi eða á netinu. Ég hef heyrt að það sé skemmtilegt áhorfendasport engu að síður. Þetta gaf mér ótrúlega útrás, styrkti mig félagslega, lærði að vinna með öðrum og eignaðist vini sem ég hef þekkt síðan ég var lítill strákur. Þetta gaf mér sjálfstraust, aga og kenndi mér að virða alla, ekki síst andstæðinga. Það skipti ekki máli hvað gekk á í lífi mínu, á svellinu gleymdi ég öllu. Það er svo ótrulega mikilvægt að sveitarfélög bjóði upp á fjölbreytt íþrótta- og tómstundastarf fyrir börn og unglinga. Við verðum að hafa hlutina aðgengilega, ekki bara fyrir börn og unglinga af íslenskum uppruna heldur líka fyrir krakka sem hafa flutt hingað frá öðrum löndum. Ég held að við getum flest verið sammála um það að íþrótta- og tómstundarstarf sé af hinu góða svo lengi sem vel er haldið utan um það. Það á að vera hægt að æfa þó barnið þitt ætli ekki að gera íþróttina eða tómstundina að ævistarfi í framtíðinni. Það á að vera hægt að æfa þó barnið tali ekki tungumálið, sé með fötlun að einhverju tagi, skilgreinir sig ekki sem karl eða konu eða laðast að sama kyni. Íþróttir og menning eiga að vera fyrir okkur öll og það er okkar að gera umhverfið þannig. Höfundur er varaborgarfulltrúi og íshokkímarkmaður.
Sálfræðiþjónusta: Ég var heppinn að pabbi hafi greinst með krabbamein Davíð Brynjar Sigurjónsson Skoðun
Skoðun Ungt fólk í Hafnarfirði stendur með Rósu Guðbjartsdóttur Hópur ungs fólks í Hafnarfirði skrifar
Skoðun Siðlaus einkavæðing gegn almannahagsmunum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Sögulegt tækifæri Logi Einarsson,Eydís Ásbjörnsdóttir,Sæunn Gísladóttir,Sindri S. Kristjánsson skrifar
Skoðun Öflug garðyrkja – lykill að matvælaöryggi og grænni framtíð Guðrún Hafsteinsdóttir,Vilhjálmur Árnason skrifar
Skoðun Vinnum gullið, stór áfangi inn í bjarta framtíð íþrótta á Íslandi Vésteinn Hafsteinsson skrifar
Sálfræðiþjónusta: Ég var heppinn að pabbi hafi greinst með krabbamein Davíð Brynjar Sigurjónsson Skoðun