Draumur forsetans er að sjá Mbappe í Real og Haaland í Barcelona Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 23. febrúar 2022 16:01 Kylian Mbappe heilsar Erling Haaland fyrir leik Paris Saint-Germain og Borussia Dortmund í Meistaradeildinni. Getty/Alex Grimm Við höfum lifað á tímum Cristiano Ronaldo og Lionel Messi í meira en áratug en nú erum við að sjá fyrir endann á blómatíma þeirra. Forseti La Liga á Spáni vill sjá tvær framtíðarstjörnur koma í deildina en ekki í sama liðið. Messi og Ronaldo voru erkifjendur og höfuðandstæðingar sem leikmenn Barcelona og Real Madrid og síðan þeir fóru úr deildinni hefur mikið vantað í deildina að mati margra. Javier Tebas, forstjóri La Liga, hefur augun á tveimur framtíðarstjörnum til að koma í þeirra stað. Þetta eru þeir Kylian Mbappe og Erling Haaland sem spila nú í frönsku og þýsku deildinni. Þeir hafa hins vegar verið orðaðir lengi við spænsku stórliðin. „Mín ósk er að við sjáum Haaland hjá Barca og Mbappe hjá Madrid,“ sagði Javier Tebas, forseti La Liga, í viðtali við ABC en hann sjálfur er Real Madrid maður. ESPN segir frá. Erling Haaland hefur líka verið orðaður við Real Madrid en mörgum finnst það ótrúlegt að Real geti náð í þá báða. „Ég vil að við verðum aftur jafnheppnir og áður þegar við vorum með tvo frábæra leikmenn, í þeim [Lionel] Messi og [Cristiano] Ronaldo, í tveimur bestu liðum heims. Það eru fleiri stuðningsmenn La Liga en það eru Madridistar,“ sagði Tebas. Kylian Mbappe getur komið á frjálsri sölu frá Paris Saint Germain í sumar en það er hægt að kaupa upp samning Erling Haaland við Dortmund fyrir 75 milljónir evra sem er líklega langt undir markaðsvirði hans í dag. Báðir búast þeir aftur á móti við því að fá ofurlaun og það verður því allt annað en ódýrt að semja við þá báða. Framtíðin er þeirra þótt þeir hafi þegar löngu sannað sig á stærsta sviðinu. Kylian Mbappe er 23 ára gamall og Erling Haaland er bara 21 árs gamall. Það eru því tvö ár á milli þeirra alveg eins og hjá Messi og Ronaldo. Spænski boltinn Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Atli og Eiður í KR Fótbolti Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Sport Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Fótbolti Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Fótbolti Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn Fleiri fréttir Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Framarar sótt fjóra bita í næstu deild „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Sjá meira
Messi og Ronaldo voru erkifjendur og höfuðandstæðingar sem leikmenn Barcelona og Real Madrid og síðan þeir fóru úr deildinni hefur mikið vantað í deildina að mati margra. Javier Tebas, forstjóri La Liga, hefur augun á tveimur framtíðarstjörnum til að koma í þeirra stað. Þetta eru þeir Kylian Mbappe og Erling Haaland sem spila nú í frönsku og þýsku deildinni. Þeir hafa hins vegar verið orðaðir lengi við spænsku stórliðin. „Mín ósk er að við sjáum Haaland hjá Barca og Mbappe hjá Madrid,“ sagði Javier Tebas, forseti La Liga, í viðtali við ABC en hann sjálfur er Real Madrid maður. ESPN segir frá. Erling Haaland hefur líka verið orðaður við Real Madrid en mörgum finnst það ótrúlegt að Real geti náð í þá báða. „Ég vil að við verðum aftur jafnheppnir og áður þegar við vorum með tvo frábæra leikmenn, í þeim [Lionel] Messi og [Cristiano] Ronaldo, í tveimur bestu liðum heims. Það eru fleiri stuðningsmenn La Liga en það eru Madridistar,“ sagði Tebas. Kylian Mbappe getur komið á frjálsri sölu frá Paris Saint Germain í sumar en það er hægt að kaupa upp samning Erling Haaland við Dortmund fyrir 75 milljónir evra sem er líklega langt undir markaðsvirði hans í dag. Báðir búast þeir aftur á móti við því að fá ofurlaun og það verður því allt annað en ódýrt að semja við þá báða. Framtíðin er þeirra þótt þeir hafi þegar löngu sannað sig á stærsta sviðinu. Kylian Mbappe er 23 ára gamall og Erling Haaland er bara 21 árs gamall. Það eru því tvö ár á milli þeirra alveg eins og hjá Messi og Ronaldo.
Spænski boltinn Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Atli og Eiður í KR Fótbolti Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Sport Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Fótbolti Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Fótbolti Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn Fleiri fréttir Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Framarar sótt fjóra bita í næstu deild „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Sjá meira