Ísland skal tryggja grundvallamannréttindi fyrir öll Tatjana Latinovic skrifar 24. febrúar 2022 08:01 Það er sárara en orð fá lýst að geta ekki haldið því kinnroðalaust fram að Ísland og íslensk stjórnvöld standi vörð um réttindi kvenna hér landi. Fyrr í þessum mánuði voru birt drög að nýjum útlendingalögum þar sem brotið er á mannréttindum fólks sem leitar skjóls á Íslandi, og nú á allra seinustu dögum fréttist að dómsmálaráðherra hyggist ekki endurnýja samning við Rauða Kross Íslands um hagsmunagæslu til hælisleitenda, án þess að hafa tryggt hana á viðeigandi hátt. Allar breytingar á löggjöf sem skerða mannréttindi fólks og niðurskurður til samtaka sem vinna að réttargæslu fólks er váleg vegferð á umrótartímum þegar ófriður er í lofti og ástand í heiminum verður sífellt ótryggara. Ég skora á íslensk stjórnvöld að sýna manngæsku og mannúð í verki. Kvenréttindafélag Íslands stendur vörð um jafnrétti allra og þess vegna sendi stjórn félagsins í vikunni eftirfarandi ályktun: Ályktun Kvenréttindafélags Íslands Það vekur ugg að fylgjast með brotum á mannréttindum kvenna sem minnst mega sín og sem koma til Íslands í von að bjarga lífi sínu. Nú hefur dómsmálaráðherra gefið út drög að frumvarpi til laga breytingum á útlendingalögum nr. 80/2016 (alþjóðleg vernd) og lögum um atvinnuréttindi útlendinga nr. 97/2002 (atvinnuleyfi) þar sem ekki er tekið tillit til sérstakrar stöðu kvenna eða annarra jaðarhópa, ekkert jafnréttismat hefur verið framkvæmt og hunsuð eru þau ólíku áhrif sem breytingum á lögunum hafa á stöðu kynjanna. Það segir eitthvað um stöðu jafnréttismála á Íslandi þegar æðstu stjórnvöld fara ekki eftir sínum eigin reglum um samþættingu jafnréttissjónarmiða. Jafnréttisparadísin Ísland? Íslensk stjórnvöld hafa verið dugleg að hreykja sér af jafnréttisparadísinni okkar við hvert tækifæri bæði heima og erlendis. Konur koma hingað í von að geta fengið sanngjarna meðferð en þeim er oftar en ekki hent út úr landi áður en þær geta talað fyrir sínu máli, sem er grunnkrafa allra lýðræðislega réttarkerfa. Íslendingar eru frægir á alþjóðlegum vettvangi fyrir að hafa þróað alls konar lausnir, lög og reglugerðir til að jafna hlut kynjanna. Þetta á að ná til allra á Íslandi, ekki bara okkar sem innfædd eru heldur einnig til okkar sem flytja hingað og okkar sem leita hér verndar. Aðgerðir til að ná kynjajafnrétti eiga að ná til allra kvenna, líka kvenna á flótta. Kynjasjónarmið þurfa því að vera höfð í huga við úrvinnslu allra mála, líkt og breytingum á útlendingalögum. Kvenréttindafélagið hvetur stjórnvöld til að standa með mannréttindum Samhliða þessum frumvarpsdrögum hafa stjórnvöld rift samningi sínum við einn mikilvægasta málsvari hælisleitenda, Rauða Kross Íslands, svo þau geta ekki lengur haldið uppi lögfræðiaðstoð til hælisleitenda. Þar með er grafið undan þekkingu og reynslu innan stjórnsýslunnar til að sinna málaflokknum. Íslensk stjórnvöld hafa skrifað undir alþjóðlegar skuldbindingar til að vernda konur, þar með talið þær sem eru á flótta, sáttmála líkt og Kvennasáttmála Sameinuðu þjóðanna, Samning Evrópuráðsins um aðgerðir gegn mansali og Istanbúlsamninginn um forvarnir og baráttu gegn ofbeldi gagnvart konum. Kvenréttindafélagi Íslands þykir enn fremur leitt að sjá að ákvarðanir dómsmálaráðherra í útlendingamálum ganga þvert á gildandi stjórnarsáttmála, en þar kemur fram að jafnrétti kynjanna sé mikilvægur þáttur í heilbrigðu samfélagi og verði áfram forgangsmál. Mikilvægt er að stjórnvöld framfylgi stjórnarsáttmálanum og tryggi það að kynjajafnrétti gildi fyrir alla, óháð uppruna og samfélagsstöðu. Stöndum vörð um jafnrétti Kvenréttindafélag Íslands hvetur íslensk stjórnvöld til að uppfylla alþjóðlegar skuldbindingar sínar að standa vörð um konur og enn fremur til að standa vörð grundvallargildi íslensks samfélags, jafnrétti, lýðræði og frelsi einstaklingsins. Kvenréttindafélag Íslands hvetur alþingisfólk til að samþykkja engar breytingar á lögum sem skerða grundvallarmannréttindi. Höfundur er formaður Kvenréttindafélags Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Tatjana Latinovic Mannréttindi Jafnréttismál Mest lesið Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Helvítis Píratarnir Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Heilbrigðiskerfi framtíðarinnar Victor Guðmundsson Skoðun Af hverju ætti ég að standa með kennurum? Stefán Birgir Jóhannesson Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Dýrkeypt jólagjöf Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Sálfræðiþjónusta: Ég var heppinn að pabbi hafi greinst með krabbamein Davíð Brynjar Sigurjónsson Skoðun Ísland - land tækifæranna Ragnhildur Jónsdóttir Skoðun Kosningabaráttan er kostuð af þér Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Skoðun Skoðun Hver verða lykilgildin í næsta stjórnarsáttmála? Gunnar Hersveinn skrifar Skoðun Ungt fólk í Hafnarfirði stendur með Rósu Guðbjartsdóttur Hópur ungs fólks í Hafnarfirði skrifar Skoðun Kjósum frið Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Af hverju kýs ég frjálslyndi og frelsi? Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Píratar, frumkvöðlar í íslenskum stjórnmálum Helga Völundardóttir skrifar Skoðun Lilja lofar öllu fögru Björn B Björnsson skrifar Skoðun Siðlaus einkavæðing gegn almannahagsmunum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Reikningskúnstir Ragnars Þórs Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Sögulegt tækifæri Logi Einarsson,Eydís Ásbjörnsdóttir,Sæunn Gísladóttir,Sindri S. Kristjánsson skrifar Skoðun X í C fyrir framtíð á Íslandi Lovísa Oktovía Eyvindsdóttir skrifar Skoðun Kosið um stefnu Axel Jón Ellenarson skrifar Skoðun Byggjum og náum niður vöxtum og verðbólgu Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnir síðustu ára hafa vanrækt barnamál Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Opnum fjöldahjálparstöð! Aðalheiður Jónsdóttir skrifar Skoðun Öflug garðyrkja – lykill að matvælaöryggi og grænni framtíð Guðrún Hafsteinsdóttir,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Vinnum gullið, stór áfangi inn í bjarta framtíð íþrótta á Íslandi Vésteinn Hafsteinsson skrifar Skoðun HSU réttir upp hönd í aðdraganda Alþingiskosninga Díana Óskarsdóttir skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Umhverfisvernd og syndaflóð Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Nei þeir mega það ekki! Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Höldum rónni og höldum áfram Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Raunveruleiki vændis Drífa Snædal skrifar Skoðun Tryggjum breytingar í málefnum eldri borgara Alma D. Möller skrifar Skoðun Af hverju ætti ég að standa með kennurum? Stefán Birgir Jóhannesson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn stendur með landsbyggðinni Hildur Sólveig Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ísland - land tækifæranna Ragnhildur Jónsdóttir skrifar Skoðun Fimm forgangsatriði í málefnum fatlaðs fólks Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Dýrkeypt jólagjöf Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Íslenska, hvað? Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Óður til kennara María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Frelsið er yndislegt Gabríel Ingimarsson skrifar Sjá meira
Það er sárara en orð fá lýst að geta ekki haldið því kinnroðalaust fram að Ísland og íslensk stjórnvöld standi vörð um réttindi kvenna hér landi. Fyrr í þessum mánuði voru birt drög að nýjum útlendingalögum þar sem brotið er á mannréttindum fólks sem leitar skjóls á Íslandi, og nú á allra seinustu dögum fréttist að dómsmálaráðherra hyggist ekki endurnýja samning við Rauða Kross Íslands um hagsmunagæslu til hælisleitenda, án þess að hafa tryggt hana á viðeigandi hátt. Allar breytingar á löggjöf sem skerða mannréttindi fólks og niðurskurður til samtaka sem vinna að réttargæslu fólks er váleg vegferð á umrótartímum þegar ófriður er í lofti og ástand í heiminum verður sífellt ótryggara. Ég skora á íslensk stjórnvöld að sýna manngæsku og mannúð í verki. Kvenréttindafélag Íslands stendur vörð um jafnrétti allra og þess vegna sendi stjórn félagsins í vikunni eftirfarandi ályktun: Ályktun Kvenréttindafélags Íslands Það vekur ugg að fylgjast með brotum á mannréttindum kvenna sem minnst mega sín og sem koma til Íslands í von að bjarga lífi sínu. Nú hefur dómsmálaráðherra gefið út drög að frumvarpi til laga breytingum á útlendingalögum nr. 80/2016 (alþjóðleg vernd) og lögum um atvinnuréttindi útlendinga nr. 97/2002 (atvinnuleyfi) þar sem ekki er tekið tillit til sérstakrar stöðu kvenna eða annarra jaðarhópa, ekkert jafnréttismat hefur verið framkvæmt og hunsuð eru þau ólíku áhrif sem breytingum á lögunum hafa á stöðu kynjanna. Það segir eitthvað um stöðu jafnréttismála á Íslandi þegar æðstu stjórnvöld fara ekki eftir sínum eigin reglum um samþættingu jafnréttissjónarmiða. Jafnréttisparadísin Ísland? Íslensk stjórnvöld hafa verið dugleg að hreykja sér af jafnréttisparadísinni okkar við hvert tækifæri bæði heima og erlendis. Konur koma hingað í von að geta fengið sanngjarna meðferð en þeim er oftar en ekki hent út úr landi áður en þær geta talað fyrir sínu máli, sem er grunnkrafa allra lýðræðislega réttarkerfa. Íslendingar eru frægir á alþjóðlegum vettvangi fyrir að hafa þróað alls konar lausnir, lög og reglugerðir til að jafna hlut kynjanna. Þetta á að ná til allra á Íslandi, ekki bara okkar sem innfædd eru heldur einnig til okkar sem flytja hingað og okkar sem leita hér verndar. Aðgerðir til að ná kynjajafnrétti eiga að ná til allra kvenna, líka kvenna á flótta. Kynjasjónarmið þurfa því að vera höfð í huga við úrvinnslu allra mála, líkt og breytingum á útlendingalögum. Kvenréttindafélagið hvetur stjórnvöld til að standa með mannréttindum Samhliða þessum frumvarpsdrögum hafa stjórnvöld rift samningi sínum við einn mikilvægasta málsvari hælisleitenda, Rauða Kross Íslands, svo þau geta ekki lengur haldið uppi lögfræðiaðstoð til hælisleitenda. Þar með er grafið undan þekkingu og reynslu innan stjórnsýslunnar til að sinna málaflokknum. Íslensk stjórnvöld hafa skrifað undir alþjóðlegar skuldbindingar til að vernda konur, þar með talið þær sem eru á flótta, sáttmála líkt og Kvennasáttmála Sameinuðu þjóðanna, Samning Evrópuráðsins um aðgerðir gegn mansali og Istanbúlsamninginn um forvarnir og baráttu gegn ofbeldi gagnvart konum. Kvenréttindafélagi Íslands þykir enn fremur leitt að sjá að ákvarðanir dómsmálaráðherra í útlendingamálum ganga þvert á gildandi stjórnarsáttmála, en þar kemur fram að jafnrétti kynjanna sé mikilvægur þáttur í heilbrigðu samfélagi og verði áfram forgangsmál. Mikilvægt er að stjórnvöld framfylgi stjórnarsáttmálanum og tryggi það að kynjajafnrétti gildi fyrir alla, óháð uppruna og samfélagsstöðu. Stöndum vörð um jafnrétti Kvenréttindafélag Íslands hvetur íslensk stjórnvöld til að uppfylla alþjóðlegar skuldbindingar sínar að standa vörð um konur og enn fremur til að standa vörð grundvallargildi íslensks samfélags, jafnrétti, lýðræði og frelsi einstaklingsins. Kvenréttindafélag Íslands hvetur alþingisfólk til að samþykkja engar breytingar á lögum sem skerða grundvallarmannréttindi. Höfundur er formaður Kvenréttindafélags Íslands.
Sálfræðiþjónusta: Ég var heppinn að pabbi hafi greinst með krabbamein Davíð Brynjar Sigurjónsson Skoðun
Skoðun Ungt fólk í Hafnarfirði stendur með Rósu Guðbjartsdóttur Hópur ungs fólks í Hafnarfirði skrifar
Skoðun Siðlaus einkavæðing gegn almannahagsmunum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Sögulegt tækifæri Logi Einarsson,Eydís Ásbjörnsdóttir,Sæunn Gísladóttir,Sindri S. Kristjánsson skrifar
Skoðun Öflug garðyrkja – lykill að matvælaöryggi og grænni framtíð Guðrún Hafsteinsdóttir,Vilhjálmur Árnason skrifar
Skoðun Vinnum gullið, stór áfangi inn í bjarta framtíð íþrótta á Íslandi Vésteinn Hafsteinsson skrifar
Sálfræðiþjónusta: Ég var heppinn að pabbi hafi greinst með krabbamein Davíð Brynjar Sigurjónsson Skoðun