Zach Johnson verður fyrirliði bandaríska Ryder-liðsins Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 24. febrúar 2022 15:00 Zach Johnson hefur mikla reynslu og náði meðal annars að keppa á 69 risamótum í röð. AP/Matt York Zach Johnson fær það hlutverk að leiða lið Bandaríkjamanna á næsta Ryder-bikar í golfi en hann fer næst fram í Evrópu. Associated Press hefur heimildir fyrir því að Zach taki við starfinu af Steve Stricker en PGA ætlaði að tilkynna um næsta fyrirliða á blaðamannafundi á mánudaginn kemur. Ryder-bikarinn fer næst fram 29. september til 1. október 2023 hjá Marco Simone golfklúbbnum á Ítalíu. Zach Johnson will be at the helm when the U.S. heads to Italy for the 2023 Ryder Cup. https://t.co/qHnPbtGayK— SI Golf (@SI_Golf) February 23, 2022 Steve Stricker stýrði bandaríska liðinu til 19-9 sigurs í síðasta Ryderbikar í fyrrahaust. Johnson fær það stóra verkefni að reyna að vinna bikarinn á evrópskri grundu en því hefur bandaríska landsliðið ekki náð í þrjátíu ár eða síðan liðið vann á Spáni árið 1993. Hann hefur reynslu af Ryderbikarnum sem bæði keppandi og aðstoðarfyrirliði. Johnson hefur keppt fimm sinnum með bandaríska landsliðinu í Ryderbikarnum. Hann var í tapliði í fögur fyrstu skiptin (2006, 2010, 2012 og 2014) en vann Ryderbikarinn með bandaríska liðinu árið 2016. Report: Zach Johnson to captain U.S. Ryder Cup team in Italy in 2023 https://t.co/vfdWkeTe4k— Golfweek (@golfweek) February 23, 2022 Zach hefur unnið tvö risamót á ferlinum, vann Mastersmótið árið 2007 og Opna breska meistaramótið árið 2015. Í júlí í fyrra þá varð Zach að hætta við keppni á Opna breska meistaramótinu vegna kórónuveirusmits en hann hafði þá keppt á 69 risamótum í röð. Golf Ryder-bikarinn Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Handbolti Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Handbolti Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Handbolti Í beinni: Ipswich - Man. Utd. | Fyrsti leikurinn hjá Amorim Enski boltinn Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Formúla 1 Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sport Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Associated Press hefur heimildir fyrir því að Zach taki við starfinu af Steve Stricker en PGA ætlaði að tilkynna um næsta fyrirliða á blaðamannafundi á mánudaginn kemur. Ryder-bikarinn fer næst fram 29. september til 1. október 2023 hjá Marco Simone golfklúbbnum á Ítalíu. Zach Johnson will be at the helm when the U.S. heads to Italy for the 2023 Ryder Cup. https://t.co/qHnPbtGayK— SI Golf (@SI_Golf) February 23, 2022 Steve Stricker stýrði bandaríska liðinu til 19-9 sigurs í síðasta Ryderbikar í fyrrahaust. Johnson fær það stóra verkefni að reyna að vinna bikarinn á evrópskri grundu en því hefur bandaríska landsliðið ekki náð í þrjátíu ár eða síðan liðið vann á Spáni árið 1993. Hann hefur reynslu af Ryderbikarnum sem bæði keppandi og aðstoðarfyrirliði. Johnson hefur keppt fimm sinnum með bandaríska landsliðinu í Ryderbikarnum. Hann var í tapliði í fögur fyrstu skiptin (2006, 2010, 2012 og 2014) en vann Ryderbikarinn með bandaríska liðinu árið 2016. Report: Zach Johnson to captain U.S. Ryder Cup team in Italy in 2023 https://t.co/vfdWkeTe4k— Golfweek (@golfweek) February 23, 2022 Zach hefur unnið tvö risamót á ferlinum, vann Mastersmótið árið 2007 og Opna breska meistaramótið árið 2015. Í júlí í fyrra þá varð Zach að hætta við keppni á Opna breska meistaramótinu vegna kórónuveirusmits en hann hafði þá keppt á 69 risamótum í röð.
Golf Ryder-bikarinn Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Handbolti Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Handbolti Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Handbolti Í beinni: Ipswich - Man. Utd. | Fyrsti leikurinn hjá Amorim Enski boltinn Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Formúla 1 Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sport Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira