Skoðun

Nýtum tækifærið

Erla Hendriksdóttir, Guðlaug Jónsdóttir, Jónína Víglundsdóttir og Laufey Ólafsdóttir skrifa

Vanda Sigurgeirsdóttir hefur nú starfað fyrir KSÍ í um 4 mánuði. Það hefur ekki farið framhjá okkur sem fylgjumst með úr fjarlægð að hún hefur unnið af heilum hug þennan tíma. Hennar reynsla er nauðsynleg fyrir hreyfinguna alla. Vanda er fyrirliði, fyrirmynd, leiðtogi, leikmaður, þjálfari, með gríðarlega reynslu í stjórnun og stjórnarháttum. Hún hefur verið ötull talsmaður gegn einelti, í allri mynd, hún hefur reynsluna og þekkinguna til að taka á öllum þeim áskorunum sem beinast gegn Knattspyrnusambandinu í dag.

Það þarf að huga að mörgu sem formaður KSÍ. Félögin í landinu eru mörg, þetta er fjölmennasta íþrótt landsins, allir sjálfboðaliðarnir sem koma að hverju félagi fyrir sig. Vanda hefur gefið það út í stefnuskrá sinni „Að efla samstarf, bæta ákvarðanir og auka með því gæði í öllu starfi“ og leiðin að því eru m.a. „Opnar samskiptaleiðir og virk hlustun með aðgerðum í kjölfarið“. Þöggunarmenningin er úrelt í dag og það er kominn tími á að breyta til og láta verkin tala og Vanda hefur sýnt það í gegnum árin að það getur hún svo sannarlega.

Greinarhöfundar hafa þekkt Vöndu í yfir 25 ár. Hún var meðspilari okkar, fyrirliðinn okkar, leiðtoginn okkar sem hvatti okkur áfram og hrósaði, hún var þjálfarinn okkar sem gerði okkur að betri leikmönnum.

Við trúum því að þingfulltúar á KSÍ þingi skori úr þessu dauðafæri og kjósi Vöndu áfram sem formann sambandsins.

Erla Hendriksdóttir – Breiðablik

Guðlaug Jónsdóttir – KR

Jónína Víglundsdóttir – ÍA

Laufey Ólafsdóttir – Valur




Skoðun

Skoðun

Sögu­legt tæki­færi

Logi Einarsson,Eydís Ásbjörnsdóttir,Sæunn Gísladóttir,Sindri S. Kristjánsson skrifar

Sjá meira


×