Svíar og Tékkar bætast í hóp þjóða sem neita að spila gegn Rússum Atli Arason skrifar 27. febrúar 2022 12:00 Karl-Erik Nilsson, forseti sænska knattspyrnusambandsins, ásamt Gianni Infantino, forseta FIFA, á HM 2018 í Rússlandi. (Photo by VI Images via Getty Images) Getty Images Hvorki Svíþjóð né Tékkland mun spila gegn Rússlandi í umspili um laust sæti á HM 2022 í Katar, komi til þess að liðin mætast í úrslitaleik umspilsins. Pólska knattspyrnusambandið tilkynnti á dögunum að landslið þeirra myndi ekki spila við Rússa í umspili um laust sæti á HM. Leikurinn á að fara fram þann 24. mars næstkomandi og er undanúrslitaleikur umspilsins. Í hinum undanúrslitaleiknum eiga Svíar og Tékkar að mætast. Sænska knattspyrnusambandið staðfesti í gær að liðið muni ekki leika við Rússa, komi til þess að liðin tvö myndu leika í úrslitum umspilsins þann 29. mars. Í tilkynningu sambandsins segir að sænska landsliðið muni ekki spila gegn Rússlandi, sama hvar leikurinn fari fram. Svíar hvetja FIFA einnig til þess að aflýsa öllum umspilsleikjum í mars þar sem Rússar eiga þátttökurétt að. „Þessar ólöglegu og óréttlætanlegu innrásir í Úkraínu gerir að verkum að öll fótboltaleg samskipti við Rússa eru ómöguleg,“ sagði Karl-Erik Nilsson, forseti sænska knattspyrnusambandsins. „Burt séð frá því hver loka ákvörðun FIFA verður, þá munum við ekki spila gegn Rússlandi í mars.“ Tékkar bættust í dag við þennan hóp þjóða sem neita að leika við Rússland. Í tilkynningu frá tékkneska knattspyrnusambandsins segir að stjórn sambandsins, starfsfólk og leikmenn eru öll sammála um að ekki er hægt að spila gegn rússneska landsliðinu í núverandi ástandi, ekki einu sinni á hlutlausum velli. Sambandið vonist til þess að stríðið í Úkraínu ljúki sem fyrst. "The Czech FA executive committee, staff members and players of the national team agreed it's not possible to play against the Russian national team in the current situation, not even on the neutral venue. We all want the war to end as soon as possible." pic.twitter.com/NQK6YGNoHJ— Czech Football National Team (@ceskarepre_eng) February 27, 2022 HM 2022 í Katar Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Atli og Eiður í KR Fótbolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Sport Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Fótbolti Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Fótbolti Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn Fleiri fréttir Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Framarar sótt fjóra bita í næstu deild „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Sjá meira
Pólska knattspyrnusambandið tilkynnti á dögunum að landslið þeirra myndi ekki spila við Rússa í umspili um laust sæti á HM. Leikurinn á að fara fram þann 24. mars næstkomandi og er undanúrslitaleikur umspilsins. Í hinum undanúrslitaleiknum eiga Svíar og Tékkar að mætast. Sænska knattspyrnusambandið staðfesti í gær að liðið muni ekki leika við Rússa, komi til þess að liðin tvö myndu leika í úrslitum umspilsins þann 29. mars. Í tilkynningu sambandsins segir að sænska landsliðið muni ekki spila gegn Rússlandi, sama hvar leikurinn fari fram. Svíar hvetja FIFA einnig til þess að aflýsa öllum umspilsleikjum í mars þar sem Rússar eiga þátttökurétt að. „Þessar ólöglegu og óréttlætanlegu innrásir í Úkraínu gerir að verkum að öll fótboltaleg samskipti við Rússa eru ómöguleg,“ sagði Karl-Erik Nilsson, forseti sænska knattspyrnusambandsins. „Burt séð frá því hver loka ákvörðun FIFA verður, þá munum við ekki spila gegn Rússlandi í mars.“ Tékkar bættust í dag við þennan hóp þjóða sem neita að leika við Rússland. Í tilkynningu frá tékkneska knattspyrnusambandsins segir að stjórn sambandsins, starfsfólk og leikmenn eru öll sammála um að ekki er hægt að spila gegn rússneska landsliðinu í núverandi ástandi, ekki einu sinni á hlutlausum velli. Sambandið vonist til þess að stríðið í Úkraínu ljúki sem fyrst. "The Czech FA executive committee, staff members and players of the national team agreed it's not possible to play against the Russian national team in the current situation, not even on the neutral venue. We all want the war to end as soon as possible." pic.twitter.com/NQK6YGNoHJ— Czech Football National Team (@ceskarepre_eng) February 27, 2022
HM 2022 í Katar Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Atli og Eiður í KR Fótbolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Sport Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Fótbolti Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Fótbolti Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn Fleiri fréttir Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Framarar sótt fjóra bita í næstu deild „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Sjá meira