Rúnar Ingi: „Við munum ekki mæta í úrslitakeppnina saddar“ Atli Arason skrifar 3. mars 2022 07:00 Rúnar Ingi Erlingsson, þjálfari Njarðvíkur. Vilhelm Njarðvík mætti í Dalhús í gær í stórleik umferðarinnar í Subway-deildinni þar sem liðið tapaði með fjórum stigum gegn Fjölni, 80-76. Tapið í gær skiptir litlu máli í stóra samhenginu að mati þjálfara liðsins, Rúnari Inga Erlingssyni. „Við erum enn þá á þessari vegferð að verða betri og læra hvað við þurfum að gera til þess að vinna sem flesta leiki. Núna förum við aftur í æfingasalinn, höldum áfram að gera hlutina af krafi og verðum enn þá meira tilbúnar fyrir svona átök í lok deildarkeppninnar og sérstaklega svo þegar þetta skiptir allt máli, í úrslitakeppninni,“ sagði Rúnar Ingi í viðtali við Vísi, áður en hann bætti við. „Ég sagði við stelpurnar inn í klefa eftir leik að þrátt fyrir að við hefðum unnið eða tapað með tveimur stigum, þá erum við á sama stað sem körfuboltalið og þurfum að horfa inn í framhaldið, bæði inn í undanúrslit í bikar og inn í úrslitakeppnina. Það eru ákveðnir þættir sem við getum gert betur í og að sama skapi höfum við bætt okkur helling í svo mörgu á þessu tímabili.“ Á svipuðum tíma í gær þá tapaði Keflavík gegn Haukum. Með tapi Keflavíkur var endanlega ljóst hvað fjögur lið munu fara inn í úrslitakeppnina. Haukar, Valur, Fjölnir og Njarðvík munu berjast um Íslandsmeistaratitillinn í vor. Þrátt fyrir að vera nýliðar í deildinni þá settu Njarðvíkingar sér háleit markmið í upphafi tímabils. „Þegar við setjumst niður í haust sem lið þá var það okkar markmið að enda í efstu fjórum sætunum. Það má segja að við séum búnar að ná því markmiði eftir þessa umferð en auðvitað er það líka markmið hjá okkur að eflast sem körfuboltalið og læra af mistökum og verða betri sem einstaklingar og sem lið. Við erum enn þá á þeirri vegferð þó svo að þessum áfanga að komast í úrslitakeppni er náð.“ „Ég er alveg viss um að ég sé með leikmannahóp sem er langt frá því að vera saddur og þær vilja sýna sig og sanna. Okkur finnst við hafa fullt fram á að færa og við getum keppst við bestu lið landsins. Þannig er hugarfarið hjá okkur, við erum brjálaðar í hvert skipti sem við töpum körfuboltaleik og þannig vil ég að við séum. Við þurfum svo nýta reiðina til að vera fljótar að læra og geta nýtt hana í að bæta þá litlu hluti sem oft skilja á milli í þessari fallegu íþrótt.“ Eftir að hafa verið á toppi deildarinnar hefur Njarðvík tapað tveimur leikjum í röð, fjögurra stiga tap gegn Fjölni í gær og stórt 29 stiga tap gegn Haukum í leiknum þar á undan. Rúnar eru þó áfram jákvæður og getur séð birtuna í dimmum dal. „Ég hef oft séð góð lið taka dýfu fyrir úrslitakeppnina en svo snýst þetta bara um karakter. Hver ætlar að vera tilbúinn þegar þetta skiptir mestu máli. Ég skal frekar taka smá dýfu núna og koma tvíefldur til baka inn í úrslitakeppnina þegar sólin fer að skína.“ Þrátt fyrir að vera nýliðar í deildinni þá eru Njarðvíkingar ekki að fara að mæta í úrslitakeppnina til að vera einhverskonar áhorfendur. „Yfirlýst markmið liðsins var að fara í úrslitakeppni. Auðvitað er það samt þannig að þegar þú ert búinn að sýna að þú getur unnið öll þessi bestu lið og við höfum unnið öll þessi lið sem verða í úrslitakeppninni, þá er af sjálfsögðu markmiðið að fara alla leið. Við munum ekki mæta í úrslitakeppnina saddar, að spila á stóra sviðinu bara til þess að horfa á stóru stelpurnar leika sér. Við mætum af sjálfsögðu á móti hvaða mótherja sem er tilbúnar í slaginn,“ svaraði Rúnar Ingi Erlingsson, þjálfari Njarðvíkur, aðspurður út í möguleika liðsins á Íslandsmeistaratitli. Subway-deild kvenna UMF Njarðvík Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Handbolti Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Handbolti Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Handbolti Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Formúla 1 Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sport Fleiri fréttir Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Gerði betur en Curry, jafnaði NBA met og hermdi eftir Jordan „Þurftu að þora að vera til“ Þjálfaraskipti hjá ÍR og Fjölni í körfunni Stjörnukonur flottar á Hlíðarenda og Þórskonur fögnuðu áfram fyrir norðan Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 90-89 | Spennutryllir Áhrifavaldur til liðs við nýliðana í Vesturbænum Sjá meira
„Við erum enn þá á þessari vegferð að verða betri og læra hvað við þurfum að gera til þess að vinna sem flesta leiki. Núna förum við aftur í æfingasalinn, höldum áfram að gera hlutina af krafi og verðum enn þá meira tilbúnar fyrir svona átök í lok deildarkeppninnar og sérstaklega svo þegar þetta skiptir allt máli, í úrslitakeppninni,“ sagði Rúnar Ingi í viðtali við Vísi, áður en hann bætti við. „Ég sagði við stelpurnar inn í klefa eftir leik að þrátt fyrir að við hefðum unnið eða tapað með tveimur stigum, þá erum við á sama stað sem körfuboltalið og þurfum að horfa inn í framhaldið, bæði inn í undanúrslit í bikar og inn í úrslitakeppnina. Það eru ákveðnir þættir sem við getum gert betur í og að sama skapi höfum við bætt okkur helling í svo mörgu á þessu tímabili.“ Á svipuðum tíma í gær þá tapaði Keflavík gegn Haukum. Með tapi Keflavíkur var endanlega ljóst hvað fjögur lið munu fara inn í úrslitakeppnina. Haukar, Valur, Fjölnir og Njarðvík munu berjast um Íslandsmeistaratitillinn í vor. Þrátt fyrir að vera nýliðar í deildinni þá settu Njarðvíkingar sér háleit markmið í upphafi tímabils. „Þegar við setjumst niður í haust sem lið þá var það okkar markmið að enda í efstu fjórum sætunum. Það má segja að við séum búnar að ná því markmiði eftir þessa umferð en auðvitað er það líka markmið hjá okkur að eflast sem körfuboltalið og læra af mistökum og verða betri sem einstaklingar og sem lið. Við erum enn þá á þeirri vegferð þó svo að þessum áfanga að komast í úrslitakeppni er náð.“ „Ég er alveg viss um að ég sé með leikmannahóp sem er langt frá því að vera saddur og þær vilja sýna sig og sanna. Okkur finnst við hafa fullt fram á að færa og við getum keppst við bestu lið landsins. Þannig er hugarfarið hjá okkur, við erum brjálaðar í hvert skipti sem við töpum körfuboltaleik og þannig vil ég að við séum. Við þurfum svo nýta reiðina til að vera fljótar að læra og geta nýtt hana í að bæta þá litlu hluti sem oft skilja á milli í þessari fallegu íþrótt.“ Eftir að hafa verið á toppi deildarinnar hefur Njarðvík tapað tveimur leikjum í röð, fjögurra stiga tap gegn Fjölni í gær og stórt 29 stiga tap gegn Haukum í leiknum þar á undan. Rúnar eru þó áfram jákvæður og getur séð birtuna í dimmum dal. „Ég hef oft séð góð lið taka dýfu fyrir úrslitakeppnina en svo snýst þetta bara um karakter. Hver ætlar að vera tilbúinn þegar þetta skiptir mestu máli. Ég skal frekar taka smá dýfu núna og koma tvíefldur til baka inn í úrslitakeppnina þegar sólin fer að skína.“ Þrátt fyrir að vera nýliðar í deildinni þá eru Njarðvíkingar ekki að fara að mæta í úrslitakeppnina til að vera einhverskonar áhorfendur. „Yfirlýst markmið liðsins var að fara í úrslitakeppni. Auðvitað er það samt þannig að þegar þú ert búinn að sýna að þú getur unnið öll þessi bestu lið og við höfum unnið öll þessi lið sem verða í úrslitakeppninni, þá er af sjálfsögðu markmiðið að fara alla leið. Við munum ekki mæta í úrslitakeppnina saddar, að spila á stóra sviðinu bara til þess að horfa á stóru stelpurnar leika sér. Við mætum af sjálfsögðu á móti hvaða mótherja sem er tilbúnar í slaginn,“ svaraði Rúnar Ingi Erlingsson, þjálfari Njarðvíkur, aðspurður út í möguleika liðsins á Íslandsmeistaratitli.
Subway-deild kvenna UMF Njarðvík Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Handbolti Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Handbolti Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Handbolti Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Formúla 1 Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sport Fleiri fréttir Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Gerði betur en Curry, jafnaði NBA met og hermdi eftir Jordan „Þurftu að þora að vera til“ Þjálfaraskipti hjá ÍR og Fjölni í körfunni Stjörnukonur flottar á Hlíðarenda og Þórskonur fögnuðu áfram fyrir norðan Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 90-89 | Spennutryllir Áhrifavaldur til liðs við nýliðana í Vesturbænum Sjá meira