„Oftast hlusta fullorðnir ekki á okkur“ Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 3. mars 2022 19:31 Sigtryggur Máni Guðmundsson sem sat í ráðgjafahóp fyrir barnaþing segir fullorðna ekki hlusta á krakka. Ráðherrar mættu á þingið í dag. Svandís Svavarsdóttir sendi sjálfri sér ellefu ára gamalli skilaboð á þinginu í dag. Vísir/Egill Við viljum að röddin okkar heyrist og að það sé tekið mark á henni segja þáttakendur á Barnaþingi sem var sett í Hörpu í dag. Ráðherrar sem mættu gáfu krökkunum ráð eins og að þau ættu að varðveita barnið í sjálfum sér og ræða við aðra um líðan sína. Barnaþing var sett í annað skipti í Hörpu í dag en þátttakendur sem eru á aldrinum ellefu til fimmtán ára voru valdir með slembiúrtaki úr Þjóðskrá. Þingið verður með þjóðfundarfyrirkomulagi þar sem áhersla verður lögð á mannréttindi, umhverfismál og menntun. Krakkarnir voru ánægðir með að fá að láta rödd sína heyrast. „Oftast hlustar fullorðna fólkið ekki á okkur krakkana og tekur ekki eftir okkur, hlusta bara á annað fullorðið fólk,“ segir Sigtryggur Máni Guðmundsson sem sat í ráðgjafahópi Barnaþings og tekur þátt í því í ár. „Það er svo frábært að vera partur af þessu á svona ungum aldri og fá að segja sínar skoðanir,“ segir Kristjana Erla Kjartasdóttir sem sat líka í ráðgjafahópnum. Þau Kristjana Erla Kjartasdóttir og Sigtryggur Máni Guðmundsson taka þátt í Barnaþinginu þetta árið.Vísir/Egill Stjórnvöld hafa skuldbundið sig til að nota niðurstöður Barnaþings í opinberri stefnumótun. Fulltrúar þeirra voru mættir á þingið og beðnir um að senda sjálfum sér skilaboð væru þeir unglingar í dag. Stjórnvöld hafa skuldbundið sig til að nota niðurstöður Barnaþings í opinbera stefnumótun.Vísir/Egill Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra sem var orðin einn og áttatíu að hæð ellefu ára og átti erfitt þegar hún vangaði við stráka sem náðu henni upp að mitti sendi sér þessi skilaboð. „Sennilega hefði ég sagt við þessa stelpu þetta á eftir að lagast,“ sagði Svandís sem hvatti krakkana til að halda í barnið í sér og leika sér alla ævi. Svandís talaði til sín þegar hún var ellefu ára og langstærst og skilaboðin voru: „Þetta á eftir að lagast.“Vísir/Egill Ásmundur Einar Daðason barnamálaráðherra hvatti krakkana til að segja öðrum frá líði þeim illa. Því fyrr sem krakkarnir geri það því fljótari verði þau að átta sig á hver þau vilji verða. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra hvatti svo krakkana í sinni ræðu til að varðveita barnið í sjálfum sér. Þjóðfundurinn hefst á morgun í Hörpu klukkan níu. Börn og uppeldi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Félagsmál Krakkar Réttindi barna Harpa Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Fleiri fréttir Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Sjá meira
Barnaþing var sett í annað skipti í Hörpu í dag en þátttakendur sem eru á aldrinum ellefu til fimmtán ára voru valdir með slembiúrtaki úr Þjóðskrá. Þingið verður með þjóðfundarfyrirkomulagi þar sem áhersla verður lögð á mannréttindi, umhverfismál og menntun. Krakkarnir voru ánægðir með að fá að láta rödd sína heyrast. „Oftast hlustar fullorðna fólkið ekki á okkur krakkana og tekur ekki eftir okkur, hlusta bara á annað fullorðið fólk,“ segir Sigtryggur Máni Guðmundsson sem sat í ráðgjafahópi Barnaþings og tekur þátt í því í ár. „Það er svo frábært að vera partur af þessu á svona ungum aldri og fá að segja sínar skoðanir,“ segir Kristjana Erla Kjartasdóttir sem sat líka í ráðgjafahópnum. Þau Kristjana Erla Kjartasdóttir og Sigtryggur Máni Guðmundsson taka þátt í Barnaþinginu þetta árið.Vísir/Egill Stjórnvöld hafa skuldbundið sig til að nota niðurstöður Barnaþings í opinberri stefnumótun. Fulltrúar þeirra voru mættir á þingið og beðnir um að senda sjálfum sér skilaboð væru þeir unglingar í dag. Stjórnvöld hafa skuldbundið sig til að nota niðurstöður Barnaþings í opinbera stefnumótun.Vísir/Egill Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra sem var orðin einn og áttatíu að hæð ellefu ára og átti erfitt þegar hún vangaði við stráka sem náðu henni upp að mitti sendi sér þessi skilaboð. „Sennilega hefði ég sagt við þessa stelpu þetta á eftir að lagast,“ sagði Svandís sem hvatti krakkana til að halda í barnið í sér og leika sér alla ævi. Svandís talaði til sín þegar hún var ellefu ára og langstærst og skilaboðin voru: „Þetta á eftir að lagast.“Vísir/Egill Ásmundur Einar Daðason barnamálaráðherra hvatti krakkana til að segja öðrum frá líði þeim illa. Því fyrr sem krakkarnir geri það því fljótari verði þau að átta sig á hver þau vilji verða. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra hvatti svo krakkana í sinni ræðu til að varðveita barnið í sjálfum sér. Þjóðfundurinn hefst á morgun í Hörpu klukkan níu.
Börn og uppeldi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Félagsmál Krakkar Réttindi barna Harpa Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Fleiri fréttir Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Sjá meira