Um afsögn Siðanefndar Háskóla Íslands Henry Alexander Henrysson og Sólveig Anna Bóasdóttir og Skúli Skúlason skrifa 4. mars 2022 12:00 I Eins og komið hefur fram í fjölmiðlum sagði Siðanefnd Háskóla Íslands af sér 10. febrúar 2022. Í afsagnarbréfi sem sent var á lokaðan hóp aðila var tekið fram að siðanefndin myndi ekki tjá sig frekar til að skaða ekki framgang máls 2021/4 hjá nefndinni, en það mál hefur verið rekið í fjölmiðlum. Bergsveinn Birgisson hefur ásakað Ásgeir Jónsson um að hafa ekki vísað tilhlýðilega til hugmynda sinna í nýlegri bók. Það var fráfarandi nefnd mikil vonbrigði í hvaða farveg málið fór eftir afsögnina. Fréttavefur Morgunblaðsins birti til að mynda frétt skömmu síðar þar sem meðal annars komu fram upplýsingar sem Bergsveinn hafði ekki haft aðgang að. Upplýsingarnar gátu aðeins hafa komið annað hvort frá Ásgeiri eða skrifstofu rektors Háskóla Íslands. Þær komu ekki frá fráfarandi siðanefnd. Þá tjáði rektor sig ítrekað í fjölmiðlum með yfirlýsingum sem gáfu villandi mynd af því sem gerst hafði. Ásgeir Jónsson birti svo í framhaldinu bæði greinargerð til siðanefndar (þegar hún hafði sagt af sér) og ýmsar hugleiðingar sínar um málið. Það gerði hann meðal annars á Facebook síðu sinni þar sem hann er skilmerkilega titlaður bæði seðlabankastjóri og dósent við Háskóla Íslands. Í ljósi þeirra upplýsinga sem komust í fjölmiðla og þeirra staðhæfinga sem bæði rektor og Ásgeir hafa haft uppi í fjölmiðlum sér fráfarandi siðanefnd Háskóla Íslands sig tilneydda til að rjúfa þögn sína. Hér verður þó ekkert fjallað um málsatvik sem komu fram við rannsókn siðanefndarinnar. II Siðanefndir í háskólastofnunum eru sjálfstæðar nefndir sem starfa eftir siðareglum þeim sem háskólaborgarar setja sér sjálfir og gangast sjálfviljugir undir. Í siðareglunum er þeim viðmiðum lýst, sem hver sá sem gengst undir reglurnar, skal hafa í huga í breytni sinni, að svo miklu leyti sem sú breytni tengist hlutverki hans sem háskólaborgari. Tilgangur siðanefndar eins og þeirrar sem starfar innan Háskóla Íslands felst fyrst og fremst í því að veita háskólanum sjálfstæða, faglega og óhlutdræga ráðgjöf um túlkun og gildissvið siðareglnanna þegar ágreiningur rís um hegðun og breytni. Siðanefndir eru ekki settar á fót til að vera vettvangur tilfallandi og handahófskenndra skoðana nefndarmanna. Þær vinna eingöngu eftir þeim siðareglum sem stofnanir hafa sett sér og taka ekki fyrir önnur erindi en þau sem vísa nákvæmlega og á rökstuddan hátt í reglurnar. Það er því ógerlegt að taka undir með Ásgeiri Jónssyni sem líkir því við „opið Pandóru-box ef allir gætu kært orð og athafnir seðlabankastjóra og forseta til Siðanefndar HÍ.“ Líklega er þarna um að ræða vanskilning Ásgeirs á hlutverki og eðli siðareglna sem hann hefur þó gengist undir sem starfsmaður Háskóla Íslands. Siðareglur Háskóla Íslands fjalla til dæmis ekki um vaxtaákvarðanir og því er sjálfstæði Seðlabanka Íslands tryggt þótt bankastjóri sé einnig starfsmaður Háskóla Íslands. Þegar rektor hafnar því að hafa haft afskipti af máli seðlabankastjóra virðist sem honum sé ekki ljóst hvað hann hefur aðhafst. Er rektor hafði tjáð Ásgeiri Jónssyni að samkvæmt eigin skoðun sinni væri Ásgeir ekki í ráðningarsambandi við Háskóla Íslands og lyti ekki lengur stjórn eða boðvaldi hans sendi Ásgeir siðanefndinni bréf um að málinu væri sjálfhætt. Hér hafði rektor tekið fram fyrir hendur siðanefndarinnar en hún vissi fyrst eftirá um þessi samskipti hans og Ásgeirs. Þetta er megininntak þess trúnaðarbrests sem setti nefndinni engan annan kost en segja af sér. Fjölmiðlar fjölluðu um afstöðu rektors og þar kom fram að mál 2021/4 hafi samkvæmt rektor verið „utan lögsögu siðanefndar“ og að starfsmenn í launalausum leyfum hefðu ekki þær skyldur, sem þeir höfðu meðan þeir störfuðu við háskólann. Til stuðnings þeirri yfirlýsingu að háskólinn hefði ekki lögsögu yfir starfsmönnum í launalausum leyfum vísaði rektor í verklagsreglur Háskólaráðs. Þess skal þó getið að verklagsreglur um launalaus leyfi starfsmanna háskólans koma alls ekki inn á þessa hlið mála. Í fjölmiðlum virtist sem fráfarandi siðanefnd hefði ekki gætt að umboði sínu og í einhvers konar gáleysi siglt út fyrir lögsögu sína. III Staðreynd málsins er sú að siðanefndin starfaði í samræmi við þau lögfræðiálit sem nefndin hafði aflað sér. Engin málsmetandi lögfræðimenntuð manneskja, svo siðanefndin viti til, hefur haldið öðru fram en að um ráðningarsamband sé að ræða þegar einstaklingur tekur launalaust leyfi. Ásgeir Jónsson segir að um „þekkingarleysi“ sé að ræða hjá nefndinni en það er öðru nær. Ágreiningurinn snýst ekki um það hvort ráðningarsamband sé til staðar eða ekki. Allt tal um slíkt er tilraun til að afvegaleiða umræðuna. Ágreiningurinn snýst einfaldlega um það hvaða réttindi og skyldur eru til staðar þegar starfsmaður tekur sér launalaust leyfi. Siðanefndin áttaði sig sannarlega á því að mikið af starfsskyldum eru ekki til staðar í launalausu leyfi. Að sama skapi falli mörg réttindi vinnuveitanda niður. Sem dæmi má nefna að auðvitað er vinnuskylda ekki til staðar. Þeir lögfræðingar sem siðanefndin ráðfærði sig við voru sammála um að siðferðilegar skyldur sem tengjast hlutverki starfsmanns væru þær skyldur sem síst hyrfu við launalaust leyfi. Sumar slíkar eru til dæmis lögfestar samanber það þegar þagnarskylda er til staðar. Aðrar siðferðilegar skyldur eru vissulega matskenndari og hafa ekki verið lögfestar, en eru engu að síður til staðar. Enginn hefur mælt gegn því í eyru fráfarandi siðanefndar að ef stofnun sem veitir starfsmanni launalaust leyfi hefur skráðar siðareglur og starfrækir nefnd sem sér um túlkun reglnanna þá sé það hlutverk þessarar sjálfstæðu nefndar að ákvarða hvaða siðferðilegu skyldur viðkomandi starfsmaður gengst enn undir meðan á leyfinu stendur. Siðanefndin fór einungis eftir þeim álitum sem lágu fyrir og ígrundaðri túlkun nefndarmanna á reglunum. IV Rektor hefur látið hafa það eftir sér að honum hafi borið skylda til að svara spurningu Ásgeirs Jónssonar um stöðu ráðningar þess síðarnefnda. Á sama hátt gat fráfarandi Siðanefnd Háskóla Íslands ekki komist að annarri niðurstöðu en að henni bæri skylda til að taka málið fyrir. Sæmilega upplýstur lestur á siðareglum skólans ásamt þeirri lögfræðiráðgjöf sem lá fyrir leiddi einfaldlega til þeirrar niðurstöðu að málið ætti erindi við nefndina. Til að gæta að sjálfstæði siðanefndarinnar er mikilvægt að hún láti ekki utanaðkomandi áhrifaþætti og umtal hafa áhrif á málsmeðferð eða niðurstöðu. Að öðrum kosti væri hún rúin trausti. Eins og Kári Stefánsson bendir nýlega á í opnu bréfi til Háskólaráðs væri það fáránlegt af rektor að bjóða upp „á þann möguleika að fræðimenn háskólans geti skipulagt vinnu sína þannig að þeir taki sér launalaust leyfi þegar þeir ætla sér að stunda einhvern fræðilegan ósóma og komið síðan til baka úr leyfinu með hreinan skjöld af því enginn hafði heimild til þess að kanna hvort ásakanir um ósómann væru sannar eða lognar.“ Rök Ásgeirs Jónssonar snúast fyrst og fremst um að hann sé seðlabankastjóri og þess vegna gangi ekki að siðanefndin taki málið fyrir. Honum virðist síður vera umhugað um óbreytta háskólaborgara. Við skulum láta hugmyndir Ásgeirs um eigið hlutverk (sem hann líkir við embætti forseta lýðveldisins) liggja milli hluta, en siðanefndin var ákveðin í að láta þær ekki hafa áhrif á sig. Þá er það dapurlegt að þurfa að taka fram jafn augljósan hlut og að starf siðanefndar sé nákvæmnisstarf sem byggir á ítarlegri gagnaöflun og þekkingu á skráðum siðareglum. Það var einungis fráfarandi siðanefnd Háskóla Íslands sem hafði öll gögn við höndina þegar hún komst að þeirri niðurstöðu að kvörtun Bergsveins heyrði undir hana. Hvorki rektor né þeir sem hann sagði að hefðu verið honum til ráðgjafar höfðu raunverulega innsýn inn í málið sjálft. Eins og svo oft felast mikilvægustu forsendurnar í smáatriðunum sem koma fram í gagnaöflun. Það er ein ástæða þess að siðanefndin vísaði til trúnaðarbrests í afsögn sinni. Rektor lét eins og fólk með mikla reynslu í þessum málum, og sem hafði aflað sér fjölbreyttra gagna, vissi ekki hvað það væri að gera í ákvörðunum sínum. Hann gaf í skyn að geðþóttaákvarðanir réðu för – ákvarðanir sem væru hugsanlega lögbrot. Þetta er fjarri sanni. V Að lokum má spyrja sig hvað hefði gerst ef Siðanefnd Háskóla Íslands hefði komist að þeirri niðurstöðu að Ásgeir Jónsson hefði ekki vísað tilhlýðilega til hugmynda Bergsveins Birgissonar, til dæmis þannig að sú fullyrðing Ásgeirs sé ótrúverðug að hann hafi ekki „haft ráðrúm til að kynna sér“ Leitina að svarta víkingnum fyrr en eftir að kvörtun Bergsveins kom fram. Rektori og Ásgeiri virðist mikið í mun að benda á að rektor hafi ekki stjórnunarrétt yfir seðlabankastjóra. En hvað hefði í raun gerst? Var það líklegt að rektor þyrfti þá að hlaupa í gegnum Kvosina og upp Arnarhól til að veita Ásgeiri samstundis áminningu? Hefði rektor getað notað tækifærið og „stjórnunarrétt sinn“ og lækkað stýrivexti? Hefur það verið vaninn í þeim fjölmörgu úrskurðum sem siðanefnd Háskóla Íslands hefur fellt á undanförnum árum að elta uppi einstaklinga svo að rektor gæti þaulnýtt stjórnunarrétt sinn? Svarið við öllum þessum spurningum er neikvætt. Rektor veit fullvel að það hefur verið stefna siðanefndarinnar – stefna sem hann hefur sjálfur lýst yfir ánægju með – að benda sérstaklega á þær aðstæður sem gætu verið tilefni þess að kvartanir í ljósi siðareglna koma fram. Ágreiningur Bergsveins og Ásgeirs hefði getað orðið ágætt tilefni þess að rektor fengi í hendurnar leiðbeinandi álit siðanefndar um hvaða aðstæður gætu hafa orðið þess valdandi að ágreiningurinn kom upp. Enn fremur hefði álitið getað orðið skólanum tilefni til að nýta sér þann vettvang sem háskólasamfélagið er til að draga lærdóm af þessu máli. En nú hefur rektor – þvert á orð sín um að hann hafi ekki stigið inn í málið – gert það að verkum að það er tilgangslaust að fjalla um það. Hann hefur í raun lýst því yfir að hann taki ekki við áliti siðanefndar þegar kvörtunin beinist að seðlabankastjóra. Hver svo sem niðurstaðan sé. Þetta er ósigur fyrir Háskóla Íslands og fræðastarf í landinu. Höfundar sátu í Siðanefnd Háskóla Íslands sem nú hefur sagt af sér. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Höfundarréttur Háskólar Fjölmiðlar Bókaútgáfa Bergsveinn Birgisson sakar Ásgeir Jónsson um ritstuld Mest lesið Helvítis Píratarnir Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Dýrkeypt jólagjöf Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Af hverju ætti ég að standa með kennurum? Stefán Birgir Jóhannesson Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Sálfræðiþjónusta: Ég var heppinn að pabbi hafi greinst með krabbamein Davíð Brynjar Sigurjónsson Skoðun Heilbrigðiskerfi framtíðarinnar Victor Guðmundsson Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Ísland - land tækifæranna Ragnhildur Jónsdóttir Skoðun Kosningabaráttan er kostuð af þér Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Skoðun Skoðun Opnum fjöldahjálparstöð! Aðalheiður Jónsdóttir skrifar Skoðun Öflug garðyrkja – lykill að matvælaöryggi og grænni framtíð Guðrún Hafsteinsdóttir,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Vinnum gullið, stór áfangi inn í bjarta framtíð íþrótta á Íslandi Vésteinn Hafsteinsson skrifar Skoðun HSU réttir upp hönd í aðdraganda Alþingiskosninga Díana Óskarsdóttir skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Umhverfisvernd og syndaflóð Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Nei þeir mega það ekki! Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Höldum rónni og höldum áfram Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Raunveruleiki vændis Drífa Snædal skrifar Skoðun Tryggjum breytingar í málefnum eldri borgara Alma D. Möller skrifar Skoðun Af hverju ætti ég að standa með kennurum? Stefán Birgir Jóhannesson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn stendur með landsbyggðinni Hildur Sólveig Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ísland - land tækifæranna Ragnhildur Jónsdóttir skrifar Skoðun Fimm forgangsatriði í málefnum fatlaðs fólks Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Dýrkeypt jólagjöf Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Íslenska, hvað? Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Óður til kennara María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Frelsið er yndislegt Gabríel Ingimarsson skrifar Skoðun Sálfræðiþjónusta: Ég var heppinn að pabbi hafi greinst með krabbamein Davíð Brynjar Sigurjónsson skrifar Skoðun Réttlætismál fyrir eldri borgara Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Kosningabaráttan er kostuð af þér Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Að kjósa annað en Framsókn er að kjósa kyrrstöðu eða afturför í heilbrigðismálum Jóhann F. K. Arinbjarnarson skrifar Skoðun Lækkum álögur á fólk og fyrirtæki á landsbyggðinni Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Tæknitröll í heilbrigðiskerfið Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Valdeflandi endurhæfing Hugarafls styrkt í sessi Auður Axelsdóttir skrifar Skoðun Ert þú að velja milli Samfylkingar og Viðreisnar? Sigurrós Elddís Huldudóttir skrifar Skoðun Kjósum breytingar – Kjósum Pírata Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Þreyttur á vók? Símon Vestarr skrifar Skoðun Áskorun í minnkandi heimi Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Ný nálgun í heilbrigðismálum – bréf frá einstakling með ADHD Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Er þetta gott plan í heilbrigðismálum? Jón Ívar Einarsson skrifar Sjá meira
I Eins og komið hefur fram í fjölmiðlum sagði Siðanefnd Háskóla Íslands af sér 10. febrúar 2022. Í afsagnarbréfi sem sent var á lokaðan hóp aðila var tekið fram að siðanefndin myndi ekki tjá sig frekar til að skaða ekki framgang máls 2021/4 hjá nefndinni, en það mál hefur verið rekið í fjölmiðlum. Bergsveinn Birgisson hefur ásakað Ásgeir Jónsson um að hafa ekki vísað tilhlýðilega til hugmynda sinna í nýlegri bók. Það var fráfarandi nefnd mikil vonbrigði í hvaða farveg málið fór eftir afsögnina. Fréttavefur Morgunblaðsins birti til að mynda frétt skömmu síðar þar sem meðal annars komu fram upplýsingar sem Bergsveinn hafði ekki haft aðgang að. Upplýsingarnar gátu aðeins hafa komið annað hvort frá Ásgeiri eða skrifstofu rektors Háskóla Íslands. Þær komu ekki frá fráfarandi siðanefnd. Þá tjáði rektor sig ítrekað í fjölmiðlum með yfirlýsingum sem gáfu villandi mynd af því sem gerst hafði. Ásgeir Jónsson birti svo í framhaldinu bæði greinargerð til siðanefndar (þegar hún hafði sagt af sér) og ýmsar hugleiðingar sínar um málið. Það gerði hann meðal annars á Facebook síðu sinni þar sem hann er skilmerkilega titlaður bæði seðlabankastjóri og dósent við Háskóla Íslands. Í ljósi þeirra upplýsinga sem komust í fjölmiðla og þeirra staðhæfinga sem bæði rektor og Ásgeir hafa haft uppi í fjölmiðlum sér fráfarandi siðanefnd Háskóla Íslands sig tilneydda til að rjúfa þögn sína. Hér verður þó ekkert fjallað um málsatvik sem komu fram við rannsókn siðanefndarinnar. II Siðanefndir í háskólastofnunum eru sjálfstæðar nefndir sem starfa eftir siðareglum þeim sem háskólaborgarar setja sér sjálfir og gangast sjálfviljugir undir. Í siðareglunum er þeim viðmiðum lýst, sem hver sá sem gengst undir reglurnar, skal hafa í huga í breytni sinni, að svo miklu leyti sem sú breytni tengist hlutverki hans sem háskólaborgari. Tilgangur siðanefndar eins og þeirrar sem starfar innan Háskóla Íslands felst fyrst og fremst í því að veita háskólanum sjálfstæða, faglega og óhlutdræga ráðgjöf um túlkun og gildissvið siðareglnanna þegar ágreiningur rís um hegðun og breytni. Siðanefndir eru ekki settar á fót til að vera vettvangur tilfallandi og handahófskenndra skoðana nefndarmanna. Þær vinna eingöngu eftir þeim siðareglum sem stofnanir hafa sett sér og taka ekki fyrir önnur erindi en þau sem vísa nákvæmlega og á rökstuddan hátt í reglurnar. Það er því ógerlegt að taka undir með Ásgeiri Jónssyni sem líkir því við „opið Pandóru-box ef allir gætu kært orð og athafnir seðlabankastjóra og forseta til Siðanefndar HÍ.“ Líklega er þarna um að ræða vanskilning Ásgeirs á hlutverki og eðli siðareglna sem hann hefur þó gengist undir sem starfsmaður Háskóla Íslands. Siðareglur Háskóla Íslands fjalla til dæmis ekki um vaxtaákvarðanir og því er sjálfstæði Seðlabanka Íslands tryggt þótt bankastjóri sé einnig starfsmaður Háskóla Íslands. Þegar rektor hafnar því að hafa haft afskipti af máli seðlabankastjóra virðist sem honum sé ekki ljóst hvað hann hefur aðhafst. Er rektor hafði tjáð Ásgeiri Jónssyni að samkvæmt eigin skoðun sinni væri Ásgeir ekki í ráðningarsambandi við Háskóla Íslands og lyti ekki lengur stjórn eða boðvaldi hans sendi Ásgeir siðanefndinni bréf um að málinu væri sjálfhætt. Hér hafði rektor tekið fram fyrir hendur siðanefndarinnar en hún vissi fyrst eftirá um þessi samskipti hans og Ásgeirs. Þetta er megininntak þess trúnaðarbrests sem setti nefndinni engan annan kost en segja af sér. Fjölmiðlar fjölluðu um afstöðu rektors og þar kom fram að mál 2021/4 hafi samkvæmt rektor verið „utan lögsögu siðanefndar“ og að starfsmenn í launalausum leyfum hefðu ekki þær skyldur, sem þeir höfðu meðan þeir störfuðu við háskólann. Til stuðnings þeirri yfirlýsingu að háskólinn hefði ekki lögsögu yfir starfsmönnum í launalausum leyfum vísaði rektor í verklagsreglur Háskólaráðs. Þess skal þó getið að verklagsreglur um launalaus leyfi starfsmanna háskólans koma alls ekki inn á þessa hlið mála. Í fjölmiðlum virtist sem fráfarandi siðanefnd hefði ekki gætt að umboði sínu og í einhvers konar gáleysi siglt út fyrir lögsögu sína. III Staðreynd málsins er sú að siðanefndin starfaði í samræmi við þau lögfræðiálit sem nefndin hafði aflað sér. Engin málsmetandi lögfræðimenntuð manneskja, svo siðanefndin viti til, hefur haldið öðru fram en að um ráðningarsamband sé að ræða þegar einstaklingur tekur launalaust leyfi. Ásgeir Jónsson segir að um „þekkingarleysi“ sé að ræða hjá nefndinni en það er öðru nær. Ágreiningurinn snýst ekki um það hvort ráðningarsamband sé til staðar eða ekki. Allt tal um slíkt er tilraun til að afvegaleiða umræðuna. Ágreiningurinn snýst einfaldlega um það hvaða réttindi og skyldur eru til staðar þegar starfsmaður tekur sér launalaust leyfi. Siðanefndin áttaði sig sannarlega á því að mikið af starfsskyldum eru ekki til staðar í launalausu leyfi. Að sama skapi falli mörg réttindi vinnuveitanda niður. Sem dæmi má nefna að auðvitað er vinnuskylda ekki til staðar. Þeir lögfræðingar sem siðanefndin ráðfærði sig við voru sammála um að siðferðilegar skyldur sem tengjast hlutverki starfsmanns væru þær skyldur sem síst hyrfu við launalaust leyfi. Sumar slíkar eru til dæmis lögfestar samanber það þegar þagnarskylda er til staðar. Aðrar siðferðilegar skyldur eru vissulega matskenndari og hafa ekki verið lögfestar, en eru engu að síður til staðar. Enginn hefur mælt gegn því í eyru fráfarandi siðanefndar að ef stofnun sem veitir starfsmanni launalaust leyfi hefur skráðar siðareglur og starfrækir nefnd sem sér um túlkun reglnanna þá sé það hlutverk þessarar sjálfstæðu nefndar að ákvarða hvaða siðferðilegu skyldur viðkomandi starfsmaður gengst enn undir meðan á leyfinu stendur. Siðanefndin fór einungis eftir þeim álitum sem lágu fyrir og ígrundaðri túlkun nefndarmanna á reglunum. IV Rektor hefur látið hafa það eftir sér að honum hafi borið skylda til að svara spurningu Ásgeirs Jónssonar um stöðu ráðningar þess síðarnefnda. Á sama hátt gat fráfarandi Siðanefnd Háskóla Íslands ekki komist að annarri niðurstöðu en að henni bæri skylda til að taka málið fyrir. Sæmilega upplýstur lestur á siðareglum skólans ásamt þeirri lögfræðiráðgjöf sem lá fyrir leiddi einfaldlega til þeirrar niðurstöðu að málið ætti erindi við nefndina. Til að gæta að sjálfstæði siðanefndarinnar er mikilvægt að hún láti ekki utanaðkomandi áhrifaþætti og umtal hafa áhrif á málsmeðferð eða niðurstöðu. Að öðrum kosti væri hún rúin trausti. Eins og Kári Stefánsson bendir nýlega á í opnu bréfi til Háskólaráðs væri það fáránlegt af rektor að bjóða upp „á þann möguleika að fræðimenn háskólans geti skipulagt vinnu sína þannig að þeir taki sér launalaust leyfi þegar þeir ætla sér að stunda einhvern fræðilegan ósóma og komið síðan til baka úr leyfinu með hreinan skjöld af því enginn hafði heimild til þess að kanna hvort ásakanir um ósómann væru sannar eða lognar.“ Rök Ásgeirs Jónssonar snúast fyrst og fremst um að hann sé seðlabankastjóri og þess vegna gangi ekki að siðanefndin taki málið fyrir. Honum virðist síður vera umhugað um óbreytta háskólaborgara. Við skulum láta hugmyndir Ásgeirs um eigið hlutverk (sem hann líkir við embætti forseta lýðveldisins) liggja milli hluta, en siðanefndin var ákveðin í að láta þær ekki hafa áhrif á sig. Þá er það dapurlegt að þurfa að taka fram jafn augljósan hlut og að starf siðanefndar sé nákvæmnisstarf sem byggir á ítarlegri gagnaöflun og þekkingu á skráðum siðareglum. Það var einungis fráfarandi siðanefnd Háskóla Íslands sem hafði öll gögn við höndina þegar hún komst að þeirri niðurstöðu að kvörtun Bergsveins heyrði undir hana. Hvorki rektor né þeir sem hann sagði að hefðu verið honum til ráðgjafar höfðu raunverulega innsýn inn í málið sjálft. Eins og svo oft felast mikilvægustu forsendurnar í smáatriðunum sem koma fram í gagnaöflun. Það er ein ástæða þess að siðanefndin vísaði til trúnaðarbrests í afsögn sinni. Rektor lét eins og fólk með mikla reynslu í þessum málum, og sem hafði aflað sér fjölbreyttra gagna, vissi ekki hvað það væri að gera í ákvörðunum sínum. Hann gaf í skyn að geðþóttaákvarðanir réðu för – ákvarðanir sem væru hugsanlega lögbrot. Þetta er fjarri sanni. V Að lokum má spyrja sig hvað hefði gerst ef Siðanefnd Háskóla Íslands hefði komist að þeirri niðurstöðu að Ásgeir Jónsson hefði ekki vísað tilhlýðilega til hugmynda Bergsveins Birgissonar, til dæmis þannig að sú fullyrðing Ásgeirs sé ótrúverðug að hann hafi ekki „haft ráðrúm til að kynna sér“ Leitina að svarta víkingnum fyrr en eftir að kvörtun Bergsveins kom fram. Rektori og Ásgeiri virðist mikið í mun að benda á að rektor hafi ekki stjórnunarrétt yfir seðlabankastjóra. En hvað hefði í raun gerst? Var það líklegt að rektor þyrfti þá að hlaupa í gegnum Kvosina og upp Arnarhól til að veita Ásgeiri samstundis áminningu? Hefði rektor getað notað tækifærið og „stjórnunarrétt sinn“ og lækkað stýrivexti? Hefur það verið vaninn í þeim fjölmörgu úrskurðum sem siðanefnd Háskóla Íslands hefur fellt á undanförnum árum að elta uppi einstaklinga svo að rektor gæti þaulnýtt stjórnunarrétt sinn? Svarið við öllum þessum spurningum er neikvætt. Rektor veit fullvel að það hefur verið stefna siðanefndarinnar – stefna sem hann hefur sjálfur lýst yfir ánægju með – að benda sérstaklega á þær aðstæður sem gætu verið tilefni þess að kvartanir í ljósi siðareglna koma fram. Ágreiningur Bergsveins og Ásgeirs hefði getað orðið ágætt tilefni þess að rektor fengi í hendurnar leiðbeinandi álit siðanefndar um hvaða aðstæður gætu hafa orðið þess valdandi að ágreiningurinn kom upp. Enn fremur hefði álitið getað orðið skólanum tilefni til að nýta sér þann vettvang sem háskólasamfélagið er til að draga lærdóm af þessu máli. En nú hefur rektor – þvert á orð sín um að hann hafi ekki stigið inn í málið – gert það að verkum að það er tilgangslaust að fjalla um það. Hann hefur í raun lýst því yfir að hann taki ekki við áliti siðanefndar þegar kvörtunin beinist að seðlabankastjóra. Hver svo sem niðurstaðan sé. Þetta er ósigur fyrir Háskóla Íslands og fræðastarf í landinu. Höfundar sátu í Siðanefnd Háskóla Íslands sem nú hefur sagt af sér.
Sálfræðiþjónusta: Ég var heppinn að pabbi hafi greinst með krabbamein Davíð Brynjar Sigurjónsson Skoðun
Skoðun Öflug garðyrkja – lykill að matvælaöryggi og grænni framtíð Guðrún Hafsteinsdóttir,Vilhjálmur Árnason skrifar
Skoðun Vinnum gullið, stór áfangi inn í bjarta framtíð íþrótta á Íslandi Vésteinn Hafsteinsson skrifar
Skoðun Sálfræðiþjónusta: Ég var heppinn að pabbi hafi greinst með krabbamein Davíð Brynjar Sigurjónsson skrifar
Skoðun Að kjósa annað en Framsókn er að kjósa kyrrstöðu eða afturför í heilbrigðismálum Jóhann F. K. Arinbjarnarson skrifar
Sálfræðiþjónusta: Ég var heppinn að pabbi hafi greinst með krabbamein Davíð Brynjar Sigurjónsson Skoðun