Kjarnorkumengun myndi ekki berast hingað og óþarfi að hamstra joð Lillý Valgerður Pétursdóttir og Árni Sæberg skrifa 4. mars 2022 23:30 Gísli Jónsson er viðbúnaðarstjóri Geislavarna ríkissins. Stöð 2/Bjarni Geislavarnarstofnanir Norðurlandanna fylgjast grannt með stríðinu í Úkraínu. Á meðal þeirra sem taka þátt í þessu eftirliti er starfsfólk Geislavarna ríksins. Viðbúnaðarstjóri stofnunarinnar segir alls ekki búist við að kjarnorkumengun finnist hér á landi ef komi til kjarnorkuslyss í Úkraínu. Viðbúnaður Geislavarna ríkisins hefur ekki verið aukinn vegna stöðunnar sem komin er upp vegna innrásar Rússa í Úkraínu. Eftirlit og samstarf milli þeirra aðila sem vakta geislamengun í Evrópu hefur hins vegar verið aukið. Gísli Jónsson, viðbúnaðarstjóri Geislavarna ríksins, segir að ef komi til kjarnorkuslyss eða jafnvel kjarnorkusprengingar í Úkraínu muni langur tími líða þar til áhrif þess mælist hér á landi. „Það er dálítið erfitt að segja til hversu langan tíma það tæki, það fer allt eftir veðri. En ef við tökum dæmi af Fukushima slysinu tók kringum tíu daga að mæla einhvern snefil af menguninni þaðan hérna á Ísland,“ segir hann. Hann segir starfsfólk Geislavarna alls ekki búast við miklum áhrifum hér á landi ef kæmi til geislamengunar í Úkraínu, fjarlægðin sé einfaldlega svo mikil. Þá segir hann algjörlega óþarfi að fólk hamstri joðtöflur, en nokkuð hefur borið á því undanfarna daga. „Varasamasta geislavirka joðið hefur helmingunartíma upp á átta daga. Ef það kæmi upp eitthvað atvik í Úkraínu þá væri stór hluti af því bara búið að brotna niður áður en það kæmi til landsins. Það er ekki þörf fyrir fólk að hamstra,“ segir Gísli. Gísli sýndi mælitæki Geislavarna ríkisins í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld, innslagið má sjá í spilaranum hér að neðan. Innrás Rússa í Úkraínu Kjarnorka Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Fleiri fréttir Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Sjá meira
Viðbúnaður Geislavarna ríkisins hefur ekki verið aukinn vegna stöðunnar sem komin er upp vegna innrásar Rússa í Úkraínu. Eftirlit og samstarf milli þeirra aðila sem vakta geislamengun í Evrópu hefur hins vegar verið aukið. Gísli Jónsson, viðbúnaðarstjóri Geislavarna ríksins, segir að ef komi til kjarnorkuslyss eða jafnvel kjarnorkusprengingar í Úkraínu muni langur tími líða þar til áhrif þess mælist hér á landi. „Það er dálítið erfitt að segja til hversu langan tíma það tæki, það fer allt eftir veðri. En ef við tökum dæmi af Fukushima slysinu tók kringum tíu daga að mæla einhvern snefil af menguninni þaðan hérna á Ísland,“ segir hann. Hann segir starfsfólk Geislavarna alls ekki búast við miklum áhrifum hér á landi ef kæmi til geislamengunar í Úkraínu, fjarlægðin sé einfaldlega svo mikil. Þá segir hann algjörlega óþarfi að fólk hamstri joðtöflur, en nokkuð hefur borið á því undanfarna daga. „Varasamasta geislavirka joðið hefur helmingunartíma upp á átta daga. Ef það kæmi upp eitthvað atvik í Úkraínu þá væri stór hluti af því bara búið að brotna niður áður en það kæmi til landsins. Það er ekki þörf fyrir fólk að hamstra,“ segir Gísli. Gísli sýndi mælitæki Geislavarna ríkisins í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld, innslagið má sjá í spilaranum hér að neðan.
Innrás Rússa í Úkraínu Kjarnorka Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Fleiri fréttir Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Sjá meira