Roland slapp frá Úkraínu | „Pútín er fasisti“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 6. mars 2022 19:15 Roland Eradze kom til Íslands á föstudaginn eftir átta daga ferðalag frá Úkraínu. Stöð 2 Roland Eradze, fyrrverandi landsliðsmarkvörður Íslands og núverandi aðstoðarþjálfari úkraínska meistaraliðsins HC Motor, kom til Íslands frá Úkraínu á föstudaginn eftir átta daga ferðalag frá borginni Zaporizhzhia. Hann ræddi við fréttastofu Stöðvar 2 og Vísis um átökin og ferðalagið. „Þetta voru hættulegar aðstæður. Það var búið að loka fyrir flugumferð svo við fórum aftur til Kænugarðs. Það trúði því enginn að Rússar myndu varpa sprengjum á borgina en það gerðist samt,“ sagði Roland um ferðalagið en hann og lærisveinar hans höfðu spilað við Kielce í Póllandi þann 23. febrúar, degi áður en innrás Rússa hófst. „Ég fæ símtal frá mömmu þar sem hún segir mér að heyra í pabba því það er stríð í Úkraínu,“ sagði dóttir Rolands, landsliðskonan Mariam Eradze. „Ég fann fyrir svitanum og panikkinu og ég man að þessa nótt vaknaði ég held ég á klukkutíma fresti bara til að athuga hvort að það væri verið að sprengja einhversstaðar þarna nálægt.“ Ferðalagið frá Úkraínu erfitt og hættulegt „Þetta var hættulegt. Mjög hættulegt,“ sagði Roland. „Við stóðum í röð í níu tíma þar sem við gátum ekki hreyft okkur til hægri eða vinstri. Tókum bara eitt skref áfram og þurftum svo að bíða meira. Þetta var mjög erfitt.“ „Það var fullt af sjálfboðaliðum sem komu með mat og drykki fyrir fólk og hjálpaði okkur mikið. En þetta var mjög erfitt og mikið af börnum og konum með börn. Mikið um grátur og óróa.“ Reynir að leiða hugann frá því hvað gæti orðið um leikmennina „Við eru meira en bara lið. Við erum eins og fjölskylda. Við erum saman í sex tíma á dag á hverjum degi og ég þekki fjölskyldur allra leikmannana. Við erum mjög nánir. Núna þarf ég að hugsa um hvað gæti komið fyrir þessa stráka. Ég vil ekki hugsa um það. Ég vona bara að við fáum frið.“ Roland hefur búið víðsvegar um Evrópu á sínum handboltaferli, en þetta er þriðja stríðið sem hann upplifir á eigin skinni. „Þegar ég var í Júgóslavíu þá voru þeir bara að sprengja upp herstöðvar. En núna er verið að sprengja upp hvað sem er. Þeir eru eins og villimenn. Pútín er fasisti. Hann er fasisti. Hann er nasisti,“ sagði Roland Eradze reiður. Viðtalið við Roland og Mariam í heild sinni má sjá í spilaranum hér fyrir neðan. Klippa: Roland Eradze viðtal Handbolti Sportpakkinn Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn Tólf leikmenn komnir til KR Íslenski boltinn Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Tímabært að breyta til Handbolti Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Sport Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Fótbolti Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Enski boltinn Fleiri fréttir Tímabært að breyta til Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Íslendingaliðin töpuðu bæði Ísland tapaði með minnsta mun Ekki haft tíma til að spá í EM Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Frábær sigur hjá Orra og félögum á móti PSG Kristján lét að sér kveða þegar sigurgangan hélt áfram Súrt kvöld fyrir Íslendingaliðin í Meistaradeildinni „Langstærsti búningasamningur sem HSÍ hefur gert“ Viktor mætir Aroni: „Hann var átrúnaðargoðið mitt“ Landsliðin spila í Adidas næstu árin „Eigum ekki að setja sálfa okkur í þessa stöðu“ „Bara svona skítatilfinning“ Sjá meira
„Þetta voru hættulegar aðstæður. Það var búið að loka fyrir flugumferð svo við fórum aftur til Kænugarðs. Það trúði því enginn að Rússar myndu varpa sprengjum á borgina en það gerðist samt,“ sagði Roland um ferðalagið en hann og lærisveinar hans höfðu spilað við Kielce í Póllandi þann 23. febrúar, degi áður en innrás Rússa hófst. „Ég fæ símtal frá mömmu þar sem hún segir mér að heyra í pabba því það er stríð í Úkraínu,“ sagði dóttir Rolands, landsliðskonan Mariam Eradze. „Ég fann fyrir svitanum og panikkinu og ég man að þessa nótt vaknaði ég held ég á klukkutíma fresti bara til að athuga hvort að það væri verið að sprengja einhversstaðar þarna nálægt.“ Ferðalagið frá Úkraínu erfitt og hættulegt „Þetta var hættulegt. Mjög hættulegt,“ sagði Roland. „Við stóðum í röð í níu tíma þar sem við gátum ekki hreyft okkur til hægri eða vinstri. Tókum bara eitt skref áfram og þurftum svo að bíða meira. Þetta var mjög erfitt.“ „Það var fullt af sjálfboðaliðum sem komu með mat og drykki fyrir fólk og hjálpaði okkur mikið. En þetta var mjög erfitt og mikið af börnum og konum með börn. Mikið um grátur og óróa.“ Reynir að leiða hugann frá því hvað gæti orðið um leikmennina „Við eru meira en bara lið. Við erum eins og fjölskylda. Við erum saman í sex tíma á dag á hverjum degi og ég þekki fjölskyldur allra leikmannana. Við erum mjög nánir. Núna þarf ég að hugsa um hvað gæti komið fyrir þessa stráka. Ég vil ekki hugsa um það. Ég vona bara að við fáum frið.“ Roland hefur búið víðsvegar um Evrópu á sínum handboltaferli, en þetta er þriðja stríðið sem hann upplifir á eigin skinni. „Þegar ég var í Júgóslavíu þá voru þeir bara að sprengja upp herstöðvar. En núna er verið að sprengja upp hvað sem er. Þeir eru eins og villimenn. Pútín er fasisti. Hann er fasisti. Hann er nasisti,“ sagði Roland Eradze reiður. Viðtalið við Roland og Mariam í heild sinni má sjá í spilaranum hér fyrir neðan. Klippa: Roland Eradze viðtal
Handbolti Sportpakkinn Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn Tólf leikmenn komnir til KR Íslenski boltinn Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Tímabært að breyta til Handbolti Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Sport Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Fótbolti Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Enski boltinn Fleiri fréttir Tímabært að breyta til Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Íslendingaliðin töpuðu bæði Ísland tapaði með minnsta mun Ekki haft tíma til að spá í EM Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Frábær sigur hjá Orra og félögum á móti PSG Kristján lét að sér kveða þegar sigurgangan hélt áfram Súrt kvöld fyrir Íslendingaliðin í Meistaradeildinni „Langstærsti búningasamningur sem HSÍ hefur gert“ Viktor mætir Aroni: „Hann var átrúnaðargoðið mitt“ Landsliðin spila í Adidas næstu árin „Eigum ekki að setja sálfa okkur í þessa stöðu“ „Bara svona skítatilfinning“ Sjá meira