Þú getur hjálpað úkraínskum konum Stella Samúelsdóttir skrifar 8. mars 2022 08:00 Það að hafa aðeins fáeinar mínútur til að ákveða hvort betra sé að flýja heimilið sitt vegna yfirvofandi innrásar í landið sem maður býr í eða vera um kyrrt eru aðstæður sem fæst okkar tengja við. Það að vita ekki hvert skuli halda, hvað skuli taka með og hvort það sé yfir höfuð mögulegt að komast á leiðarenda yfir landamæri í öruggt skjól er svo enn fjarlægari hugsun fyrir þau okkar sem erum svo lánsöm að hafa alist upp og búið við almennt öryggi og frið alla okkar tíð. Þetta eru þær aðstæður og veruleiki sem íbúar í Úkraínu búa við á þessari stundu og vöknuðu við fyrir rúmlega viku síðan. Aðstæður þar sem hver mínúta skiptir máli. Taka þarf mið af sértækum þörfum kvenna og stúlkna Raunveruleiki fólks í Úkraínu er að meirihluti þeirra sem nú flýja landið eru konur með börn sín. Það stafar af þeirri ástæðu að karlmönnum á aldrinum 18-60 ára var meinað að yfirgefa Úkraínu í kjölfar átakanna. Konurnar eru því að skilja við eiginmenn, bræður, syni og feður sína í algjörri óvissu. Slíkur aðskilnaður mun án efa skilja eftir sig ótal ör á sálum og skarð sem jafnvel aldrei verður fyllt upp í. Í aðstæðum sem þessum skiptir máli að tryggja að fólk á flótta fái öryggi og skjól. Framkvæmdastýra UN Women, Sima Bahous lýsti því yfir á dögunum að UN Women hefðu þungar áhyggjur af stöðu mála í Úkraínu og áhrifum átakanna á líf og lífsviðurværi úkraínskra kvenna og stúlkna. Í slíkum aðstæðum er mikilvægt að allir áhættuþættir sem fylgja því að eiga ekki öruggt skjól séu í öllum viðbragðsáætlunum og tekið sé mið af sértækum þörfum kvenna og stúlkna þegar mannúðaraðstöð er veitt vegna átakanna. Hún undirstrikaði einnig mikilvægi þess að tryggja þátttöku kvenna til jafns við karla í friðarviðræðum og uppbyggingu svo lausnir taki mið af þörfum sem flestra. Alþjóðlegur baráttudagur kvenna Í dag, 8. mars er alþjóðlegur baráttudagur kvenna. Þrátt fyrir að opinbert þema dagsins í ár sé áhersla á loftslagsmál og kynjuð áhrif þeirra er hugur heimsbyggðar hjá úkraínskum almenningi þessa dagana. Þegar eru farnar að berast fregnir af því að rússnenskir hermenn hafi nauðgað konum og stúlkum í úkraínskum borgum sem þeir hafa náð á vald sitt. Konur sem eru að öllum líkindum vopnlausar og berskjaldaðar á flótta frá heimilum sínum. Samkvæmt Sameinðu þjóðunum er þörf á umtalsverðum fjárhæðum svo unnt sé að bregðast við þeirri neyð sem nú hefur skapast vegna þeirra milljóna Úkraínubúa sem nú eru á flótta eða hafa orðið fyrir áhrifum af þessu hörmulega stríði. UN Women hefur verið starfandi í Úkraínu um árabil og mun halda starfi sínu í þágu úkraínskra kvenna og stúlkna áfram. UN Women tryggir að þörfum allra kvenna og stúlkna sé mætt. Rannsóknir UN Women sýna að í neyð; hvort sem er vegna náttúruhamfara eða stríðsátaka, þá eru auknar líkur á kynbundnu ofbeldi, mansali og almennri neyð en á friðartímum. Að auki búa óléttar konur og sængurkonur við aukna ógn við líf og heilsu sína og nýfæddra barna sinna þar sem grundvallarinnviðir eins og sjúkrahús eru orðin skotmörk rússnenska hersins. Konur með fatlanir eiga erfðara með að komast í öruggt skjól og Róma konur, sem eru meðal þeirra jaðarsettustu í úkraínsku samfélagi, eiga í hættu á að verða eftir og gleymast þegar neyðaraðstoð er veitt. Fyrst og fremst skiptir máli að fólk í viðkvæmri stöðu haldi reisn sinni og huga að áfallahjálp þegar neyðarástand ríkir. Þar kemur UN Women sterk til leiks, með áralanga þjálfun og sérhæfingu í að veita öryggi og skjól á vettvangi. UN Women er á staðnum og verður áfram til staðar fyrir konur og börn þeirra í Úkraínu. Þú getur hjálpað með því að senda sms-ið KONUR í 1900 (1900kr). Einnig er tekið á móti frjálsum framlögum í gegnum AUR/KASS: 839-0700 og á reikning: 0537-26-55505 / 551090-2489. Höfundur er framkvæmdastýra UN Women á Íslandi Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Stella Samúelsdóttir Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Helvítis Píratarnir Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Heilbrigðiskerfi framtíðarinnar Victor Guðmundsson Skoðun Af hverju ætti ég að standa með kennurum? Stefán Birgir Jóhannesson Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Kosningabaráttan er kostuð af þér Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Dýrkeypt jólagjöf Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Sálfræðiþjónusta: Ég var heppinn að pabbi hafi greinst með krabbamein Davíð Brynjar Sigurjónsson Skoðun Ísland - land tækifæranna Ragnhildur Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Fyrirsjáanleiki fyrir ferðaþjónustuna Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Sjávarútvegurinn - Unga fólkið er framtíðin Arnar Jónsson,Hreinn Pétursson skrifar Skoðun Hver verða lykilgildin í næsta stjórnarsáttmála? Gunnar Hersveinn skrifar Skoðun Ungt fólk í Hafnarfirði stendur með Rósu Guðbjartsdóttur Hópur ungs fólks í Hafnarfirði skrifar Skoðun Kjósum frið Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Af hverju kýs ég frjálslyndi og frelsi? Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Píratar, frumkvöðlar í íslenskum stjórnmálum Helga Völundardóttir skrifar Skoðun Lilja lofar öllu fögru Björn B Björnsson skrifar Skoðun Siðlaus einkavæðing gegn almannahagsmunum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Reikningskúnstir Ragnars Þórs Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Sögulegt tækifæri Logi Einarsson,Eydís Ásbjörnsdóttir,Sæunn Gísladóttir,Sindri S. Kristjánsson skrifar Skoðun X í C fyrir framtíð á Íslandi Lovísa Oktovía Eyvindsdóttir skrifar Skoðun Kosið um stefnu Axel Jón Ellenarson skrifar Skoðun Byggjum og náum niður vöxtum og verðbólgu Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnir síðustu ára hafa vanrækt barnamál Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Opnum fjöldahjálparstöð! Aðalheiður Jónsdóttir skrifar Skoðun Öflug garðyrkja – lykill að matvælaöryggi og grænni framtíð Guðrún Hafsteinsdóttir,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Vinnum gullið, stór áfangi inn í bjarta framtíð íþrótta á Íslandi Vésteinn Hafsteinsson skrifar Skoðun HSU réttir upp hönd í aðdraganda Alþingiskosninga Díana Óskarsdóttir skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Umhverfisvernd og syndaflóð Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Nei þeir mega það ekki! Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Höldum rónni og höldum áfram Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Raunveruleiki vændis Drífa Snædal skrifar Skoðun Tryggjum breytingar í málefnum eldri borgara Alma D. Möller skrifar Skoðun Af hverju ætti ég að standa með kennurum? Stefán Birgir Jóhannesson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn stendur með landsbyggðinni Hildur Sólveig Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ísland - land tækifæranna Ragnhildur Jónsdóttir skrifar Skoðun Fimm forgangsatriði í málefnum fatlaðs fólks Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Dýrkeypt jólagjöf Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Íslenska, hvað? Gauti Kristmannsson skrifar Sjá meira
Það að hafa aðeins fáeinar mínútur til að ákveða hvort betra sé að flýja heimilið sitt vegna yfirvofandi innrásar í landið sem maður býr í eða vera um kyrrt eru aðstæður sem fæst okkar tengja við. Það að vita ekki hvert skuli halda, hvað skuli taka með og hvort það sé yfir höfuð mögulegt að komast á leiðarenda yfir landamæri í öruggt skjól er svo enn fjarlægari hugsun fyrir þau okkar sem erum svo lánsöm að hafa alist upp og búið við almennt öryggi og frið alla okkar tíð. Þetta eru þær aðstæður og veruleiki sem íbúar í Úkraínu búa við á þessari stundu og vöknuðu við fyrir rúmlega viku síðan. Aðstæður þar sem hver mínúta skiptir máli. Taka þarf mið af sértækum þörfum kvenna og stúlkna Raunveruleiki fólks í Úkraínu er að meirihluti þeirra sem nú flýja landið eru konur með börn sín. Það stafar af þeirri ástæðu að karlmönnum á aldrinum 18-60 ára var meinað að yfirgefa Úkraínu í kjölfar átakanna. Konurnar eru því að skilja við eiginmenn, bræður, syni og feður sína í algjörri óvissu. Slíkur aðskilnaður mun án efa skilja eftir sig ótal ör á sálum og skarð sem jafnvel aldrei verður fyllt upp í. Í aðstæðum sem þessum skiptir máli að tryggja að fólk á flótta fái öryggi og skjól. Framkvæmdastýra UN Women, Sima Bahous lýsti því yfir á dögunum að UN Women hefðu þungar áhyggjur af stöðu mála í Úkraínu og áhrifum átakanna á líf og lífsviðurværi úkraínskra kvenna og stúlkna. Í slíkum aðstæðum er mikilvægt að allir áhættuþættir sem fylgja því að eiga ekki öruggt skjól séu í öllum viðbragðsáætlunum og tekið sé mið af sértækum þörfum kvenna og stúlkna þegar mannúðaraðstöð er veitt vegna átakanna. Hún undirstrikaði einnig mikilvægi þess að tryggja þátttöku kvenna til jafns við karla í friðarviðræðum og uppbyggingu svo lausnir taki mið af þörfum sem flestra. Alþjóðlegur baráttudagur kvenna Í dag, 8. mars er alþjóðlegur baráttudagur kvenna. Þrátt fyrir að opinbert þema dagsins í ár sé áhersla á loftslagsmál og kynjuð áhrif þeirra er hugur heimsbyggðar hjá úkraínskum almenningi þessa dagana. Þegar eru farnar að berast fregnir af því að rússnenskir hermenn hafi nauðgað konum og stúlkum í úkraínskum borgum sem þeir hafa náð á vald sitt. Konur sem eru að öllum líkindum vopnlausar og berskjaldaðar á flótta frá heimilum sínum. Samkvæmt Sameinðu þjóðunum er þörf á umtalsverðum fjárhæðum svo unnt sé að bregðast við þeirri neyð sem nú hefur skapast vegna þeirra milljóna Úkraínubúa sem nú eru á flótta eða hafa orðið fyrir áhrifum af þessu hörmulega stríði. UN Women hefur verið starfandi í Úkraínu um árabil og mun halda starfi sínu í þágu úkraínskra kvenna og stúlkna áfram. UN Women tryggir að þörfum allra kvenna og stúlkna sé mætt. Rannsóknir UN Women sýna að í neyð; hvort sem er vegna náttúruhamfara eða stríðsátaka, þá eru auknar líkur á kynbundnu ofbeldi, mansali og almennri neyð en á friðartímum. Að auki búa óléttar konur og sængurkonur við aukna ógn við líf og heilsu sína og nýfæddra barna sinna þar sem grundvallarinnviðir eins og sjúkrahús eru orðin skotmörk rússnenska hersins. Konur með fatlanir eiga erfðara með að komast í öruggt skjól og Róma konur, sem eru meðal þeirra jaðarsettustu í úkraínsku samfélagi, eiga í hættu á að verða eftir og gleymast þegar neyðaraðstoð er veitt. Fyrst og fremst skiptir máli að fólk í viðkvæmri stöðu haldi reisn sinni og huga að áfallahjálp þegar neyðarástand ríkir. Þar kemur UN Women sterk til leiks, með áralanga þjálfun og sérhæfingu í að veita öryggi og skjól á vettvangi. UN Women er á staðnum og verður áfram til staðar fyrir konur og börn þeirra í Úkraínu. Þú getur hjálpað með því að senda sms-ið KONUR í 1900 (1900kr). Einnig er tekið á móti frjálsum framlögum í gegnum AUR/KASS: 839-0700 og á reikning: 0537-26-55505 / 551090-2489. Höfundur er framkvæmdastýra UN Women á Íslandi
Sálfræðiþjónusta: Ég var heppinn að pabbi hafi greinst með krabbamein Davíð Brynjar Sigurjónsson Skoðun
Skoðun Ungt fólk í Hafnarfirði stendur með Rósu Guðbjartsdóttur Hópur ungs fólks í Hafnarfirði skrifar
Skoðun Siðlaus einkavæðing gegn almannahagsmunum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Sögulegt tækifæri Logi Einarsson,Eydís Ásbjörnsdóttir,Sæunn Gísladóttir,Sindri S. Kristjánsson skrifar
Skoðun Öflug garðyrkja – lykill að matvælaöryggi og grænni framtíð Guðrún Hafsteinsdóttir,Vilhjálmur Árnason skrifar
Skoðun Vinnum gullið, stór áfangi inn í bjarta framtíð íþrótta á Íslandi Vésteinn Hafsteinsson skrifar
Sálfræðiþjónusta: Ég var heppinn að pabbi hafi greinst með krabbamein Davíð Brynjar Sigurjónsson Skoðun