Undirgöng fyrir reiðhjólafólk og gangandi kosta hálfan milljarð Kristján Már Unnarsson skrifar 11. mars 2022 15:45 Undirgöngin verða undir Arnarnesveg, sjávarmegin við Hafnarfjarðarveg. Úti og inni arkitektar Undirgöng sem Vegagerðin og Garðabær áforma að gera á Arnarneshæð fyrir gangandi og hjólandi vegfarendur munu kosta vel yfir hálfan milljarð króna, verði eina tilboðinu sem barst í verkið tekið. Ofan á það bætist undirbúnings-, hönnunar- og eftirlitskostnaður. Tilboðið kom frá Bergi Verktökum og hljóðar upp á 535,7 milljónir króna. Það er 30 prósentum hærra og 125 milljónum króna yfir áætluðum verktakakostnaði upp á 410,8 milljónir króna. Útlitsteikning af undirgöngunum og hjóla- og göngustígunum, sem verða aðskildir.Úti og inni arkitektar/Onno Jafnframt hafa tilboð í eftirlit með verkinu verið opnuð. Fjögur tilboð bárust í eftirlitsþáttinn, það lægsta frá VBV ehf., Kópavogi, upp á 8.4 milljónir króna. Það reyndist vera 84 prósent af 10 milljóna króna áætlun. Verkið er hluti af Samgöngusáttmálanum. Hönnun er í höndum VSB verkfræðistofu, Landslags og Úti Inni arkitekta. Gert er ráð fyrir að framkvæmdir hefjist í apríl og verði lokið í desember, að því er fram kom í íbúakynningu Garðabæjar í síðasta mánuði. Hjólreiðamaður á Arnarneshæð í slagviðri. Ef áformin ganga eftir getur hann hjólað í undirgöngum næsta vetur og þarf að erfiða minna við að hjóla yfir hæðina.Vilhelm Gunnarsson „Núverandi göngu- og hjólastígur beggja vegna Arnarnesvegar verður lagfærður og lagður í undirgöng undir veginn. Gatnamót yfir undirgöngum verða jafnframt lagfærð, beygjureinum breytt og gönguleiðir uppfærðar. Hluti af framkvæmdinni er einnig gerð bráðabirgða vega og stíga fyrir umferð akandi, gangandi og hjólandi á framkvæmdatíma. Verkið er samstarfsverkefni Vegagerðarinnar og Garðabæjar,“ segir í útboðslýsingu en þar segir að verkinu skuli að fullu lokið 31. nóvember 2022. Vegagerð Garðabær Hjólreiðar Samgöngur Umferðaröryggi Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Fleiri fréttir Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Sjá meira
Tilboðið kom frá Bergi Verktökum og hljóðar upp á 535,7 milljónir króna. Það er 30 prósentum hærra og 125 milljónum króna yfir áætluðum verktakakostnaði upp á 410,8 milljónir króna. Útlitsteikning af undirgöngunum og hjóla- og göngustígunum, sem verða aðskildir.Úti og inni arkitektar/Onno Jafnframt hafa tilboð í eftirlit með verkinu verið opnuð. Fjögur tilboð bárust í eftirlitsþáttinn, það lægsta frá VBV ehf., Kópavogi, upp á 8.4 milljónir króna. Það reyndist vera 84 prósent af 10 milljóna króna áætlun. Verkið er hluti af Samgöngusáttmálanum. Hönnun er í höndum VSB verkfræðistofu, Landslags og Úti Inni arkitekta. Gert er ráð fyrir að framkvæmdir hefjist í apríl og verði lokið í desember, að því er fram kom í íbúakynningu Garðabæjar í síðasta mánuði. Hjólreiðamaður á Arnarneshæð í slagviðri. Ef áformin ganga eftir getur hann hjólað í undirgöngum næsta vetur og þarf að erfiða minna við að hjóla yfir hæðina.Vilhelm Gunnarsson „Núverandi göngu- og hjólastígur beggja vegna Arnarnesvegar verður lagfærður og lagður í undirgöng undir veginn. Gatnamót yfir undirgöngum verða jafnframt lagfærð, beygjureinum breytt og gönguleiðir uppfærðar. Hluti af framkvæmdinni er einnig gerð bráðabirgða vega og stíga fyrir umferð akandi, gangandi og hjólandi á framkvæmdatíma. Verkið er samstarfsverkefni Vegagerðarinnar og Garðabæjar,“ segir í útboðslýsingu en þar segir að verkinu skuli að fullu lokið 31. nóvember 2022.
Vegagerð Garðabær Hjólreiðar Samgöngur Umferðaröryggi Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Fleiri fréttir Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Sjá meira