Fréttamaður 60 Minutes segir Ísland ekki eina landið sem kom til greina Kristín Ólafsdóttir skrifar 12. mars 2022 19:06 Ísland var ekki eina landið sem kom til greina sem viðfangsefni Eurovision-umfjöllunar bandaríska fréttaskýringaþáttarins 60 Minutes. En það var á endanum næstum óeðlilegur áhugi Íslendinga á keppninni sem leiddi tökuliðið hingað til lands, að sögn fréttamanns. Fréttaskýringaþættirnir 60 Minutes hafa verið sýndir á Stöð 2 um árabil og eru einir þekktustu sinnar tegundar í heimi. Og á miðvikudag kom sjö manna tökulið þáttanna til landsins með fréttamanninn Jon Wertheim í broddi fylkingar. Eurovision er viðfangsefnið að þessu sinni. En af hverju varð Ísland fyrir valinu? Wertheim þvertekur fyrir að Eurovision-mynd Wills Ferrell hafi átt nokkurn þátt í því. „Við sáum bara þessa miklu, og kannski hlutfallslega óvenjumiklu, ástríðu hérna. Keppnisstaðurinn er frábær og sú staðreynd að Ísland hefur átt svo mörg atriði sem hafa náð árangri en er samt enn að reyna að vinna fyrsta Eurovision-titilinn, það var líka hluti af aðdráttaraflinu,“ segir Jon Wertheim. Ísland var þó ekki eina landið sem kom til greina. „Vegna ABBA og árangurs Svía kom Svíþjóð vel til greina,“ segir Wertheim. Forsetinn kom á óvart Tökulið 60 Minutes hefði þannig getað verið í Stokkhólmi nú í kvöld að fylgjast með Melodifestivalen en verður í staðinn á úrslitakvöldi Söngvakeppni sjónvarpsins í Söngvakeppnishöllinni í Gufunesi. Að keppninni lokinni í kvöld mun Wertheim taka viðtal við sigurvegarann en hann hefur jafnframt náð tali af Daða Frey, fulltrúa Íslands í keppninni í fyrra, og forseta Íslands - sem Wertheim segir að hafi komið sér á óvart. „Sú staðreynd að forsetinn hefur svo mikla ástríðu og er viljugur að tala um það. Hann man þetta eins og um íþróttalið sé að ræða. [Hann man] hver vann 1988.“ Wertheim ætlar sjálfur að kjósa atriði á úrslitakvöldinu í kvöld en gefur ekkert frekar upp í þeim efnum. Það muni ráðast á keppninni hvert atkvæði hans rati. Eurovision Ríkisútvarpið Mest lesið Einstakur garður í Mosfellsbænum Lífið Steldu stílnum af Áslaugu Örnu Tíska og hönnun Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Lífið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Lífið Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Lífið Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Lífið Húðrútína Birtu Abiba Lífið Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Bíó og sjónvarp Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Lífið Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Lífið Fleiri fréttir Hélt að hann væri George Clooney Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Einstakur garður í Mosfellsbænum Leggja undir sig spinningshjólin og upphífingarstangirnar á tónleikunum Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Húðrútína Birtu Abiba Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Inga Sæland vill komast í fjármálaráðuneytið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Arnaldur tilnefndur til Íslensku bókmenntaverðlaunanna Hefndi sín með því að missa meydóminn Spurt var um fyrirbæri sem Tommi á Búllunni framkvæmdi fyrst hér á landi Kappleikar: „Ég er í alvörunni að reyna mitt besta“ Pantaði viskí og kókaín skömmu fyrir andlátið Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Umbreyttist í Guðna Ágústsson og Ólaf Ragnar „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Kynbomba og reynsluboltar í Melodifestivalen Söfnunarþáttur UNICEF í beinni útsendingu á þremur stöðvum í einu Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lyftu barninu upp eins og hann væri Simbi Lára og lyfjaprinsinn opinbera kynið Tilfinningar þvælast fyrir tiltektinni Frægar í fantaformi Ofurpar úr tennisheiminum á Íslandi Gervigreindin stýrði ferðinni Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Sjá meira
Fréttaskýringaþættirnir 60 Minutes hafa verið sýndir á Stöð 2 um árabil og eru einir þekktustu sinnar tegundar í heimi. Og á miðvikudag kom sjö manna tökulið þáttanna til landsins með fréttamanninn Jon Wertheim í broddi fylkingar. Eurovision er viðfangsefnið að þessu sinni. En af hverju varð Ísland fyrir valinu? Wertheim þvertekur fyrir að Eurovision-mynd Wills Ferrell hafi átt nokkurn þátt í því. „Við sáum bara þessa miklu, og kannski hlutfallslega óvenjumiklu, ástríðu hérna. Keppnisstaðurinn er frábær og sú staðreynd að Ísland hefur átt svo mörg atriði sem hafa náð árangri en er samt enn að reyna að vinna fyrsta Eurovision-titilinn, það var líka hluti af aðdráttaraflinu,“ segir Jon Wertheim. Ísland var þó ekki eina landið sem kom til greina. „Vegna ABBA og árangurs Svía kom Svíþjóð vel til greina,“ segir Wertheim. Forsetinn kom á óvart Tökulið 60 Minutes hefði þannig getað verið í Stokkhólmi nú í kvöld að fylgjast með Melodifestivalen en verður í staðinn á úrslitakvöldi Söngvakeppni sjónvarpsins í Söngvakeppnishöllinni í Gufunesi. Að keppninni lokinni í kvöld mun Wertheim taka viðtal við sigurvegarann en hann hefur jafnframt náð tali af Daða Frey, fulltrúa Íslands í keppninni í fyrra, og forseta Íslands - sem Wertheim segir að hafi komið sér á óvart. „Sú staðreynd að forsetinn hefur svo mikla ástríðu og er viljugur að tala um það. Hann man þetta eins og um íþróttalið sé að ræða. [Hann man] hver vann 1988.“ Wertheim ætlar sjálfur að kjósa atriði á úrslitakvöldinu í kvöld en gefur ekkert frekar upp í þeim efnum. Það muni ráðast á keppninni hvert atkvæði hans rati.
Eurovision Ríkisútvarpið Mest lesið Einstakur garður í Mosfellsbænum Lífið Steldu stílnum af Áslaugu Örnu Tíska og hönnun Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Lífið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Lífið Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Lífið Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Lífið Húðrútína Birtu Abiba Lífið Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Bíó og sjónvarp Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Lífið Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Lífið Fleiri fréttir Hélt að hann væri George Clooney Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Einstakur garður í Mosfellsbænum Leggja undir sig spinningshjólin og upphífingarstangirnar á tónleikunum Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Húðrútína Birtu Abiba Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Inga Sæland vill komast í fjármálaráðuneytið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Arnaldur tilnefndur til Íslensku bókmenntaverðlaunanna Hefndi sín með því að missa meydóminn Spurt var um fyrirbæri sem Tommi á Búllunni framkvæmdi fyrst hér á landi Kappleikar: „Ég er í alvörunni að reyna mitt besta“ Pantaði viskí og kókaín skömmu fyrir andlátið Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Umbreyttist í Guðna Ágústsson og Ólaf Ragnar „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Kynbomba og reynsluboltar í Melodifestivalen Söfnunarþáttur UNICEF í beinni útsendingu á þremur stöðvum í einu Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lyftu barninu upp eins og hann væri Simbi Lára og lyfjaprinsinn opinbera kynið Tilfinningar þvælast fyrir tiltektinni Frægar í fantaformi Ofurpar úr tennisheiminum á Íslandi Gervigreindin stýrði ferðinni Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Sjá meira